Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bensín VS Disel
This topic contains 96 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Steinsson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.04.2007 at 11:08 #200114
Þar sem disel er nú í sumum tilfellum dýrari en bensín þá fór ég að velta því fyrir mér hvort það sé orðið eins eftirsóknarvert að vera á dísel bíl eins og það var hér einu sinni.
Ég veit það að dísel eyðir kannski aðeins minna en á móti kemur að þú færð mikið meira afl útúr bensín mótor og kannski ekki svo mikla eyðslu i viðbót. Ég átti einu sinni Hilux DC með 2,4 TDI hann eyddi um 15-18 l innabæjar mesta eyðsla sem´ég varð vitni af er rúmir 100 l í dagsferð, keyrðum upp Gjábakkaveg svo í áttina að Hlöðufelli og svo áfram í átt að Kjalvegi og svo þegar þangað var komið þá var keyrt sem leið lá í bæin. Í þessari ferð var ég með mestu eyðsluna og lang síðastur. Það var þarna með 8 gata villis sem keyrði um eins og hann væri vélsleði og hann var með minni eyðslu heldur ein ég.
( í þessum pælingum mínum þá er ég ekki að hugsa um vélarnar í stóru vörubílunum þ.e.a.s Fordunum).Hvaða skoðun hafið þið á þessu?
Er þetta vitlaus hugsun og er ég kannski að reyna að réttlæta það fyrir sjálfum mér að fa mér bensín jeppa eða er eitthvað til í þessu
Bensín og disel kveðjur
Snorri Freyr(hin óákveðni)
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.04.2007 at 11:45 #587772
Fyrir mitt leyti… Ég er nú á Hilux með vonlausri bensín vél sem eyðir alltof mikklu miðað við það sem hún skilar. Ég er mikið búinn að vera að pæla að skipta um vél og var ég sínum tíma ákveðin í setja í hann 2,4TDI, sætta mig við að hún væri kanski ekkert rosalega kraftmikil en kanski ekki eins mikklar breytur í eyðslu. Nú þegar verðið á diesel er eins og það er í dag er ég búinn að skipta um skoðun og er að leyta mér af Chevy 4,3 Vortec. Vonandi verð ég búinn að láta verða af því fyrir næsta vetur og þá gætur maður kanski brosað eftir að hafa verið tekinn í ra****** á bensíndælunni.
.
Í stuttu máli, ég er alveg til í að sætta mig við 20l eyðslu ef vélin skilar einhverju fyrir þessa 20l….
.
Kv.
Óskar Andri
12.04.2007 at 12:15 #587774Bensínvélar aflmeiri en dísel.
Ég er ekki jafn sanfærður. Mér þætti gaman að sjá bensínvél í t.d fordinum hjá nafna…. ég er ekki sanfærður um að hún myndi hanga lengi þar…
Eins að ef væri búið að tjúnna hana upp á sama tog og bílinn hjá honum hefur þá held ég að meirað segja hann myndi ekki standa í að reka svoleiðis dæmi….
Þegar menn eru að tala um að "hann" verður mikklu skemtilegri með bensínmótor þá er oft verið að "svappa" gamalri og eða lélegri díselvél úr þeim gamla og er það þá oftar en ekki lítil 4 silindra disel motor (eða handónítur patrol mótor) versus v8 bensinmótor og sá samanburður er bara ekki sangjarn. Þegar verið er að bera þessar 2 gerðir samann þá verða menn að bera saman epli og epli ekki epli og skemdan banana….
Hitt er svo annað mál að góður diselmótor er dýr og ekki fyrir alla að fara í svoleiðis útgerð og þá er oft betra að fara í bensínmótor en þá jafnframt er það vegna þess að hann er ódýrari ekki betri!
12.04.2007 at 12:27 #587776Það er auðvitað hárrrétt að það er ekki hægt að setja 4cyl dísel mótor í sömu setningu og 8cyl bensínmótor.
