Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Bílaauglýsing
This topic contains 46 replies, has 1 voice, and was last updated by Böðvar Stefánsson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.12.2006 at 23:51 #199186
Nissan auglýsingin í sjónvarpinu er lýsandi dæmi um hvað á ekki að gera.
Þar er sýndur einhver jéppi, sem fer allt, og rótar upp jarðveginum þar sem hann fer. En enginn ætti að ferðast með þessum hætti, verskumerki skulu vera engin, þó að megi marka í snjó.
skora ég því á Ingvar Helgason hf að hætta byrtingu á þessari auglýsingu.
Dagur Bragason umhverfisnefnd F4x4 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.12.2006 at 13:39 #571824
Þeir eru búnir að friða samviskuna með því að bæta við texta seinast í auglýsingunni, þar sem stendur að við eigum að virða landið.
Fynnst þér það ekki nóg? 😉
17.12.2006 at 17:23 #571826Hvað meinarðu…
Hvernig … myndir þú auglýsa porsche ..
Myndirðu sína hann keyra á 50 kmh og hægja á sér niður í 30 til að taka örugga og góða beygju, eða myndirðu sína hann vera að þenja vélina á öðru hundraði og hægja á sér niður í 90 og taka beygjuna…
Ok annað dæmi…
Bíómyndir, á ekki að banna allar bíómyndir sem sína utanvegaakstur.. og hvað þá að fólk sé að drepa annað fólk..
BÖNNUM ÞETTA ALLT…
kommon, þeir eru aðeins að auglýsa það sem hægt er að gera á bílunum ekki það að þeir séu að mæla með því. Porsche getur farið mjög hratt.. en ég er viss um að Bílabúð benna vill ekki að maðurinn keyri hann á 200 niður ártúnsbrekkuna.. þó svo að auglýsinginn fyrir bílinn hafi sýnt getu bílsins.
Þú verður að sýna mannfólkinu aðeins meiri getu á réttri ákvörðunartöku en þetta.
ekki nema þú haldir að menn sjái eh í sjónvarpinu og jú.. framkvæmi hlutinn… úff þá værum við væntanlega ekki hérna lifandi í dag lengur miðað við allar kjarnorkusprengju myndir sem birtar hafa verið.
Þetta eru ein fáranlegustu rök fyrir að hætta að sýna auglýsingu þó svo að rétt beri að virða landið og ekki skemma það því við eigum það jú öll nema suma parta.
kv
Gunnar… raunsæismaður
17.12.2006 at 18:02 #571828Ég er ánægður með ykkur Dagur og Bazzi, bönnum þessa auglýsingu. Bönnum bara allar auglýsinga. Og svo gerum við einsog Gústi á Krílinu leggur til. Bönnum alla stóra trukka og allir aka á 60 km. Og svo bönnum við alla flotta bíla svo þeir dragi ekki athyglina frá akstrinum. Einnig bönnum við allt fallegt kvenfólk enda hættulega fallegt í umferðinni og dregur athyglina frá akstrinum. Allt kvenfólk verði látið klæðast gráum kupplum, kannski ættum við að innleiða andlitslæður að fyrirmynd annarra sem ekki má nefna þá er maður rasisti. Ég vill líka láta banna bláa jeppa þeir eru svo fjandi kuldalegir. Fyrst við erum komin af stað þá mætti banna fleira. Það mætti banna þjóðsönginn enda hund leiðinlegur, og Trúða. Kynmök á milli kl 22.00-7.00. Kristján Jóhannsson gólara, enda leiðinlegur með eindæmum. Ég legg til að við hefjumst handa strax í fyrramálið að banna eitt og annað, það er bara spurningin hvað við ættum að banna fyrst.
17.12.2006 at 18:25 #571830þessi auglýsing er svo fjári gott kennsluefni í því sem á ekki að gera og með umræðunni er tilganginum náð.
hinsvegar er ég ekkert mikið fyrir bönn, en hvet þá sem geta gert betur.
