Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bensín VS Disel
This topic contains 96 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Steinsson 17 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.04.2007 at 11:08 #200114
Þar sem disel er nú í sumum tilfellum dýrari en bensín þá fór ég að velta því fyrir mér hvort það sé orðið eins eftirsóknarvert að vera á dísel bíl eins og það var hér einu sinni.
Ég veit það að dísel eyðir kannski aðeins minna en á móti kemur að þú færð mikið meira afl útúr bensín mótor og kannski ekki svo mikla eyðslu i viðbót. Ég átti einu sinni Hilux DC með 2,4 TDI hann eyddi um 15-18 l innabæjar mesta eyðsla sem´ég varð vitni af er rúmir 100 l í dagsferð, keyrðum upp Gjábakkaveg svo í áttina að Hlöðufelli og svo áfram í átt að Kjalvegi og svo þegar þangað var komið þá var keyrt sem leið lá í bæin. Í þessari ferð var ég með mestu eyðsluna og lang síðastur. Það var þarna með 8 gata villis sem keyrði um eins og hann væri vélsleði og hann var með minni eyðslu heldur ein ég.
( í þessum pælingum mínum þá er ég ekki að hugsa um vélarnar í stóru vörubílunum þ.e.a.s Fordunum).Hvaða skoðun hafið þið á þessu?
Er þetta vitlaus hugsun og er ég kannski að reyna að réttlæta það fyrir sjálfum mér að fa mér bensín jeppa eða er eitthvað til í þessu
Bensín og disel kveðjur
Snorri Freyr(hin óákveðni)
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.04.2007 at 22:24 #587812
Eg er harður diesel brennari og vill ekkert annað, ástæða, diesel er tog meira, ekkert rafmagnsdrasl, bilar aldrei og eiðir litlu….. svo ek eg með 2,8 nissan mótor sem togar ekkert, alltaf bilaður og eiðir aldrei minna en 20L/100
???? why!
12.04.2007 at 22:35 #587814Þó þetta sé vel út úr verðflokki hjá flestum finnst mér rétt að minna á að þetta er til og að diesel fræðingar ættu kannski ekki að horfa svona mikið til ameríku í leit af góðum vélum.
BMW M67 Diesel
Size (litres): 4,423 V8
Power (PS@rpm): 242kW (329hp) @ 3800
Torque (Nm@rpm): 750 @ 1900
Weight (kg): 192
og til gamans má geta að uppgefin eyðsla á
BMW 745d sem vélin færst í er
13,5 í innanbæjar og
7,2 Í utanbæjar
og er það bíll sem er um 2100 kgÉg segi bara fyrir mig að ég ætla að beina mínum augum til þýskalands þegar ég fer að velja rellu í jeppann minn.
Hérna finnið þið meira
http://www.vrchlabi.cz/e30/ruzne/enginenumber/
12.04.2007 at 22:54 #587816Tveir af þessum fimm mótorum sem Hjörtur nefnir ná eða slaga hátt í 4L . Um 3L V6 Toyota get ég ekki verið sammála, mótorinn var önnur af tveimur ástæðum fyrir að ég hætti við að kaupa svona Toy. Hina þekki ég ekki en það er að sjálfsögðu ljóst að það er stöðug þróun í vélum og talan sem þarf til að gera mótora skemtilega fer stöðugt lækkandi.
Þessari 4L tölu er slegið fram sem þumalputtareglu og er jafn nákvæm og áræðanleg og aðrar slíkar. Mín skoðun og öðrum er frjalst að vera ósammála
Ástæðan fyrir því að svo mikið er til af dieselbílum er augljós. Fyrir mjög marga er stæðsti punkturinn hvað kostar að reka bílinn og lengi vel fengu menn dieselolíuna nánast gefins og það er stæðsta ástæðan fyrir fjölda dieselbíla. Það hefur alltaf verið ljóst að dieselvél eyðir minna þó að við margar aðstæður er munurinn ekki eins mikill og margir halda. Fyrir marga eins og t.d. mig skipta aðrir hlutir en eyðsla meira máli við verðum bara að borga fyrir það. Nú þegar dieselverð er komið á sama grunn og bensín fjölgar hins vegar bensínjeppum engin spurning.