.
En svo er það, ef bera á saman svipaða stærð af bensínmótor og dísel fer þetta að verða spurning um þyngd (fyrir suma allavega) V8 sbf viktar undir 300 kg ef mig minnir rétt en stóru dísel rokkarnir vikta vel á/yfir 500 kg, (6bt cummins (5.9) er að mig minnir yfir 500kg)
.
Berandi er saman kannski stóru toyotu dísel rokkana (12H-T 1HD-T osfrv.) og V8 smallblock bensín. Held það sé nú bara ekki nokkur einasti kjaftur búinn að skipta þeim út hjá sér fyrir bensínmótor, sem segir mikið fyrir þessa mótora.
.
Svo er þetta bensín Vs. dísel bara ósanngjörn spurning nema menn viti nákvæmlega hvað þeir vilji útúr bílnum og til hvers hann verði notaður mest.
.
En það selur mér enginn að bensínmótor eyði minna eða það sama og dísel í sama bíl, og hananú .:)
12.04.2007 at 12:39 #587778Eins og ég tók fram þá er ég ekki að pæla í stóru díselvélunum því að bílar með þannig mótor eru of dýrir fyrir mig.
Það sem ég er að horfa á er t.d hilx 2,4 tdi eða blazer S10 með Vortec 4,6(tók hann sem dæmi því að það er einna augl hér á síðunni) Svipað stórir bílar annar aflaus og eyðir um 15-18L hin aflmikil (miðað við 2,4 TDI)og eyðir um 20L. Það er þetta sem ég á við.
Kv
Snorri Freyr
12.04.2007 at 13:00 #587780Snorri Freyr er þarna í fyrsta innlegginu að lýsa ferðalagi sem ég þekki ágætlega. Maður er allan túrinn að bíða eftir 2 til 4 lítra dísil bílum, svo þegar líða fer á túrinn fara þeir jafnvel fyrstir að væla um olíuleysi. Ég held reyndar að þetta sé mikið til vegna þess að það virðis loða við suma þá sem velja sér díselbíla að telja það ekki skipta miklu máli í snjónum þó bíllin sé þungur og er það mjög gjarnan svo að bílarnir þeirra eru ofhlaðnir af allskonar óþarfa vörum eins og tengdamömmuboxum fullum af rusli. Víð skulum átta okkur á því að svona toyota eins og snorri er að tala um getur auðveldleg verið 30 % þyngri en en eins bensínbíll og vegna þess að bensín eyðslan í lítum talið er minna en 30 % meiri en á dísil þá verður heildareyðsla díselbílsins meiri í snjónum.. svo þegar færið þyngist og þyngri bíllin fer að drífa illa getur þetta orði þannig að þynngri bíllin fer að eyða jafn vel margfalt á við þann léttari.
12.04.2007 at 13:06 #587782
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þið eruð alveg að gleyma því að allar þessar dísel vélar eru bæði með túrbínu og intercooler og efast ég ekki stundarkorn um það að ef að tveir jafn stórir mótorar, annarsvega bensín með túrbínu og intercooler og hinn dísel með sama búnaði að bensínið myndi ávallt verða öflugra og eyða svipað og í versta falli örlítið meira, en alls ekki mikið
12.04.2007 at 13:07 #587784Já , þetta eru djúpar og mjög þarfar pælingar .
Spurningin er , hvað viljið þið fá út úr jeppanum ykkar .
‘Eg er með á hreinu hvað ég vil . Það er ein díselvél sem ég get talið glóru í að gagnist mínum þörfum í afli og togi og vélarþyngd .
Það er verðlaunavélin Duramax og ekkert annað . Verð því miður að sætta mig við annað í dag , en sówat !
Hún er bara því miður allt of dýr þessi elska fyrir mitt næfurþunna veski .
Fyrst þegar ég heyrði menn tala um að STANDA þessa díselfáka , þetta byrjaði um 1989-90 .
