This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður T. Valgeirsson 17 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Nú er maður orðin tilbúin fyrir einhvert sumarfart upp á hálendið.
Defenderviðhaldselskan mín í þessu líka fína formi ef frá er talið eitthvað fjandans smá málmnudd/skrölt/ískur.
Sem er eitthvað að pirra mig. Sérstakelga þegar mér tekst ekki að finna orsökina þrátt fyrir að vera búin að taka nokkra rúnta með vönum LandROver jöxlum og viðgerðarmönnum, búin að skoða allan undirvagn fram og aftur og ekkert kemur í ljós né virðist laust..þannig að nú er úr vöndu að ráða…Lýsing;
þegar tekið er snögg af stað (1 fyrsta gír úr kyrrstöðu…já þetta er landróver sem er SNÖGGUR :o) ) kemur svona nokkra sekúndna ískur sem svo hættir, svo dettur þetta inn endrum og sinnum. virðist vera í undirvagninum að framan (vél?). Mér tókst að framkalla þetta í gær með því að gefa vel inn, standa á kúplingunni og slaka á á þegar kúplinginn tók í (svona eins og fara snöggt af stað) þá kom ískrið…En mér tekst ekki að finna neina reglu í þessu að öðri leiti..þ.e. bara kemur og fer….
-Virðist ekki vera legumál
–Spurning hvort hjöruliðskross sé að fara (ein tillaga..)…þeir eiga það víst að sögn til að hljóma í mörgum tónum þegar þeir byrja að fara….
Stuttu áður en þetta kom losnaði dempari að framan, á leið neðan úr Þórsmörk, skoppaði eitthað og bankaði smá, en sem var svo lagaður.
En þetta hljóð virtist koma í kjölfarið..hvort sem það er innbyrðis tengt eða ekki.Ég er alla vega rén..og býst við að þurfa að hækka bara í útvarpinu um helgina og vona hið besta…..;o)
P.s.
Annars er maður alin upp við traktors og Landroverakstur í sveitinni á sinum mótunarárum (náttla áfall í æsku …hehe..)þar sem manni var uppálagt að hlusta alltaf eftir öllum smáhljóðum sem oftast væru vísbending um að eitthvað óskemmtilegt væri í aðsigi…þannig að maður er vansvefta af þankagangi um hver #$%&/ þetta sé…P.s.2 Bjórkippa í boði fyrir þann sem skýtur á rétta greiningu þegar þetta loks endanlega skilar sér ..hehe..
1. Tillaga – Hjöruliðskross að fara (Snorri)
2. Tillag – Viftan að fara (Siggi)
3.?
You must be logged in to reply to this topic.