17.12.2006 at 20:01 #571832…hvar þessi auglýsing er tekin? Ég hef reynt að rýna á skjáinn þegar ég sé hana og get ekki svarið fyrir að hún sé tekin á Íslandi… þó mig reyndar gruni það (þó að bílarnir séu klárlega á útlenskum númerum).
Ef hún er tekin úti er í raun ekki verið að sýna neitt sem er bannað, ef maður vill líta þannig á það.
Eða ætli það tíðkist í Indlandi að klippa úr bíómyndum öll atriði þar sem nautakjöt spilar eitthvað hlutverk?EE.
17.12.2006 at 20:34 #571834Löðmundi og skoti úr Dómadalnum ef mér skjátlast ekki þeim mun meira, og svo skýst Murano bíllinn upp á þjóðveginn fyrir austan Klaustur sýnist mér líka.
En…. kemur þetta ekki bara aftur inn á þessa síendurteknu "skemmtilegu" umræðu um hvort að eigi að banna allt eða ekki.
Þetta kemur t.d. inn á það af hverju ætti ekki að vera löglegt að setja útslátt í bíla sem stoppar þá í 90 km/klst. Menn hafa sterkar skoðanir gegn því og útskýringar sem segja sjaldnast satt. Ég bíð eftir að komi einhver fram sem segir satt og viðurkenni bara að hann fíli bara svo vel að keyra á 120 km/klst utanbæjar.
Kv. Baddi
17.12.2006 at 20:35 #571836Ef þetta er auglýsingin þar sem jeppi breytist í vélmenni, þá var hún tekin upp hér á landi, allavega einhver hluti. Það vill svo skemmtilega til að einn nefndarmaður úr 4×4 var ökumaður hérlendis í þessari auglýsingu.
Góðar stundir
17.12.2006 at 22:11 #571838ég hel að það stefni í heimsfrægð hjá þessum dularfulla nefndarmanni. vin nefnum engin nöfn en ein vísbending er að M kemur fyrir í nafni hans
17.12.2006 at 22:50 #571840Ég held að Dagur sé nú ekki endilega að tala um að það eigi að banna auglýsinguna, málið snýst ekki um það, en hins vegar ætti IH að sjá sóma sinn í því að auglýsa ekki með þessum hætti. Allavega eykur þessi auglýsing ekki velvild mína í garð fyrirtækisins og eiginlega finnst mér þetta spilla fyrir þessum ágætu bílum sem þeir bjóða. Markmið auglýsinga hlýtur að vera að skapa jákvætt viðhorf til vörunnar og fyrirtækisins. Það má sjálfsagt finna ýmsar réttlætingar en það stendur samt alltaf eftir að þarna er sýndur hreinn og klár utanvegaakstur sem allavega þessi klúbbur hefur reynt að berjast gegn.
Kv – Skúli
17.12.2006 at 22:51 #571842Hver var þessi nefndarmaður, kærann umsvifalaust fyrir utanvegaakstur
17.12.2006 at 22:56 #571844Er þetta ekki aðallega vélmennið sem gengur utanvega ?
Góðar stundir
19.12.2006 at 08:43 #571846Undanfarin ár hefur Ingvar Helgason skorið sig úr, í því að nota utanvegaakstur í auglýsingum, bæði á fólksbílum og jeppum. Þessi síðasta er hvorki betri né verri en margar aðrar, en þetta er orðið hvimleitt, og það styður ekki okkar hagsmuni. Það virðist engu breyta þá skipt sé um eigendur og stjórnendur á þeim bæ.
-Einar
19.12.2006 at 11:25 #571848Ég skil ekki af hverju menn eru að fara úr límmígunum út af þessari auglýsingu, ég er búin að sjá tvær af þeim og finnst þær alveg ferlega flottar. Einhvern vegin kom utanvega akstur ekki upp í hugann minn heldur flott grafík og tölvuvinnsla. Ég geri mér ekki grein fyrir hvort áhorfendur, innlendir eða útlendir, túlki þessar framsetningu sem leifi á utanvega akstur eða að þessir bílar séu góðir í slíkt eða bara töff auglýsing.
