Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bensín Patrol
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 15 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.02.2009 at 14:43 #203732
Sælir félagar hvað geta menn sagt mér um bensín Patrol cirka 95 árgerð og sjálfskiptingu er þetta öflugt dót og hver get ég fundið eitthvað um það var að prufa að googla en án árangurs kveðja trölli_1 mail gudnisv@simnet.is gsm 8925426
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.02.2009 at 15:25 #639960
Ef mig misminnir ekki, þá voru þeir bensín patrolar sem fluttir voru hingað inn með 4,2l 6cyl bensínvél.
Veit bara til þess að fluttr hafi verið inn með glussahitara en getur vel verið að þeir hafi komið líka beinskiptir.
.
Mig persónulega grunar að það sé sama sjálfskipting og var notuð aftan á 4cyl 3l vélina, sem passar líka aftan á TD42, án þess að hafa hugmynd um það raunar. Gekk líka hálf erfiðlega að finna eitthvað um þetta á google, toyotuvéla upplýsingar á wikipedia eru mikið betur sorteraðar og skiljanlegri.
.
Annars á víðfrægur maður svona patrol, Pippi held ég að hann sé nefndur. Mér skylst á honum að það hafi ekki verið neitt vesen með skiptinguna, og hann er á gleðigúmmíinu… (44" DC)
.
Vona að þetta hjálpi eitthvað.
kkv, Úlfr
E-1851
.
P.s. sé að samkvæmt [url=http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Nissan_engines:mzdq0tpw]þessu[/url:mzdq0tpw] þá er engin 4,2l 6cyl línuvél til frá Nissan sem er bensín… annaðhvort er minnið mitt að bila eða þessi listi er vitlaus.
En gættu þín á einu, Nissan Patrol er líka til sem Ford Maverick. Gæti verið sínhvorar vélar eftir markaði.
04.02.2009 at 15:35 #63996204.02.2009 at 15:53 #639964Vélin heitir TB42/TB42E og sjálfskiptingin er 4 gíra og á að þola slatta. En þetta mökkeyðir örugglega
-haffi
04.02.2009 at 17:02 #639966oo
04.02.2009 at 17:04 #639968Þakka svörin sem komin eru. Ég er að kanna þetta mál þar sem mér stendur til boða svona Patrol á 44" að sögn eiganda er eyðslan ekki mikið meiri en í 44" 2,8 disel bílunum í litrum og síðan kemur einhver verðmunur á litra verði. Kraftur er mikið meiri og skemmtileg sjálfskipting eða sú sama og er aftan á 3 lit vélinni. Ég hef séð einhver myndbönd á You tube af þessum vélum og þá með túrbínu og er það alveg hrikalegur kraftur þar á ferðinni . kveðja trölli
04.02.2009 at 17:19 #639970Talaðau við Kjartan 892 0355 – hann er með svona bíl og er bara nokkuð sáttur. Hann ætti að geta gefið þér einhverjar upplýsingar.
Benni
04.02.2009 at 17:27 #63997204.02.2009 at 19:45 #639974Trölli er að reina að skifta á Toyletinu sínu og Pattanum hans Kjartans (PIPPA)
Kv: Kalli
04.02.2009 at 21:26 #639976Sæll Kalli það er alltaf gaman að skipta um bíl. Það vaknaði hjá mér spurning um hvort það væri hagstæðara að vera á bensín eða disel Patrol í dag. Félagi minn var að koma úr erfiðri ferð og var hann á Patrol með vél úr 120 Cruser og fimm gíra kassa og milligír. Færið var þungt og var hann á 38" mudder. Hann kvaðst hafa þurft að beita bílnum af fullu afli og hafi eyðslan verið 100 lit á hundraði . Á þjóðvegi er þessi bíll að eyða um 10 lit. Ég er með 2,8 Patrol og er eyðslan á 32" í langkeyrslu 14 til 16 lít. í bænum 25 og meira fer eftir lausagangi. Þannig að það vaknaði upp spurning þar sem bensínið er töluvert ódýrara hvort einhver hefði reynslu að bensín Patrol. Búinn að ræða við Kjartan sem gaf mér athyglis verðar upplýsingar um eyðslu á sínum bíl sem er ansi álitlegur og flottur væri gaman að prufa hann. kveðja trölli
04.02.2009 at 23:47 #639978ég er með patta 2,8 DT og er á 38" eiðir í langkeirslu 13 L á hundraði ef maður fer ekki yfir 90 en á fjöllum sirka 16 á hundraði.
kv: Kalli
04.02.2009 at 23:53 #639980Veit einhver hvaða hlutföll eru í bensínbílnum?
04.02.2009 at 23:59 #639982sæll Trölli
það er nú væntanlega eitthvað að bílnum hjá þér ef þú ert að eyða 20+ á 2.8 dísel Patrol á 32" í malbikskeyrlsu. Ég er búinn að eiga 3 gamla Patta, allir voru þeir á 38" en á mismunandi hlutföllum og aldrei tókst mér að ná þeim yfir 20 l/100 í malbikskeyrslu.
Pabbi félaga míns átti svona bíl með bensín vél og var hún nokkuð skemmtileg, amk í óbreytttum bíl en ég man að hann eyddi talsvert.
kveðja
Agnar
05.02.2009 at 00:28 #639984Sæll Agnar ég er bara með venjulegan Patrol 94 á 32" frekar kraft lítin segja þeir sem hafa prufað hann. Gæti verið eitthvað að honum. Ég ek honum stundum suður til Reykjavíkur og til baka og hef verið í öllum ferðum með 14 til 16 lít fer eftir vindi hvort hann er á móti eða með. Ég minnist ekki á 20 lít á lankeyrslu. En í bænum hér á Sigló og í vetur hefur bíllinn verið að eyða 25 og meira á 100km. Í þessu er einhver lausagangur. Í sambandi við hlutföll í bensín bílnum er 4:10. í honum Kjartan er komin með hlutföll úr diselbílnum 4:65. Svo annað ég er ekki að falast eftir bílnum hjá Kjartani heldur að safna upplýsingum í safnið ég er með ansi duglegan Hilux turbo intercooler á 5:71 dirfum og raflásum aftan og framan á fjöðrum og ekki búið að færa hann neitt í sundur. Ég er búinn að eiga Toyotur sem búið er að lengja um allt að 40 cm og fannst mér hún drífa minna en bíll sem ekki var búið að færa vildi samt ekki viðurkenna það fyrst eftir að ég fékk reikninginn því hann var ansi hár og bíllinn versnaði bara að vísu betri fjöðrun kveðja trölli
05.02.2009 at 20:56 #639986sælir
þegar ég segi malbikskeyrslu þá meina ég innan- og utanbæjar á malbiki, þe ekki á úrhleyptu eða í snjó. Ég náði mínum aldrei upp fyrir 20 lítra.
Sá af þeim sem var á lægri hlutföllum (5.42) var alltaf með 16-18 lítra alveg sama hvort það var utan- eða innanbæjar.
Til samanburðar þá er ég núna með beinsk 3.0 lítra bíl á 44" og í langkeyrslu undir 100 km/klst þá er hann að eyða 14-15, en meira í hvössum vindi eða mjög hæðóttu landslagi.
kveðja
Agnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.