Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bestu kaupin í breyttum jeppa
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.07.2003 at 21:00 #192746
AnonymousÉg er að velta því fyrir mér að fá mér 35″ jeppa. Ég myndi fara sjaldan á jökla þannig að ég hef lítið að gera við 38″ breyttan bíl. Hvaða tegundum mælið þið með? Ég leita 3-4 ára gömlum bílum, dísel, beinskiptum og sem minnst keyrðum þar sem ég keyri mjög mikið (35 þúsund á ári).
Með hverju mynduð þið mæla. Ég hef verið að pæla í 90 Cruiser, Nissan Terrano og Isuzu Trooper. Það virðist vera frekar lítið úrval af 90 cruiser á 35″ en hins vegar virðist allt vera að drukkna Trooperum á mun lægra verði heldur en maður sér sett á Cruiserinn.
Hvað er málið með Trooperinn? Af hverju virðist hann falla svona mikið í verði? Er búið að vera eitthvað vesen með þessa bíla eftir að þeim hefur verið breytt? Eru þeir dýrir í viðhaldi?
Hvað með Terrano? Hafa menn einhverja skoðun á því hvernig þeir virka og hvernig viðhald sé á þeim eftir að búið er að breyta þeim. Hvað með viðhald á þessum bílum og endingu.
Hvað segja menn? Með hverju mælið þið? Öll comment vel þegin? Það er ljóst að ef maður lætur verða að þessu þá verður svona bíll keyrður frekar mikið þannig að viðhaldskostnaður er mikilvægur.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.07.2003 at 02:32 #475052
Fyrir 3-4 árum var gríðarlega mikið selt af nýjum Trooperum. Þetta var m.a. vegna þess að Isuzu var á undan Toyota og Nissan með "common-rail" díselvélar. Ef maður ber saman ’99 árgerð að Trooper og Toyota Barbí (LC-90), þá var Trooperinn á mun betra verði og með miklu aflmeiri vél. Á þeim tíma var tiltölulega morgum barbí krúserum breytt fyrir 38" dekk, þó þeir bílar hafi reynst veikbygðir. Meðal annars hafa framdrif, millikassar og fjöðrunarkerfið að framan, gefið sig. Ég veit um svona bíl þar sem allt þetta fór.
Aftur á móti hefur heyrst lítið af bilunum í Trooperum. Það eina sem ég man eftir er að glóðarkerti hafa farið.
26.07.2003 at 13:29 #475054
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er að vísu flest fjarri öllum sannleika hjá Einari. Jafnvel þótt Trooperinn hafi á þessum tíma verið með fleiri skráð hestöfl þá hefur LC-vélin ávallt verið mun sprækari að öllu leyti. Að LC-bíllinn sé veikbyggður er eins og hvert annað grín. Veikleiki hans fólst í framdrifinu (án láss) og það þurfa menn að hafa í huga og beita bílnum í samræmi við það. Hafi einhver brotið framdrif, millikassa og fjöðrunarkerfi í LC þá ber það vitni um ótrúlegan þjösnaskap og algjört tilfinningarleysi ökumanns fyrir því sem hann er að gera. Slíkir menn ættu að vera á Hummer eða Unimog.
Ég held að Trooperinn hafi reynst vel og Terrano einnig. Vélar þeirra eru hins vegar mun aflminni, Terrano er með 2,8 l vél en er léttari en Trooperinn og því betri að því leyti. Trooperinn er fremur framþungur.
Eitt sinn var trooper með mér í för í hörkugaddi á leið af Vatnajökli með enga miðstöð. Þrátt fyrir það finnst mér það ekki dæmi um að bíllinn sé drasl, slíkt getur hent í hvaða bíl sem er! Um daginn kom ég að 35" Trooper við gatnamót í borginni þar sem annað framhjólastellið lá út á hlið í götunni. Ég vona bara að eigandinn þurfi ekki að bíða í mánuði eftir viðhlýtandi þjónustu í umboðinu!
bv
26.07.2003 at 16:35 #475056Sælir.
Þetta er alltaf sp. um fjármagn og notagildi.
Ég mundi í þínum sporum ath m/Grand Cherokee dísel.Limitid.(v.1.mill-5.mill)
Léttari, FALLEGRI, liprari og mjög gott að umgangast þá.
Einfalt og ódýrt að breyta þessum bílum.
Liprir innanbæjar sem og á jöklum.
Og ef eitthv. bilar sem gerist ekki oft þá er mjög þægilegt
að gera við þessa bíla og þeir í H Jónssyni (Sveinbjörn & Steini) eru alveg rosalega liðlegir & góðir með varahluti.
Bíljöfur, góðir í viðg. og viðhaldi.
Á einn Cherokee ´91 4L. 31" sem trillaði upp á Langjökul, en
er samt hægt að leggja niðrí miðbæ án erfiðleika.
Breyttur fyrir 33" kostn. umþb. 100.þ.
Búinn að keyra hann frá okt.´02 til júl.´03 60.000.km.
