Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bensíntankasmíði
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Grímur Rafnsson 15 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.11.2009 at 22:26 #208016
Sælir
Hvaða efnisþykkt er sniðugt að nota í bensíntanka úr áli, og hvort er meiri skynsemi í því að beygja þá til að sleppa við suðuvinnu eða sjóða bara öll horn?kv Kiddi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.11.2009 at 01:00 #665326
Ekki svarið við spurningunni en… Ég hef heyrt að það sé skynsamlegra að láta þá liggja í festingum eða "körfu" heldur en að sjóða á þá eyru og hengja þá svoleiðis upp. Ég hef séð einn álaukatank frá viðurkenndri smiðju hér á landi og hann var beygður eins og hægt er.
05.11.2009 at 11:50 #665328Held að 4mm ætti að vera alveg yfirdrifið nóg.
Ál hefur mér fundist eiga það til að springa á suðunum oftar en stálið eða ryðfría. Ég hef amk séð fleiri sprungna áltanka en stál. (Þó svo ég ætti kannske ekki að vera að segja mikið því stáltankurinn undir jeppanum mínum var að rifna í sundur við áfyllingarstútinn, en það er orginal tankur og held ég að megi rekja til misgáfulegra vinnubragða við boddíhækkun á sínum tíma hjá fyrri eiganda frekar en tanksins sjálfs)En annars, afhverju að smíða þetta úr áli?
Aðal tankarnir eru yfirleitt smíðaðir úr stáli eða plasti, og þeir endast jú fjandans nóg.
Persónulega myndi ég frekar smíða þetta úr boddístáli og hengja þetta bara upp á upphengjum og ryðverja þetta vel að utan.Svo er trixið að hafa þetta fullt af olíu/bensíni og passa að setja ísvara reglulega útí svo þetta ryðgi ekki að innan.
kkv, Úlfr
05.11.2009 at 15:29 #665330Já er ekki einhver hérna sem hefur reynslu af þessu. 4 mm er alveg yfirdrifið nóg eins og þú segir og það eru 10 mm líka. Þetta er meira spurning um hvað ég kemst af með þunnt.
Efnin sem koma til greina eru annarsvegar ál og hinsvegar ryðfrítt, sem er dýrara en álið.
Þessir tankar fara í átta gata Willys þannig að það er ekki hægt að treysta á að þeir séu alltaf fullir.
05.11.2009 at 19:31 #665332Þú gætir líka komist af með að nota leitina hérna.
2mm er algjört lágmark, en 1mm stál er sterkara en það. Gamli tankurinn sem ég átti var úr 4mm. Ég persónulega myndi velja 3-4mm upp á að halda styrknum nægum.
05.11.2009 at 20:25 #665334
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
1mm stál er líka léttara en 3mm ál.
Ekki nota ryðfrítt. Það er alger steypa, ennþá viðkvæmara fyrir þreytusprungum en álið.
Ég myndi nota 1.5mm stál í stóran tank, hengja hann svo upp á annaðhvort brúnum eða í gjarðir eins og nefnt var hér að ofan.
Ég hef slæma reynslu af því að setja vinkla á tankhliðar og ætlast til að það haldi, í því tilfelli brotnaði svosem ekkert, en tankurinn svignaði allur til og lagðist að drifskaftinu. Ekkert spes að eiga við það.Tankar í Hiluxum og Willys þurfa sérstaklega mikið þol gagnvart vindingi. Þess vegna er skynsamlegt að velja efni sem þolir sveigju vel til lengdar án þess að springa í druslur.
kkv
Grímur
05.11.2009 at 22:41 #665336En hafa menn eithvað gert varðandi ryðmyndun innaní þeim?
Annað en að hafa þá fulla eða bara sía það sem kemur úr þeim?
06.11.2009 at 11:17 #665338Því miður er í raun eina leiðin til að koma í veg fyrir ryðmyndun inní þessu að hafa eitthvað í þeim. Í rauninni er nóg að hafa alltaf "glögg" í þeim því þá er síður hætta á að raki setjist í botninn á þessu. Svo er bara að setja ísvara á þetta reglulega til að eyða rakanum og leyfa þessu ekki að standa í einhverja mánuði hreyfingalausu.
Öll efni sem menn ætla sér að setja inní tankinn til að verja fyrir ryði leysast upp í olíu og bensíni.
kkv, Úlfr
06.11.2009 at 11:43 #665340Varðandi ryðið þá hafa sumir sett filmu innan í tankana. Eitthvert gerfiefni sem er sett innan í þá. Fyrirtæki uppi á höfða sem gerir það. Það er þannig frágangur á mínum tönkum. Þetta hljómar óvitlaust en ég get samt ekki mælt með þessu, hef einu sinni lent í hálf stífluðu röri/síu út af þessu (rennslið varð hægt – stíflaðist ekki alveg) en þeir, í þessu fyrirtæki, vilja meina að þeir noti aðrar aðferðir og efni við þetta í dag. Ég er með bensín, ca. 8 ár síðan tankarnir voru húðaðir.
– Einn með auka síu og rör í bílnum.
//BP
06.11.2009 at 13:08 #665342Hvað er best að gera þegar tankur hefur kanski ekki verið notaður í ár og hefur verið tómur í þann tíma??
Á maður að setja kanski 20l á hann og leyfa því að sullasst í honum í smá tíma og tappa af eða bara fylla og byrja að nota hann aftur?
06.11.2009 at 18:13 #665344Tvígengisolía gæti virkað sem tæringarvörn, og þá sérstaklega tvígengisolía fyrir utanborðsmótora.
10.11.2009 at 01:00 #665346Hverjir koma helst til greina í svona tankasmíði ?
Ég er þá að spá í algjöra nýsmíði, alla vega 100-140l tank.
10.11.2009 at 14:16 #665348Ég myndi tala við KE málmsmíði s:587-0626 Já eða Augnablikk s:567-0570.
Kv Bjarki
10.11.2009 at 15:23 #665350En hvað sega menn um að nota rafgalvanserað í þetta? nær bensínið þeirri húð af?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.