Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bensín VS Disel
This topic contains 96 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Steinsson 17 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.04.2007 at 11:08 #200114
Þar sem disel er nú í sumum tilfellum dýrari en bensín þá fór ég að velta því fyrir mér hvort það sé orðið eins eftirsóknarvert að vera á dísel bíl eins og það var hér einu sinni.
Ég veit það að dísel eyðir kannski aðeins minna en á móti kemur að þú færð mikið meira afl útúr bensín mótor og kannski ekki svo mikla eyðslu i viðbót. Ég átti einu sinni Hilux DC með 2,4 TDI hann eyddi um 15-18 l innabæjar mesta eyðsla sem´ég varð vitni af er rúmir 100 l í dagsferð, keyrðum upp Gjábakkaveg svo í áttina að Hlöðufelli og svo áfram í átt að Kjalvegi og svo þegar þangað var komið þá var keyrt sem leið lá í bæin. Í þessari ferð var ég með mestu eyðsluna og lang síðastur. Það var þarna með 8 gata villis sem keyrði um eins og hann væri vélsleði og hann var með minni eyðslu heldur ein ég.
( í þessum pælingum mínum þá er ég ekki að hugsa um vélarnar í stóru vörubílunum þ.e.a.s Fordunum).Hvaða skoðun hafið þið á þessu?
Er þetta vitlaus hugsun og er ég kannski að reyna að réttlæta það fyrir sjálfum mér að fa mér bensín jeppa eða er eitthvað til í þessu
Bensín og disel kveðjur
Snorri Freyr(hin óákveðni)
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.04.2007 at 21:45 #587892
Það er satt, þetta þarf að komast í hundrað pósta múrinn. Ég legg mitt af mörkum!
Jæja, en hvað um það. Satt best að segja held ég að það sé ekki til neitt eitt, rétt svar við spurningunni. Það eru svo ári margar breytur í þessu.
Í fyrsta lagi: Hvernig ætla ég að nota bílinn? Á hann að vera svo til eingöngu til fjallaferða eða á hann líka að vera "daily commuter"? Í öðru lagi: Hvað þarf ég / vil ég hafa bílinn stóran? Og svo framvegis. Þegar maður er búinn að setja óskalistann saman í einn bíl, er fyrst hægt að fara að velta fyrir sér hvernig mótor hentar tækinu. Til viðbótar við það sem Skúli H.Skúlasona segir hér fyrir ofan, þá má benda á, að enn sem komið er er "haldið inni" hluta af þungaskatti í eldsneytisverði á diesel fuel, vegna þess hvað hún er há fyrir skatta. Í fjármálaráðherratíð Geirs norska var ákveðið að setja þennan hluta á ís og ekki hefur verið tekin ákvörðun enn um framhaldið. Ef ég ætti að segja hvað væri óskabíllinn minn um þessar mundir (þ.e.a.s. ef ég hefði efni á bíl!) þá væri það Jeep Wrangler Unlimited Rubicon ( fjögurra dyra útgáfan) með 8 cyl Hemi mótor, hækkaður upp á 38" dekkjum, sem ég held að séu heppileg fyrir þessa bílstærð og eitthvað af þessum frábæru fjöðrunar kitum sem þeir eru að búa til fyrir þessa bíla í ameríkuhreppi. Já, og til viðbótar með blessaða diesel rokkana. Voðalega er ég hræddur um að þessar nýju vélar, sem er búið að peppa upp í einhver ósköp í togi og truntum séu fljótar að brenna upp. 2,5 lítra fourbanger sem er að skila 174 truntum með ótal fídusum, getur ekki verið að hann endist meira en 100.000 km
13.04.2007 at 22:04 #587894Svo auðvitað eitt sem dísellinn líður fyrir, það vantar alvega svona alvöru hestaflafílka í svartolíudeildina, það er rétt farið að marka fyrir þannig nú með ónefndum F-350 sem telur hrossinn í hundruðum, þekki þann bíl ekki meira en það.
.
Málið er að fá 5-6-7-8-900 til 1000 hross í t.d. 6bt Cummins er alveg óttalega lítið mál, flestar þessara eldri dísel rokka voru yfirhannaðir svo rosalega að þeir þola alveg gríðarlegan túrbínuþrýsting, (eða endast von og viti orginal), hef "séð" 5.9 cummins sem blés 150 psi inná mótorinn, þó ekki alveg orginal 😛
.
Þessi dísel aflvakning er frekar ný af nálinni og mætir auðvitað gríðarlegu mótlæti frá steingerfðum bensínköllunum,sem neita að tengja hestöfl við olíu.
