Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Bílaauglýsing
This topic contains 46 replies, has 1 voice, and was last updated by Böðvar Stefánsson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.12.2006 at 23:51 #199186
Nissan auglýsingin í sjónvarpinu er lýsandi dæmi um hvað á ekki að gera.
Þar er sýndur einhver jéppi, sem fer allt, og rótar upp jarðveginum þar sem hann fer. En enginn ætti að ferðast með þessum hætti, verskumerki skulu vera engin, þó að megi marka í snjó.
skora ég því á Ingvar Helgason hf að hætta byrtingu á þessari auglýsingu.
Dagur Bragason umhverfisnefnd F4x4 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.12.2006 at 19:10 #571864
hafi fengið leyfi hjá Vík en þeir eru samstarfsaðilar um verkefnið.
PS helvíti kaldur þessi Benni karl þarna he he
19.12.2006 at 19:16 #571866Ég vil benda lögreglu á að það Dagur mun fljótlega fara að keyra utanvega vegna auglýsingar sem virðist vera síendurtekin sem sýnir jeppa vera að keyra utanvega.
Vonandi sér lögreglan sér það fært að handsama slíka menn sem réttmæta það sem sýnt er í snjónvarpinu… það er semsagt… samkvæmt sumum mjög líklegt að menn fari eftir því sem sjónvarpið sýni þeim.
kv
Umhverfisverndarsinni.
GunnarJá mér er annt um landið mitt… þó svo að ég fylgi ekki því sem sjónvarpið segir mér að gera.
Sumar bíómyndir eru bannaðar innan 18 ára en síðan virðist það vera almenn regla að fólk fullorðnist eftir það og taki skynsamlegar og vonandi réttar ákvarðanir
19.12.2006 at 19:23 #571868Með fyrri skrifum mínum
"að menn ættu að halda skoðunum sínum fyrir sjálfa sig"
Var nú upphaflega meiningin að vera ekki að segja Fyrirtæki á íslandi að hætta með auglýsingu sem er búið að leggja mikla vinnu og fjármagn í.
Málefnaleg umræða getur átt sér stað án þess að vera með staðhæfingar um hvað fyrirtæki ættu og ættu ekki að gera. (þ.e.a.s. að stöðva auglýsingu)
Þannig að það var ekki ég sem sagði einhverjum aðila að hætta að tjá sig fyrst.
kv
Gunnar
19.12.2006 at 19:33 #571870Ég get ekki séð samræmi á milli þess kostnaðar sem að fyrirtæki leggur í auglýsingar og réttmæti þess að hún sé birt. Dæmi eru um að auglýsingum hefur verið kippt úr umferð þrátt fyrir mikinn kostnað vegna þess að þær hafa farið fyrir bæði brjóstin á fólki. t.d. var það ekki frá umferðaráði þegar barnið hljóp fram af svölunum. Hvað var fólk að pæla það vita allir að þetta var auglýsing og barnið datt ekki af svölunum … eða hvað… hvað varð af auglýsingunni.
Ég tek undir með Degi með þessum pælingum hans og tel að hann megi segja sína skoðun… þó að hann geri það frítt hún er ekkert verri fyrir því.
Það er bara ánægjulegt að umhverfisnefndin skuli vera vakandi fyrir þeim hlutum sem hún er kosin til.kv.Stef.
09.01.2007 at 19:05 #571872Það má benda á það að barnið var aldrei sýnt detta.. bara gefið í skyn hvað skeði..
þarna í auglýsinguni frá NISSAN má sjá bíl spóla í gegnum mosagróið land og þar -ER- um utanvega akstur að ræða, ekkert bara gefið í skyn neitt.
þessi auglýsing fer ótrúlega í taugarnar á mér og ég get ekki að því gert að slagorðið "skapaður fyrir íslenskar aðstæður" finnst mér alveg ömurlegur endahnútur, það er eins og það sé verið að hvetja til utanvegaaksturs. Hvers vegna mátti ekki taka myndir af svona jeppahræi (eins og nissan bílar eru) í snjó?
það er líka búið að taka út úr auglýsinguni þetta comment sem sýnt var í 20 millisekúntur um að utanvegaakstur sé bannaður.
10.01.2007 at 10:02 #571874hætt var sýningu á umræddum auglýsingunum frá umferðaráði vegna þess að það var talið geta haft áhrif á börn! Ég vil meina að það sé ekki mikil hætta á því að börn keyri mikið utanvegar. Mér finnst þessar auglýsingar vera mjög flottar og hef gaman af því að horfa á þær.
