Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bestu dekkin???
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Steinar Jónas Kristjánsso 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.01.2006 at 19:29 #197183
AnonymousGetur einhver ráðlagt mér hvaða dekk ég ætti að kaupa undir Patrol (38″). Ég ætla mér helst að nota bílinn bæði í vetrar- og sumarferðir og auðvitað má reikna með nokkurri innanbæjarkeyrslu. Nú skilst mér að helstu tegundirnar séu Mudder, DC og GH (eflaust eru þær fleiri). Er einhver munur á því hvað þessi dekk þola t.d. að hleypt sé úr þeim, hvað reikna má að þau endist o.s.frv. Einnig þætti mér gaman að vita hvort skipti miklu máli að felgurnar séu úr stáli eða áli.
Kveðja
Guðni -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.01.2006 at 19:36 #540586
ef ég ætti patrol þá færu super samper ssr undir bílinn hjá mér.Félagi minn var svona dekk undir patrol hjá sér og 14" stálfelgur og kom það mjög vel út, og ekki skemmir munstrið fyrir
kv Heiðar U119
28.01.2006 at 20:07 #540588Ég er búinn að kaupa AT dekkin. Reindar ekki búinn að setja undir en tel þau raunhæfann kost í dekkjavali
28.01.2006 at 20:10 #540590Mér hefur nú sýnst Mudder eða GH vera að koma best út undir þessum bílum.
Nú svo er nýja AT dekkið flott – en sáralítil reynsla komin á þau, en það sem komið er lofar þó góðu og ég er nokk viss um að ef ég væri að fá mér 38" þá myndi ég skella mér á þau.
Super swamper dekk held ég að passi kannski vel fyrir nýrri og þyngri gerðirnar af Patrol – en tæplega undir eldri og mun léttari módelin.
Með felgur þá er stál ekki spurning ef þú ætlar að nota bílinn eitthvað í fjallaferðum – en ál ef þetta er miðbæjarbíll…. Stálfelgurnar eru þyngri og þar af leiðandi valda þær meira álagi á hjólabúnað o.fl. en það er hægt að gera eitthvað við þær þegar búið er að keyra á grjót og beygla allt draslið…
Benni
28.01.2006 at 20:48 #540592Segðu mér Benni, afhverju hentar swamperinn ekki undir eldri gerðirnar af patta ? var með swamper undir hilux og það bara virkaði
Kv Villi
28.01.2006 at 21:04 #540594Super swamper eru of stíf í 38" dekkjum að mínu mati. Gætu verið ágætis sumardekk, en stela fullt af afli ef keyrt er á þeim úrhleyptum. Mudder og GH hafa sannað sig sem jafn bestu dekkinn, en AT gæti alveg átt séns líka. Önnur 38" dekk eru síðri til úrhleypinga vegna stífleika.
Góðar stundir
28.01.2006 at 22:19 #540596Var með súper svamper undir Hilux, og það virkaði ekki rassgat. Þungt og flaut illa.
Frábær dekk að öllu öðru leiti og miklu betri sumardekk heldur en þetta mödder og GH dót.
kv
Rúnar.
28.01.2006 at 22:37 #540598það eina sem ég sé að svampernum er að þau hafa svoldið hátt en maður reddar því nú bara með því að fara út í skúr og setja hnífinn í samband og skera þau. svamperinn er 2 kg þyngri hvert en mudder
Kv Villi
28.01.2006 at 22:43 #540600ég er búinn að prófa ýmislegt og er með slatta af Km í reynslu að mér finnst og er einn af fáum sem keyra á 44" Super Swamper og ég er sannfærður um að þetta eru dekkin sem fara Patrol best þar sem það er rosalega gott að keyra á vegum þau eru rásföst og maður þarf ekki að vera að styra bílnum allan tímann eins og DC ég átti eldraboddýið á GH og SS og var ég sáttari við SS þar sem það var alltaf nóg grip og þessi GH eru eins og bárujárn á hliðunum og vilja springa í tíma og ótíma hef ekki góða reynslu af þeim þau eru ódýr en ekki eins góð að mínu mati en þetta er málefni sem er ekki hægt að komast að niðurstöðu um þetta eru jú Trúarbrögð held ég
Kv Kjartan Super Swamper
29.01.2006 at 01:02 #540602Mudder eru bestu dekkin! engin spurning.
