Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › bensíntankasmíði
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Eiríksson 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.02.2008 at 09:37 #201771
hvernig er það er nokkuð að því að smíða bensíntank úr áli? er eitthvað sem maður ætti að varast eða álíka en allar uppl. vel þegnar kv. Kristján
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.02.2008 at 11:52 #612542
Það hefur oft verið gert og virkar fínt. Létt og gott.
Hinsvegar verður að varast að hafa einhverjar styrkingar í botninum eða láta tankinn sitja á einhverjum vinklum.
Passa bara að láta ekki stál snerta álið, s.s. nota plast eða gúmmí á milli.
.
Skiptir rosalegu máli náttúrulega að þetta sé líka soðið almennilega, annars lekur þetta og verður aldrei til friðs.
.
kkv, Úlfr
E-1851
01.02.2008 at 17:13 #612544glæsilegt ég þakka fyrir þetta
01.02.2008 at 18:35 #612546En er einhver snillingurinn hérna á spjallinu sem tekur að sér álsmíði fyrir "vægt" gjald ???
01.02.2008 at 18:55 #61254801.02.2008 at 20:43 #612550Ulfr, Hversvegna "verður að varast að hafa einhverjar styrkingar í botninum eða láta tankinn sitja á einhverjum vinklum" ?
SBA
01.02.2008 at 20:53 #612552Er það ekki vegna þessa suðurnar hafa átt til að springa ef það verður "bjögun" í tanknum???? en af hverju að nota ál??? því ekki að nota bara gamla góða járnið eins og er í orginal tanknum? það munar ekkert sem um getur á vikt á þeim.
01.02.2008 at 21:00 #612554það er sennilega bara flottara að vera með ál en jú það munar aðeins í þyngd ef við erum að tala um léttann bíl og ef maður reynir að spara kg hingað og þangað ánþess að vera að veikja eitthvað td. í undirvagni svo eitthvað sé nefnt en ég hef verið að fá smá upplýsingar um svona smíði á tönkum og aðal málið er bara að sá sem smíðar þetta viti hvað hann sé að gera og sé mjög góður í álsuðu þá á þetta ekki að geta farið neitt og svo hjá mér þá ætlum við að láta beygja álplöturnar hringinn þannig hliðarnar verða bara soðnar þannig þetta verður ekki útsoðið hvar sem á það er litið hehe
01.02.2008 at 21:48 #612556Járn er frumefni sem blandað er ýmsum málmum og kolefni og er kallað stál eftir það, bara svona smá fróðleikur.
Í bensín/olíu- stáltönkum er oftast 0,8 – 1,0mm efnisþykkt, ef halda á sömu þyngd þarf álið að vera 2,9mm á þykkt, þ.e. ef miðað er við 1,0mm í stáli. Þannig að ef notað er þriggja millimetra þykkt ál er það þyngra en 1,0mm stáltankur. Sennilega þarf meiri styrkingar á áltanka sem vissulega er hluti af þyngdinni. Ef leitað er eftir léttleika má ekki fara uppfyrir 2,0mm í áli en það er alveg klárlega veikara en 1,0mm í stáli.
Þetta var skrifa eftir minni en til að vera öruggur fletti ég upp eðliþyngd málma og er eðlisþynd á áli 2,7kg./lítri og stáli 7,86kg./lítri, þannig að þetta er léttur reikningur.
Ál og stál má ekki liggja saman ef aðstæður eru rangar, þ.e. ef raki, sölt og annað sem eykar rafleiðni er til staðar. Því efnin hafa mismunandi rafleiðni og við réttar aðstæður (eða rangar) dregur jarnið elektrónur frá álinu sem brýtur niður efnisbyggingu álsins sem veldur tæringu.
Þó notað sé gúmmí á milli áls og stáls og allt boltað saman með rýðfríum bolta gerist það sama að álið tærist. Þegar notað er ál verður að búa þannig um að álið komi hvergi við stál og þá er allt í lagi. En í þessu sporti okkar skiptir þetta engu máli því löngu áður en tæring nær að eyðileggja tankinn eru við búnir að keyra hann í klessu.
Ég fer fljótlega að smyrja aukatank undir jeppann minn og það er alveg klárt að hann verður smíðaður úr 1,0mm stáli.
kv. vals.
01.02.2008 at 23:58 #612558"Ulfr, Hversvegna "verður að varast að hafa einhverjar styrkingar í botninum eða láta tankinn sitja á einhverjum vinklum" ?" – SBA
.
Illa orðað hjá mér, það sem ég átti við er að það þarf að passa að botninn fari ekki að gefa sig.
