Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bensín VS Disel
This topic contains 96 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Steinsson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.04.2007 at 11:08 #200114
Þar sem disel er nú í sumum tilfellum dýrari en bensín þá fór ég að velta því fyrir mér hvort það sé orðið eins eftirsóknarvert að vera á dísel bíl eins og það var hér einu sinni.
Ég veit það að dísel eyðir kannski aðeins minna en á móti kemur að þú færð mikið meira afl útúr bensín mótor og kannski ekki svo mikla eyðslu i viðbót. Ég átti einu sinni Hilux DC með 2,4 TDI hann eyddi um 15-18 l innabæjar mesta eyðsla sem´ég varð vitni af er rúmir 100 l í dagsferð, keyrðum upp Gjábakkaveg svo í áttina að Hlöðufelli og svo áfram í átt að Kjalvegi og svo þegar þangað var komið þá var keyrt sem leið lá í bæin. Í þessari ferð var ég með mestu eyðsluna og lang síðastur. Það var þarna með 8 gata villis sem keyrði um eins og hann væri vélsleði og hann var með minni eyðslu heldur ein ég.
( í þessum pælingum mínum þá er ég ekki að hugsa um vélarnar í stóru vörubílunum þ.e.a.s Fordunum).Hvaða skoðun hafið þið á þessu?
Er þetta vitlaus hugsun og er ég kannski að reyna að réttlæta það fyrir sjálfum mér að fa mér bensín jeppa eða er eitthvað til í þessu
Bensín og disel kveðjur
Snorri Freyr(hin óákveðni)
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.04.2007 at 14:48 #587852
hef nú ferðast með svona bílum nær eingöngu síðan 96 og skal lýsa því hér með að ég skal selja cherokeein þann sama dag og 80 cruiser drífur meira enn ég.Það hefur aldrey hingað til komið upp á ekki einu sinni þegar ég var á 35" Suzuki Vitara
13.04.2007 at 15:46 #587854Gunnar þetta er svo langt í frá rétt hjá þér, farðu og prófaðu dísel jeppa á fjöllum áður en þú kemur með svona fullyrðingu: "Það er ekki til ein diesel vél í jeppa sem vinnur án þess að turbínan sé að blása og því hafa diesel bílarnir ekki afl í að láta bílinn labba nema vera á yfir 1500 snúningum…"
Ég er búinn að eiga nokkra dísel jeppa, þar á meðal 91 patrol 2.8, 88 60cruiser 4.0 og núna 94 runner 3.0D og þeir unnu allir vel á 500 snúningum í þungu færi og upp brekkur. Og ekkert mál að láta þá labba og þetta eru allt mjög gamlar vélar. cherokee vélin þín er frekar nýmóðins. Farðu og finndu tölur úr ca 90 árg af cherokee og berðu saman.
Og þessar tölur hjá þér um tog í vélinni þinna, á hvaða snúning er þær mældar. "300 lb ft í togi… "
13.04.2007 at 16:23 #587856Útskýrðu þá fyrir mér afhverju allir … ok mjög margir dieselbílar nota allir lolo…. ??
Hver er ástæðan… finnst ykkur svona gaman að ferðast hægt. eða hvað er málið. Er þetta tískubóla.
ok eldri vél..
318… í Grand cherokee 5.2 lítra.. 220 hp og 300 ft lb í togi… Ekki erfitt..
Afhverju þurfa bensín bílar ekki lolo… ? kannski útaf þeir eru mun léttari og drífa bara.
Ég myndi ekki láta sjá mig dauðan fyrir aftan stýri á diesel jeppa á fjöllum… ég nenni ekki að ferðast á þann máta sem þið gerið..
Ef ég vill ferðast hægt þá labba ég, mjög einfalt.
lolo er fyrir latt fólk sem nennir ekki að labba 😛
kv
Gunnar… komdu næst með eitthvað sem stendur…
Já þessar tölur sem ég fékk um 4.2 diesel eru úr nýjum cruiser… alvöru tölur um 90 módel af cruiser eru 160 hp og 280 lb ft í togi.. þannig að horfðu á staðreyndirnar aftur.Skrifaðar hér og nú… ekkert það sem mönnum finnst.
kv
Gunnarenn er ekki til diesel mótor sem skákar bensín… allavega ekki í þeim stærðarflokki sem 90% af jeppum á íslandi nota.
