Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bensínvél yfir í Díselvél
This topic contains 29 replies, has 1 voice, and was last updated by Bragi Guðnason 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.02.2002 at 13:37 #191315
Sælir félagar!
Eg er að velta fyrir mér að planta díselvél í jéppann hjá mér (er með V8). Grindinn og kramið er úr 74 bronko að langmestu leiti og dekkinn 36-44″ (fer allt erfit hversu góðri þrekþjálfunn ökumaðurinn er í). Hvaða díselvélar ganga beint á C4 sjálfkiptinguna?Hvaða vélum mælið þið með, og/eða gírkassa sem gæti þá gengið á Bronko millikassann. Ég er alls ekki að leita að þeirri kraftmestu eða stæðstu, bara að að hún skili manni heim aftur.
Með fyrirframm þökk.
Ragnar Karl Gústafsson X-5650
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.02.2002 at 19:17 #458812
Sæll
Því miður er það svo með blessaðar dísilvélarnar að þær sem eru nothæfar að einhverju gagni eru dýrar. Mér vitanlega passar engin dísill beint við C4 skiptinguna frá ford. Ég dreg stórlega í efa að þú finnir einhverja vél með gírkassa sem passar síðan við Dana 20 millikassann úr bronco. Enda má spurja hvort að það sé eitthvað atriði að halda í hann í sjálfu sér.Ef ég skil rétt þá ertu með Súkku og ert sennilega ekki mjög ginkeyptur fyrir þungum diesel vélum? Þá þarf varla að spá í 7.3L navistar eða 5,9L cummins Amerísku vélarnar eru sennilega allar í þyngdarflokki sem þú kærir þig ekki um, þær eru allar talsvert þyngri en bensínvélin hjá þér. Trúlega mundi slík breyting telja 200 Kg ++ eftir vélum.
http://www.ib.is á náttúrulega einu almennilegu dieselvélina (6.6L Gm 300hö) sem tekur því að setja í bíl, en verðið er rúm milljón með skiptingu og millikassa ef ég man rétt.
Það sem þú ert að leita að er sennilega 4-6 cyl á bilinu 2.5-4L. Það er ekkert mikið úrval af vélum hérna, og þær sem til eru kosta talsvert. Þessi markaður er alger hörmung að mínu viti.
Það er hægt að ná í toyota 2.4L á <200Þús iskr. Þessi vél vinnur lítið með turbo+intercooler og ekkert annars. Gamli Landcrusier var með 3L eða 3.4L 4 cyl sem er e.t.v hægt að finna einhversstaðar fyrir skikkanlegt verð. 3.4L vélin er miklu betri en sú 3.0L sem er arfaslöpp. Með þessum vélum er að ég held 24V startari+alt sem verður seint talinn kostur í bíl með 12V rafkerfi. 3.4L vélin með turbo+cooler er bara nokkuð seig og með slíkum búnaði er hægt að fyrirgefa henni sleggjuganginn og glamrið.
Toyota 6 cyl aka Landcrusier 80 er hundleiðinleg án túrbó en minna leiðinleg með slíkum búnaði. Slík vél í lagi með kössum er þó sennilega á verði 300+þús vegna þess að menn eru enn að reyna að tjasla upp á kláfana og kaupa varahluti í þá af miklum móð hvað sem þá er að finna. Þessar vélar eru líka í sama þyngdarflokki og 6.2/6.5L GM v8 svo dæmi sé tekið.
Í gömlum Isusu og MMC eru til vélarlíki (svipað og toy 2.4l)sem ég man ekki hvað eru litlar. Það er ekki fyrr en í nýjustu árgerðum að Isusu/Toyota/Musso/MMC að komnar eru sæmilegar 4 cyl vélar sem skila sæmilega. Þessar vélar eiga það sameiginlegt að vera tölvustýrðar og rándýrar. 500Þús++ giska ég á.
Nissan á til slatta af vélum og e.t.v tekur því að pæla í 6cyl vélum frá þeim. Í gamla patrol var t.d 3.3L vél með Turbo og svo eru til líka 2.7/2.8/3.0. Hér er það gamla sagan að verð og afl fylgjast að.
