This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Pálsson 16 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Jæja nú stendur til að selja diesel-dæmið og versla sér bensínvél.
Það sem kemur til greina í bili eru tvær vélar sem ég er spenntur fyrir. Önnur heitir Ram Jet 502 GM en hin er 572 cub GM tek það fram að um nýjar vélar er að ræða.
Ram Jet vélin er með beinni innspítingu og skilar 500 hestum og slatta af togi en hin er með blöndung og skilar á venjulegu bensíni 600 hestum og enn meira togi. Það þarf ekkert að benda mér á að þetta sé tóm vitleysa heldur er ég að óska eftir ráðum hjá þeim sem eitthvað telja sig vita um svona vélar. Hvort á að velja, hvað með hitavandamál, eyðsla og þess háttar. Eins þarf að velta fyrir sér hvaða millikassa á að nota á þetta og eins skiftingu. Ég er með 4l80E skiftingu sem hægt er að fá ýmislegt til að styrkja. Annað er þetta eitthvað sem eyðir 100 lítrum á hundrað kílómetra eða eitthvað sem hægt væri að nota í fjallajeppa.Tek það fram að ég fer ekki margar ferðir á ári þannig að bensínkostnaður er kannski ekki stóra málið heldur frekar magnið. Þarf maður 400 lítra upp í Setur eða 1000 lítra.
Væri gaman að heyra frá ykkur um þetta og hvað þið mynduð velja í ykkar sporum.
Kveðja í bili, Theodór.
You must be logged in to reply to this topic.