‘Eg vissi fyrst ekki hvort ég átti að taka þessu sem léttu gríni eða alvöru kafla í jeppamennsku ‘Islands .
Reyndar í dag eru til grútarbrennarar sem þokast ágætlega áfram og eru bara fínir mótorar á sinn hátt .
Að ná afli út úr dílelvél kostar mikla peninga ,sem menn hafa oft vanmetið .
Eins og Duramax , er verðið ótæpilegt og er ekki á allra færi .
Verð á bensíni er svipað og oft á tíðum lægra en á grútnum .
Það er vel leggjandi í þá vinnu að smíða góða bensínvél í bílinn sinn í dag og fá feikna afl og tog auk viðunandi eyðslu . Mismunurinn er svo lítill .
Við vissar aðstæður er bensínið að renna hraðar í gegn en grúturinn .
‘Eg ók um hálendið í mörg ár á V8 bensín og líkaði vel .
Spurningin er , hvernig er V8 vélin uppsett og hvaða hlutir eru í henni .
Hvaða gírkassi eða skipting , drifhlutföll í millikassa og drifum , þyngd bílsins og ekki sýst , aksturslag ökumannsins .
‘A endanum , aflið einfaldlega kostar meira , spurningin er , hvursu mikið meira .Kveðja Valli S.
12.04.2007 at 13:15 #587786svo er spurning hvað menn ætla bílinn í, ef þetta er undir 5 manna fjölskyldu sem ferðast mikið allan ársins hring þá er patrol 2.8 alveg fínn kostur, fer vel með þig og alla sem eru með og eyðslan í hófi, svo horfir dæmið kannski öðruvísi við ef menn ætla bílinn aðalega bara fyrir fjallaferðir að veturlagi.
.
Svo eru þetta líka helvítis trúarbrögð
.
4.3 chevy reyndar er ekki neitt spes mótor að mínu mati, miklu frekar bara fá sér alla 8 strokkana, munar nákvæmlega engu í eyðslu en meira afl.
.
ástæðan fyrir því að allir dísel motorar eru turbo er að dísellinn tekur svo vel í túrbínuna, ekkert vesen einsog í bensínbílum með sama búnaði þar sem allt draslið stendur á suðu þegar færið þyngist örlítið og ekki skulum við einusinni tala um eyðsluna með þannig rokk.
12.04.2007 at 13:18 #587788Kemur á óvart að heyra slíkar eyðslutölur í dísiljeppa. Þetta hlýtur að vera eitthvað extreme dæmi enda á álíka eyðsla almennt ekki við í litlum díselvélum.
Ef bera á saman jafnstórar bensínvélar og dísel þá verða þær að vera frá svipaðri árgerð því ör þróun hefur verið í mótorum undanfarin ár og þá einna helst á díselvélum. Ef bornar eru saman þróuðstu dísilvélarnar þá eru þær býsna seigar og skáka túrbínulausri jafnstórri bensínvél að mörgu leyti og eru um leið ótrúlega sparneytnar. Ókosturinn við eldri turbo dísilvélar og þá aðallega þær af minni gerðinni er að þurfa að treysta á aflið sem túrbínan gefur sem gerir bílinn allan þyngri í vöfum enda verra að hafa ekki fullt afl nema á afmörkuðum snúningshraða og þá oftast loksins þegar bíllinn er kominn á einhverja ferð að ráði. Bensínvélar byrja að skila sínu á mun lægri snúningshraða sem auðveldar bílnum að rífa sig af stað úr kyrrstöðu og halda ferð þegar skipt er um gíra. Einnig er stór kostur við bensínvélar að þú getur náð meira hraðasviði í hverjum gír og þarft minna að skifta um gíra.