Benni formaður er eini maðurinn með alvöru rokk í húddinu.
13.04.2007 at 16:28 #587858Ég hef nú alltaf skilið það sem svo að dísel véla togi meira, þessi staðreynd liggur bara í því hvernig dísellinn spryngur, en í dísel mótor er sprengingin í strokknum isobar, þeas það er jafn þrýstingur á stimpilin alla leið niður (í fullkomnum heimi) á meðan bensínið spryngur mun hraðar. Hægt að sjá þarna ástæðuna fyrir því að bensínmótorar snúast almennt hraðar en dísel.
Má segja sem svo að í dísel er einsog það sé ýtt með jöfnum krafti á stimplinn en í bensínmótor er kýlt á hann, þarf ekki sérfræðing til að sjá að það skapar mun, mun meira tog þegar jöfnum þrýstingi alla leið er beitt.
svo á móti þarf dísellinn auðvitað meiri kraft í að þjappa.
.
Annað að þá er orkan í dísel lítranum mun meiri en í bensín lítranum. En líter af dísel viktar 850 gr en bensín 720 gr.
En af brendum líter af dísel losna 40.9 MJ (megajoule) en ekki nema 34.8 MJ með bensíni, þannig DÍSELL ER KRAFTMEIRI!!! 😀
.
en minni eyðlsa dísel véla skýrist að mestu með þessum orkumun. og þeirri staðreynd að dísel vélar hafa betri nýtni.
.
en þess má geta að eitt megajoule er á við 239 kcal þannig að 1l af dísel er 9775kcal…. svona til að bera þetta saman við eldsneytið okkar
13.04.2007 at 16:44 #587860Ertu að halda því fram Gunnar að það eru engir bensín bílar með lolo? Það eru slatti af bensín jeppum með lolo, til hvers?
Ef bensín jeppar væri jafn margir og dísel jeppar á fjöllum þá væri hlutfallið kannski öðruvísi.
Ég hef alltaf verið í þeirri trú að díselinn vinnur og togar betur en bensín á lærri snúning, þess vegna þyrftu fleyri bensín jeppar lolo en dísel(og það þýðir ekkert að horfa á patrolinn í þessu samhengi, það segja það margir að hann vinnur og sníst eins og bensínvél). Ég var með einn svoleiðis um daginn(99árg) og þekki þá.
Svo þegar verið er að gefa upp tog og hö þá ætti að fylgja með á hvaða snúning það er mælt. Ef ég man rétt þá eru hestaflatölur í bensín bílum í flestum tilfellum mælt í botnsnúning eða svo til.
13.04.2007 at 16:51 #587862Er það nú ekki svo líka að ssk bílar hafa almennt minna við lolo að gera en bsk bílar? ekkert bensín dísel mál þar held ég.
Og vel flestir bensín V8 bílar eru ssk, þar sem þeir eru frá lötum ameríkönum sem nenna ekki að skipta um gíra sjálfir
13.04.2007 at 16:52 #587864hér er dæmi: ég fór stutt, kíkti á toyota.is á land cruiserinn.
.
. . . .Dísel 3.0 Bensín 4.0
Hámarksafl (DIN hö/snm) -166/3400 – 249/5200
Hámarkstog (Nm/snm) -410/1800-2600 – 380/3800
.
Þetta er dæmi um muninn þegar dísel og bensín er mælt. hö á bensín jeppanum er mælt á 5200snúningum á mínútu en 3400 á dísel. hvor ætli vinni betur á lágum snúning. Sama með togið, hvort kúrfan mundi líta betur út? bensín eða dísel.
Ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekki amerísk bensín vél, ég bara nenni ekki að leyta á netinu:)
13.04.2007 at 17:41 #587866Eg er ekki sammála því sem siggi ás sagði, með endingu á vélum. Hann talar um að bensín vélin sé að endast betur en diesel. Hvernig stendur þá á því að það er til haugur af diesel bílum með vélar keyrðar yfir 400 þús en ekki ein bensín (sem ég veit um). Minn patrol er að skríða í 400 þús og ekki get ég kvartað yfir bilunum í vélinni, skipti um púst og soggreinarpakkningu fyrir 30 þús. Hann er ekki sprækasti bíllinn á svæðinu en hann skilar alltaf sínu og það er einmitt það sem maður ætlast til.
