Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Bensín/dísel
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Einarsson 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.03.2008 at 07:37 #202042
AnonymousInnlent | Morgunblaðið | 7.3 | 5:30
Bensínið í 141,80 kr. og dísil í 149,80Skeljungur hækkaði verð á bensíni í gær um 2 krónur og fór lítrinn af 95 oktana bensíni í 141,80 kr. Þjónustuverð á 95 oktana bensíni er 144,80 kr. og hækkaði einnig um 2 krónur. Meira
Þetta eru fréttirnar í dag. Ég velti fyrir mér þessum mismun þ.a.s 8 króna verðmunum. Sem virðist aukast jafnt og þétt. Hver skildu þolmörkin vera á mismuninum. Við hvað mikinn verðmun mun eigendur díselbíla snúa við þeim bakinu. Ég held að þetta sé þegar farið að hafa veruleg áhrif. T,d sýnist mér á ýmsu að 6 og 8 cyl jeppar sé að nálgast díseljeppana í verði. Ef málin halda áfram að þróast í þessa veru. Hvað þá.
Ég man enn eftir markmiðum ríkisstjórnarinnar þegar díselskatturinn var feldur niður.
Hann var m.a sá að fækka risajeppum. En fjölga jafnframt díselbílum, einsog þáverandi umhverfisráðherra hélt fram ( Sigríður Anna ). Skildu þessi markmið hafa náðst.
Allavega ekki hvað jeppaflóruna varðar. Risatrukka hafa aldrei verið vinsælli, V8 er heit og bensínjeppar nálgast dísel jeppa í verði. Semsagt algjört flopp aðgerð á sínum tíma -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.03.2008 at 07:52 #616804
Datt svona í hug til viðbótar, ef það hefur verið einhver meining á bak við orð ráðamanna á tímum díselskattsins. Af hverju eru þá ekki lækkaðar álögur ríkisins á díselolíu.
Ef dísel er umhverfisvænni en bensín og hvetja þannig landann til þess að velja dísel umfram bensín ?
07.03.2008 at 08:18 #616806verður maður ekki þá að fá sér svona búnað
[img:sr47kygi]http://www.jcwhitney.com/wcsstore/jcwhitney/images/imagecache/G_20445G_CL_1.jpg[/img:sr47kygi]
skari
07.03.2008 at 09:51 #616808Eins og formaður FÍB og umhverfis og fjármálaráðherra þess tíma Sigríður Anna og Geir Harde, sagði,
þá er hvatinn til að fá sér díselbíl eingöngu sá að hann eyðir minna en bensínbíll og díselolían verður alltaf ódýrari sem nemur amk 5kr per ltr en bensín og myndi líterinn kosta á bilinu 90-95 kr. Hversu mikið geta stjórnmálamenn bullað og komist upp með það?Díselbílar eru reyndar enn umtalsvert dýrari en bensínbílar og líterinn á díselolíu er komin í 150 kr og bensínltr. er kominn upp í 142 kr. per ltr. þannig að það er gjörsamlega búið að klúðra þessu.
Allavega er hvatinn sá að aka um á bensínbíl hvað sem öðru líður og það er alveg sama hvernig það er reiknað.Og ég fullyrði að þeir sem hafa klúðrað þessu eru FÍB með formanninn Runólf í broddi fylkingar og Sjálfstæðismenn og þá sérstaklega Geir H og nefndin sem hann skipaði þá . Hverjir voru nú aftur í þessari nefnd?
Svoleiðis er nú það Jón minn.
Eigið nú góða helgi á fjöllum, allavega fer ég ekki neitt á mínum bíl þar sem hann er búinn að standa fyrir utan eitt áhveðið verkstæði hér í bæ í þrjá mánuði (vegna skuldar sem eigandinn sér einhverra hluta vegna ekki ástæðu til að greiða) en það ættu nú allir ættu nú að vita hvaða verkstæði þetta er því ekki er þetta nú beint minnsti bíllinn í bænum.
Kveðja,
Glanni.
07.03.2008 at 17:00 #616810Nú gengur þessi rányrkja ekki lengur. Við verðum að fara að gera eithvað.
