FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Bílakerra

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bílakerra

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 21 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.11.2003 at 17:29 #193196
    Profile photo of
    Anonymous

    Heil & sæl,

    getur einhver sagt mér hvort og þá hvar hægt sé að leigja bílakerru sem er á tveimur hjólum og tekur tvö hjól þess sem á að draga upp á sig? (Vonandi skilst það sem ég er að reyna að segja :-) )

    Ég er ekki að meina svona kerru eins og hægt er að leigja í Byko. Ég þarf að koma bíl út úr lágu bílskýli, og get því ekki sett hann uppá kerru, né fengið dráttarbíl.

    Ég hef séð svona græju á götum borgarinnar, það er bara spurning hvort þetta sé í eigu einkaaðila sem er ekkert að leigja þetta út eða lána.

    Takk fyrir.

    – btg

  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 19.11.2003 at 19:07 #480996
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    hef heirt að hasso bilaleiga se með svona





    19.11.2003 at 19:53 #480998
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Sæll Bjarni!

    Ekki svona Byko kerru segir þú, en ég held nú samt að kerran sem þér vantar sé í Byko, ég þurfti í fyrra að ná í bilaðan bíl út á land og leigði kerru í Byko sem var með fjögur hjól undir sér og spil fremst til að draga bilaða bílinn uppá.

    Hæðin á kerrunni náði rétt í afturstuðara hjá mér.

    Sorrý ef ég hef ekki skilið þetta rétt.

    kv.Lúther





    19.11.2003 at 19:58 #481000
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég held að ég skilji þig rétt….þú vilt kerru sem tekur aðeins tvö hjól af bílnum uppá sig og þau eru bara rétt ofan við jörðu!

    Ég sá svona kerru utan við verkstæði uppá höfða að, við hliðina á Vélhjól og sleðum Stórhöfða 18. Það er að vísu soldið síðan að ég sá hana.

    Vona að þetta hjálpi eitthvað.
    kv.
    Stefán





    19.11.2003 at 20:00 #481002
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Ef ég skil þig rétt þá ertu að tala um Dollý. Lítið beisli með hjólum sem framdekk bílsins eru sett í, bíllinn strappaður niður og dreginn af stað.
    Ég hef fengið svona leigt 2svar í Hveragerði hjá manni sem heitir Jón Sigurbergur Kortsson. Síminn hjá honum er 893-0608, kanski á hann þetta enþá.





    19.11.2003 at 20:04 #481004
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    JÁ JÁ nú fatta ég hvernig kerru þig vantar (ef Stefán skilur þig rétt).
    Sláðu bara á þráðinn til mín ég get reddað þér svona kerru.

    kv.Lúther





    19.11.2003 at 20:23 #481006
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Auðvita á Lúddi trúður svona kerru enda átti maðurinn Togíogítu af verstu gerð sem bilaði hér og þar öðrum jeppamönnum til ama og leiðinda. Trúlega hefur kallinn smíðað sér Dolly svo fljótar gengi að sækja hann, en hann er sóttur oft á hverjum vetri með eða án Dolly. Núna hefur hann loksins séð ljósið og hefur losað sig við fiskalabílinn og fjárfest í rörajeppa af betri gerð svo hann geti nú snúið sér að því að borga til baka alla greiðana sem menn eiga upp í bakið á honum.

    Hlynur ……





    19.11.2003 at 22:45 #481008
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég hef séð á einhverju bílaverkstæði litlar trillur með snúningshjólum sem er hægt að setja undir hvert hjól bílsins og þá er hægt að ýta bílnum útí horn eins og innkaupakerru, væri það ekki fljótlegast ?





    20.11.2003 at 15:41 #481010
    Profile photo of Guðmundur Óli Gunnarsson
    Guðmundur Óli Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 143

    Hvernig virka svona snúningshjól?

    :-)





    20.11.2003 at 16:00 #481012
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Eins og ég ímynda mér að þetta verkfæri lítur út þá er það ekki ætlað til langflutninga, er það rétt skilið?

    Elvar





    20.11.2003 at 16:08 #481014
    Profile photo of Hjalti Guðmundsson
    Hjalti Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 292

    Ég hef séð og notað svona trillur. Maður rennir þeim utan á hvert dekk og síðan er fótstig til að tjakka. Þetta eru u-laga trillur sem þrengjast saman þegar þú tjakkar og lyfta hjólinu upp. Undir þeim eru síðan 4 snúningshjól. Ef settar eru trillur undir öll hjól getur þú ýtt bílnum til eins og innkaupakerru.

    Kveðja
    Hjalti





    24.11.2003 at 15:40 #481016
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir,

    já þetta er hárrétt hjá Stebba.

    "Ef ég skil þig rétt þá ertu að tala um Dollý. Lítið beisli með hjólum sem framdekk bílsins eru sett í, bíllinn strappaður niður og dreginn af stað."

    Akkúrat græjan sem ég er að leita að. Lúther, ertu í bænum? Hvernig næ ég sambandi við þig?

    BTH, já, það eru sniðugar græjur. Byrjaði á því að smíða mér svona (á eftir að klára eins og margt annað) eftir að ég sá þetta hjá einum fornbílagaur. Hann nánast skutlaði bílnum út um allt húsnæði með lítilli fyrirhöfn.

    Takk kærlega fyrir svörin guy’s.

    kv,
    – btg





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.