Ég vil meina að það megi flokka þetta í tvo flokka þeir sem ætla að skjótast á Lyngdalsheiði eftir vinnu í góðu veðri og spóla.
Svo eru það hinir sem leggja í 3-4 daga ferðir um hálendi með drekkhlaðinn bílinn.Fyrir fyrri hópinn tel ég að bensín sé málið, þú kemst hæðst í brekkuna og getur svo mætt beint á spjallið og lesið okkur pistilinn.
En svo er það hinn hópurinn, þar tel ég að diesel hafi vinningin aðalega sökum áreiðanleika. Ef maður ber saman tvær vélar frá t.d 1990 bensín og diesel þá þarf ekki að deila um það að diesel er gangvissari vél. Diesel vélin þarf loft og hráolíu, en bensín vélin þarf loft, bensín og rafmagn fyrir kveikjuna og það er oftast hún sem er að hrekkja menn. Bensín vélin er lika viðkvæmari fyrir breytingum á umhverfi, eins og hæð og raka. Diesillinn fer bara að reykja meira í mikilli hæð.
Ég er ekki að segja að Diesel vélinn bili ekki þær gera það eins og allt annað en þær hafa færri áhættu þætti en bensín hvað gang varðar.
Það að geta treyst á það að vélin komi manni heim þagar maður er staddur á miðjum Vatnajökli er mikið atriði, fyrir mig að minnsta kosti. Maður verður að hugga sig við að "kemst þótt hægt fari"Finnur
13.04.2007 at 17:50 #587868—–svara magna ein póst upp—-
Þetta dæmi er gengur eiginlega þvert á það sem þú ert að reyna að sanna magni. Bensínvélin í þessu dæmi er miklu aflmeiri. Af hverju ? það er vegna þess að bilið á mill snúningshraðans við max tog og max hö er helmingi meira í bensínvélinni sem þýðir að sú vél togar meira og vinnur lengur í sama gír miðað víð að báðar vélarnar séu með niðurgírun sem hentar þeim.
13.04.2007 at 18:04 #587870þetta með lóló gírinn…. ég er ekkert vissum að ég vilji snúa vélinni minni í 500 snúninga lulli í þungum snjó til að fara hægt… ég vill hafa hana í það minnsta yfir 1000 snúningum svo smurþrýstingur haldist sæmilegur meðan vélin er að vinna.
Lóló er því fyrir mig sem hugsa aðeins um vélina mína, og get leyft henni að snúast aðeins hraðar og halda þar með smurþrýstingi á lítilli ferð.
ég finn það reyndar alveg að bíllinn minn er þyngri en Hilux og ég fer ekki eins langt og þeir þegar þarf á léttleika að halda. en boj ó boj hvað ég sting þá gersamlega af þegar komið er að því að þurfa á afli að halda það finnst mér ekki leiðinlegt.
Dísel er málið fyrir mig.
13.04.2007 at 18:04 #58787213.04.2007 at 18:50 #587874Finnur sagði að dieselvél þyrfti bara loft og hráolíu Það var þannig einu sinn en nútíminn er öðruvísi. Ég er með tvo bíla hérna úti á plani með nútíma hátækni dieselvélum og þeir þurfa gott betur en loft og hráolíu. Þeir fara hvorki lönd né strönd án rafmagns, skynjara og tölvuheila. Dæmi: Þegar ég keypti annan þeirra var hann með bilaða vatnsdælu. Hann gekk eðlilega á meðan hann var að byggja upp hita en um leið og hitinn fór í hættumörk dó mótorinn og varð ekki virkur aftur fyrr en hitinn fór niður. Þannig eru dieselmótorar í nútíma bílum. Að þessu leiti er engin munur lengur á diesel og bensín.
13.04.2007 at 19:42 #587876Valgeir!
