Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bensín eða dísel?
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Björgvin Richardsson 21 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.08.2003 at 10:28 #192778
Nú þarf að endurnýja fjallafákinn eftir að gamli LC fór flikkflakk á malbikinu.
Planið er Econoline, ca 2000 árgerð, 250 bílinn eða stuttur 350 eins og þeir heita víst. Dana 60 er krafan þar sem 44″ fer undir hann með tímanum.
En spurningin er, bensín eða dísel? Er eitthvað vit í þessari 5,4L bensínvél eða verður maður að sætta sig við kolareykinn úr 7,3L vélinni? Hef heyrt að togið í 5,4L vélinni sé þannig að það komi einfaldlega ekki til greina.
Comments, any one?
B -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.08.2003 at 13:46 #475356
Var ekki búinn að frétta að sá gamli hefði hallað sér hjá þér. En hvað Econoline snertir, þá segir mér góður vinur minn hér, Óskar Halldórsson, (hjólb.þjón Óskars) sem er með þessa 5,4 bensínvél í 250 Econoline, að skv. hans reikningum borgi sig ekki að vera með 7,3 vélina (þá gömlu) á móti henni. Hinsvegar er sá möguleiki að flytja inn bíl af árg. 1998 eða yngri með 6,0 lítra Power Stroke, sem er miklu nútímalegri vél og byggir á sambærilegri tækni og nýjustu dieselvélar japana og þjóðverja. Þar er bæði eyðsla innan eðlilegra marka og einnig er sú vél miklu betri í gang í kulda að sagt er. Annars hélt ég að þú vissir allt sem er þess virði að vita í sambandi við bíla, bæði diesel og ekki diesel. Hvernig er það, ætlar ÞÁL ekki í einhverja útivist um helgina eller hur?
kv.
gþg
08.08.2003 at 14:15 #475358Ég þekki þessar Econoline-vélar ekki það mikið af eigin reynslu en hélt einmitt að þessi 7,3L vél væri svo gömul hönnun að afl og virkni miðað við þyngd væri nú ekki til mikillar fyrirmyndar. En mér er líka sagt að powerstrokeinn fáist ekki í 250/350 fyrr en 2003 árgerð, hafi aðeins verið í pickupum og álíka til þessa, er það kannski ekki rétt? Ég er að láta leita að svona bílum fyrir mig í Canada og ætla að sjá hvað er í boði. En já, best þætti mér að ná í ca 2000 árgerð með 6,0L powerstroke ef það er til.
ÞÁL ætlar að éta pulsur á fimmtudaginn í tilefni 10 ára afmælisins og drekka sig fulla í London í haust af sama tilefni, en annars er lítið á dagskránni ennþá. En það verður vonandi komin alvöru koníaksstofa í hópinn fyrir páska.
08.08.2003 at 15:38 #475360Heyrði einhversstaðar að eitthvert árið hefði Ford komið með svona sealed-for-life, no service needed, hjólnöf. Þ.e.a.s. að hjólalegurnar eru lokaðar og ekki hægt að þjónusta þær.
Gallinn við þetta system er sá sami og við önnur svona sealed-for-life system, er að "life" parturinn í erfiðum aðstæðum er yfirleitt verulega stuttur.
Eru ekki einhverjir sérfræðingar þarna úti sem eru með þetta allt á hreinu?
Rúnar.
08.08.2003 at 15:40 #475362Ég ætla rétt að vona að sá draumur þinn rætist!
Þetta getur vel verið með Power Stroke 6,0 lítra vélina, þessi 4×4 blöð sem maður les eru nefnilega lítið inn á þessum Van málum, því þar vestra er víst lítið um að menn séu jafn spenntir fyrir framdrifi á þá og hér og þar snýst allt um upptíningana. En þessi rokkur er með einhverja hæstu Newtonmetra tölu sem sést. En það er til nokkuð sem heitir 7,3 ltr. Power Stroke og er væntanlega til í Econoline. Hún varð hinsvegar af einhverjum ástæðum ekki mjög vinsæl vestra, gæti verið út af emission control rules. Svo voru menn að setja Banks túrbínur við 7,3 l og hver veit hvað. En þetta eru í sjálfu sér ekki slæmir mó´toror, en bölvaðir eyðsluhákar, óþekkir í gang í kulda og aflið ekki í neinu samræmi við hávaðann og þungann, minnir helst á VM diesel hvað það snertir!