Sumir sendibílar eru til með stæðilegum 4 cyl diesel eins og t.d 3.3/3.9L Isusu og Hino. Þær sem eru til hér eiga það sameiginlegt að vera útkeyrðar. Þessar vélar eru líka með 24starti og stórum kúplingshúsum/krögum sem er ekki gaman að mixa við.
Benz á slatta af vélum en þær sem eitthvað er varðið í kosta sitt, enda nýlegar og fást sennilega alls ekki hér.
Ég held að þú eigir eftirfarandi kosti í stöðunni, ég mæli eindregið með þeim síðasta;
#1
Finna eitthvð hræódýrt og brasa því oní súkkann. T.d Toy 2.4/MMC 2.5/Nissan 2.2/MB 240……og læra að lifa með því.#2
Finna þér tjónabíl með krami sem þú villt.
Patrol?/Toy?/Isuzu PU-trooper/ og reyna að selja þá eitthvað úr hræinu í staðinn. Þetta hafa sumir gert til að ná sér í vélar+kassa á "skikkanlegu" verði.#3
Sættu þig við það að bíllinn þinn eyðir bensíni og borgaðu það með bros á vör. Láttu ekki diesel kallana monta sig of mikið í fjallaferðum. Þeirra bíður þungaskattur þegar heim er komið!Fjallakveðjur á þessu helv.. snjóleysi.
06.02.2002 at 01:42 #458814Sæll klami.
Í öllum bænum áttaðu þig á því að óli er sjálfur "bensíndraugurinn" í þessari umræðu. Ég veit reyndar að þú ert ekki að velta þér uppúr þessu að ástæðulausu, enda hef ég heyrt menn sem áður voru hörðustu bensínkallar lýsa því yfir eftir að þeir voru komnir á diesel, að þeir hafi einfaldlega verið hættir að ferðast vegna þess að það var "meiriháttar ákvörðun" peningalega að skella sér í helgarferð til fjalla, slík var fjárfestingin í vökvanum dýrmæta.
Bendi enn og aftur á frábæra grein tækninefndar frá síðasta vetri í SETRINU, þar sem borin var saman virkni bensín- og díeselvélar á fræðilegan hátt.
Þetta með þungaskattinn hef ég afgreitt þannig: Í mínu tilfelli er hann kr. 140.000 pr. ár (vissulega mikill peningur). Ég er á bíl sem ég nota alla daga allt árið um kring. Ég fer u.þ.b. 20 fjallaferðir á ári, þar af 8-12 vetrarferðir. Höldum okkur við meðaltalið og segjum að ég fari 10 vetrarferðir á ári. Að meðaltali er ég að eyða 120-150 lítrum af diesel í hverri ferð. Þeir fáu sem ég þekki og eru að brenna bensíni í þeim ferðum ( 6 og 8 cyl bílar) eru að eyða 200-250 lítrum í sömu ferðum. Ef við förum milliveginn og reiknum með samanburði á milli þessara viðmiðunartalna, þá er munurinn u.þ.b. kr. 15.000 á eldsneytiskostnaði pr. hverja vetrarferð.
Skv. því, þá ek ég "frítt" hvað þungaskatt varðar allan annan akstur á hverju ári (sem er samtals omkring 30.000 km á ári undanfarinn áratug). Í mínu tilfelli þarf ég ekki annan eða flóknari útreikning í þessu efni.
Vissulega á þetta kannski ekki við þegar um er að ræða "bensínleiktæki" sem aðeins eru gangsett í þrjár fjallaferðir á hverju ári. Ég vek þó líka athygli á því að kraftmiklar bensínvélar valda oft meira viðhaldi á bílum en "torkandi díeselvél" (hjöruliðir, öxlar, millikassar, driflokur o.m.fl.) Tvö brotin drif á hverju ári slaga hátt í þungakatt ársins þegar allt er talið (efni, vinna og hliðarkostnaður)
Annars er þetta umræða sem ekki er hægt að tæma.
En… ef skynsemin ræður, aka menn þó klárlega á díesel !!
Ferðakveðja,
BÞV
06.02.2002 at 09:46 #458816Kæri Óli.