Hef lagt það fram hér áður með togið í LC ásamt öllum uppl. Þú vísar í orginal bíl sem er án millikælis… er það það sem ég tók fram…ó nei kalinn minn, þurkaðu nú bensínið úr glirnunum og lestu betur. Einnig getur þú farið inn á Safari síðuna og séð þetta allt mjög nákvæmlega þ,e tog kúrfu á LC með cooler og allan pakkan og fengið staðfestingu á því sem ég sagði. Þeir sem eru að spá í af hverju skriðgír….strákar mínir verið nú ekki svona vittlausir….eftir að þið vaxið upp úr sandkassanum og farið að ferðast eins og við hinir sem erum að ferðast af einhverju viti þá skiljið þið til hvers við notum skriðgíra, hér voru þið einungis að upplýsa okku hina hversu reinslulausir þið eruð og hafið lítin skilning á þessu öllu samann.
Kv.
Diselmaður dauðanns sem skríður áfram…..og er stoltur af því……
13.04.2007 at 20:51 #587878Mér sínist að menn séu komnir á fullt í sandkassann. Þá er alveg upplagt að reyna að gera lítið úr náunganum, jafnvel þó menn hafi ekki neinar forsendur fyrir því. Eða er það ekki?
–
Þar sem að mér fannst áhugavert hve mikil aukning átti að vera á torki þá googlaði ég Safari Intercooler og fékk síðuna þeirra. Þar tala þeir um að tork aukist um 46%, fari úr 285 Nm í 425 Nm (sá reyndar líka kit sem gerðu töluvert minna). Aflið fer úr 96 kW í 140 kW. Þeir tala reyndar alltaf um Intercooled Turbo System svo það virðist ekki vera bara um Intercooler að ræða.
–
Svo er spurning hvort þessi söluaðili sé nokkuð að fegra sína auglýsingu en tölur frá framleiðendum eru ekki alltaf réttar.
–
En óháð því þá er þetta langt frá 550 Nm sem einhverjir vildu halda fram.
–
Þó menn trúi á sitt merki í blindni þá mega menn ekki alveg sleppa sér.
–
Ég ætla ekki að blanda mér í umræðuna hvort er betra, ég hef góða reynslu af bæði bensín og dísel í jeppum.
–
JHG
13.04.2007 at 21:02 #587880það sem magni sagði
. . . .Dísel 3.0 Bensín 4.0Hámarksafl (DIN hö/snm) -166/3400 – 249/5200
Hámarkstog (Nm/snm) -410/1800-2600 – 380/3800
.
jú hér kann að vera að bensínmótorinn hafi fleirri hesta en dísellinn torkar meira og á miklu miklu lægri snúning
.
Svo annað áhugavert við samanburð á þessum vélum
Eyðsla, blandaður akstur (l/km) 9,0 12,7
bæði með ssk. en hér eyðir bensín mótorinn 40% já 40% meira en dísel mótorinn.
.
og til að eyðileggja þetta alveg fyrir bensínköllunum þá kostar dísel bíllinn minna.
.
En þetta er auðvitað bara samanburður á einum bíl
13.04.2007 at 21:11 #587882Sko… eftir að það er búið að setja kælir og það sem því fylgir þarf til viðbótar (ekki inn á safari) að breyta smá á olíuverki eða þið getið bara lesið þetta sjálfir….: Set annars inn hér uppl. hvað þeir gera til þessa að fá vélina til að vinna betur án þess að fara út í neina "vittleisu"
"
What Cooma Diesel did was to re-calibrate the fuel pump and run it up on the dyno (547nm) to make sure it was at its optimum. They didn’t touch the injectors, or spray patterns or anything like that,The ’95 – ’98 multi valve factory turbo diesel motor (1HD-FT) is a great motor with gobs of go and gobs of torque. Because however it has a larger turbo housing and is tuned for tight emissions, the off boost response is light. This can be alleviated with simple injector pump adjustment. It’s not a difficult task and the results are impressive indeed.
Adjustments are required to two components of the injector pump and does not affect the factory seal on the maximum injection volume screw. Adjustments are required to the boost compensator characteristic tendency and to the maximum off boost injection volume screw.