13.04.2007 at 00:13 #587818Þetta er ekki alveg í fyrsta sinn sem þessi umræða nær flugi
Eins og fram hefur komið er fátt eitt sem gefur diselmótornum stig sem alvöru jeppavél nema
nýlegar hátækni dísel rellur sem kosta mörg meðal bílverð í innkaupi eru að komast á svipað aflsvið og ódýrar V8 bensínrellur eru að gera í dag , nema hátæknirellurnar eru að ná frábærum eyðslutölum .
Spurningin er ,ef við tökum dæmi , hvað kosta 300 bensínhestöfl á móti 300 dísel hestöflum ??
300 hestafla Bensínrella vs 300 hp dísel .
Þó við færðum okkur í 200 hö, er munurinn samt gríðarlegur .
Þetta miðast við tveggja tonna bíl . 2,5 tonn ferðaklár . Hann bara einfaldlega þarf minnst 200 hestöfl til að geta talist virkilega skemtilegur .
13.04.2007 at 00:27 #587820OK það er hægt að fá frábærar díselvélar frá Evrópu. En hvaða hraðastilli skrúfar maður síðan aftaná þær? Er til eitthvað sem passar og er nothæft í jeppa???
Og hvað er síðan hægt að kaupa marga bensínlítra fyrir muninn á verðinu á 350 hestafla evrópskum díselmótor og 350 hestafla amerískri sleggju
13.04.2007 at 00:31 #587822Því miður er eiginlega ekki enn hægt að bera þetta saman, þ.e. x mörg bensínhestöfl og x mörg dísil. Því oftast er það nú þannig að þó að hestöflin séu sambærileg í báðum vélum er ekki þar með sagt að vélarnar séu mjög svipaðar í getu eða "sprækleika" vegna þess að dísilvélarnar eru í flestum tilfellum töluvert ofar í togi. Það er eitthvað sem gleymist mikið þegar er verið að bera þetta saman. Einnig er stór þáttur í þessu á hvernig aflsvið vélanna er, þ.e. á hvaða snúningssviði þær eru að virka og hvort afköstin séu einungis á mjög takmörkuðu sviði (eins og átti oft við um gamlar latar lýsisvélar sem er reynt að bjarga með intercoolerum og bínum).
Þessvegna er svolítið erfitt að bera þetta saman bara út frá hestöflum þegar er verið að tala um verð.
Hinsvegar er þetta hinn skemmtilegasti þráður og mjög gaman alltaf að bera þetta saman.
Þetta með að jeppar eigi ekki að vera undir 4L….tja….úff þetta er nú nánast að verða úrelt því allnokkuð margar hátæknidísilvélar(eins og kom fram hérna ofar) eru að afkasta virkilega góðu afli þrátt fyrir að vera eitthvað fyrir neðan 4L. Hitt er svo annað að litlar kraftlausar vélar verða mjög sjaldan skemmtilegar eða sprækar og þá sérstaklega ekki gömlu vélarnar, þ.e. bíll með stærri vél verður alltaf skemmtilegri, það mætti segja að ánægjan sé nokkurn veginn í línulegu hlutfalli við stærð vélar eða þá eyðslu:D (þið þurfið ekkert að vera kommenta á þetta, þetta er einungis gant í mér).
Kv. Dabbinn
13.04.2007 at 01:41 #587824Nú látum við tölurnar tala .
Eitthvað var verið að gera lítið úr toginu í bensínvélum . Hér eru tölur sem eru frekar ósanngjarn samanburður fyrir bensínvélina , en er í lagi að skoða .6,6 l Duramax verðlaunuð hátækni díselvél fyrir afl og tog er að toga á 3200 rpm 650 ft/lbs . Þetta er með því hæsta sem er í boði í þessum stærðarflokki díselvéla .
351 W Ford létt tjúnnuð fyrir jeppa með tog í huga er að toga á 3300 RPM 400 ft/ lbs .
‘A 1850 Rpm 300 Ft/lbs .
Endilega að skoða tog kúrfur dísel og bensín . Það kemur á óvart hvað bensínvélarnar toga .