Takk kærlega fyrir þennan ágæta pistil.
Ég er búinn að vera að skoða alla mögulega og ómögulega kosti í þessum dísel-huleiðingum.Málið er það að mig langar að ferðast ennþá meira um þetta fagra fjallaland okkar, en það getur verið svo helvíti dýrt að fara í lengri ferðir að maður lætur einfaldlega alldrei verða að því.
Ágætu meðlimir þessa góða klúbs og aðrir þegnar í þessu landi! Olíufélöginn hafa einfaldlega rassskelt okkur, og ekki er okkar ágæta alþingi beint að hjálpa til með þessum okur gjöldum og sköttum á olíu og bensín.
Það er erfitt að brosa Óli minn! Efað maður skellir sér í eina helgarferð, eiðir svona 25 þúsund kalli í bensín þíðir það að maður hafi borgað u.þ.b. 15 þúsundum í opinnber gjöld, skatta og skyldur, athugaðu eftir EINA helgi. Það er ömurlegt vægast sagt að þurfa að búa við þetta.
Kveðja Ragnar Karl
06.02.2002 at 12:44 #458818Sæll Ragnar – bróðir í þjáningum :o)
Það er fremur skítt að borga vegagjald af bensíninu sem maður eyðir á snjóþekjunni uppi á hálendi. Ekki bætir úr skák að allt sem viðkemur bílum er orðið alveg hrikalega dýrt hvort sem það eru dekk, varahlutir eða eldsneyti.Það er alveg rétt hjá Birni þ hér að ofan að ég er sjálfur bensíndraugurinn. Hvernig nú sem hann komst að því? Sú leið sem hann lýsir er auðvitað góð og gild fyrir þá sem hún hentar. Hitt er svo annað mál að það má reikna dæmið hans fram og til baka. Það má t.d spyrja hann hver eru afföll af jeppanum hans á ári? Hver er vaxtakostanðurinn hjá honum á ári? Hvað er mikið dýrara að aka um á jeppanum heldur en að nota bara fólksbíl dags daglega? Eftir því sem ég kemst næst er engin leið til að sleppa ódýrt úr fjallaferðum þegar allt er talið.
Hvað viðkemur spurningunni um Diesel vs Bensín þá er það augljóst að diesel er ódýrari kostur í fjallaferðir, ekki ætla ég að deila um það. Málið er samt sem áður að sá kostnaður sem fer í að kaupa diesel vél og koma henni fyrir í bíl sem er með bensínvél er mjög lengi að borga sig upp. Sama hvernig dæmið er reiknað.
Að síðustu er rétt að benda á að margt sem sagt hefur verið um eyðslu bensínbíla gegnum tíðina er fremur froðukennt. Ég held að það sé mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það sem ræður eyðslunni er sú vinna sem vélin þarf að skila, fremur en hvað stendur í skoðunarvottorðinu um rúmtak og stimplafjölda.
Fræðileg nýtni bestu diesel véla er vissulega fáeinum prósentum hærri en nýnti hefðbundinna bensínvéla. Orkuinnihald í diesel er líka örlítið hærra en í bensíni. Þessi munur getur samt alls ekki útskýrt hversvegna Mr A ætti að eyða 200-250L af bensíni meðan Mr B fer með 120-150L af diesel í sömu ferð á sambærilegum bíl. Það er einhver önnur skýring á því.
Kveðja úr snjónum hér í RVK
Óli.
06.02.2002 at 14:48 #458820Eyðslutölur BÞV passa ágætlega við fræðin. Það er tvennt
skiptir mestu máli, það er vinnan sem er framkvæmd og
nýtingin. Fræðileg nýting í brunavélum fer eftir hitastigi
við brunnan, sem ræðst af þrýstingi eða þjöppun. Þjöpunar-
hlutfall í diselvélum er um það bil tvöfalt hærra en í
bensínvélum, þetta veldur um 30% betri nýtingu í
díselvél við hægstæð skilyrði. En bensinvél sem ekki
þarf að skila nema hluta því átaki sem hún getur, vinnur
við enn lægri þrýsting. Þetta veldur því að nýting
bensínvélar við létt álag versnar miklu meira en í
diselvélinni sem alltaf vinnur undir fullum þrýstingi.