.
En annars, varðandi léttleikann, þá er áltankurinn minn muuuuuun léttari en stál tankur.
Miðað við útlitið á honum og þær hremmingar sem hann hefur átt í höggi við er ál alveg nóg í þetta.
.
kkv, Úlfr
E-1851
P.S. Ég er yfirleitt hrifnari af stáli fremur en áli.
02.02.2008 at 12:00 #612560Mín skoðun er sú að ál sé drasl og sjaldnast til friðs í tankasmíði.
það var fundið upp til þess að pakka inn kartöflum og tyggigúmmíi en ekki í bensíntanka.
Kv G
02.02.2008 at 12:23 #612562Hver er munirinn á þyngdinni á Áltanki og Stáltanki þegar þeir eru komnir með 100 – 150 Kg af Olíu?
kv, Bergur
02.02.2008 at 12:49 #612564Lesið póstin frá val betur.
Ef áltankurinn á að vera þokkalega sterkur er hann hugsanlega orðin þyngri en stál eða álika þungur. Eg hef átt nokkra áltanka sem ég veit ekki hversu þykt efni var í né hversu þungir voru og þeir voru alveg til friðs. Ég þarf að fara að smíða tank núna á næstu misserum og ættla að hafa hann út stáli ein megin ástæðan þó fyrir því er að ég kann að sjóða það og er mjög góður í allri járnsuðu (hef ekki soðið ál) og get gert þetta sjálfur ef ég tímdi að kaupa gas fyrir álið og hefði reinslu í að sjóða það þá myndi ég kannski nota það? það væri gaman að setja 2 jafn stóra tanka á vikt og sjá hverju munar í raun.
02.02.2008 at 12:57 #612566sælir
Í sjálfu sér skiptir engu máli hvað mikið er í tanknum upp á þyngdarmuninn. Það eina sem skiptir máli er þyngdarmunurinn á efninu sem notað er í tankana.
Ef við notum tölurna frá Val hér að ofan þá er hægt að setja þetta upp í einfalda formúlu sem gefur hlutfallslegan mun á þyngd á milli jafn stórs ál- og stáltanks.
.
0,34 * X/Y * 100 = % hlutfall þyngd áls af stáltanki
-> Y=stálþykkt í mm
-> X=álþykkt í mm
.
Ef notað er 1 mm stál og 2,91 mm ál þá eru þeir jafn þungir. Ef t.d. er notað 2mm ál þá gefur þetta okkur að áltankurinn sé 69% af þyngd stáltanksins. Svo er nú hægt að leika sér svolítið með þetta fram og til baka.
.
Þá er bara spurningin, hvað viktar 1mm stáltankur, ef við gefum okkur að hann vikti 30 kg þá sparar þú þér kannski heil 10-15 kg eftir efnisþykkt …… Kannski fín leið til að spara vikt á willys með plastbodý en ef þú ert með rafmagnskeyrð leðursæti og stærstu gerð af drullutjakk þá held ég að það séu til aðrar og betri sparnaðarleiðir heldur en að fara út í áltankasmíði 😉
kv
Agnar
ps var að laga formúluna aðeins til
02.02.2008 at 13:08 #612568Vegna þess að þegar við erum að smíða tanka þá notum við venjulega sléttar plötur en ekki stansaðaðar, þá skiptir efnisþykktin svo miklu máli upp á að fletirnir svigni ekki. Til dæmis er 3 mm slétt áplata miklu stífari en 2 mm stálplata þó svo að hún sé með helmingi lægra togþol. Af því leiðir að átankurinn er alltaf miklu sterkari ef einhverjir stórir fletir eru alveg sléttir, en efnisþykktin hættir að skipta máli ef fletirnir eru kúptir.Annað mál er að til að hægt sé að smíða bensín eða olíutanka úr áli á ódýran hátt þarf álið að vera suðuhæft en það er bara ónýt ál sem er suðuhæft Þetta venjuleg smíðaál sem við erum að nota með eðlisþyngdina 2,8 og togþol upp á 150 N/mm2. Ef við myndum nú fara í að framleiða tanka á svipaðan hátt og gert er í flugvélum þá er hægt að nota alvöru ál sem er með eðlisþungan 3 og togþol upp á 600 N/mm2 og hægt væri að spara verulega í þyngd, 0,5mm ál tankur yrði sambærilegur í styrk og 0.8mm stáltankur. Svoleiðis ál er hægt að nota í meira en að grilla kartöflur. : )
02.02.2008 at 13:45 #612570tankurinn sem við erum að spá í að smíða verður 60 cm langur/90 cm á breidd/ 25 cm á hæð og erum að gæla við að nota 1.5-2 mm efnisþykkt en á eftir að áhveða þetta samt endanlega en nú er maður ekki sérlega góður í svona stærðfræði en hvað skildi svona tankur rúma marga lítra ef einhver kann að reikna það út frá þessum málum:) en svona fljótreiknað ef það er rétt hjá mér ætti ég að ná eitthvað yfir 100 ltr. í þennan tank held ég
02.02.2008 at 14:38 #612572Ef mín reikningsþekking er ekki að bregðast ætti þetta að vera 135 lítra tankur.