12.04.2007 at 13:22 #587790Ég er með ágætis samanburð,
ég henti gömlu 2.4 túrbó dísel vélini úr stutta krúsernum mínum og setti 6 cyl 12H-T úr 60 krúser í staðin (4 lítra túrbó dísel).
nú er ég með nóg afl í allt sem ég vil, tek yfirleitt af stað í 2. gír á ljósum (fyrsti er bara of lágur) keyri kambana eins og ekkert í 5. gír og eyðslan fór úr 16 í utanbæjar akstri og niðurfyrir 10.
innanbæjar er hann að eyða svona 11-12.
Á fjöllum eyði ég vel innan við helming þess sem félagar mínir á 2.4 EFI bensín-hiluxum gera.
ég er sáttur sko dísel virkar fyrir mig.
12.04.2007 at 13:40 #587792það er gaman að sjá þegar menn tapa sér í pælingum um það hvort sé betra í jeppa, bensínvél eða díselvél.
niðurstaðan er alltaf sú sama, bílaeigendur skiptast í tvo hópa, annars vegar menn sem sjá ekki sólina fyrir díselrokkum og sjá bensínvélum allt til foráttu. og svo hinir sem aka um á bensínbílum og þurfa ekkert að hafa áhyggjur af túrbóþrýsting, afgashita og öllum öðrum leiðindarvandamálum sem fylgja díselvélum.
hérna segja menn að ekki megi bera saman epli og skemmda banana og bera svo saman annars vegar 6 til 7 lítra díselvélar upptjúnaðar eins og hægt er með tölvukubbum og túrbínum og venjulegar 4 til 5 lítra bensínvélar orginal og túrbínulausar og segja að ekki sé hægt að láta sér dreyma um að ná bensínvélunum í 500 hesta og sama tog og díselvélar.
nýja útfærslan á gömlu 383 chevy sem er 5,7 lítra vélin í nýja jeep, er að skila sambærilegu og 6 lítra díselvélin í fordinum hanns benna formanns, og er samt ekki að nota nema 15 lítra af bensíni á 100 km í venjulegum akstri. hún er líka túrbínulaus þannig að hægt er að fá meira útúr henni. þetta er vél sem er 200 kílóum léttari en 6 lítra disel og reikna ég með að hún þurfi einhverju milljónum króna minna viðhald til að duga 200 til 300 þúsund kílómetra akstur.
það er af sem áður var að díselvélar dygðu milljón kílómetra akstur nánast án viðhalds og bensínvélar voru góðar ef þær náðu 200 þúsund km. núna eru bensínvélar yfirleitt endingarbetri en díselvélar, en á móti eru díselvélar orðnar sambærilegri í hestöflum léttleika og eyðslu.
akureyringurinn segir að gæði góðra díselvéla megi meta útfrá því að þeir sem fá sér land crúser með díselvél detti ekki til hugar að skipta yfir í bensín. þetta er að mörgu leiti rétt, en það eru líka til menn sem eiga land crúser með 8 gata bensín og dettur ekki til hugar að skipta yfir í dísel.
hér var nefnt að léttleikin skipti máli. auðvitað gerir hann það, menn smíða sér stakk eftir veksti. það væri óðs manns æði að ætla að setja 6 lítra díselvél í hilux. bíllinn væri alltaf á nefinu með 500 kíló í húddinu. 5,7 lítra bensín væri BARA GAMAN að hafa í hilúx, þá væri líka hægt að hafa tengdamömmubox fullt af drasli á toppnum og bíllin væri samt léttari en með 6 lítra díselvél og eyddi minna eldsneiti.
kveðja siggi bensínkall og hef bara gaman af því.
12.04.2007 at 13:41 #587794Mikið ansk… eru menn komin út á hálan ís með svona umræðu!
