This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 16 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Jæja félagar!
Nú hefur olía á heimsmarkaði lækkað um 20 dollara og þar fyrir utan hefur dollarinn styrkst til mikilla muna undanfarna daga og hefur ekki verið sterkari gagnvart evru og Yeni í mánuð.
Ekkert bólar samt á lækkun á bensín og olíuverði hjá blessuðum olíufélögunum okkar sem miða bensínverð við heimsmarkað þegar allt er í botni, en birgðarstöðu þegar allt lækkar.
þess má líka geta fyrir áhugasama að í dag kaupir Atlantsolía inn bensín með Skeljungi og er því bara komin í hringamyndunina eins og hinir. Það hefur líka sýnt sig síðustu vikur að Atlantsolía hefur drullað uppá bak í því að veita eitthvað aðhald á markaðnum hérna. það er verstur andskotinn að maður á engan möguleika á að versla eldsneyti lengur fyrir utan mafíuhringinn .
Alveg er það ótrúlegt að þessi hringamyndun og samráð fái að vera í friði og maður spyr sig bara hvað olíufélögin borgi samkeppnisstofnun mikið í mútur til að fá að vera í friði!!
djöfull er maður orðinn ógeðslega pirraður á þessari fákeppni á þessu landi hérna. þetta er algerlega óþolandi
einn salt-pirraður!
You must be logged in to reply to this topic.