Dæmi um díselvél sem gleymdist algjörlega allt sem heitir tog er 2,8 Patrol .
Það skeður einfaldlega EKKERT fyrr en bínan fer að rumska
13.04.2007 at 02:01 #587826Rétt sem kemur fram hér að ofan, þetta gleimist nefnilega mjög oft í umræðunni þ.e togið.
Ok Hvað kostar besnínmótor sem er með segjum 550nm í tog á 2000sn og hvað eyðir hann.
Nú er það bara staðreind að 4.2 Toy 24 ventla er með ca 550 nm í tog eftir að búið er að setja góðan cooler á hann og eyðir ekki r….t eða þetta ca 12-13,5L þetta er mótor sem þú ekur gersamlega nánast endalaust og hann bara virkar og ekkert bull, ár eftir ár aka menn með svona mótor og viðhald er 0 KR! N.b þetta er bara einn af mörgum mjög skemtilegum mótorum sem koma til greina og hættið nú þessu væli með 100 kg til eða frá.
Þið þessir bensíntittir getið látið ykkur dreima til og frá og jafnvel sofið með bensínbrúsa undir koddanum en það breytir því ekki að það er ekki til bensínmótor sem skákar díselmótor sama hvernig á það er litið þegar það kemur að okkar notkun þ.e í breytta jeppa. Það er alltaf til betri diselmótor!
Og eitt get ég sagt ykkur að ég er búinn að fara á fjöll með mörgum V8 bensíntittnum og það hafa farið ófáar stundirnar í það hjá mér að þerra upp tárin sem hafa streimt niður kinnar þeirra í dagslok á fjöllum, þeir áttu ekki roð í disel jeppan þar sem hann gersalmega jarðaði þá þegar kom að því að það reindi á TOG og drifgetur!
13.04.2007 at 08:07 #587828frábær umræða.
af hverju er yfirleitt ekki sett lolo í bensínbíla, en alltaf í díselbíla? þegar díselbíllinn togar svo svakalega að hann ætti að labba hvað sem er án lolo.
af hverju er langsöluhæsti díselbíllinn 2,8 patrol þegar það er vél með gamla og lúna hesta og ekkert tog? kaupa menn sér bíl með ónýta vél og réttlæta það með því að 6 lítra dísel sé svo góð?
það er engin að rengja það að það er til haugur af góðum díselvélum. þær eru bara flestar stórar, þungar og fokdýrar. þessi umræða byrjaði á því að spurt var hvort ætti að setja bensín eða dísel í hilúx. að mínu mati og margra annara er bensín ekki spurning í þessu tilfelli, léttur bíll þarf létta og kraftmikla vél. v6 toyotavél er ekki í þeim flokki.
hérna koma fullt af mönnum og segja að það sé ekki spurning að setja dísel í hilux 6 lítra ford eða 6,6 lítra duramax séu svo góðar. þessi skoðun sannar að díselkallarnir sjá bara hillingar í gráum díselmökknum úr egin bílum og réttlæta það að aka um á grútmáttlausum grútarbrennurum sé best af því að við sjóndeildarhring sé svo góð díselvél. þetta minnir á ýmis trúarbrögð, að lifa eftir því sem er hinumegin við móðuna.
kveðja siggias trúleysingi.
13.04.2007 at 08:49 #587830Nú fá björgunarsveitirnar að aka um á litaðri olíu og ekkert um það að segja nema frábært. En þrátt fyrir það eru sumar sveitirnar að kaupa Tacoma eða Tundra og eru þær með bensínvél. Það var t.d ein sveit hér í nágrenni við höfuðborgarsvæðið að kaupa Tundru og lét breyta henni á 44". Munurinn á verði olíunnar og bensins er mun meiri fyrir björgunarsveitirnar en okkur hin. Einhver hlýtur ásæða þess að vera.
Kv
Snorri Freyr
13.04.2007 at 10:56 #587832Hvaða bull er þetta. Þið vitið að þungaskattsbreytingin var gerð í umhverfisverndarskyni til að auka hagkvæmi díselvéla og gera þær betur samkeppnisfærar við bensínvélarnar!!! Og hér geysast menn fram með það fagnaðarerindi að einmitt með þessari breytingu séu loksins komnar forsendur til að setja bensínvélar í bílana því dísel sé hvort eð er orðið jafn anskoti þungt á budduna.
