This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Kjartan Bergsson 20 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir, ég er að velta fyrir mér að koma mér upp amerískum pickup (ekki nýjum) með léttu pallhúsi. 5 manna þ.e. ext cab með frambekk (eru flestir frekar þröngir afturí) eða 4d crew cab, á 38tommu, aðallega til sumarferðalaga og léttari vetrarferða (þá án pallhýsis).
Ég hefði áhuga á að heyra af reynslu manna af eyðslu stóru dísilvélanna, í breyttum amerískum pickupum, miðað við bensín V8 í sömu.
Næsta sumar þegar þungaskattur verður afnuminn og dísillítirinn fer í svipað verð og bensín er þá ekki orðinn sambærilegur rekstrarkostnaður á stóru dísilvélunum og smallblock innspítingar áttunum í þessum bílum?
Ég er ekki að tala um þær allra nýjustu en t.d.:
-Ford 7,3d v.s. 302 eða 351ci V8 bensín
-GM 6,5d v.s. 350ci V8 bensín
-Dodge Cummins (5,9L?) v.s. 318 eða 360ci bensín.
You must be logged in to reply to this topic.