(Inngjöf hefur ekki áhrif á loftmagnið sem díselvélin fær)
Í fjallaferðum þegar meðalhraðinn er oft ekki mjög hár,
getur hæglega munað helmingi á eyðslu bensín og díselbíla.
Þetta skýrir það líka að stærð véla hefur miklu meiri
áhrif á eyðslu í bensínbílum en díselbílum.Hærra þjöppunarhlutfall í bensínvélum gefur bæði meira
afl og betri nýtingu, en kallar á besnín með hærri
oktantölu sem er oft talsvert dýrara.
07.02.2002 at 11:49 #458822
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Heyrðu….ef þú ert að spá í að fá þér dísel…þá myndi ég frekar hugsa um að skipta bílnum út og fá mér dísel jeppa….ég er nýbúinn að fá mér 38" Mússó sem er dísel og ætla ég að vonast til að ég verði sáttur við hann…..það kemur í ljós eftir helgina hvernig bíllinn virkar.
Ég ætla nefninlega að fara á Langjökul til að sjá hvernig okkur kemur saman….Ef það gengur að óskum þá held ég að ég verði nú bara á honum….
Láttu heyra í þér ….það er kanski hægt að skoða eitthvað með þessa ferð sem við höfum verið að ræða.
Kv
Snake
07.02.2002 at 13:25 #458824Sæll Einar og takk fyrir gott innlegg.
Það sem þú segir er alveg rétt, það er vitaskuld ástæða fyrir því diesel nýtir betur en bensín. Það eina sem okkur kann að greina á um er hversu mikill munurinn er í raun. Einhvernveginn er ég mjög tregur til að samþykkja að sé meiri en þau 30% sem þú nefnir. Þessvegna finnst mér munurinn sem nefndur var hér að ofan of mikill.
Ég skal fúslega viðurkenna að oft á tíðum sér maður mikinn eyðslumun á bensínvélum á móti diesel. Ef munurinn er orðinn meiri en 20-30 prósent þá eru yfirleitt aðrar skýringar á honum en eingöngu nýtni vélanna.
Ég samgleðst alltaf með blessuðum diesel köllunum þegar við komum heim úr fjallaferðum og þeir keppast við að bera saman bækur um hvort að þeirra bíll hafi farið með 50-100 eða 150 lítrum minna en bensínbíllinn minn. Þeir verða jú að hafa einhverja ánægju út úr ferðunum (",)
07.02.2002 at 20:53 #458826
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sælir piltar.
smá innlegg í þessa umræðu um dísel vs. bensín . ég er nýlega kominn á dísel jeppa , átti hilux pickup á 36 með 2,4 efi lítið keyrða . Nú er ég á stuttum landcruiser á 33 með 2.4 dísel og tók vélina upp í desember. mín reynsla er sú að ég ætla aldrei aftur að fá mér bensín jeppa eftir að hafa verið á í núna 2 mán á dísel því að dísillinn er mun jafnari eyðslu og eyðir yfir höfuð minna. svo er nú ekki verra að það munar helmingi á verðinu að tanka. tala nú ekki um mun á torki, varð mjög hissa hvursu mikið meira er hægt að láta dísilvélina torka og það er nú það sem að þarf í þessar jeppatíkur.
08.02.2002 at 08:58 #458828Ég er nýbúinn að skipta úr bensín yfir í dísel.
Báðir bílarnir eru álíka þungir (1600kg eigin þyngd breyttir)
með álíka stórar vélar 2.3l vs 2.5l. Árlegur akstur er
milli 10 og 15 þúsund km. Meðan þungaskatturinn er eins
og hann er núna, er dýrara að aka á löglegum hraða til Akureyrar
og innanbæjar er kostnaðurinn svipaður. Ástæður þess
að ég valdi díselinn eru:1. Fjallaferðir verða ódýrari. Meðan maður spólar ekki því
meira veit ökumælirinn ekki af því þegar færið þyngist.
