FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Bensíndælu vandræði

by Uni Hrafn Karlsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bensíndælu vandræði

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Uni Hrafn Karlsson Uni Hrafn Karlsson 15 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 16.11.2009 at 22:42 #208341
    Profile photo of Uni Hrafn Karlsson
    Uni Hrafn Karlsson
    Member

    Sælir.

    Við settum 2 nýja tanka í hiluxinn hjá okkur og utanáliggjandi dælur. smbr þessi hérna, http://www.importecwarehouse.com/Mercedes-Benz-Fuel-Pump-190E-2-6-300SL-420SE-p/mb0030915301a.htm

    Fengum 2 svona dælur á parta sölu úr hræum sem var búið að henda en áætlaður aldur á dælunum var 20+. Hiluxinn dó svo eftir um 2000km og komumst við að því að dælan hafði gefið upp öndina, rifum hana niður og prófuðum að láta hana snúast með því að tengja beint í lausan rafgeymi, þá kom bara svona dúnk eins og hún væri að reyna dæla en komst ekki í gang.

    Jæja ætluðum að redda okkur með því að færa dæluna sem var milli tanka til þess að geta nú notað bílin, færðum dæluna og hún dældi en það smitaði smá, þannig að losuðum draslið aftur, þéttum og … sama vandamál, kom dúnk en hún neitar í gang.

    Þannig að, 2 gamlar dælur ónýtar.

    Hvaða dælum mynduð þið mæla með að nota á V6 toyotu vél? Dælan milli tanka getur auðvitað verið hvaða dót sem er en það er auðvitað bara vesen að aðaldælan sé að fara.

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 16.11.2009 at 22:57 #667046
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Venjuleg innspýting með einn spíss fyrir hvern sílender er að keyra á einhverjum 40-60 punda þrýsting, jafnvel meira. Síðan er Chevy TBI innspýtingin (2 spíssar í throttle boddyinu) að keyra á einhverjum 15 pundum minnir mig og blöndungar einhvers staðar vel undir 10 pundunum. Þið þurfið að finna út hversu mikill þrýstingur á að vera á bensínkerfinu og finna ykkur dælu sem ræður við það. Það þýðir ekkert að vera að láta dælu sem er gerð fyrir lágan þrýsting rembast við að halda margföldu því sem hún er gerð fyrir!





    16.11.2009 at 23:13 #667048
    Profile photo of Þórarinn Guðjónsson
    Þórarinn Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 121

    Bensíndælan í V6 hilux á að dæla 2.5 – 3 hPa (bar). Dælan sem ég er með er í 6 bar þegar mælir er settur á dæluna.
    Með kveðju Þórarinn G





    20.11.2009 at 03:47 #667050
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    [b:1hqpap9t]Náttúrulegur[/b:1hqpap9t] dauðdagi fyrir Bosch innspýtingardælur (BMW, Benz, Saab, os. frv.) er hægfara og langdreginn. Dælan verður háværari með hverri vikunni sem líður og bíllinn fer að missa kraft og verður síðan vondur í gang. Þegar hljóðin í dælunni minna helst á kaffikvörn á yfirsnúning mæla flestar betri viðgerðabækur með því að skipt sé um dælu við fyrstu hentugleika.

    Það er augljóst að ofangreind lýsing passar ekki við dauðastríð parsins sem þú ert með undir höndum. Það sem hefur líklega gerst hjá þér er að svarf (nýsmíðaðir tankar) eða einhver korn hafa farið í dælurnar og fest þær. Það er mjög lítil rýmd í dælum af þessu tagi og það þarf ekki nema [b:1hqpap9t]eitt [/b:1hqpap9t]korn til að gikk-festa dæluna og eyðileggja hana þar með. Þetta er alþekkt vandamál með smíðaða tanka og innspýtingardælur. Þú [color=#FF4000:1hqpap9t]verður að setja síu[/color:1hqpap9t] fyrir framan dælurnar til að vernda þær fyrir grófum aðskotahlutum – þ.e ef þú ert með pósitívar dælur. Ég hef notað grófsíur (netsíur) úr plasti sem ég fann einhversstaðar. Líka notað stórar plastsíur (pappasíur) ætlaðar fyrir blöndunga. Það er ekki góð hugmynd að vera með of þétta síu fyrir framan þessar dælur. Original er netsíur fyrir framan þær í flestum bílum. Ég mundi fara í gamlan BMW, Saab, Benz, og ná mér í tvær dælur í viðbót. Það er fínt að hafa tvær innspýtingadælur við höndina ef önnur bilar skyndilega.





    20.11.2009 at 04:01 #667052
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Smá viðbót varðandi þrýsting á dælum.

    Fyrir blöndung er almennt hámark 6 psi í þrýsting. Flothæðarlokinn í blöndungnum verður að geta lokað fyrir dæluna og því þýðir ekki nota dælu sem gefur meiri þrýsting en þetta, öflugri dæla yfirfyllir blöndunginn og drekkir vélinni í bensíni.

    Fyrir innspýtingar er þessu þveröfugt farið. Þá verður dælan að yfirvinna þrýstiventil í innspýtingunni til að ná að hringdæla og aftur í tank. Það er síðan ventillinn sem skammtar þrýstinginn, en ekki dælan. Eina krafan er að hún sé örugglega nægilega öflug. Þessvegna virka stórar og öflugar innspýtingadælur ágætlega á flestar innspýtingar. Svona Bosch dæla ræður við einhver 6-7 bör en virkar ljómandi vel við TBI innspýtingu í GM sem þarf bara 1 bar.
    [img:3r5e35c3]http://www.boschfuelpumps.com/images/bosch-044-fuel-pump.jpg[/img:3r5e35c3]





    20.11.2009 at 07:24 #667054
    Profile photo of Uni Hrafn Karlsson
    Uni Hrafn Karlsson
    Member
    • Umræður: 44
    • Svör: 306

    Okkur grunar einmitt svarf. Hefðum átt að setja grófsíu fyrir framan dæluna, það verður gert núna :þ





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.