Eigum við ekki að senda fjöldapóst á forsætis- ,fjármála- og samgönguráðherrana og mótmæla þessu. Ég er allavega alvarlega að hugsa um að gera það. Við ættum einnig að herja F’IB, og láta ærlega í okkur heyra.
Hvernig er það ! DÓ þessi fyrirhugaða herferð og ályktunin sem þú Glanni og Lella voruð að sjóða saman?Kv. Magnús G.
07.03.2008 at 18:18 #616812Sæll Glanni
heldurðu að þetta geti verið samantekin ráð hjá Verkstæði (sem vill til að er nálægt Sindra búðinni) og umhverfisráðherra. ´
Reynt að koma í veg fyrir að þu mengir meira á fjöllum þetta árið.
bara svona að spuglera
07.03.2008 at 20:34 #616814Ég er á þeiri skoðun að það eigi að tolla bensín og dísel með sömu krónutölu eða prósentu. Ekki heirði ég mikkið kvartað þegar dísel bílar keirðu nánast frít miðað við bensín bíla. Við eigum að standa saman gegn þesum hækkunum hvort það sé dísel eða bensín. Það eru sterkari rök að hefta útbreiðslu díselbíla í þéttbýli en bensínbíla, það er hættulegri útblástur í dísel.
Kveðja Magnús.
08.03.2008 at 06:43 #616816ja, af hverju ætli LA banni dieselbíla á sínu svæði? Til viðbótar: Ef ríkið skattaði diesel fuel eins mikið og gasoline/bensín, þá væri diesel komið í 5,- meira en það er í dag. Skattur á diesel er 5 krónum lægri en á hitt. Það er staðreynd.
08.03.2008 at 13:17 #616818Nú er nýbúið að hækka eldsneytið og er strax farið að spá fyrir um næstu hækkun.
[url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/03/08/haekkar_eldsneytid_enn/:2e8khszf][b:2e8khszf]Stutt í næstu hækkun?[/b:2e8khszf][/url:2e8khszf]
Haldi gengi krónunnar áfram að veikjast verður þess tæplega langt að bíða að verð á eldsneyti hækki á ný, en bensínlítrinn hækkaði um tvær krónur í gær og fyrradag […].Í janúar [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal%2f11211:2e8khszf][b:2e8khszf]samþykktu félagsmenn[/b:2e8khszf][/url:2e8khszf] á félagsfundi að klúbburinn ætti að sýna frumkvæði í að hagsmunaaðilar taki sig saman og skori á stjórnvöld í að lækka álögur á eldsneytisverði. Og það eina sem að hefur gerst síðan virðist vera að eldsneytisverð haldi bara áfram að hækka. (Að vísu flutti klúbburinn í millitíðinni). En nú reikna ég fastlega með því að stjórnin ætli að nota þennan 25 ára tímamóta afmælisfund Ferðaklúbbsins í Fjöltækniskólanum til að tilkynna róttækar aðgerðir í þessu stóra hagsmunamáli jeppamanna. Og láta okkur muna eftir afmælisárinu sem árinu sem að klúbburinn tók þátt í að knýja fram stórfellda lækkun á eldsneytisverði. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir jeppamenn. Ef fer sem horfir þá verða ferðalög til fjalla á jeppum einungis fyrir "elituna" því að hinn almenni verkamaður/félagsmaður hefur ekki efni á því að ferðast. Þessi þróun felur í sér verulega skerðingu á ferðafrelsi félagsmanna.
–
Fyrir fjórum árum þurfti eigandi bíls sem eyddi 15 l/100 km og keyrður var 15 þúsund kílómetra á ári að greiða 230.850 kr. fyrir bensínið á ári. Í janúar sl. kostaði bensínið á sama bíl 313.875 kr.miðað við 15 þúsund km keyrslu á einu ári. Mismunurinn er 83.025 kr.
–
Dísel: Strax eftir þungaskattsbreytingu kostaði 193.500kr að keyra díselbíl miðað við sömu forsendur en í dag kostar það 324.000kr (2005 kostaði dísellítrinn litlar 86kr eftir þungaskattsbreytinguna).
Mismunurinn er 130.500 kr. það munar um minna.Ef að þetta er ekki hagsmunamál ferðafólks yfir höfuð þá veit ég ekki hvað það er.