Boost compensator characteristic tendency
The stock boost compensator characteristic tendency on the injector pump is set very conservatively on this motor. This can result in lack lustre performance until you get the boost wound up. It varies quite widely from car to car and I’ve driven a couple that were quite bad down low.
The boost compensator is the diaphragm that sits on top of the fuel pump. On the rear face (towards the rear of the car), just under the diaphragm is a 12 mm bolt (from memory) with a rubber drain cover/tube covering it (Aussie spec only. The European models have that BACS tube in there). Pull the rubber cover off and undo the bolt. Depending on which tools you use, you may have to remove the fuel inlet pipe first. It’s tight in there….
Inside the hole is a toothed wheel sitting on the horizontal plane. You can see it if you grow a 3rd hand, shine a light in there and hold an inspection mirror just right. You don’t need to see it though…..
Insert a smallish blade screw driver (holding the blade in the vertical plane) and get it on the teeth of the toothed wheel. Now push the end of the screw driver away from the motor (to turn the wheel clockwise when viewed from above). As the wheel turns, you’ll hear a faint click as each tooth pushes against a detent spring. You need to turn it 2 or 3 clicks.
Re-install everything being careful not to over tighten the bolts. They screw into soft aluminium.
What this tweak does is to allow the pump to inject more fuel at low to moderate boost pressure. It doesn’t affect the maximum injection volume, so you’re not over stressing the motor. Another benefit is that it’ll pull harder as it approaches red line. There’s no noticeable difference in smoke and the net effect is better economy. You’ll end up shifting sooner and not having to rev the motor to get going quickly.
Don’t be greedy however by screwing it down much further. The gotcha is that it does inject more as the boost drops close to red line and you can get alarmingly high combustion temperatures when revving hard for any length of time.
Maximum off boost injection volume
This adjustment determines how much fuel is injected when there is no boost. Once boost begins increasing, the boost compensator characteristic tendency described above takes over. By increasing the volume of fuel injected, there is more torque available under no boost conditions with the added bonus that with more fuel, more exhaust energy is available to spin the turbo up quicker.
The adjustment screw is found on top of the boost compensator diaphragm and usually has a dab of yellow inspection paint over it (it may however have flaked off with engine washing 😉 Make a note of its stock position for reference. To adjust, loosen the lock nut and screw the adjustment screw in. Initially, turn it in half a turn and tighten the lock nut.
Now it’s a matter of trial and error. Warm the engine up and test the adjustment by looking for a light puff of black smoke as you hit the accelerator from idle. You can repeat the procedure and keep increasing the adjustment half a turn at a time until you do see an increase in smoke.
Try to keep the smoke to a minimum when you do finally find a screw setting that suits your engine.
This will have a noticeable effect in the off idle response and can have the turbo spinning up and boosting right down from 1,000 rpm.
A word of caution however. With all this new-found torque at low boost, don’t be tempted to lug it up long hills simply because it now can. Bearings don’t like being hammered.
I did this mod to mine 6 or so months ago and jumping into a stock TD now it’s noticeable just how different it is.
The week before last, I visited Dave Webster at Cooma Diesel in Fyshwick (in Canberra) to discuss our vehicle and some rather sluggish behaviour in low-end acceleration. They test drove it for me and said that it was indeed sluggish and that it definitely needed attention in the fuel-pump. They said that whilst in factory-spec, the spec was wide in its tolerance and mine was in the very very lower end of "acceptable".
They arranged for me to contact Toyota (which I did) and review the vehicle for work to be carried out under warranty. This I duly was granted, and did without my truck for three days whilst they (Cooma diesel) worked on the fuel pump on behalf of Toyota.
The results? Unbelievable. There is heaps more power/acceleration from 1,000 rpm to 2,500 rpm and there’s more top-end power too. Before nothing so much would happen over 3,500 rpm; now… much more acceleration and power. It’s a different vehicle…
What Cooma Diesel did was to re-calibrate the fuel pump and run it up on the dyno (547nm) to make sure it was at its optimum. They didn’t touch the injectors, or spray patterns or anything like that, just re-calibrated the pump. And all done under warranty – the cheapest upgrade I have ever had.
