This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Karl Hermann Karlsson 17 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Það virðast svo margir hér inná vera getspakir um bilanir svo ég ætla skjóta á ykkur einni spurningu.
Ég er með Toyota 4Runner 1988 módel með 2.4 efi bensínmótor (orginal) heitir 22-RE.
Þetta er aukabíll hjá mér svo hann stendur stundum hjá mér í einhverjar vikur.
Í sumar fór hann að taka uppá því að starta endalaust en hrökk aldrei í gang.
Svo ég spreyjaði startaragasi inná hann og hann fer í gang og svo er hann keyrður í smá stund og startar og fer í gang eftir það ekkert mál.
Svo hætti þetta vesen þar til núna.
Á föstudaginn síðastliðinn setti ég hann í gang í fyrsta sinn í 3 vikur c.a, ég átti von á veseni en hann flaug í gang, en svo á laugardeginum byrjar hann aftur með sama vesen!!Mér dettur helst í hug kveikjuhamar og lok eða bensíndæla….
Með kveðjum Benni R-3370
You must be logged in to reply to this topic.