Bestu kveðjur
gþg
08.08.2003 at 18:04 #475364Sælir, drengir.
Því ekki að reyna að koma fyrir eldri 7.3 Turbo vélinni.
Hún er sögð miklu áræðanlegri og er fín í gang í kulda það vill svo vel til að ég á eina svona vél og er aflið í henni mjög gott, alla vegana þeytir hún tæplega 4 tonna Liner vel áfram og eyðir ekki svo óskaplega, ekki miðað við tæp 300hö og þyngd á dollunni á 44" Svamper.
Annar kostur er að reyna að komast yfir 6.6 Duramax. Ég hefði haldið að það sé það allra besta sem hægt er að fá undir húddið, þó það væri ekki nema bara út af Allison skiptingunni sem er algert meistarastykki. Ég hef trú á að Duramaxinn sé miklu bæði sterkari og endingabetri en 6.0 Powerstroke en þeir lögðu talsvert meiri vinnu í að hanna hana heldur en 6.0 með það í huga að búa til vél sem væri viðhaldsfrí og entist að einhverju viti svo er líka hægt að endurforrita tölvuna á mjög einfaldan hátt í 6.6 og þá ertu kominn með 400hö skrímsli undir húddið og það góða við þessa breytingu á tölvu 6.6 er að þetta fer ekki illa með vélina eins og hinn dæmigerði tölvukubbur gerir og eyðir hún t.d. mun minna eftir endurforritun.
gaman að pæla…
Kv.
Benni
08.08.2003 at 18:13 #475366
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
08.08.2003 at 20:54 #475368Sælir félagar
7,3 lítra vélin kemur fyrst í econoline 1991. Á þeim tíma er hún túrbínulaus og með hefðbundið olíuverk. 1996, ef ég man rétt, kemur Power stroke. Sú vél er með túrbínu og tölvustýrða innspýtingu og skilar ca. 235 hö. Á sama tíma kemur tölvustýrð 4 gíra skipting. Þessar vélar og skiptingar hafa reynst mjög vel þó alltaf megi finna Skátaflokka sem hafa ekki góða reynslu af þeim. Power stroke
vélin er vandræðalaus í gang í mklum kulda og ef einhver segir að þessar vélar reyki, Þá er eitthvað mikið að.
Ég hef ágæta reynslu af þessum bílum og það er ekki spurning
að þeir eru hagkvæmari í rekstri með díeselvél.
E-350 bíl langur með 7,3, 14 manna, 4,56:1 drif, 44" dekk,
viktar ca. 3.600 kg. tómur. Sami bíll með 10 farþega er að eyða 22l á hundraði í blönduðum akstri. Hann getur auðveldlega eytt meiru eins og allir aðrir bílar, en verður samt alltaf hagkvæmari en benzínbíll, þetta er bara spurning um vasadýpt.
Econoline er ekki fáanlegur ennþá með 6 lítra vélinni en sú vél er mun léttari og kraftmeiri og með mjög skemmtilegri
5 gíra skiptingu sem nýtir vélaraflið mjög vel.
Kveðja Steinmar
08.08.2003 at 21:52 #475370
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er einfallt, hvað ætlarðu að aka bílnum mikið. Góður disel-motor ofaní kominn er miljón+ svo hvað er hægt að aka lengi fyrir eina miljón í mismun og það er vanin að maður tapar því sem lagt hefur verið í bílinn að miklu leiti svo ef notkunin er lítil myndi ég mæla með því að þú settir góðan tog-ás í mótorinn og akir "hljóðlega " um landið. KV TONI
08.08.2003 at 21:55 #475372
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er einfallt, hvað ætlarðu að aka bílnum mikið. Góður disel-motor ofaní kominn er miljón+ svo hvað er hægt að aka lengi fyrir eina miljón í mismun og það er vanin að maður tapar því sem lagt hefur verið í bílinn að miklu leiti svo ef notkunin er lítil myndi ég mæla með því að þú settir góðan tog-ás í mótorinn og akir "hljóðlega " um landið. KV TONI
P.s Það er olía og þungaskattur líka
11.08.2003 at 21:13 #475374
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hef keyrt heilmikið á Ford Excursion 2002 með 5.4l V8 bensín og ekki minna á F350 SuperDuty pikup með 7.3l Powerstroke Diesel
Báðir eru þeir ágætlega kraftmiklir, á mismunadi hátt þó. 5.4l vélin er þíðgeng og hljóðlát en þarf að láta snúast heilmikið til að hún skili bílnum áfram meðan 7.3l sleggajan hávær og groddaleg eins og hún er tekur þetta allt á toginu.