Þetta eru fróðlegar pælingar. Ég var aðeins að pæla í þessu með styrkinn og efnisþykktina. Ég var með áltank undir Runner og þurfti tvívegis að rífa hann undan til að láta sjóða í hann. Hann var boltaður í grindina með eyrum og grindin sveigist til í akstri en ekki sami sveiganleiki í tanknum sem gerði það að verkum að spurnga myndaðist í suðu. Tókst loks að komast hjá þessu með því að hafa gúmmífóðringar á milli og herða ekki of mikið. Því er spurning hvort minni efnisþykkt (stálplötur) sé ekki einmitt betri kostur. Kannski er þetta tóm steypa hjá mér, enda ekki sérfróður um þessi efni.
Kv – Skúli
02.02.2008 at 14:53 #612574Ekki gleyma samt í öllum æsingnum að það er ekki hlaupið að því að sjóða saman stáltank með MIG án þess að hann leki, í það minnsta þá tókst mér það ekki. Ég reddaði því bara með því að gluða ágætis helling af P40 body filler á suðurnar utanverðar það ætti að duga framá sumar þegar þessu verður öllu breytt aftur eða var það í fimmtánda skiptið maður er alveg hættur að hafa tölu á hversu oft maður breytir þessu dóti…
Ég sauð eyru á minn tank og boltaði hann í grind , bara vegna þess að það var auðvelt og tók lítinn tíma en ef ég væri að smíða tank til frambúðar myndi ég nota annaðhvort strappa eins og orginal, eða hengja tankinn upp í teina eins og ég hef stundum séð gert eða jafnvel smíða körfu undir tankinn sem hann sæti síðan í á gúmmípúðum. Það er nefnilega ástæða fyrir því að tankar eru aldrei boltaðir í orginal og hún er einmitt sú að tankurinn ræður ekki við að svigna eins og grindin!
Síðan ef ég væri að smíða þetta til frambúðar í bensín tryllitæki eins og minn þá myndi ég ekki nota svart efni eins og ég notaði þarna til bráðabirgða (1.5mm) þar sem maður er nú ekki alltaf með tankinn fullan af þessum eðalvökva og þá byrjar tankurinn að ryðga með tilheyrandi leiðindum. Annaðhvort ál eða ryðfrítt ekki nokkur spurning! (það var nú búið að fara í gegnum þær pælingar hér fyrir ekkert svo löngu síðan)
kv. Kiddi
02.02.2008 at 17:22 #612576Ég notaði tank úr ryðfríu í wrangler hjá mér. Man ekki nákvæmlega þykktina á honum en hún var ekki mikil. Hann hvíldi í álplötu sem náði alveg undir hann og var svo boltuð upp í grind. Svo voru bara mjúkir púðar milli gólfs og tanks. Þetta var algjörlega tili friðs en auðvitað er hægt að gera þetta á ódýrari máta með stáli. þó hefði ekki verið jafn flott að horfa aftaná bílinn með tankinn úr ljótu stáli í stað pólerað ryðfrítt.
kv. Maggi.
Sést aðeins í álið sem heldur tanknum uppi:
[img:1fymbwts]http://www.gerpi.net/myndir/d/4547-2/DSC05796.JPG[/img:1fymbwts]
02.02.2008 at 19:41 #612578"ljótu stáli " isss þú lætur pólýhúða takn kvikindið með glimmer og málið dautt…stein dautt.
02.02.2008 at 20:04 #612580Ágætt að fara varlega í að beygja álið. Best að beygja það þvert á völsunarátt plötunnar og ekki með of kröppum radíus. Hætta á sprungum ef beygt er samsíða völsunarátt.
Svo minnir mig að togþolsstyrkur ál platna og prófíla komi að töluverðu leiti við völsunina í vinnslunni. Við suðu minnkar togþolið í kringum suðustaðinn töluvert mikið, gott að hafa það í huga. Það er meðal annars ástæðan fyrir að hnoðun og líming er töluvert notuð í álsmíði.Kv. Olgeir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.