Hann fattar það heldur ekki þegar maður kitlar pinnann
aðeins.2. Maður kemst mun lengra á því eldsneyti sem maður hefur pláss
fyrir. Þagar skilyrði versna og ferðahraðinn dettur niður
rýkur eyðslan per km ekki upp úr öllu valdi eins og á
bensínbílum.3. Díselvélin togar miklu betur á lágum snúningi, sem gerir
mun þægilegra að keyra þegar þarf að fara mjög hægt
eða hjakka.4. Díselvélin er sprækari (116 hö vs 97). Munurinn sem
einu sinni var á afli milli bensín og diselvéla er
mikið til horfinn. Einnig hefur einbunu tæknin
(common rail) gert díselvélarnar næstum eins þíðgengar
og bensínvélar.Helsti ókostur díselvélarinnar í fjallaferðum, er að hún
er erfiðari í gangsetningu þegar frostið er komið í 20 gráður
eða meira. Á móti kemur að díselvélin eyðir aðeins um
liter á klukkustund í lausagangi. Veit einhver hvað
bensínvél eyðir í lausagangi?.
08.02.2002 at 09:10 #458830Jæja… hvar eruð þið nú bensíndraugar???
Mig langar í meira af þessari umræðu, því þetta er eitt af því klassískasta sem hægt er að stæla um í þessari jeppamennsku (alltaf gaman af líflegri rökræðu…) Það er eitthvað af rökum með bensíni sem enn hafa ekki komið fram…
Kv. BÞV
08.02.2002 at 19:40 #458832Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það verðlag á bensíni sem er aðal ókosturinn. Vissulega þarf að reiða meira bensín með sér í fjallaferðir en ef um diesel væri að ræða. Á móti kemur að bensínvélar eru talsvert léttari m.v afl.
Eyðsla á bílum er afstæð og fer eftir ýmsum þáttum. Ég hef í tvígang orðið vitni að því að 4cyl diesel jeppar drukku fleiri lítra af olíu en sambærilegur 8 cyl bensínbíll sem var í för með þeim, ótrúlegt en satt! Vitaskuld er þetta yfirleitt öfugt.
Talandi um afl þá er það líka smekkur okkar sumra að allt undir 200hö er of lítið. Persónulega finnst mér ekkert varið í jeppa sem skila undir 250hö út í hjól. Þegar maður hefur slíkann smekk þá er orðið harla lítið um dieselvélar sem geta keppt við bensín hvað snertir stofnkostnað og þyngd. Fyrir 150-200Þ er hægt að ná sér í 250-300 hö bensínvél sem er skemmtileg í jeppa. Diesel sem á að gera eitthvað svipað er miklu þyngri en bensínvélin og kostar í innkaupum margfalt.
Þegar menn eru að bera saman kostnað á diesel vs bensín í fjallaferðum blandast oft umræða um rekstrarkostnað á jeppanum yfir árið inn í dæmið! Þannig reikna menn sig upp í það að þeir ferðist ódýrt eða jafnvel ókeypis á fjöllum vegna þess að þeir eru á diesel. Vitanlega má líta svona á málið, hinsvegar má spurja af hverju nota þeir ekki bara sparneytinn fólksbíl í daglegt brúk og spara sér dekkjaslit og rekstrarkostnað á jeppanum. Þetta er auðvitað grautarpottur og botnlaus að auki.
Mér finnst ekkert varið í að hjakka um á stóru dekkjunum á auðu malbikinu hér í Rvk eða annarsstaðar þar sem rasspútur duga vel og eru mun þægilegri. Að ekki sé minnst á hvað þær eru hagkvæmari í rekstri en jepparnir. Mismuninn nota ég síðan í bensín og mikið af því!
Hvað varðar spurninguna þína Einar þá minnir mig að spíssarnir í vélinni hjá mér standi í <1.0% duty cycle í hægagangi þegar vélin er heit. Þeir gefa 30 Pund á klst stykkið m.v 100% opnun. Gróft reiknað gefur þetta
0.01x30x8(cyl)= 2.4pund/klst = 1.1Kg/klst.