Innan sem utanbæjar og vegar. Samt. ekinn um 160.þ
Næst á dagskrá er Grand/dísel.
Gangi þér vel, hvað sem þú velur.
kv. rbon
26.07.2003 at 18:48 #475058
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Blessaðir,
Þakka fyrir svörin. Ég var að hugsa um að setja ca 2-3 milljónir í svona tæki. 2 – 2.5 er samt tala sem buddunni myndi líða betur með :-).
Nú hefur maður verið að heyra ýmsar sögur með Trooperinn. Bæði að það hafi verið vesen með túrbínuna í þessum bílum og svo hafi eitthvað pickles verið í gangi með hásingarnar á þeim. Eru þetta þjóðsögur sem "Ekki" Trooper eigendur hafa komið af stað eða er þetta eitthvað sem menn kannast við?
Mér sýnist á spjallþráðunum hérna að menn séu ekki sáttir við þjónustuna hjá IH við Trooperinn. Er eitthvað lítið um menn / verkstæði hér heima sem kunna að laga Trooperinn?
28.07.2003 at 10:35 #475060Sælir félagar
Ég er eigandi að Trooper sem ég keypti nýjan í jan. 99.
Þennan bíl er ég búinn að keyra ca. 190.000 km. Hann hefur reynst mjög vel, aldrei neinar óvæntar bilanir en af eðlilegum ástæðum hefur hann þurft reglubundið viðhald.
Ég get þessvegna mælt með Trooper sem góðum kaupum, sérstaklega vegna þess að verðið á þeim er mjög hagstætt.
Þjónustan hjá Pöntunarfélaginu gæti verið betri en við því er ekkert að gera, hún fer batnandi.
Terrano er góður kostur með 2,7 tdi vélinni, léttur og aflmikill en minna pláss en í Trooper, þekki þó ekki hvernig
bilanatíðni í þeim hefur verið.
Ef þið eruð að spá í notaðan jeppa, skoðið og prufukeyrið allt sem að kjafti kemur, nógir eru kostirnir.
Kveðja Steinmar
28.07.2003 at 15:19 #475062
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er annar eigandi að beiskiptum Trooper 99 Ekinn yfir 100 þús. og ekki haft undan neinu að kvarta hvorki hjá umboði eða undan bílnum sjálfum. Glóðarkerti eru lengur á en í sumum öðrum tegundum og því endast þau skemur ef bílin er ekinn stuttar vegalengdir.
Hásingvandamál hef ég ekki heyrt um. Túbína var innkölluð af verksmiðju og var skipt um hana.
Bíllinn er örugglega jafn aflmikill og 90 Crúserar á svipuðum aldri ef ekki öflugri.
Sagan sem Bolli segir af bilaðri miðstöð á Vatnajökli var fullt loftinntak á miðstöð eftir 2gja daga storm á Grímsfjalli og tel ég það ekki til bilunar.
Ég held að meðlimir sértrúarsöfnuða t.d. Vottar Toyota trúi því hreinlega að sá kostur sem þeir völdu að aka á og dýrka Toyota séu sá eini rétti og villutrú af öllu tagi skuli upprætt.
Ég hef ferðast með sumum þessa félaga og kann vel að meta þá sem ferðafélaga og sé þá reglulega í speglinum hjá mér.
með ferðakveðju,
EG
28.07.2003 at 15:40 #475064Þetta er nú alltaf jafn skemmtilegt, þegar umræðan hefst um hvaða bíll sé bestur. Sem betur fer eru flestir þessir bílar, sem við erum almennt að nota, tiltölulega góðar græjur miðað við það sem þekktist þegar "ég var ungur". Hinsvegar er munurinn oftast nær mestur hvað varðar þjónustu umboðanna og því miður virðist eitt ákveðið umboð (tvískipt) í austurborginni skera sig úr með þá hluti. Ekki orð um það meir. En enginn hefur bent fyrirspyrjanda á Pajero, sem er nú alveg ágætis bíll og síst lakari kostur en LC90 og Trooper, a.m.k. þegar verið er að tala um 1999 og eldri. Þegar Rúnar í Heklu er búinn að klappa 2,8 mótornum eitthvað hliðstætt og verið er að gera með hinar týpurnar, skilar hann alveg ágætum hrossahóp. Svo er þetta tiltölulega einföld vél, með tímaKEÐJU, olíuverki sem hægt er að fikta við og ýmislegt fleira sem þýðir góða endingu á vél, hvað sem Lúther og félagar á Nýbýlaveginum segja. Og ekki að byrja á gömlu gírkassasögunni eina ferðina enn, þetta er sami beinskipti kassinn og í Trooper ef út í það er farið. En ég vil hinsvegar hiklaust mæla með Trooper miðað við þá reynslu, sem eigendur þeirra sem ég þekki til hafa af honum. Þetta er sterkur og góður bíll, eini gallinn frá mínum sjónarhóli er svolítið gamaldags millikassi, þ.e. ekki með mismunadrifi, en það er nú smekksatriði. Hvað varðar Cherokee Grand, þá varist þann bíl með VM diesel. Hún er bölvað drasl og hávær. Veit um mann sem hafði slæma reynslu af því dæmi.
kv.
