FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Bensínvæða Landcruiser HJ60

by Theodór Kristjánsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bensínvæða Landcruiser HJ60

This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Baldur Pálsson Baldur Pálsson 17 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 27.11.2007 at 20:04 #201271
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant

    Jæja nú stendur til að selja diesel-dæmið og versla sér bensínvél.
    Það sem kemur til greina í bili eru tvær vélar sem ég er spenntur fyrir. Önnur heitir Ram Jet 502 GM en hin er 572 cub GM tek það fram að um nýjar vélar er að ræða.
    Ram Jet vélin er með beinni innspítingu og skilar 500 hestum og slatta af togi en hin er með blöndung og skilar á venjulegu bensíni 600 hestum og enn meira togi. Það þarf ekkert að benda mér á að þetta sé tóm vitleysa heldur er ég að óska eftir ráðum hjá þeim sem eitthvað telja sig vita um svona vélar. Hvort á að velja, hvað með hitavandamál, eyðsla og þess háttar. Eins þarf að velta fyrir sér hvaða millikassa á að nota á þetta og eins skiftingu. Ég er með 4l80E skiftingu sem hægt er að fá ýmislegt til að styrkja. Annað er þetta eitthvað sem eyðir 100 lítrum á hundrað kílómetra eða eitthvað sem hægt væri að nota í fjallajeppa.

    Tek það fram að ég fer ekki margar ferðir á ári þannig að bensínkostnaður er kannski ekki stóra málið heldur frekar magnið. Þarf maður 400 lítra upp í Setur eða 1000 lítra.

    Væri gaman að heyra frá ykkur um þetta og hvað þið mynduð velja í ykkar sporum.

    Kveðja í bili, Theodór.

  • Creator
    Topic
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)
  • Author
    Replies
  • 27.11.2007 at 20:22 #604750
    Profile photo of Gísli Þór Þorkelsson
    Gísli Þór Þorkelsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 1363

    Vildir þú ekki heyra það? en Teddi þó að ég hafi nú fengið mér Patrol þá þarftu ekki að fara í panik og setja 600hö í húddið!!! Patrol er aflmikill ég veit allt um það og svo getur hann dregið 3500 kg sem hentar ágætlega til að selflytja bensínið hjá þér þegar þú ferð á fjall einnig er hægt að nota hann til að draga toy bílinn líka ef þarf.
    Teddi go for it það verður örugglega gaman að þessu sama hvað eiðslan verður
    kv þinn vinur í stríðinu
    Gísli





    27.11.2007 at 20:44 #604752
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Smá hliðarspor frá vélarumræðu.

    Núna frétti ég af tveimur hressum gaurum sem skruppu til Þýskalands og versluðu sér Unimog hásingar, og splæstu svo í 54" dekk. Það skiptir ekki máli hvaða vél fer ofaní húddið á Toyinu, þú ert búinn að tapa. 46" dekk eru bara fyrir tourista Forda sem keyra Gullfoss Geysi. Einu bílarnir sem munu taka þessa 54" trukka eru 3.0 Pattar á 44" dekkjum.

    Góðar stundir





    27.11.2007 at 20:56 #604754
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Í guðanna bænum ekki leysa þennan þráð upp í Patrol/Cruiser – bensín/dísil meting og einhverja vitleysu. Bendi sérstaklega á þennan hluta af pistlinum frá Theodóri: "………………….Það þarf ekkert að benda mér á að þetta sé tóm vitleysa heldur er ég að óska eftir ráðum hjá þeim sem eitthvað telja sig vita um svona vélar………."
    .
    Þetta eru mjög áhugaverðar vangaveltur og það myndi algjörlega setja punktinn yfir I-ið að setja mótor í þessum dúr í græjuna, gangi þér allt í haginn.
    .
    Kveðja Freyr (sem er orðin þreyttur á þvi hversu margir þræðir leysast upp í vitleysu í stað þess að vera upphafsmanninum gagnlegir og fínn fróðleikur fyrir aðra).





    27.11.2007 at 21:03 #604756
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Gætir prófað að tala við þennan:

    https://old.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=3932

    Er með Chevy 502 ram jet í 80 Cruiser.