Fyrir mig er engin spurning í jeppa vil ég bensín (en í vörubílum á að sjálfsögðu að vera diesel). En þrátt fyrir það að ég sé hliðhollur bensínbílum þá sitja í innkeyrslunni hjá mér tveir dieselfólksbílar og virka svo sem fínt sérstaklega sá minn (Ford Fiesta 2006 með 1.6L 90hp hátækni diesel). En það er samt einhvern vegin þannig að mér finnst alltaf eitthvað vanta uppá sálina í dieselbílum. Þetta er einhvernegin eins og að hestamaður færi í útreiðatúr á dráttarklár í staðin fyrir að fara á vökrum gæðingi. Kannski er ég bara búinn að fá nóg af dieselbrælu, ég eyddi nefnilega 14 árum í það að hafa atvinnu af að keyra dieselbíla bæði stóra og smáa þannig að ekki segja mér að ég þekki ekki diesel.
Þegar ég keypti Grand Cherokee á sínum tíma þá reyknaðist mér til að miðað við að kaupa jafngamlan, svipað ekinn bíl í sama stærðarflokki þá var verðmunurinn það mikill á bensínbíl og diesel að það tók dieselbílinn 3-4 ár að borga það hvað hann var dýrari þrátt fyrir minni eyðslu. Tek það fram að þetta var áður en þungaskatturinn fór í olíuna og forsendurnar hafa breyst mikið síðan þó ég sé ekki viss um hvorum það er í hag. Þetta hlutfall hlítur líka að vera mismunandi eftir því hve dýra bíla er verið að kaupa.
En eitt er ég samfærður um: Sama hvort það er bensín eða diesel, ef vélin er undir 4L þá er hún of lítil í jeppa
12.04.2007 at 16:04 #587796"..En eitt er ég samfærður um: Sama hvort það er bensín eða diesel, ef vélin er undir 4L þá er hún of lítil í jeppa.."
.
Gott að reyna að forðast svona fullyrðingar, 4L og 4L er ekki það sama og jeppi og jeppi er ekki það sama.
.
Talandi um mun á 6 litra Powerjoke og 383, þá myndi 383 rellann einfaldlega deyja í húddinu á svona 4-5 tonna 49" skrímsli, væri heppinn að ná að taka af stað í lágadrifinu.
.
frekar væri berandi saman 460 og 6.0, en þá er þyngdin orðinn gott sem sú sama og eyðslan í 460 dótinu kominn fram úr öllu hófi.
.
ef verið að tala um hilux, jú þá er 350 alveg stórskemtileg örugglega, góð af mótor sem var í grunninn hannaður 1955.
.
Í stórann 3 tonna+ jeppa myndi ég hiklaust velja stóran dísel rokk, vegna togsins, ekki að það sé ekki hægt að knýja þannig bíl með bensínvél, þá erum við bara komnir aftur niður á eyðsluna.
.
við erum ekki bara að bera saman Hilux og Willys … er það nokkuð?
12.04.2007 at 16:34 #587798Big block vélarnar amerísku eins og 460 og 454 eru nú léttari en stóru díselvélarnar.
460 og 454 er í kringum 700 pund.
Gm státar sig af því að Duramax sé aðeins 835 pund, Cummins er eitthvað rétt rúmlega 1000 pund og ég held að 6.0L Powerstroke sé eitthvað nær Cummins heldur en DuramaxKveðja
Birgir
12.04.2007 at 17:33 #587800
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góðan daginn, ég á kannske ekki að vera að blanda mér í þessa umræðu, þar sem ég á ekki jeppa. En ég á húsbíl sem ég var búinn að setja 4,3 vortec í (Wv LT 35), og eyddi hann um 18 til 20 ltr. á hundraðið. Sl. vor færði ég húsið af LT bílnum yfir á Benz Sprinter með 5 cyl. diesel. Ég vildi ekki skipta aftur, Eydslan er um 12-13 ltr.
12.04.2007 at 17:41 #587802Jæja Hjörtur, þú hefur greinilega prófað eitthvað fleira heldur en ég, segðu mér hvaða vélar undir 4L myndir þú flokka sem skemmtilegar, sprækar jeppavélar? Og ég hefði kannski átt að taka það fram að ég er að hugsa um bíla í þyngdarflokknum svona t.d. Hilux og uppúr, ekki smájeppa.