28.07.2003 at 17:05 #475066
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já ég hef aldrei skilið hvers vegna ekku eru mun fleiri breyttir Pajeroar í umferð, þetta eru að mörgu leyti mjög sterkir bílar sem fara vel með ökumann og farþega. Og hann hefur ýmislegt umfram aðra jeppa.
Einsi, þetta með miðstöðina tók ég einmitt sem dæmi um atvik sem hent geta í flestum ef ekki öllum bílum! bv
28.07.2003 at 17:25 #475068
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég var að skoða auglýsingarnar hérna á síðunni og mér leist alla vega helvíti vel á þennan bíl, hann virðist vera með öllu sem maður er alltaf að sækjast eftir það er sv djöfull dýrt að kaupa þetta allt.
kveðja,
Traustihttps://old.f4x4.is/auglysingar/lesa.asp?a=7241
28.07.2003 at 17:58 #475070
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki spurning – ég myndi kaupa hann!
bv
28.07.2003 at 18:17 #475072Þetta er fullorðin fjallabíll með öllu sem til þarf og er sannarlega góður kostur!
Einnig var Palli að auglýsa Eyrik til sölu ef þú villt bensíntitt hann er líka með low gír.
Svo á ég líka 2 helv… góða handa þér fyrir sangjarnan pening 44"DC með low gír og 44" Patta 1986 model, mikill höfðingi.
Kv.
Benni
461 4075
28.07.2003 at 19:12 #475074
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Má ég spyrja þig að einu Benni – hvers vegna áttu svona marga bíla, ertu bílasali eða hvað…?
bv
29.07.2003 at 16:02 #475076Ójá þú mátt það.
Það er vegna þess að það eru svo margir í familíunni sem stunda þetta sport og hafa hlutirnir æxlast á þann veg að ég hef borið stóran hluta af kostnaði sem ég ekki tími lengur og er þess vegna að selja þatta "umframdót"
Kv.
Benni
29.07.2003 at 22:43 #475078
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
Ég er mikilll áhugamaðir um Isuzueign og ég ætti fleiri ef pyngjan réði við það.
Ég á Trooper 92′ ekinn 200.000 km rúma, og sá bíll hefur staðið sig býsna vel að mínu mati. Ég hef ekki hlíft þessum bíl sérstaklega svosum ekkert farið illa með hann að ásettu ráði heldur en það hafa komið upp síðan ég keypti hann nokkrar bilanir. Kúplingu lít ég á sem núningsflöt sem er hluti af eðlilegu viðhaldi, framhjólalegur og bremsur sömuleiðis. Altarnetor er orðið vafaatriði en í þessu tilfelli að hluta til klaufaskapur minn. En brunninn kveikjutransistor er hrein og klár bilun.
Umboðið hefur ekki staðið sig vel gagnvart mér enda áttu þeir engann þátt í að flytja bílinn minn til landsins. Mér finnst hinsvegar þeir ekki nógu lipurir að útvega það sem vantar. Ég er sannfærður um að IH sinnir bílunum betur sem þeir flytja inn sjálfir en ef það er vandamál þá er það alvarlegur hlutur.
kv Isan
29.07.2003 at 23:52 #475080
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll, ég er nú svo mikill toyotu kall að ég mæli allstaðar með toyotu, er búinn að eiga marga slíka,ég er búinn að vera með 3 lc90 undir höndum frá því þeir komu, allir á 38" og hafa bara reynst vel, svona bíll á 35" toppar allt, mæli mikið frekar með honum heldur en trooper og hvað þá terrano, fyrir utan lélegt umboð hjá IH þá er alltaf eitthvað vesen með þessa bíla, hef átt gamla og nýja patrola og alltaf er hægt að finna eitthvað sem felst ekku undir venjulegt slit, allir eru þessir bílar búnir að vera 38"+. en svo áttu ekkert að vera hlusta á okkur þessa sem eru alltaf eitthvað að blaðra, þú átt bara að gera það sem þig langar, ekki alltaf vera með fótinn undir öðrum og vera svo alltaf með eitthvað bögg, alltaf bilað eða hefur aldrei bilað hjá mér, blablabl gerðu bara það sem þú vilt.
Jeppakveðja
Jónas
30.07.2003 at 16:40 #475082
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll,
mér finnst nú alveg ein bíltegund gleymast í þessari umræðu en það er Musso , ég átti svona bíl á 38" dekkjum og kom hann bara mjög vel út.Er núna á Patrol á 38" og er talsverður munur á drifgetu á þessum bílum , Patrol er mun þyngri bíll og með minni vél.
Síðan er þetta líka spurning um stærð bílsins og fl.
Gallinn við Musso er að hann er bara 5 manna en Patrol 7 manna .
kv.Pési
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.