This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Ragnar Birgisson 17 years, 10 months ago.
-
Topic
-
‘I framhaldi af umræðunni um GPS tækið , langar mig að heyra álit manna á þjónustu í Bílanaust , eða öllu heldur ef skila þarf hlut sem ekki passaði eða á einhvern hátt ekki var að virka .
Það virðist tilheira vinnureglum þar á bæ að ekki skal endurgreiða varahlut sem er skilað aftur inn í verslunina . Heldur fær kúnninn inneignarnótu .
‘Eg lenti í þessu núna í vetur að kaupa hlut sem ég varð að skila vegna þess að hann passaði ekki .
‘Eg fékk hlutinn ekki endurgreiddan , fékk í staðinn inneignarnótu .
Þurfti síðan að kaupa hlutinn annarstaðar og var þetta þá orðinn frekar há upphæð , eða 27 000 í Bílanaust og 31 000 hjá Heklu .
‘Eg er enn með þessa inneignarnótu . Mig vantar einfaldlega ekkert úr Bílanaust sem stendur .
Þetta kom fyrir einn félaga minn sem er ekki mikill bílakall , en keypti kúplingu sem hann gat ekki notað , skilaði henni og situr uppi með inneignarnótu sem hann veit ekkert hvernig hann á að nota , hvað þá hvenær .
‘Eg veit um nokkra ósátta með þetta og er þar í hópi sjálfur .
You must be logged in to reply to this topic.