10.01.2007 at 10:20 #571876Þegar verið er að auglýsa jeppa þá þarf ekki að auglýsa þá í umhverfi sem við viljum ekki sjá þá. Mér finnst þessi auglýsing ekki góð. hún er vel gerð og ekkert út á það að setja en að bilnum sé ekið nánst bara utanvega á svæði sem bannað er að aka er ekki góð auglýsing fyrir fyrirtækið. Ég myndi ekki falla fyrir bilnum af þessari auglýsingu að dæma, þó svo að ég kaupu hvort sem er bíla aftur frá Ingvari þar sem ég er ekki ánægður með þá þjónustu sem þeri veita en það er annað mál.
Þar sem utnavega akstur er bannaður á ekki að birta svoleiðis auglýsingar í sjónvarpi. hægt er að koma með betri leiðir sem skila mikli meir og jákvæðari umræðu um auglýsinguna. það er besta auglýsinginn.
kveðja
Þórður
10.01.2007 at 10:47 #571878Þetta er alveg týpískt…
…
Ef að menn gæfu sér tíma til að lesa þráðinn þá tengist mitt innlegg pósti sem að kom kl. 12:10 þar sem var verið að tengja saman kostnað við auglýsingargerð og réttmæti þess að birta auglýsingu. Kostnaðurinn við auglýsinguna frá Ingvari Helgasyni væri of mikill til að réttlætanlegt væri að taka hana úr sýningu.
…
Nefndi ég þá dæmi um auglýsingu sem að tekin var úr sýningu af þeim orsökum að hún "fór fyrir bæði brjóstin" á FULLORÐNU FÓLKI.
…
Ég geri ráð fyrir því að það hafi verið fullorðið fólk sem hafi tekið ákvörðun um að taka auglýsinguna úr umferð (en ekki börnin) út af þeim ÁHRIFAMÆTTI sem það teldi að hún hefði.Hvort það hafi komið fram að barnið hafi stokkið eða áhorfanda látið það eftir að geta í eyðurnar er ekki aðalmálið.
….
Þessi þráður snýst um AUGLÝSINGU frá INGVARI HELGASYNI og hvort hún eigi að vera til sýnis eða ekki, ÁHRIFARMÁTT HENNAR og FORSENDURNAR FYRIR ÞVÍ AÐ HÆTT VERÐI AÐ SÝNA HANA …
en ekki auglýsingu frá umferðaráði.kv. stef (hin mjög svo einfalda)
10.01.2007 at 11:13 #571880Það hvort það kostaði mikið eða lítið hefur ekkert með það að gera hvort að sé verjandi að sýna þessa auglýsingu í Íslensku sjónvarði. Það er mín skoðun að þessi auglýsing, eins og margar aðrar frá sama fyririrtæki, spilli fyrir okkar málstað. Mér er svo nákvæmlega sama hvað auglýsingin kostaði, og hvort eitthverjir jeppamenn hafa haft atvinnu af gerð hennar.
Annars gerir ég ráð fyrir að þessi auglýsing hafi verið gerð fyrir fleiri markaði en Ísland. Ef þeir sem hana sjá átta sig á því að hún er gerð á Íslandi, getur hún ýtt undir enn frekari utanvegaakstur erlendra ferðamanna, sem er ein af ástðum þyrluherferðarinnar sem gerð var gegn saklausum ferðamönnum síðastliðið sumar.
-Einar
10.01.2007 at 11:28 #571882Er það ekki frekar kaldhæðnislegt af okkur í þessum klúbb að vera fordæma þessa auglýsingu ef að einn nefndarmaður í 4×4 hafi verið maðurinn sem keyrði farartækið.
Það er nóg að skoða myndaalmbúmið hjá 4×4 til að sjá að þessi klúbbur "styður" greinilega utanvegaakstur, það eru svo margar margar margar myndir til af fólki vera að sýna jeppana sína í utanvegaakstri, jú oft er frosin jörðin… en til að menn komist á hina ýmsu fjalltoppa líkt og sumar myndir sýna þá er sú leið væntanlega ekki lárétt.. og krefst þess að hjólum hafi verið spólað.
Við ættum að horfa fyrst í eigin barm og laga málin hér í klúbbnum fyrst heldur en að fordæma auglýsingar, sem jú sýna slæma hegðun.
En afhverju eru menn ekki búnir að koma með undirskriftarlista, fara í mótmælagöngu fyrir utan ingvar… senda þeim bréf.