Ekki alveg áreiðanleg tala en gefur hugmynd engu að síður.Kveðja bensíndraugurinn.
11.02.2002 at 15:23 #458834Sæll Óli.
Auðvitað skiptir máli þegar rekstrarkostnaður er til umræðu, að horfa heildstætt á málið, t.d. á ársgrundvelli (þungaskattsumræðan rekur málið einnig í þann farveg). Ég hef nú reyndar ekki heyrt neinn halda því fram að hann ferðist "frítt" jafnvel þótt á díesel sé, en þegar ég notaði þetta hugtak í fyrri pistli mínum átti ég að sjálfsögðu við þungaskattinn.
Þetta með að nota sparneytinn fólksbíl er umræða sem bensínmenn nota til að réttlæta bensíndrykkjuna í fjallaferðum. Má ég þá heldur biðja um fjallabíl sem hægt er að nýta einnig með sæmilegu móti í byggð, frekar en að híma í rasspútu eins og þú orðar svo skemmtilega. Reyndar hefur neyðin einnig kennt ykkur bensínkörlum í þessum efnum eins og nöktum konum; það þarf jú helst að eiga snattara með þessum bensínbílum, þar sem hestöflin eru iðulega búin að snúa og brjóta í sundur hjöruliði, drif, drifsköft eða eitthvað annað þegar í bæinn er komið og því er jeppinn óökufær fyrstu dagana eftir ferðir…
Að lokum er ekki úr vegi að dásama díeselinn þegar kemur að þungu færi, þar sem þarf að láta bílinn vinna í lausagangi eða á mjög lítilli gjöf. Þar koma yfirburðirnir hvað best í ljós. Meðan bensínkallarnir eru stöðugt að drepa á vélunum sínum, malla þessar "moðsuður" (eins og markir kalla olíubrennarana) eins og elskur og toga og toga alveg niður í 2-300 snúninga. Bensínkallarnir klára startarana á hálfum degi og allt í tómu tjóni…
Jæja, nóg í bili.
Með góðviðriskveðju,
BÞV
12.02.2002 at 01:09 #458836Það er nú erfitt að fullyrða nokkuð í þessu sambandi. Reksturskostnaður á jeppa fer allfarið eftir því hvernig hann er notaður, hversu oft er farið á fjöll, hvort hann er notaður sem snattari í bænum eða jafnvel eingöngu sem torfærutæki til ferða um fjöll á vetrum sem sumri.
Ég hef átt bæði diesel og bensín, ég ákvað fyrir nokkrun árum að selja diesel bílinn þar sem mér fannst notagildið ekki nógu gott(losaði 3,5 millur), þessum diesel bíl var ekki ekið nema svona 10-12000 á ári þar sem ég sjálfur vil vera á einhverju þýsku sem getur heyfst hratt. Konan nennir heldur ekki að snatta á 2,5 tonni sem ekki verður vart við á, hvort fer yfir kantsteina eða riður um koll stöðumælum og öðru lauslegu sem í bæjunum finnst.Ég reiknaði þetta nú út eitthvað á þessa leið.
Bensínlíter kostar 87,1 dældu sjálfur hjá OB.
Diesel líter kostar 42,9 á sama stað með sömu aðferð.
Mismunurinn á þessum orkugjöfum er 44,2 kr.
Þungaskattur olíu sem er innifalin í bensíninu er eitthvað í kringum 140,000kr.
Ég gaf mér að bensín bíllinn eiddi svona 25% meira en olíu bílinn.
Hefjast þá útreikningar, 140,000/44,2 = 3167 lítrar af bensíni, 25% meiri eyðsla minnka þetta aðeins, 3167/1,25 = 2534 lítrar. Við skulum svo gefa okkur að bensín fákurinn eyði 25 lítrum á hundraði svona að jafnaði, jú kallinn kemst 10,000 km á þessum 2534 lítrum.
Til til að sannreyna útreykningana,
2534×87= 220,711kr.
Olía 25% minna magn 2534/1,25 = 2027
2027×42,9 = 86967 + 140,000 = 226967Ég þarf ekki að reikna meira til að sjá að bensínið er hagkvæmara fyrir mig, ég tala nú ekki um parafín, vatn í olíu, þyngd vélar, mikið rafmagn í startið ofl.
