Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Bílaauglýsing
This topic contains 46 replies, has 1 voice, and was last updated by Böðvar Stefánsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.12.2006 at 23:51 #199186
Nissan auglýsingin í sjónvarpinu er lýsandi dæmi um hvað á ekki að gera.
Þar er sýndur einhver jéppi, sem fer allt, og rótar upp jarðveginum þar sem hann fer. En enginn ætti að ferðast með þessum hætti, verskumerki skulu vera engin, þó að megi marka í snjó.
skora ég því á Ingvar Helgason hf að hætta byrtingu á þessari auglýsingu.
Dagur Bragason umhverfisnefnd F4x4 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.01.2007 at 15:01 #571904
Skúli bandir á það, að það sé spurning um hvað sé í forgang eða hvar ætti að beita sér að alefli. Ef það væri t,d samstaða inna félagsins um það að beita sér gagna þessari tilteknu auglýsinga. Þá held ég að það væri hægt að beita ýmsum ráðum til þess að hafa áhrif á ráðamenn IH. T,d með fréttatilkinningu frá Ferðaklúbbnum 4×4 þar sem auglýsing IH væri fordæmt. Eða þá með samstarfi við Landvernd, umhverfisráðuneytið, UST og við marga aðra aðila. Því þó þessi tiltekna auglýsing hafi hugsanlega kostað einhvern helling, þá er Nissan í lófalagi að taka hana út af íslenskum markaði. Því það er nú bara þannig í þessum auglýsingaheimi að það eru ólíkar reglur eftir löndum, og mætti t,d vitna í tóbaksauglýsingar í formúlunni sem dæmi um það.
En nú getur verið að ég sé farinn að hljóma einsog þeir sem vilja sjá þess auglýsingu ofaní skúffu. Ég persónulega hef ekkert á móti þessari auglýsingu og finnst mér hún passa vel inn auglýsingarskítinn sem er á markaðnum. Þar sem enginn þarf að standa við það sem hann segir í auglýsingum. Þrátt fyrir að um þær séu reglur, sem sennilega flestir hafa löngu gleymt. En þó minna AA samtökin stundum á þessar reglur. En ég held að það séu líka þeir einu sem gera athugasemdir við auglýsingar.
Skúli bendir á það að auglýsing IH snýr beint að markmiðum klúbbsins. Það er líka hellingur af öðrum hlutum í þjóðfélaginu sem gera það, án þess að við gerum nokkuð í því. T,d sífelda tuð landsráðafólksins í Samfylkingunni sem vill ganga í evrópubandalagið sem táknar dauða hinnar frjálsu ferðamennsku. Þar sem við komum endanlega til með að kafna í reglugerðarbákni Brussels.
Ef bessevisserar í utanvegarmálum vilja eitthvað gera í meintum stórfeldum utanvegaraakstri einsog ýmsir halda fram aftur og aftur. Þá væri ráð fyrir þá að hysja upp um sig brækurnar og mæta með jeppa sína niður á UST með fána í hálfa stöng og mótmæla tilvist þeirrar stofnunar. Því þar eru flöskuhálsarnir. Þetta hefur Dagur verið duglegur að benda á en enginn af þessum utanvegarnöldrurum hefur fattað það enn sem komið er. Allavega er það mín skoðun og margar annarra að stikun sé öruggasta lausnin við utanvegarakstri. En ég er þó sammála þeim pistlum sem Snorri Ingimars hefur skrifað um þessi mál. Sem í grunnin ganga út á það að höfða til skinsemi mann en ekki skapa hérna 1984 samfélag, og það fáum við örugglega yfir okkur í ferðamennsku ef vinstri grænir fá brautargengi einsog komið hefur fram í skoðunarkönnunum.
Nú missir sig sennilega einhver vegna þess að farið er út fyrir efni, en auglýsing IH er hreinlega ekkert einfalt mál. Hún fjalla hreinlega um hvort við erum sátt við það frelsi sem við búum við eða hvort við viljum búa í stórabróðus þjóðfélagi þar sem foræðishyggjan er alsráðandi. En nú halda menn sennilega áð ég sé kominn í hring en svo er ekki heldur. En máli að lög og reglur eiga að vera með þeim hætti að fólk geti farið eftir þeim, en ekki að allt stangist á þvers og kruss og enginn viti hvað er í gildi hverju sinni. Það hefði t,d geta sparað hellings vinnu við utanvegarakstursmálin síðas liðið sumar.
Annars held ég að þeir sem mest tuða um utanvegarakstur séu VG-istar
10.01.2007 at 16:19 #571906Merkilegt hvað Hlynur og fleiri staglast á þessu með að umræðan snúist um hvort það eigi að banna auglýsinguna eða ekki. Það er enginn að tala um það og pistillinn hans hér að ofan sýnir náttúrulega fullkomið rökþrot og er alveg út úr kortinu. Hins vegar sýnir auglýsingin athæfi sem er bannað með lögum og hefur verið bannað í áratugi. En nú vil ég spyrja Ofsa. Hvað áttu við með að segja að auglýsingin ‘. fjallar hreinlega um hvort við erum sátt við það frelsi sem við búum við. ‘ ??? Auk þess að berjast gegn utanvegaakstri er eitt af stóru málum klúbbsins að vernda ferðafrelsið, en að mínu mati snýst það ekki um frelsi til að aka utan vega. Eða er ég að misskilja eitthvað þarna?
Kv – Skúli
10.01.2007 at 16:32 #571908Flott auglýsing ég held að þið séuð yfir höfuð á villigötum með þessa umræðu ,og það er vegna þess ða ég held að hinn almenni borgari horfi ekki á hana með sömu augum og þið, fyrir honum er þetta annað hvort flott eða ljót (leiðinleg) auglýsing í fallegu umhverfi.
kv ÁSI
PS:Þetta er bara það sem ég held
10.01.2007 at 19:26 #571910Þetta er alveg gríðarlega falleg og góð auglýsing og hefur mikið skemmtanagildi sérstaklega þegar maður sér að fullorðið fólk áttar sig ekki á því að þetta er bara plat og sér ástæðu til að ergja sig yfir sjónvarpsauglýsingu og setjast svo við tölvuna og skrifa laaaanga pistla. Jæja þá vitið þið það gott fólk þetta er bara allt í plati,það getur enginn bíll breytt sér svona þó að hann heiti Nissan. það er reyndar hugsanlegt með Dodge.
Kv.
10.01.2007 at 20:35 #571912Þvílík vitleysa í fólki hérna, grenjar út af einni bullauglýsingu!!! Ég er farinn að sjá það betur og betur að Íslendingar eru orðnir eins bandaríkjamenn. Það þarf að skrifa lög um allt hvað má og hvað má ekki. EKKERT COMMON SENS LENGUR!!
kveðja,
Virkjana og utanvegaakstursinni ættaður austan úr hreppum.
11.01.2007 at 06:19 #571914burtséð frá þessari tilteknu auglýsingu þá finnst mér finnst auglýsingarnar hja IH loksins vera farnar að auglýsa það sem alltaf hefur vantað.. Tókuði ekki eftir því um jólin þegar þeir auglýst að LOKSINS væri hægt að fá bíl með hræriVÉL, eða þvottaVÉL eða þvíumlíku. Mig langar a óska IH til hamingju með að vera farnir a selja bíla með vélar, en þð er eitthvað sem alltaf hefur vantað hjá þeim…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.