12.04.2007 at 17:49 #587804Ég er með Teracan bensín. Þegar ég keypti hann fyrir hálfu ári þá stóð mér til boða eins bíll sama árg en bara disel. Verðmunurinn á þessum tveim bílm var sá að diselbílinn var 600.000 dýrari þrátt fyrir að vera keyrður meira. Ég tók bensín bílnn. eyðslan er nokkuð góð milli 14-15 L/100 hef farið í 11.2L/100 í langkeyrslu. Aflið í þessum bil er gott og hann er að skila sýnu vel. Miðað við verð á eldsneyti í dag þá tæki nokkur ár að borga mismuninn á innkaupsverði á bensín v.s díselbíl
12.04.2007 at 17:51 #587806Mér dettur nú bara í hug að nefna t.d. vélarnar sem eru í Toyotu Tacoma, eru þær ekki 3,4 eða 3,5 245 HP og síðan nýju dieselvélarnar í LC120 og nýja Hilux 160-173 HP svona ef við höldum okkur við Toyotur. Hef séð báðar þessar vélar í action í 38" bílum og get ekki annað sagt en að þeir bílar hafi verið þræl sprækir. Enn þetta eru auðvitað nýjar vélar.
12.04.2007 at 21:55 #587808Skal nú alveg láta það vera að hafa prófað eitthvað meira en þú en kannski aðeins öðruvísi
Jú Lc120 dísel mótorinn er örugglega skemmtilegur þrátt fyrir aðeins 3 lítra rúmmtak, svo eru nýju tacoma mótorarnir góðir, eru reyndar 4L sléttir.
V6 3l hilux 4runner mótorinn er ekkert leiðinlegur þó honum þyki sopinn góður, léttur extracab með þannig mótor á 38" er ekkert leiðinlegur.
4bt cummins grjótmulningsvél (3.9L) alveg einsog stóribróðir, ódrepandi rella sem þolir auðveldlega 200 hö og endalaust tog
Jú og 3.4l (5VZFE) stóribróðir 3.0 hér að ofan er jú örugglega skemmtilegur mótor í léttum bíl.
.
Svona má endalaust telja upp.
.
En hver er þá eiginlega ástæðan fyrir því að gríðarlegur meirihluti jeppa í dag er dísel? er menn bara almennt svona vitlausir eða?
.
Ekki að maður hafi neitt á móti bensín rokkum sem slíkum, bara Amenin og Halelúja-in sem koma alltaf hérna þegar einhver talar um bensín eru svo svakaleg að maður verður bara að hrauna eitthvað á móti
12.04.2007 at 22:14 #587810Þetta er jeppa síða , þá ætla ég einfaldlega að tala um drifgetu á bílum
Bensín vs Diesel.
Ok.. bensín mótor er léttari miðað við sama afl..
ok Bensín vinnur..
Bensín drífur meira
málið dautt.
Þeir sem hafa ekki efni á að kaupa sér eldsneyti, ættu ekki að kaupa sér jeppa sem viktar nokkur tonn og rekstrarkostnaðurinn er hvort eð er fullt af peningum á ári.
kv
Gunnar.ok dæmi..
Ég vill fá 250 hross í húddið hjá mér, er með bensín mótor sem viktar undir 300 kg. Sambærileg hp í diesel mótor er … cummins… eða eitthvað álíka stórt.. sem gefur þyngdaraukningu upp á 200 – 300 kg.
Miðað við það sem allir diesel kallar segja ætti ég að spara mér fullt í eldsneytiskostnað þar sem 44" breyttir diesel bílar eyða bara 11 lítrum innan bæjar… líklegast niður ártúnsbrekkuna. … en hvað með það… diesel er greinilega málið ef maður ætlar sér í litla eyðslu en í leiðinni litla drifgetu…
………………………
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.