En í guðanna bænum geriði það ekki undir nöfnum klúbbsins því við töpum þeirri sannfæringu fljótt þó svo að flest okkar séu ALGJÖRLEGA á móti utanvegaakstri.
kv Gunnar
10.01.2007 at 11:39 #571884Ég er búinn að sjá þessa auglýsingu í Þýsku sjónvarpi
10.01.2007 at 12:41 #571886Ég held að það sé alveg sama hvernig á það er litið að auglýsing sem sýnir óæskilega hegðun í jákvæðu ljósi grefur undan áróðri gegn þeirri hegðun. Þannig vinnur þessi auglýsing beinlínis gegn starfi og markmiðum klúbbsins. Ég get alveg tekið undir að þessi auglýsing er flott, vel gerð og virkilega töff. Það gerir hana hins vegar enn verri í þessu ljósi þar sem áhrifin verða meiri. Það er einfaldlega staðreynd að auglýsingar hafa áhrif á hegðun, annars væru engar auglýsingar. Og flottar og vandaðar sjónvarpsauglýsingar hafa sjálfsagt einna mest áhrif. Þó allir sem hér skrifa hafi það kannski á hreinu að svona keyrir maður ekki í náttúrunni, þá er það ábyggilega ekki öllum jeppaeigendum jafnljóst. Auglýsingar hafa áhrif á hugarfar og markmið utanvegaátaks okkar er að hafa áhrif á hugarfar með því að láta það síast smám saman inn hjá jeppaeigendum að það sé ekkert kúl við það að aka utan vega. Markmið auglýsinganna hjá Ingvari Helga er auðvitað ekki að hvetja til utanvegaaksturs heldur að koma því inn í hausinn á okkur að það sé flott og kúl að keyra Nissan jeppa sem kemst hvað sem er. Það er hinsvegar klárt mál að aukaverkun af þeim vinnur gegn markmiðum okkar auglýsinga, semsagt það sé svolítið flott að keyra yfir hvað sem er. Það er enginn að tala hér um að banna eitthvað og fyrirtækið verður að ákveða þetta sjálft og gera upp við sína samvisku, en við megum samt hafa okkar skoðun á því sem þeir eru að gera og þeir mega alveg vita af þeim skoðunum.
Kv – Skúli
10.01.2007 at 13:12 #571888Veistu það skúli.. einhvern veginn efast ég um það að þeir sem taka einhverjar ákvarðanir hjá Ingvari helgason séu að vakta 4×4 síðuna og hvað sé skrifað þar. Forstjórinn er t.d. með sportbíladellu og þarmeð ekki líklegur til að sjá þessi skrif okkar hér.
Ef markmiðið með þessum umræðum er að fá þá til að breyta hegðun sinni þá er það mjög líklegast ekki að takast. Úrræðin sem ég nefndi hér fyrir ofan vekja athygli, en mjög líklegast ekki þessi skrif okkar hér, þó svo að þau séu alveg réttmæt miðað við stefnu klúbbsins (þó svo það sé óljóst stundum miðað við margar myndirnar líkt og ég nefndi áður).
Ef menn ætla að fá einhverju breytt þá þurfa þeir að gera það með öflugri hætti en skrifum hér, á milli okkar jeppadellu kalla.
kv
Gunnar
10.01.2007 at 13:15 #571890það er búið að marg sanna sig að spjallþræðir hérna á vefnum skila sér til réttra aðila. Gæti ég nefn all mörg dæmi um það og það jafnvel til manna sam hafa alls engann áhuga á bílum, eða útiveru almennt
10.01.2007 at 13:18 #571892Já kannski misskilningur..
10.01.2007 at 13:23 #571894Já kannski misskilningur.. en heldurðu virkilega að þeir hætti við auglýsingaherferð sem nissan höfuðstöðvarnar eyddu 100 milljónum í , hætti að birta þessa auglýsingu útaf 15 mönnum sem hafa tjáð sig um það í þessum spjallþræði….
Svoleiðis virkar bara ekki heimurinn okkar. Ef árangri á að ná verður að gera það með áhrifameiri hætti.
Ef einhver myndi stofna undirskriftarlista myndu eflaust margir skrifa undir hann… sú aðferð væri mun áhrifaríkari heldur en þessi skrif okkar hér.
kv
Gunnar(ég hlýt að hljóma eins og ég vinni hjá IH.. en nei það geri ég ekki. )
Einn punktur með áhrifamætti auglýsinga, auglýsingar eru jú til að stuðla að ákveðinni hegðun, IH auglýsingin er til að stuðla að því að þú kaupir þér nissan þó svo að áhrifastuðullinn sem notaður sé, er ólögmætur.