For those who own the 1HD-FT (esp. if it is still in warranty), try what I did – it could give you a huge boost…
13.04.2007 at 21:15 #587884PS.
Disel er lang best eða var ég búinn að minnast á það einhverntíman…..
13.04.2007 at 21:16 #587886Ég vona að þú hafir ekki fengið þessar eyðslutölur af toyotu.is hehe… hvaða framleiðandi myndi setja upp alvöru eyðslutölur.
Einn félagi minn er með þennan diesel mótor í nánast óbreyttum cruiser og hann er að eyða 13 – 15 innanbæjar.
Ég á bmw 330 umboðið segir að hann eyði 9.7 l… rauntala er um 14 l.
Já, ég vona svo innilega að ég eigi aldrei eftir fá meiri reynslu og fara að ferðast eins og sumir … hægt og illa.
Búinn að ferðast á fjöllum í 9 ár, aldrei þurft að nota lolo né langað til að vera með slíkan búnað.
Bæði með 4 cyl bensín vél og 8 cyl bensín vél. 8 cyl eyðir minna á fjöllum. Þær eyða jafn mikið innanbæjar (18l) og 8 cyl eyðir minna utanbæjar 13 l á móti 18 l sem litla vélin eyddi.
En svona erum við nú allir mismunandi og þarfir okkar mjög ólíkar. Sumir hugsa um eyðslu aðrir um skemmtun. Sumir hugsa um hp aðrir um tog en allt endar þetta í skemmtilegum ferðum, sama hvernig sú skemmtun er upplifuð.
Segið mér eitt diesel menn, hvað eruð þið að taka mikið eldsneyti með ykkur í 2 daga túr. Miðast við 12 tíma akstur báða daga, semsagt fullvaxinn túr báða dagana.
Sjálfur miða ég við 80 lítra hvern dag, en þá er ég til í hvaða illfæri sem býðst.
kv
Gunnar
13.04.2007 at 21:27 #587888jú þessar tölur eru af toyota.is en auðvitað veit ég að þetta eru ekki rauntölur en málið er að þær eru örugglega báðar jafnvitlausar, á reyndar ekki svona bíl og hvað þá einn af hvoru þannig ég get í raun ekki sagt hve vitlausar þær eru, en geri fastlega ráð fyrir að bensínbíllinn sé samt að eyða 30% meira.
.
Svo er annað í þessu öllusaman þegar þú talar um eyðslu á 4cyl bensín og 8cyl bensín, þá er minni mótorinn örugglega bara að erfiða of mikið miðað við þyngd bílsnins og ekki í optimal vinnslusviði, selur mér ekkert að 2.4 4cyl "eyði" jafn miklu og 4.7 8 cyl. Þó það geti gerst í einstaka bílum, en það eru þá bara hönnunarmistök (of lítil vél í of stórum bíl), reyndar hélt ég að við værum meira að tala um mótora en bíla hérna.
.
Því ef menn vilja ræða um bílana þá er auðvitað bara einn kóngur, Landcruiser 😛
.
…koma svo strákar ekki langt í 100 pósta 😛
13.04.2007 at 21:45 #587890ok, svo þessar 550 eru ekki fengnar frá Safari. Svo þetta er ekki með því að bæta aðeins við Intercooler. Ég fór á Safari eins og mér var sagt og gat ekki fundið þessar tölur staðfestar.
.
Þá er brugðið á það ráð að vitna í einhver útlending (sem gefur þessu ennþá meira virði því útlendingar vita allt betur…) sem segist hafa gert góða hluti en ekkert staðfest (og það kemur ekki af síðu Safari sem virðast kunna minna á þetta en hann).
.
Þessar tölur gætu þessvegna verið að einhverju spallborði (og auðvitað ýkir engin né lýgur á þeim).
.
Ég veit ekkert hvort það er hægt að ná 550 Nm án þess að minnka áreiðanleika mikið (Safari gat það ekki en þeir þurfa greinilega að fá sér nýja tæknimenn fyrst aðrir geta gert það án þess að hafa fyrir því) en ég hef enga staðfestingu fengið á því að það sé hægt (eins og síða Safari átti að gera).
.
jú, ég trúi líka á jólasveininn
.
JHG
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.