Hef lesið lengi ágætt blað sem gerir þessu öllu góð skil sem heitir því góða nafni "Diesel Power" endilega kíkja á það þeir sem ekki hafa þegar gert það.
.
En megin munurinn á því að vera með 600 hestafla dodge ram og 600 hestafla bensín bíl er að díselbílin getur þú notað dags daglega án teljandi vandræða (eyðsla, ending osfrv.) Svo má ekki gleyma því að 600 hestafla cummins togar meira en meðal flutningalest þannig þetta er í raun ekki berandi saman hvort eð er.
.
Enn og aftur, við erum ekki bara að bera saman hilux 2.4 og 350 willys.
ps. hve marga bíla yfir 3 tonn eru menn að sjá í dag með bensínvél? spyr sá sem ekki veit.
.
einsog sagt var hér að ofan, bensín dótið hentar rosalega vel í svona hobbýmennsku á léttum bílum þar sem eini farangurinn er samloka og kók.
En fyrir stóra túra (á stórum bíl) með alla fjölskylduna og hálft tonn af farangri er dísellinn "betri"
13.04.2007 at 22:13 #587896Ég fór nú mjög víða á mínum Blazer K5 með 350 kúbikka blöndungsmótor og hann fór alls ekki með fjárhaginn. Hann var þar að auki mjög áreiðanlegur og skemmtilegur. Nú er komin díselrella í bílinn og hvort fyrir sig hefur sína kosti og galla.
.
Ég hef átt fleiri bensínjeppa, reyndar léttari með minni vélar, og það gekk alveg upp.
.
Svo er ég með 425 hrossa og 460 ft lb (tölur uppgefnar frá General Motors, ekki ágiskun) 6,3 lítra small block chevy mótor í Trans AM sem væri þrælskemmtileg í jeppa þó þungur jeppi væri (já og hún er ekki þung, með álheddum og alles).
.
Menn geta því alveg ferðast um á þungum bílum með bensínmótora. Hvort menn vilja dísel og bensín er smekksatriði (í bland við trúarbrögð).
.
JHG
13.04.2007 at 22:24 #587898en er eyðslan á þessum stóru þungu bensínbílum ekki orðinn frekar mikil? maður heyrir yfirleitt bara tölur af tæplega 2 tonna V8 bílum willys og þessháttar (hef sjálfur notað mikið 2 tonna bíl með 4.3 var sá að eyða svona um 20) en lítið heyrt af stærri bílum.
.
Tölurnar sem maður heyrir frá því í gamladaga eru nefnilega nokkuð svaðalegar
13.04.2007 at 22:42 #587900Hún var ekkert svakaleg, og hefði getað verið minni ef ég hefði verið með yfirgír. En bíllinn var á 38" með 4,88 hlutföll svo snúningurinn er full hár á krúsinu (um 2500 rpm). Eyðslan var því nokkur þangað til ég fór að keyra á 90 (en ekki 100, munaði miklu) en þá fór meðaleyðsla hjá mér í 22-24 lítra á hundraði (bæjarskjökkt inní því). Það er með edelbrock Q-jet blöndung. Nýjir stórir bensínmótorar sem slá út strokkum eftir þörfum ættu að eyða minnu.
.
En djöfulli var gaman að kíla pinnann í gólfið
.
JHG
13.04.2007 at 22:45 #587902Frábært tog í lettanum .
460 FT / lb eru hvorki meira né minna en 624 N/M460 ft.lbs. = 623.76 Nm.
4,2 Toyota ofurmótorinn er þá ekki nema
405 Ft/lb í togi
Sem er bara mjög gott ef satt er ef miðað er við grútarbrennara af þessari stærðargráðu .550 Nm = 405.68 ft.lb.
13.04.2007 at 22:56 #587904ég sé að ég hef yfirskotið um 11 ft lb, best að leiðrétta það, hún er víst 449 ft lb en það breytir ekki öllu.
.
Þetta er vél sem er gerð til að vera notuð dagsdaglega, með nægilegt tork til að vera skemmtilegur á götunni. Það væri hægt að ná miklu meira afl útúr henni ef menn vildu.
.
JHG
13.04.2007 at 23:18 #587906Sælir
Nú bara verð ég að tjá mig aðeins.
,
Ég hef engar ákveðnar tölur til að vitna í enda er það hvernig maður notar þær sem skiptir máli, en reynsla mín er sú að þegar ég áttiV8 Bronco 2080kg (351W ca 350hp) beinskiptan á 38 tommu, þá kom aldrei fyrir að dísel bílar og sjaldan sem aðrir bensínbílar höfðu betur hvort sem var í togi niðri og því síður í uppgripi.