Þetta var reyndar þróun sem 4×4 benti á og varaði við ef álögur á dísel yrðu eins og fyrirhugað var í frumvarpinu. Glanni, Lella og fleiri góðir félagar hrundu af stað öflugum mótmælum þar sem hundruð díselbíla rúntuðu framhjá Alþingishúsinu og flautuðu og Geir hinn norski kom út og tók við pappírum og lofaði út og suður. Í fréttum um kvöldið kom svo framkvæmdastjóri FÍB og sagði þetta ‘sérhagsmunaleg’ mótmæli og álögur á dísel ættu að vera sambærileg og á bensín, en það myndi ekki breyta neinu því díselbílar eyði svo mikið minna og munu lækka í verði og þar með myndi breytingin ná tilgangi sínum. Ég þrasaði eitthvað við hann í einhverjum útvarpsþætti og hélt því fram að ef breytingin yrði framkvæmd eins og hún var sett upp myndi það auka bensínnotkun í ferðajeppum, einmitt á því sviði þar sem komin væri allnokkur hefð fyrir notkun á dísel. Mér sýnist að viðvaranir 4×4 séu að sanna sig. Díselnotkun kann að hafa aukist í fólksbílum en hún fer greinilega minnkandi í ferðajeppum.
Kv – Skúli
P.s. Snorri, varðandi þetta síðasta innlegg þá hljómar þetta þannig að ákvarðanir um bílakaup þarna byggi klárlega ekki á því hvað sé hagkvæmast fyrir sveitina og hvernig best sé spilað úr hagnaðnum af flugeldasölunni. Ég hef reyndar oft undrast bílakaup sveitanna. Mun samt halda áfram tryggð við þær og kaupa flugeldana á réttum stað.
13.04.2007 at 12:04 #587834Benedikt… það þarf nú ekki að leita langt til að finna mótor sem skákar þínum ofur diesel mótor…. nefninlega ekki lengra en í húddið á mínum…
Ég er með original 4.7 Grand cherokee 01´ mótor sem skilar ófiktaður 235 hp og 300 lb ft í togi…
Samkvæmt http://www.autocar.co.uk er nýja 4.2 diesel vélinn í cruisernum að skila
Engine
Layout 6 , 4164 cc
Max power 201 bhp
Max torque 317 lb ftOk… hérna eru bara staðreyndir skrifaðar niður ekkert bull um hvað mönnum finnst.
Og mín vél gengur og gengur… og 0 kr í viðhald…
Ég held ég sé búinn að finna vél sem skákar diesel, og það er ekk einu sinni forþjappa á þessari….
Þessi 4.7 vél fæst í Grand Cherokee á sirka helmings verði sem diesel cruiser kostar í dag…..
Eigum við að fara tala um kostnað….. Hvað er maður lengi að eyða 3 milljónum í eldsneytiskostnað… þ.e.a.s. mismun á eyðslu á diesel bíl vs bensín …
Komon…. þetta er tapað mál… Bensín vinnur 😛
Já þetta með lolo…. Það er ekki til ein diesel vél í jeppa sem vinnur án þess að turbínan sé að blása og því hafa diesel bílarnir ekki afl í að láta bílinn labba nema vera á yfir 1500 snúningum… og því þurfa þeir hjálp frá Lolo… Svona er það nú einfalt.. hvað bensín vél er mikið sniðugri vél í fjallabíl heldur en diesel.. Enda þurfa bensín bílar ekki lolo… sem kostar HVAÐ…
Eigum við að tala um kostnað aftur við að þurfa setja lolo í bílinn til þess að bíllinn geti labbað… Ég er með sjálfskiptingu og 3.73 drif og 38" dekk.. og bíllinn minn labbar… vélinn hjá mér er semsagt að toga… hmm þetta held ég að diesel kallar hafi aldrei heyrt áður = að bensín vél geti togað.
Jæja kallar mínir…. auðvitað fæ ég aldrei mann sem á diesel jeppa til að játa það sem er satt… en mig dreymir alltaf góða bensín brúsa drauma og tel alla peningana mína sem ég er að græða með því að kaupa mér ekki rándýran diesel bíl með alltof litla vél miðað við þyngd.