ég hef persónulega reynslu að mudder er betri en GH þar sem sömu bílarnir´(Patrol) sami búnaður en sitthvor dekkin og mudderinn var að fara meyra.Hvað er pattinn þinn þungur tilbúinn á fjöll?
29.01.2006 at 02:41 #540604Ekki spurning að kaupa AT 405 þetta eru góð dekk í alla staði sem að ég hef verið að brúka þau. Innanbæjar gott,utanbæjar flott, í snjó frábær. Og svo erum við líka að styðja Íslenska framleiðlu og það gerist ekki oft í þessum jeppa heimi.
29.01.2006 at 03:03 #540606Síðast þegar ég vissi voru þetta Kínversk dekk, en ekki íslensk.
Þau hafa ekkert með íslenska framleiðslu að gera.Kv. gislio
29.01.2006 at 11:11 #540608Sælir félagar, ég er með super swamper, munstur og mikroskorin undir troopernum mínum og er bara mjög sáttur við það, en mér finnst þau virka best í 3,pundum (í erfiðu færi).En auðvitað eru þau grófmunstruð og eru fljót að refsa manni í sumu færi. Gallinn við þau er að þau eru svolítið hávær en alveg kringjótt og ekkert hopp eða hristingur. ´Félagi minn var á at405 á cruser 90 og var svo ánægður að hann seldi þau eftir þrjár ferðir á fjöll.
Kv, Gretar 100mgengið……..
29.01.2006 at 12:30 #540610Ég er einmitt að fara að kaupa 44" dekk núna á næstunni. Jafnvel ný og þá hafa menn verið að mæla með superswamper þar sem ég sé á svo þungum bíl (econoline)
Þeir nefna trexxus undir bílinn sem besta kostinn. Er eitthvað til í þessu?
Ég átti super swamper undir pajero áður og sór þess eið að kaupa aldrei aftur super swamper en svo er maður strax farinn að hugsa um það aftur.
29.01.2006 at 14:59 #540612Grétar hvað var það helst sem félaga þínum líkaði svona "vel" við AT405 dekkin og hvað fékk hann sér í staðin. Ég er að spá í svona dekk og vil því endilega fá að vita meira.
Guðmundur
29.01.2006 at 16:01 #540614Hann var óánægður með flotið (reyndar í mjög erfiðu færi) fanst þau grafa sig niður. Hann fékk sér mickey thomson (kannski ekki rétt skrifað) frá fjallasport, og líkar mikið betur við þau. Segir að það sé meira flot í þeim. hann er búin að prufa báðar tegundir í svipuðu færi. En báðar tegundir eru mjög góðar á malbiki.
Kv, Gretar
29.01.2006 at 16:52 #540616Svarið er einfalt í mínum huga.
Hef prófað flestar gerðir af 38" undir Patrol og MT dekkin eru lang lang best. Mesta flotið og besta gripið henta lang best við flestar aðstæður.
Mudder eru of lítil enda munar amk 1,5" á þessum dekkjum á hæðinni bæði mælt á 14" weld felgum og öðru eins á breiddinni.
Svo verða menn bara að velja það mynstur sem hentar best í MT dekkjunum en þar er um þrjár mismunandi mynstur gerðir að ræða.
Þau eru ekki egg-laga og það heyrist lítið í þeim.
Og það besta er hversu mikið sterkari hliðar eru í þeim og því minni hætta á að gata þau.
Kv.
Steinar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