–
Kv. Stefanía
08.03.2008 at 13:34 #616820Þær staðreyndir er uppi á borðinu að olía er dýrari í innkaupum en bensín, skattar á olíu eru lægri til að leiðrétta þennan verðmismun, skattar eru föst krónutala og því hagnast ríkið ekkert aukalega á því þegar eldsneytisverð hækkar. En álagning olíufélagana er prósenta og því eru þau aldeilis að maka krókinn núna þegar innkaupaverð er svona hátt.
kveðja siggi
08.03.2008 at 13:40 #616822Ég kem allavega pottþétt ekki til með versla mér jeppa eða reka jeppa á þessu eldsneytisverði.
Ef ég tæki bensín á Golfinn 3 x í mánuði 12 mánuði á ári og tankurinn tekur 55 lítra þá kostar það bara 285.120 kr.
Nú ef ég væri með dísel jeppa með 75 lítra tank og tek sama dæmi þá myndi það kosta 402.300 kr.
08.03.2008 at 14:56 #616824Það gleymist að þó að skattar á eldsneyti er föst krónutala þá kemur VSK á allt saman svo ríkið getur lækkað sínar álögur um 24,5% með því að taka vsk af það munar um minna svo það má byrja þar menn gleyma þessu alltaf.
kominn tími til að mótmæla þessu eins og gert er víða erlendis sjá td þýskaland og frakkland þar eru menn ekki að láta taka sig í þurran aftur……….
kv…Birgir
08.03.2008 at 22:03 #616826Til að byrja með langar mig til að segja það að ég treysti olíufélögunum alveg til að stinga öllum niðurfelldum, opinberum gjöldum í vasa sína, sbr. lækkum á virðisaukaskatt á matvælum, hvort sem það gerist strax eða 6 mánuðum seinna.
Er satt að útblásturinn af gasolíunni sé meira heilsuspillandi nú þegar búið er að fjarlægja megnið af brennisteininum úr henni?
Nú á ég, frekar nýlegan, Golf sem vill helst bara fá 98 oktana bensín. Hvernig stendur á þessum mikla mun á verðinu á 95 og 98 oktana bensíni? Munurinn? Smá skvetta af oktan booster. Trúi því engan vegin að það kosti nokkrar krónur á lítrann.
Kveðja,
Sigurbjartur
09.03.2008 at 00:15 #616828Neytendasamtökin (ef mig minnir rétt) þá tóku þau könnun á því hvaða álagning olíufélögin (já Atlantsolía líka!!!) væru að setja á eldsneytið hérna heima á móti því sem gerist í evrópu.
Meðalálagning hérna á íslandi var 23 kr á líterinn.
Meðalálagning í evrópu var 8 kr á líterinn.
(þessar tölur eru birtar með fyrirvara um mistök)
Þannig að elsku olíufélögin okkar og líka nýjasta samkeppnin eru sko að taka sitt af hverjum lítra.
Já þessi könnun var gerð síðasta haust þegar líterinn var mun lægri……………………
SAMKEPPNI …………. það er nú meira bullið.
kv
Gunnar sem keyrir bara á bílum sem eyða miklu…
09.03.2008 at 09:28 #616830Sigurbjartur – varðandi spurningu þína, þá er maður náttúrulega að éta upp eftir öðrum það sem skrifað stendur í bókum og blöðum. Þar er sjálfsagt sama hvaða eldsneyti er um ræða, þessar upplýsingar eru sjálfsagt misjafnlega áreiðanlegar. En í niðurstöðum bandarískra rannsókna kemur fram, að sótagnir í útblæstri dieselvéla, séu líklegar til að valda krabbameinum, og er talið að börnum sé hættara en fullorðnum m.a. vegna þess að þau eru lægri í loftinu og eru að anda að sér óhreinna lofti þar af leiðandi, einkum þar sem umferð er mikil og lítil hreyfing á lofti. Af þeim ástæðum tóku yfirvöld í Kaliforníu þá ákvörðun, að taka fyrir notkun á dieselknúnum einkabílum í þéttbýli allavega. Hitt veit maður ekki, hvort nýi Euro-staðallinn er strangari en þeir bandarísku varðandi þetta. Allavega endast hvarfakútar og sótagnasíur ekki nema takmarkaðan tíma og séu þessir hlutar útblásturskerfanna ekki endurnýjaðir, hætta þeir að gera gagn.