Ég sannfærður um það að félagsmenn eigi að hafa opin augun fyrir hverskins náttúruspjöllum og öðru sem getur kastað rýrð á þetta sport okkar en við megum ekki tapa okkur alveg í umræðunni.
Hefur Umhverfisstofnun eitthvað komenterað á þessa auglýsing ???.Kv. vals.
Es. ég er þakklátur Ofsa fyrir að nefna þjóðsönginn og trúða í sömu setningu enda báðir með endæmum virðulegir.
19.12.2006 at 12:10 #571850Strákar..
Þessi auglýsing kostaði um 100 milljónir króna. Haldiði virkilega að þeir "sjái sóma sinn að hætta með þetta" útaf þetta fer fyrir brjóstið á einhverjum örfáum sérvitringum sem misskilja hlutverk auglýsinga í nútíma heimi. Þessi auglýsing er til að sýna getu bílana ekki nauðsynleg not þeirra. 95% allra jeppa sem seldir eru á íslandi komast nær aldrei í tæri við annað en malbik.
Sjáiði sóma ykkar í að halda ykkar skoðunum fyrir ykkur sjálfa frekar en að vera búa til eh mál útaf engu.
(já ég tel flest alla fullorðna vera það.. þroskaða að taka rétta ákvörðun varðandi utanvegaakstur Ja nema kannski þeim sem finnst þessi auglýsing vera vandamál og þarmeð telja þeir sig líklega til að fremja þetta lögbrot……. ef ekki góðar stundir)kv
Gunnar
19.12.2006 at 12:48 #571852Saell Gunnar, ég aetla ekki að hvetja þig til að þegja, þótt ég er ekki sammála þér.
Auglýsingar um óábyrga hegðun, sem eru endurteknar oft, geta orðið til að sumt fólk telji að að umraedd hegðun er í lagi.
Spjallið hér er vettvangur til skoðannaskipta og er mönnum frjálst að viðra sýna skoðun.
Afsakið það vantar ae, í textann.
19.12.2006 at 13:05 #571854Ég vissi ekki að þessir bílar gættu breyst svona eins og í auglýsingunni. En ég veit að Dagur er öfundsjúkur út í alla sem geta spólað, því hann getur það ekki á sínum jeppa.
Kveðja Magnús.
19.12.2006 at 16:20 #571856Að geta fengið svona breytingu,þar sem erfitt er yfirferðar,,þá ýta Nissan eigendur bara á einn takka,svo hlaupa þeir bara yfir.
Væri kannski til góða þegar þorramaturinn er ferjaður í setrið
19.12.2006 at 18:24 #571858Ég verð nú að segja það að mér finnst Gunnar vera full ákafur að banna umhverfisnefndinni að hafa skoðun. En ok það á hvort eða er að banna allt. Svo hví ekki.
Dagur ég sendi þér lista á eftir, á hverju þú átt að hafa skoðun og þá einnig hvernig skoðun, Skúli og Einar verða svo bara að nota skoðunarlistann þinn. PS nennir þú ekki að kópera hann fyrir skoðunarbræður þína
19.12.2006 at 18:53 #571860Á ekki að kæra maninn og taka hann bara úr umferð? Svo finnst mér líka að það ætti að banna fólki að vera úti núna það er bæði hvast og hált.
Svo finnst mér að það ætti líka að banna siglingar í námunda við Ísland skip stranda bara hér hægri og vinnstri. Óttalegir vælukjófar getið þið verið strákar þig hagið ykkur eins og móðursjúkar kellingar.Djöv….lét ég þá heira það núna!
19.12.2006 at 18:55 #571862Það hefði reyndar verið gott ef þeir hefðu notað lógó-ið með réttum texta og etv vísað í vefslóð átaksins… sem virðist t.d. vera horfið af forsíðu f4x4.is …. ?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.