This topic contains 9 replies, has 7 voices, and was last updated by Ragnar Freyr Magnusson 10 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Hver er ykkar reynsla af besta bóninu….
Hvað endist best ?
Hvað hreinsar best ?
Auðveldast að nota ?
Leiðinlegast að nota ?
,
persónulega nota ég sonax yfir vetrar og vortímann til að ná bévítans tjörunni af , en það er víst kannski útaf ég nota ekki nógu sterkan töruhreinsir á undan…á sumrin hef ég flakkað á milli eins og …. , núna í gærkvöldi notaði ég Armor shield á Expedition hjá mér og Mothers carnuba á fólksbílinn. Er að gera smá test á endingu.
Shield var mjög skrítið að taka af en mjög auðvelt, þetta hegðar sér sannarlega ekki eins og bón sem það er víst ekki. Carnuba fór auðvelt á og tiltölulega auðveldlega af.. þó maður þurfti að vera með helst tvo tvista.
Glansinn af Shield var góður, en töluvert betri á Carnuba.
ps ég nota tvist þegar ég bóna…. hef ekki prufað þessar micro klúta.
Ég notast síðan alltaf við handklæði við að þurkka bílana hjá mér, vaskaskinni hefur ekki fest í sessi hjá mér… svo djöbbi leiðinlegt að vinda þetta endalaust.
Jæja bónkallar, ausiði yfir mig sannleikanum í þessum þrifum.
Ps. hef enn ekki bónað Ultimate… málarinn mælti gegn því að bóna hann fyrstu vikurnar á meðan lakkið væri svona nýtt.
Hvaða sápu eða tjöruhreinsi notiði… ég hef notast við sonax sápu einhverja og síðan eh sápubón frá Poulsen sem virkar fínt. ég hef alltaf notað svona tjörusápu á veturnar en finnst það ekki virka á tjöruklessurnar nógu vel. Síðan eru hreinir tjöruhreinsar svo olíukenndir að vonlaust er að ná þeim af.. ég hlýt að vera gera eh vitlaust í þessum málum 😉
kv
Gunnar
You must be logged in to reply to this topic.