Þessi vél gekk hægagang á ca 750rpm, torkaði vel niður fyrir 350 rpm og ég gat snúið henni upp í 5700rpm, meðaleyðsla á fjöllum ca 25-28 og það var bara gaman.
,
Svo núna á ég cherokee I6 1820kg (ca 4,3l og 220 hp) beinskiptan á 38 tommu. Það er einn dísel bíll sem ég hef lent í vandræðum með og það er 49 tommu raminn hanns Gunna Kredd á Ak sem er með ca 5-600 hp cummings enda er það náttúrulega ekki bíll lengur. (hef hann samt í spyrnu í góðu færi)
Þessi vél gengur hægagang á ca 850rpm, torkar vel niður fyrir 400 rpm og hún slær út í 5400rpm, meðal eyðsla á fjöllum ca 22-26 og ég er mjög ánægður.
,
Það er mín skoðun að á báðum þessum bílum að ef/þegar að mér er/var að ganga ver en einhverjum öðrum þá hafi það frekar haft með dekkjastærð og eða þyngd að gera, en í sömu skipti var mér að ganga betur en bílum á sömu dekkjastærð.
,
Báðar þessar vélar eru mjög gangvissar og góðar og halda nánast fullum smurþrýsting niður úr öllu.
,
Ég hinsvegar tek fram að ég gæti alveg hugsað mér að vera með ÖFLUGA díselvél í jeppa en það væri ekki nema í stórum 46-49 tommu bíl (til að bera þyngdina.)
,
Það sem menn segja um að bensín sé bara fyrir dagstúra er náttúrulega bara fáránlegt ég fer bara í þær ferðir sem mig langar til, óháð km eða tíma.
,
Og svo þolir bensín meira frost en dísel þannig að það er ekkert hægt að treysta meira á að komast heim af t.d. Vatnajökli ef maður er á dísel.
,
Svo eitt að lokum ég gæti sennilega keirt bílinn minn til æviloka og gert upp vélina 2 sinnum fyrir mismuninn á mínum og eins bíl með sambærilegri díselvél, miðað við mína eyðslu og keyrslu (5-10þ á ári).
,
Jæja nóg af bulli frá mér.
Kveðja Þórður
íbensínsæluvímu
13.04.2007 at 23:19 #587908Jón ég hef verið þess heiður afnjótandi að taka í gamla hans Benna Sig, 24v cruiserinn á 44" með orginal hlutföll sem er 3:73 ef ég man rétt og get ég sagt þér að þessi vél virkar alveg ótrúlega! er farin að toga helling strax í 1000snúningum. Væri gaman að sjá það á einhverjum bensínrellum;)
Svo nefniru áreyðanleika, það er fyrirtæki útí heimi sem tekur 80 cruiser dísel vélar, tjúnnar þær í 300hö! og selur þær í báta! segir það nóg um áreiðanleika?? Góðar stundir:)
Áfram svo í 100pósta.
13.04.2007 at 23:37 #587910Ég var aldrei að segja að díselvélar væru ekki áreiðanlegar heldur að svara því þegar það var gefið í skyn að bensínvélarnar væru ekki góðar í ferðabíl heldur eingöngu í leikfang.
Það er hægt að tjúna allt í allar áttir, hvort sem það eru bensín eða díselrellur. Menn nota nú t.d. mikið V8 bensínvélar í báta vestur í hreppum og keyra þá á mikilli gjöf í langan tíma.
Segi það enn og aftur, bensín og dísel, þetta er hvortveggja gott, menn verða bara að velja fyrir sig og leyfa hinum að velja sjálfum.
JHG
14.04.2007 at 00:05 #587912"flestar þessara eldri dísel rokka voru yfirhannaðir svo rosalega að þeir þola alveg gríðarlegan túrbínuþrýsting, (eða endast von og viti orginal), "
Þetta er nákvæmlega málið og ástæða fyrir að sumar vélar endast og endast og þola þess vegna mun meira en margir gera sér grein fyrir. Þess má geta að Gomma disel í ástralíu sem gerði og fann út þessar stillingar er hugsanlega eitt bessta diselverkstæði í heiminum þannig að já með fullri virðingu fyrir tæknimönnum safari þá hafa þeir hvorki þá þekkingu , reinslu né annað sem Gomma hefur.
Áfram með smjörið bensínkallar, baulið þið nú, látið menn hafa það óþvegið.
Loksins eitthvað fjör hér og búið að ná blóðrásinni af stað í sumum hohoh……
14.04.2007 at 00:12 #587914Ég vitnaði bara í Safari af því að það var bent á að allar upplýsingar fengjust þar sem reyndist svo ekki rétt (hafði aldrei heyrt um það fyrirtæki áður í þessum bransa, vissi bara af Safari Snorkel).
.