    Freyr





    27.11.2007 at 21:10 #604758
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 67
    • Svör: 1008

    Ég er búinn að spjalla lítillega við þá um 502 Ram Jet.
    Þeir eru bara ekki búnir að klára dæmið alveg og ekki komin nægjanleg reynsla á þetta. Held samt að þetta fari nú að skella á hjá þeim en það er ekkert að marka fyrr en búið er að hleypa úr og taka á í snjó og þess háttar. Eitt er samt alveg ljóst að bíllinn hjá þeim verður gríðarlegur og ekkert spennandi að lenda við hliðina á honum. Eitt má heldur ekki gleymast og það er fjöðrun og hún þarf að geta höndlað hraða sem hægt er að ná þegar hestarnir eru til staðar. Ég þarf að skoða það hjá mér.

    Kveðja, Theodór.





    27.11.2007 at 21:27 #604760
    Profile photo of Gísli Þór Þorkelsson
    Gísli Þór Þorkelsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 1363

    Heyrðu Hlynur held að við verðum að segja okkur úr klúbbnum við erum að trufla þráð hjá PATROLMAN
    kv Gísli





    27.11.2007 at 21:55 #604762
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Um að gera að skella bensínmótor í þetta, því stærri því betra! Einhvers staðar las ég að svona 502 mótor með álheddum og álmilliheddi væri ekki mikið þyngri en standard 350 vél, ekki slæmt! Það væri kannski ágætis hugmynd að spyrja þá á kvartmila.is nánar út í þessa mótora?

    kv. Kiddi sem er greinilega alls ekkert klikkaður miðað við suma heheh





    27.11.2007 at 22:00 #604764
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Mér finnst þetta nú með því gáfulegast sem hægt er að gera við svona lancruser. Ég renndi aðeins yfir spekana á þessum vélum og það er eingin spurning í mínum huga að þú verður að velja Ram Jet 502 aðalega vegna þess að hún er með rafmagns innsprautun. Þessi 572 er með blöndung og er örugglega voða skemmtileg en hún eyðir of miklu held ég. ef þú skoðar dino prufurnar þá serðu líka að 502 vélin er að vinna lengra niður sem þýðir að hún er að líkindum með meir nýtni á lágum snúning.





    27.11.2007 at 22:41 #604766
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 67
    • Svör: 1008

    Sjá og heyra GM 572

    http://www.youtube.com/watch?v=krBnkUSHFxQ

    http://www.youtube.com/watch?v=hjoCT6Yv … re=related

    Þetta er náttúrulega eitthvað sem ætti að vera í öllum fjölskyldubílum.

    Kveðja, Theodor.





    27.11.2007 at 23:01 #604768
    Profile photo of Guðmundur Magni Helgason
    Guðmundur Magni Helgason
    Participant
    • Umræður: 82
    • Svör: 767

    Eg skoðaði fyrra myndbandið, þetta er gríðarlega flott vél. En er ekki málið Teddi að selja bara cruiser og smíða þér svona vélastand, hefur sömu notkunarmöguleikana:-).
    Kv. Magni gangi þér vel með þetta.





    28.11.2007 at 01:04 #604770
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Teddi á svona vélarstand sem stendur inni í skúr hjá honum og hefur gert lengi – og mun sjálfsagt halda eitthvað aðeins áfram að vera þar.

    En Teddi….. Af hverju bara eina svona rellu þegar þú getur fengið tvær:

    [img:2fpov1xf]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5745/46422.jpg[/img:2fpov1xf]





    28.11.2007 at 11:49 #604772
    Profile photo of Sveinn G. Pálmason
    Sveinn G. Pálmason
    Member
    • Umræður: 26
    • Svör: 174

    Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr skúrnum hjá þér Theodór. Ertu alveg hættur að taka myndir af ferlinu?





    28.11.2007 at 15:08 #604774
    Profile photo of Hjalti Guðmundsson
    Hjalti Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 292

    Þessi bíll verður hrikalega flottur, rakið sýningareintak, ég mundi velja innspýtingarvélina, þegar metið er inni bensíneyðsla og áreiðanleiki held ég að hún hljóti að hafa vinninginn.





    28.11.2007 at 15:37 #604776
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Skiptir engu máli í þessu tilfelli eins og Teddi segir sjálfur.
    Bíllinn minn er t.d. búinn að standa inn í bílskúr í 2 vikur núna og hefur barasta ekki eytt neinu.

    kv
    Rúnar.





    28.11.2007 at 16:26 #604778
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Þú tekur að sjálfsögðu 572 vélina og setur á hana innspýtingu, annað er bara málamiðlun… 😉
    –
    Bjarni G.





    05.12.2007 at 21:52 #604780
    Profile photo of Baldur Pálsson
    Baldur Pálsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 186

    http://www.youtube.com/watch?v=hjoCT6Yv … re=related





  • Author
    Replies
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.