Svona er þetta með togið ekki heilög sannindi, það er nefnilega þannig að þegar diesel fákarnir eru komnir með 300,000 króna túrbínu og 100,000 króna millikæli þá er togið í olíuvélinni farið að daprast, jú það þarf snúning (afgas) til að snúa forþjöppu sem aftur skilar auknu afli.
Svo verð ég að segja að það kom mér sérstaklega á óvart hvað er ódýrt að fikta við þessar bensín vélar, það sem kostar 10-20,000 í ameríska bensín vél kostar 100,000 í Japanska diesel vél.Ég hef nú séð menn snúa sundur drif með fáum hrossum, ég hef líka lent í því að grilla vél þar sem aðstæður voru þannig að hvorki tog né dól á lágum snúnig dugðu til, þungfær löng brekka þar sem olíugjöfin var í gólfinu of lengi.
Ég ráðlegg hverjum og einum að gefa sér forsendur og reykna þetta bara út, ekki gleyma fjármagnskostnaði, peningar eru líka dýrir eins og bensínið.
Kveðja úr snjónum hér fyrir norðan.
Mundi
12.02.2002 at 11:12 #458838
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Gaman að þessari umræðu. Ég man ekki betur en að FÍB hafir reiknað þetta út miðað við nýa eins bíla annar bensín og hinn dísel tekið var þriggja ára tímabil og að mig minnir 15 þús km á ári í akstur og þegar upp var staðið miðað við innkaupsverð og akstur þá átti sá sem keipti bensínbílin nokkur hundruð þúsun í afgang og stóð betur gangvart afföllum á bílnum í endursölu samhvæmt listaverði. og svo er þetta með torkið ég er með 1600 kg bíl með ca300 hö og snúningsvægi er frá 500 upp í 6400 snún torkar alveg niður í skít.ef ég setti dísel í þennan bíl sem ætti að skila einhverju álíka torki og afli á snúningi er ég hræddur um að bíllin væri komin nálægt tveimur tonnum og kallaði á margar fleiri breitingar td. dekk til að halda sömu eiginleikum kv. ibg
12.02.2002 at 14:08 #458840Sælir drengir/stúlkur
Ég keyri sjálfur á Wrangler með v6 vél 4 lítrar 91 módel, með flækjum og einhvað breytt og bætt.
Talandi um tork í snjó þá eiga þessar dísel vélar undir 3 lítrum ekki mikið í þessa vél. Í lang keyrslu hefur hann verið að eyða 20% meira en 2,4 TDI hilux. Sem mér finnst ekki mikið.
En talandi um tork. Þá eru þessar vélar með tölvu kubbi sem veldur því að ef þú sleppir bensín gjöfinni stillir hún hægaganginn þannig að drepist ekki á vélinni og reynir hún allt til að halda vélinni í gangi og getur haldið við ótrúlega lengi, miklu lengur en góður bensín fótur.
Þótt það sé á endanum dýrara per ferð á bensín bíl þá er skemmtana gildið í að geta farið hratt yfir og látið bílinn hendast af stað ef maður hefur ekki langar sprett til að skella sér í skaflinn til mikilla bóta og hjálpar oft mjög mikið. Dísel bílar komast of ekki vegna þess að þeir hreinlega ná ekki ferð til að komast í gegnum fyrirstöður.
Svo af lokum ef maður stendur ekki bílinn allann tíman til að göslast og leika sér stór minnkar bensín eyðslan.
Kveðja Fastur
14.02.2002 at 20:28 #458842disilvelar eru nálægt 3 til 8% sparneytnari en bensinvélar
ef miðað er við grömm/wattstund og sama afl
farartækis það er að farartækin fari 1/4 míluna á sama tíma
turbo disil versus turbo bensin og sömu forsenudur
gætu gefið niðurstöðu upp á 7 til 12% mun
ef við miðu við turbo lausar vélar er bensinvelin sparneytnari í lausagan en ef disillin er turbo en ekki
bensinvélin verður disilvelin sparneytnari í lausagangi
ef báðar velarnar eru turbo verður disilvélin líklega
áfram sparneitnari í lausagangi
og áframm er miðað við sama heildar afl.
ef verið er að tala umm sambærilegar vélar verða þær
að skila sama afli
2.4 disil hilux 68 hö er ekki sambærileg við
2.4 bensin hilux 115 hö
2.4 turbo disil er mikklu nær,en svoleðis dót kostar?