09.03.2008 at 11:19 #616832Hérna er ágætis fróðleikur um af hverju BNA eru ekki að hygla díselvélum meira en raun ber vitni. [url=http://www.ucsusa.org/clean_vehicles/big_rig_cleanup/diesel-engines-and-public-health.html:34owqcjw][b:34owqcjw]linkur[/b:34owqcjw][/url:34owqcjw]
ég er á móti mismunandi álagningu á olíu eftir því hvort hún er kölluð dísil eða bensín.
09.03.2008 at 12:00 #616834Samsæriskenningin þín er fín Óli og ég hef stundun verslað í þessari ágætu sindrabúð sem þú talar um:)
Og Magnum,við Lella vorum svosem ekki farin að setja neitt í pottana en hins vegar ef við gerðum það þá myndi sú soðning vera klárlega mun róttækari og eftirtektarverðri en sú sem við framkvæmdum síðast þegar við gerðum það.
Því eldsneytisverðið er ekki lengur bara að snúast um það hvort við getum stundað hobbýið okkar án þess að setja það á vísa-rað heldur er þetta mikið hagsmunamál fyrir heimilin og bíleigendur almennt og þá skiptir engu hvort menn aka um á bíl sem eyðir litlu eða miklu.
Er það ekki rétt hjá mér að nýafstaðnar hækkanir á eldsneyti undanfarið er nú þegar búin að éta upp nýgerða kjarasamninga og olíufélögin og ríkið fá þessar "launahækkanir" skuldlaust beint í vasan.
Kv.
Glanni.Ps. það skiptir bara engu máli í þessu í sambandi hvort bensín sé betra en dísel. það er verið að ræða um rányrkju í formi háu verði á eldsneyti og hvort fólk hafi orðið yfir höfuð efni á því að reka bíl til heimilisafnota. þegar sirtir í álinn þá er fólki almennt nákvæmlega sama hvað það mengar. mengunarmál eru góðærisvandamál.
09.03.2008 at 13:27 #616836Þakka svarið Glanni með von um !! róttækar aðgerðir!!. Þetta er alveg laukrétt hjá þér en í guðannabænum ekki setja neitt á raðgreiðslur því kostnaðurinn og okrið er líka á þeim bænum þ.e. hjá bönkum, sparisjóðum og kredidkorta-fyrirtækjunum. Ætti því almenningur að hisja sig upp af sitjandanum og fara gera eitthvað í allri þessarri rányrkju sem tröllríður öllum hlutum nú til dags.
Kv. Magnús G.
09.03.2008 at 22:57 #616838og hvað svo?
10.03.2008 at 10:10 #616840Mér finnst að við ættum að fara að gera eitthvað róttækt.
Nefni Dæmi.
við ættum að einbeita okkur að því að versla eingöngu við eitt ákveðið olíufélag til að hræra svolítið í hinum, ég nefni atlantsolíu í því sambandi eingöngu vegna þess að það er nýjasta félagið.
annars allveg sama hver það væri.svo er orðið spurning um að fara bara að loka einhverjum vegum með tilheyrandi hamagangi.
endilega komið með fleiri hugmyndir
það er kominn tími á aðgerðirgaman væri að sjá einu sinni að íslendingar geti mótmælt.
ég hef aldrei séð það hingað til.
10.03.2008 at 12:22 #616842Það sem vantar til þess að eitthvað gerist er einhver aðili sem er tilbúinn og getur tekið að sér að keyra okkur hin áfram. Margoft hefur verið rætt að loka vegum, kveikja í dekjjum eða eitthvað þvíumlíkt. Fullt af fólki er tilbúið að leggja hönd á plóg, fáir hafa eistun í að leiða hópinn, Ég óska því hér með eftir stórpunga manni/konu til að leiða okkur hin. síminn er 867-3536 ef einhver er að safna saman hópi til slíkra aðgerða, því er er til í að vera með
kv. Bragi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.