This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Uni Hrafn Karlsson 15 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir.
Við settum 2 nýja tanka í hiluxinn hjá okkur og utanáliggjandi dælur. smbr þessi hérna, http://www.importecwarehouse.com/Mercedes-Benz-Fuel-Pump-190E-2-6-300SL-420SE-p/mb0030915301a.htm
Fengum 2 svona dælur á parta sölu úr hræum sem var búið að henda en áætlaður aldur á dælunum var 20+. Hiluxinn dó svo eftir um 2000km og komumst við að því að dælan hafði gefið upp öndina, rifum hana niður og prófuðum að láta hana snúast með því að tengja beint í lausan rafgeymi, þá kom bara svona dúnk eins og hún væri að reyna dæla en komst ekki í gang.
Jæja ætluðum að redda okkur með því að færa dæluna sem var milli tanka til þess að geta nú notað bílin, færðum dæluna og hún dældi en það smitaði smá, þannig að losuðum draslið aftur, þéttum og … sama vandamál, kom dúnk en hún neitar í gang.
Þannig að, 2 gamlar dælur ónýtar.
Hvaða dælum mynduð þið mæla með að nota á V6 toyotu vél? Dælan milli tanka getur auðvitað verið hvaða dót sem er en það er auðvitað bara vesen að aðaldælan sé að fara.
You must be logged in to reply to this topic.