Góða drauma félagar
kv
Gunnar.
13.04.2007 at 12:23 #587836Semsagt, svarið við stóru spurningunni,
.
Hvort er betra bensín eða dísel ER ….. 42.
.
Geta allir ekki bara verið sáttir við það?
13.04.2007 at 12:34 #587838Ég spáði í þetta með fólksbíl fyrir nokkrum árum, sennilega stuttu eftir verðlagsbreytingar á díselolíu, því það átti nú að vera svo umhverfisvænt. M.v. listaverð á nýjum fólksbíl og uppgefinn mun á eyðslu í prósentum hefði það tekið mig m.v. 25-30 þúsund kílómetra keyrslu á ári [b:czxnrjfv]sjö ár[/b:czxnrjfv] að fara að finna fyrir einhverjum hagnaði af díselolíubílnum. Ég ætlaði að skoða þetta aftur núna nýlega en þá var ekki lengur til díseltýpa af viðkomandi fólksbíl. Það hefur nú hingað til gengið illa að fá einhverjar eyðslutölur sem mark er á takandi svo sennilega þarf þetta að vera áfram "huglægt" mat hvers og eins 😉
En svarið er samt eins og Hjörtur benti á alveg augljóslega [url=http://www.42.is/:czxnrjfv]42![/url:czxnrjfv]
13.04.2007 at 12:36 #587840Viðvarannir f4x4 út af breytingu þungaskattsins áttu engan rétt á sér og voru byggðar á misskilungi eða í besta falli hagsmunagæslu. Ástæðan fyrir þessar bensínsveiflu klúbbsins er einfaldlega sú að það er hagkvæmara að reka létta jeppa í snjó en þunga.. Það er ekkert sem eyðir meri eldsneyti snjó en jeppi sem drífur illa eða er fastur. Léttari jeppar eru einfaldlega oftast bensínjeppar og þess vegna oft ódýrari í rekstri í snjónum. Það sem gerist með þungaskattsbreytingunni í klúbbnum er einfaldlega það ef félagar nota léttari jeppa, burt séð frá því hvort þeir eru með bensín eða dísilvél.
13.04.2007 at 12:39 #587842Prius er málið, umhverfisvænn og allt. Eyðir ekki neinu.. og hlýtur því að drífa mikið.
kv
Gunnar
13.04.2007 at 12:48 #587844Hér er athyglisverð tafla sem sýnir ofur togið í 24 ventla grútarkvörninni frá Toyota .
‘Eg sé ekki betur en ágæt bensínvél sé með nánast sama tog .
Það er ekki nóg að manni bara finnist eitthvað vera einhvernveigin . Það þarf að hafa einhvern stuðning á bakvið fullyrðingar sem verið er að setja fram .
Málið er ,nógu helvíti stórann bensínrokk í húddið sem eyðir alveg hryllilega , þá er loks gaman !
Stórt er gott , stærra betra !http://tlc.off-road.com/tlc/article/art … ?id=264200
13.04.2007 at 12:54 #587846…og takk fyrir allann fiskinn !
13.04.2007 at 13:22 #587848
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég veit að Tacoman sem Flugbjörgunarsveitin á Hellu keypti var keypt á tímabilinu þegar olíugjaldið var komið inní verð olíunnar og áður en björgunarsveitirnar fengu að keyra á litaðri olíu.
En þar fyrir utan eru björgunarsveitarbílar yfirleitt ekki keyrðir það mikið <10þús km/pr ár er ekkert óeðlilegt.
Ég er á því að björgunarsveitarbílar eigi að vera sem fjöbreyttastir því það eykur líkurnar á að það sé til bíll sem henti betur en aðrir við einhverjar aðstæður og í útköllum er eyðslan það síðasta sem menn pæla í ef bíllinn er að skila sínu.
13.04.2007 at 13:55 #587850Oftast eru dieselbílar eitthvað dýrari en bensínbílar í innkaupum. Hvað ætli taki langan tíma að vinna þann mismun upp miðað við 10.000km á ári?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.