Stóri munurinn er hins vegar á bensín stöðinni. Í sparsamri langkeyrslu er Excusion aldrei undir 20 litrum meðan dieselinn er að malla þetta á svona 12-13. Þegar gefið er í virðast því lítil takmörk sett hversu mikil mikið eyðslan getur farið upp á bensín vélinn meðan diesel vélin er ekki að bæta svo miklu við sig.
Heima á klakanum myndi ég ekki hugsa mig tvisar um áður en ég keypti diesel bíl, sérstaklega ef það er eitthvað í þessum stærðarflokki.
12.08.2003 at 10:57 #475376Sælir félagar og takk fyrir innleggin.
Maður átti náttúrulega að vita það að olíuheili eins og ég gæti aldrei sætt mig við annað en dísel. Þar skiptir mestu málið togið, ég myndi aldrei geta sætt mig við að geta ekki læðst yfir krapapitt eða rölt yfir krappar afætur og þurfa að taka allt á ferðinni.
Það sem meira er, ég fann bíl sem er eins og ég vil hafa hann, stuttur E350 með 7,3L Powerstroke. Svo má bæta við kubb til að geta stokkið hærra, hafa menn annars reynslu af því varðandi afl og eyðslu við þessa vél?
13.08.2003 at 06:54 #475378Fannstu þennan í Kanada, Björgvin? Ég hef verið að velta fyrir mér hvort ég ætti að fá einhvern til að finna fyrir mig F250 með 6,o PowerStroke þar, helst með tvöföldu húsi og 6 feta skúffu. Maður veit hinsvegar ekkert á hvaða verði svona tæki kæmi upp á. Svo eru þetta misjafnlega vel búnri bílar, t.d. mun King Ranch typan vera ansi dýr, en hann er líka flottur að innan, leður á öllu, captain-stólar afturí ofl.ofl. Meira segja gert ráð fyrir laptopinum. En Lariat ætti að duga flestum eða XLT. Ódýrari týpurnar eru hinsvegar ansi naktar.
13.08.2003 at 09:44 #475380Nei, ég fann þennan í Boston. Ég talaði við þá í IB á Selfossi og þeir sögðu að svona bíll eins og ég vildi væri afskaplega fáséður. Fyrir tilviljun fann ég þennan annarsstaðar í fyrradag og keypti hann í gær. En þeir hjá IB fundu svo annan fyrir mig í Kanada í gær þannig að þvert á væntingar hefði ég getað valið.
En talaðu við þá hjá IB, það eru margir búnir að nefna þá við mig varðandi það að finna bíla í Kanada.
Ég fékk XLT Chateau týpuna og þó ég hafi aldrei verið hrifinn af rafdrifnu dóti verð ég bara að læra að sætta mig við það, nú eða skipta við einhvern sem á manual rúðuhalara, gæti jafnvel skipt á sléttu! Það er verið að fylla bílinn af dóti og svo kemur hann um mánaðamótin. Hann verður í fjölskylduútgáfu með 6 Captian stóla og króka í gólfinu fyrir hundana. D60, 4,56:1, loftlæsingar, loftpúðar tengdir stýrikerfi, 44", skriðgír, fj…, með 7,3L Powerstroke+kubb ætti þetta að duga til að komast eitthvað áfram. Og loksins komið pláss til að fella sjónvarpið í toppinn, ekkert vesen með stand í gólfinu undir laptoppinn.
13.08.2003 at 13:00 #475382Efnilegt, maður er eiginlega strax farinn að öfunda þig. Þú talar um hunda í fleirtölu? Eru komnir tveir í staðinn fyrir þann sem ég þekkti?
13.08.2003 at 15:05 #475384Já, Garmur er að nálgast ellilaunin þannig að það er strax byrjað á nýjum. Félaginn er svört tík nefnd Dimma (að sjálfsögðu Labrador) og er komin áleiðis í veiðihundaþjálfun. Núllaði að vísu glæsilega í fyrsta veiðiprófinu, en er alveg eins hrifin af snjó og sá gamli þannig að hún á eftir að kæta mörg börnin á fjöllum þegar hún sleppur útúr stofunni. Bara gaman að vera til. Svo eigum við eina tvífætta á sama aldri þannig að það er aldrei of róleg stund.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.