Þessi 30% sem þú talar um er einthvað sem ég hef aldrei
heyrt nema í frétt á RUF eftir Ómar Ragnarsson.
Þetta með meðalstokkþrístinginn er eflaust rétt
en en innri orkutöp dísilvélarnnar verða bara svo mikklu
hærri þegar vélin verður að vera 40% stærri í rúmtaki
(þeð er ef hvorug vélin er turbo)
í bosch automotive handbook 2nd og 3rd edition eru
mjög góðar upplýsingar umm þetta
kveðja GJ
14.02.2002 at 20:34 #458844þú gleimir að eðlisþingd dísil er 11% hærra en bensin
12.03.2002 at 09:21 #458846Ég var nú bara að spyrjast fyrir um hvaða DÍSELVÉL geti gengið við það vélarkram sem fyrir er í bílnum hjá mér. Fyrir mér er dæmið mjög skírt og út reyknað af minni hálfu. Díselinn er hagstæðari í rekstri PUNKTUR. En mikið djöfull (ef af breytingum verður) á maður eftir að sjá eftir fjörinu sem fylgir kraftmikilli bensínvél.
12.03.2002 at 15:42 #458848
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég veit nú ekki hvernig ofangreindir útreikningar voru fengnir, en miðað við eftirfarandi forsendur:
Bensínlítiri 87 krónur
Dísellítri 43 krónurBensíneyðsla 25 lítrar/100km
Díseleyðsla 20 lítrar/100kmÞungaskattur: 140.000 á ári
Ökumælir: 6.40 krónur/kmÞá kemur í ljós að:
Díselbíll með ökumæli er _alltaf_ ódýrari en bensín
Díselbíll með þungaskatt verður ódýrari en bensín við 10.700km
Díselbíll með þungaskatt verður ódýrari en ökumælir við 22.000kmÞegar tekið er tillit til þess að þungaskattur er borgaður árlega getur þetta riðlast eitthvað. Til að mynda þarf maður að keyra 44.000 km til að sparnaður af þungaskatt vs. ökumæli nemi upphæð þungaskattsins. En að því gefnu er næri því alltaf ódýrar að keyra díselbíl með ökumæli frekar en bensín, og mjög líklega borgar ökumælir sig einnig til langstíma (yfir mörg ár) nema keyrt sé því meira.
12.03.2002 at 20:04 #458850
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Alltaf er nú gaman þegar svona umræða fer á stað það er sjaldan ládeyða þegar Þorrinn tekur þátt það vantar ekki kjaftinn á keiluna. Þetta getum við þrasaað endalaust um og skemmt okkur við endalaust, verst er að sá sem hóf þráðinn fær nú ekki miklar upplýsingar um hverju sé hægt að splæsa við C4 skiptinguna hans, og ekki get ég hjálpað þar.
Ég er einn af þessum V8 aðdáendum sem finnst ári gaman að hafa þessi 300hö sem fást úr góðri áttu og kvíði satt að segja fyrir því þegar aldurinn fer að segja til sín, skynsemin verður skemmtuninni yfirsterkari og ég fæ mér togara.
Auðvitað viðurkenni ég að það er dýrara að flækjast á þessum elskum, hvaða díselkalli dytti í hug að setja 330 lítra tanka undir 2.100 kg. bíl?
Ójú eitthvað hefur nú farið fyrir því að skoða þyrfti í hásingarnar en svo get ég huggað mig við það að þegar ég ofgeri vélinni loksins þá kostar mun minna að hressa hana við heldur en díslinn og svo eru afföll líklega verulega lægri þegar maður selur (ef hægt er að selja á annað borð).en góðir félagar
ÞETTA ER BARA SVO GAMANÁSgeir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.