Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bíla björgunarferð á Mýrdalsjökul !!!
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Sævarsson 19 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.04.2006 at 20:26 #197715
Mig vantar einhvern mjög laghentan viðgerða mann til að koma með í björgunarleiðangur upp á Mýrdalsjökul !! Um er að ræða Toyotu V6…… Þeir sem eru tilbúnir til að aðstoða vinsamlega hafið samband !!!!
Með fyrirfram þökk !!! -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.04.2006 at 20:38 #548846
spurning um að segja frá hvað sé bilað….
09.04.2006 at 20:58 #548848Þar sem það liggur ekki alveg fyrir hvað það er sem þarf að skipta um þá er auðveldara að ræða það í gegnum síma ! Þó gæti þetta eitthvað verið í sambandi við kveikjulokið og hamarinn !!!! virðist ekki fá straum þaðan… í kertin !!!!
09.04.2006 at 21:08 #548850hvenær á að fara?
09.04.2006 at 21:23 #548852það er líka hægt að draga 😉
09.04.2006 at 21:30 #548854Ekki á Scout.
gangi ykkur vel og góðar stundir
09.04.2006 at 21:53 #548856Hvenær verður farið í þennan leiðangur, ég gæti hugsanlega verið tilkippilegur. En ég er ekki laghenntur að gera við. Gæti hins vegar farið á jeppanum mínum með mannskap ef því er að skipta.
09.04.2006 at 22:11 #548858Það á að reyna fara sem fyrst í vikunni…. það er reyndar mjög erfitt færi þarna upp frá ….. gæti verið leiðinlegt að draga þann gamla í bæinn…. ! Var að hugsa að taka með mér nokkra varahluti og gera við þetta á staðnum….. með góðra manna aðstoð !!!
09.04.2006 at 22:22 #548860Ég gæti ca verið laus til að renna eftir bílnum.
Hvenar er verið að pæla í að renna?
Er hann langt upp á jökli ? Hvar fóruð þið upp?
Endilega lýstu bilun, dó hann bara allt í einu. Hvaða model af runner er þetta ? Kom enginn neisti frá háspennukefli ?
tókuð þið lokið af og skoðuðuð það ?
Þjóðráð að taka með ykkur nýtt lok, hamar, kerti og þræði.
ef þið náið síðan neista en bílinn fer ekki í gang.. gætu kertin verið orðin bensínblaut eftir allar tilraunirnar. Þarf þá að kippa þeim upp og þurka.
09.04.2006 at 22:39 #548862Ég hefði með mér nýjan heila fyrir kveikjuna.
Góðar stundir
09.04.2006 at 22:41 #548864
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
MYNDI VEÐJA Á HAMARINN, ÞARF EKKI AÐ SJÁ Á HONUM TALA NU EKKI UM EF ÞAÐ ER EITTHVAÐ
BILANAUST DRASL KOMIÐ Í ÞETTA HJA ÞÉR.KV MIKKI
09.04.2006 at 23:04 #548866Ég mundi taka með nýjann heila, allt nýtt í kveikju og nýtt háspennukefli, ég man nú ekki hvort það sé einhver mótstaða á þessu háspennukefli en ef hún er að þá mundi ég líka taka hana… spurning um að fá þetta hjá Jamil og fá að skila því sem ekki verður notað, væri alveg til í að kíkja á þetta með þér en er á leið út á morgun… það eru ábyggilega einhverjir til í smá vesen með þér… Ef þú ert með alla þessa hluti að þá er ég þess fullviss að þú keyrir niður af jöklinum.
Kv Axel Sig…
10.04.2006 at 09:58 #548868Sælir piltar ! Það er verið að skoða allra næstu daga…. bara um leið og ég er búin að fá þessa varahluti sem menn eru greilinlega sammála um að ég þurfi og okkur félagana grunuðu um að þyrfti !!! Gaman væri að fá síma hjá ykkur sem getið aðstoðað okkur félaganna að koma kagganum niður !!! Þetta er Toyota Hilux V6 ’90-’91…..
Bestu kveðjur…..
10.04.2006 at 13:01 #548870Sæll.
Það er eitt til viðbótar sem hefur stundum hrjáð þessa eðalvagna en er það rafkerfið frá vél í boddy, það hafa liðast í sundur vírar í því vegna hreyfingar milli vélar og boddýs.
Kv. Smári.
18.04.2006 at 23:21 #548872Nú á loksins að leggja í hann á sumardaginn 1……. ! Gott væri þó að geta fengið einhvern laghentan með og öflugan bíl með ef það skyldi þurfa að draga þann gamla í bæin ! Erum á einum "38 patta eins og er …….. gaman væri að heyra í ykkur !!!!! Með fyrirfrma þökk !!!
19.04.2006 at 01:40 #548874viltu ekki bara taka með þér auka vél. Ég á eina sem þú færð fyrir lítið. með tölvunni og öllu draslinu.
19.04.2006 at 09:11 #548876Sæll, ertu nokkuð með nánari staðsetningu á bílnum?
19.04.2006 at 09:18 #548878já ég er með GPS punkta þar sem hann er…….. Og svo Tuddinn… ég efast ekki um að þú getir dregið þann gamla í bæin……….

19.04.2006 at 09:32 #548880Hugsanlega verð ég á ferðinni þarna á morgun, ræðst reyndar ekki fyrr en í kvöld, en ef svo fer er sjálfsagt að aðstoða þig. Læt þig vita þegar málin skýrast.
19.04.2006 at 11:37 #548882hafiði með ykkur góða skóflu bíllinn var vel á kafi um síðustu helgi og það er búið að snjóa síðan
19.04.2006 at 11:37 #548884hafiði með ykkur góða skóflu bíllinn var vel á kafi um síðustu helgi og það er búið að snjóa síðan
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