Þegar ég googlaði Gomma diesel þá fékk ég allskonar síður sem voru greinilega ekki frá Ástralíu eða öðrum enskumælandi svæðum. Ég kíkti samt á einhverjar og þeir virðast helst vera í strigaskóm….
.
Ég er því jafn nær hvort Gomma viti meira um díselvélar eða skó en Safari.
.
JHG
14.04.2007 at 00:13 #587916Hvað er hún þung?
14.04.2007 at 00:27 #587918Já það er ekkert sjálfgefið að finna heimasíðuna hjá Gomma ég á hana í bookmark einhverstaðar í vinnutölvunni og skal setja hana (link) hér fljótlega en í bili er hér annað fyritæki öllu nær okkur eða í noregi http://www.tuningspesialisten.no/ ´þessir hafa stilt og breytt olíuverkum í LC og til gamans þá fara þeir með hann í 500 nm ÁN MILLIKÆLIS!
Var ég búinn að minnast á það einhverntíman að Toyota eru bestu jeppar sem er hækt að fá?
14.04.2007 at 00:39 #587920varðandi þyngd á 1HD (4.2 24 ventla) þá er ég ekki með það á hreinu en 12H-T (4.0 turbo) úr 60 cruiser er um 250kg ef mig minnir rétt, sem er umþb það sama og V8 með stálblokk
14.04.2007 at 00:43 #587922er þetta fyrirtækið? http://www.coomadiesel.com.au/
.
Heill google!
.
ps þegar ég er að tala um stóran bensín jeppa þá er ég að meina á borð við stórabronco á 44" með 460 í húddinu, sem ég ímynda mér að framleiði ekki bensín
14.04.2007 at 00:46 #587924Ég var ekki að draga það sérstaklega í efa. Mér fannst þessi aflaukning áhugaverð en síðan gat ekkert bakkað það upp. Það benti til að þetta væri bara pissukeppni með ekkert á bakvið sig.
.
Ég nenni ekki lengur að leita uppi síður sem staðfesta ekki það sem var fullyrt að þær eigi að gera.
.
En þó að þeir hefðu náð 405 ft lb með túrbínu og intercooler og einhverjum töfrabrögðum (sem er mjög gott og getur vel verið að þeir hafi gert þó ekkert virðist bakka það upp) þá er ég með bensínvél sem skilar 425 hp og 449 ft lb án þess að blása (http://store.summitracing.com/partdetai … toview=sku), sem skilar góðu vacumi (og góðum hægagang) og get fengið blásara á hana ef ég vil meira (sem ég vil ekki). Þessi vél er ekki með háa þjöppu og á hellings tjún möguleika eftir ef menn vilja.
.
Það er til hellingur af allskonar kombóum sem slá mína rellu út því þó 449 ft lb séu fín (og 405 líka alveg ágæt) þá eru miklu aflmeiri dísel og bensínvélar til útum allt.
.
Ef menn líta í kringum sig þá er nefnilega ýmislegt annað til en Toyota (eins ágætar og þær eru) og GM.
.
En komum okkur uppúr sandkassanum, hvort við veljum bensín eða dísel fer mikið eftir smekk. Meðan þær koma okkur þangað sem við viljum fara (og til baka) þá skiptir engu hvað þetta er og hvað það heitir.
.
JHG
14.04.2007 at 01:03 #587926Jamm þetta er rétt síða.
"En komum okkur uppúr sandkassanum" Hva… á nú bara að yfirgefa mann?
14.04.2007 at 01:11 #587928"..En komum okkur uppúr sandkassanum, hvort við veljum bensín eða dísel fer mikið eftir smekk. Meðan þær koma okkur þangað sem við viljum fara (og til baka) þá skiptir engu hvað þetta er og hvað það heitir…"
.
en málið er bara að dísellinn kemur manni svo miklu betur heim 😉
nei nú er ég hættur, búinn að éta alltof mikinn sand 😛
16.04.2007 at 20:26 #587930Hvernig stendur á þessu, er allt orðið steindautt hérna? Ég má nú til með að skvetta smá BENSÍNI á eldinn. Þarna sjást enn og aftur yfirburðir þess sem eldsneytis, ef ég myndi jú skvetta olíu þá myndi allt týnast í reykjarmekki og það viljum við ekki eða er það nokkuð?
Hafið þið tekið eftir nýja neyðarbílnum hjá Slökkviliðinu? Það er Ford Econoline 46" með… jú auðvitað V10 bensínvél! Það sparast 300 kg á því að sleppa grútarvélinni. Síðan er bensínvélin ekkert að eyða neitt stórkostlega meira en díselvélin, þær eru báðar í þessum 25-30 lítrum!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.