10.01.2007 at 13:49 #571896Misskilningurinn, nú var ég ekki að segja að þetta spjall hefði nokkur áhrif á fyrirtækið IH. Heldur benti ég á það að svona spjallþræðir skila sér oft þangað sem við viljum að þeir skili sér. Þ.a.s að skoðanir okkar komast þangað sem viljum að þær komist. Í þessu sambandi mætti nefna pistla okkar um Uppbyggðan Kjalveg ofl og fl.
Þið hafið vafalaust rétt fyrir ykkur hvað varðar þessa auglýsingu, þ.a.s að hún sé ekki sérlega smekkleg. Ég horfði á þetta frá öðrum vinkli. Sá vinkill er að flestar auglýsingarnar er helbert kjaftæði og er við ættum að ergja okkur á þessari auglýsingu. Hvað þá með lygaauglýsingar einsog ( ef þú er tryggður þá færðu það bætt ) það væri fróðlegt að fá að sjá bótahlutfallið. Eða þá auglýsinguna ( í pizzum erum við bestir ) það væri fróðlegt að sjá þá aðila sanna mál sitt. Síðan mætti velta fyrir sér áfengisauglýsingunum sem eru oft á skjön við lög eða allavega á dökkgráu svæði.
Ég allavega pirra mig meira á auglýsingum það sem hreinlega er logið að manni. Og enn og aftur ( ef þú er tryggður þá færða þú það bætt ).
10.01.2007 at 14:20 #571898Ég held að þetta sé alveg rétt Gunnar að ef við virkilega ætluðum að fá IH til að taka þessa auglýsingu út þyrftum við að beita mun háværari aðferðum en að skrifa hér. Ég hef samt grun um að einhverjir sem þessum málum stjórni þarna hafi einhvern pata af þessari umræðu og meðal annars þess vegna hafi ‘Á vegi’ merkið dúkkað upp aftan við þær, þó stutt sé. Það getur verið ýmislegt í gangi í þjóðfélaginu sem maður er ekki sammála, en svo önnur spurning hvort maður ráðist í aðgerðir og hvað fær forgang. Sama gildir raunar um það sem þú nefnir þegar maður rekst hér á vefnum á myndir af utanvegaakstri eða akstri þar sem menn eru komnir á grátt svæði í þeim efnum (stundum gráa jörð). Það er alveg rétt að það eru dæmi um þetta (ekki mörg en eru til) en það hefur samt ekkert með stefnu klúbbsins að gera, félagsmenn eru vel á annað þúsund og útilokað að utanvegapólitíkin hafi náð fullkomlega til allra.
Talandi um auglýsingar þar sem óæskileg hegðun er sýnd þá minnir mig að Magic hafi verið að auglýsa gagngert með þessum hætti. Man ekki nákvæmlega útfærsluna en pointið var að það skiptir engu hvað þú gerir við orkuna sem þú færð úr Magic. Óæskileg eða allavega óeðlileg hegðun var þar gagngert notuð til að ná athyglinni. Þetta sýnir bara hvað auglýsingabransinn er orðinn sjúkur. Fyrir utan að fjöldi þeirra lýgur eins og Ofsi bendir á en það er annar handleggur. Það má alveg pirra sig á tryggingafélagsauglýsingunum og LÍKA þessari, sérstaklega í því ljósi að þessi snýr beint að markmiðum klúbbsins.
10.01.2007 at 14:54 #571900Eru menn svona slæmir af snjóleysi að þetta er heitasta umræðan á vef 4×4 ? Legg til að við fáum ritskoðunarvald yfir öllum auglýsingum og látum banna þær auglýsingar sem ekki eru feministum, vinstrigrænum og félögum í 4×4 þókknanlegar. Ég vil sem dæmi láta banna slagorðið "Brimborg, öruggur staður til að vera á".
Góðar stundir
10.01.2007 at 15:00 #571902Néi Hlynur, hér erum við aðins að fjalla um auglýsingar sem vinna gegn markmiðum klúbbsins. Það er smekksatrið hvort þessi auglýsing er flott (mér finnst það ekki) en það ættu allir heilvita menn að sjá að hún skaðar okkar málstað, séstaklega þegar hún er sýnd erlendis, hvaðan ferðamenn koma hingað.
– Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.