This topic contains 96 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Steinsson 17 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Þar sem disel er nú í sumum tilfellum dýrari en bensín þá fór ég að velta því fyrir mér hvort það sé orðið eins eftirsóknarvert að vera á dísel bíl eins og það var hér einu sinni.
Ég veit það að dísel eyðir kannski aðeins minna en á móti kemur að þú færð mikið meira afl útúr bensín mótor og kannski ekki svo mikla eyðslu i viðbót. Ég átti einu sinni Hilux DC með 2,4 TDI hann eyddi um 15-18 l innabæjar mesta eyðsla sem´ég varð vitni af er rúmir 100 l í dagsferð, keyrðum upp Gjábakkaveg svo í áttina að Hlöðufelli og svo áfram í átt að Kjalvegi og svo þegar þangað var komið þá var keyrt sem leið lá í bæin. Í þessari ferð var ég með mestu eyðsluna og lang síðastur. Það var þarna með 8 gata villis sem keyrði um eins og hann væri vélsleði og hann var með minni eyðslu heldur ein ég.
( í þessum pælingum mínum þá er ég ekki að hugsa um vélarnar í stóru vörubílunum þ.e.a.s Fordunum).Hvaða skoðun hafið þið á þessu?
Er þetta vitlaus hugsun og er ég kannski að reyna að réttlæta það fyrir sjálfum mér að fa mér bensín jeppa eða er eitthvað til í þessu
Bensín og disel kveðjur
Snorri Freyr(hin óákveðni)
You must be logged in to reply to this topic.