Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bensín bílar í stóru ferðinni.
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Kjartan Björnsson 11 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.03.2013 at 15:44 #225786
Bensín bílar í stóru ferðinni.
Það væri gott og gagnlegt ef men kæmu með hvað var helst til vandræða hjá bensín bílunum og hvað menn telja sé hægt að gera til að koma í veg fyrir þessi vandamál.Kveðja Jökull Bensín bíla eigandi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.03.2013 at 16:21 #764773
Var þetta ekki aðallega að það hleðst ís í blöndunginn ef menn eru ekki með möguleika á að taka inn heitt loft. Algengt vandamál líka að lofthreinsarar stíflast.
19.03.2013 at 17:34 #764775En hverni er þetta að virka á bílum með spíssum og engin möguleiki á heitu lofti bara talvan sem stjórnar, hafa menn verið að mixa eitthvað til að geta tekið heit loft inn á þá. Hef lent í þvi að hann hefur farið að hiksta hjá mér eimmit við svipaðar aðstæðir og þarna og fann aldrei ástæðu fyrir því nema helst að það hafi verið að héla í spíssunum?
Kv Jökli
19.03.2013 at 18:10 #764777Án þess að ætla að kast rýrð á félaganna, þá er stórt atriði að verja kveikjukerfið mjög vel fyrir öllum raka, setja ísvara í bensínið, hafa lokaðann lofthreinsara sem tekur heit loft inná sig, loka alveg innribrettunum og setja plötu undir bílinn að framan frá vatnskassa og undir ca. miðja vél. Ef þetta er gert þá er búið að koma í veg fyrir mikið af vandamálum.
Svo veit ég að minnsta kosti einn bíll þurfti að opna húddið í þessu vonskuveðri til að gefa start sem endaði með því að bíllinn hjá honum hætti að ganga eftir að það fennti inn í húddið hjá honumEn þetta eins og svo margt annað lærist með reynslunni.
19.03.2013 at 18:57 #764779Það er alls ekki ætlun mín að kasta rýrð á nokkurn mann heldur að fá fram fróðleik sem menn geta nýtt sér til að forðast svona atvik, hef sjálfur lent í því að vera dregin af Gústa og Heiðari frá Grimsvötnum og niður allan jökulinn vegna þess að N1 var að selja sumarolíu á einni stöð um hávetur og ég álpaðist til að kaupa þar olíu vegna þess á þar var ódírast þann daginn og það var ekki skemtileg reynsla.
21.03.2013 at 09:58 #764781Hérna er t.d góð hugmynd af lofthreinsar á bensínvél. Við feðgar græjuðum þetta svona hjá okkur eftir að hafa einmitt lent í því að það fraus hjá okkur í blöndungnum.
Hægra megin á myndinni er renniloka á lofthreinsaranum sem við lokum fyrir og tengjum svo álbarka á stútinn vinstra megin sem tengist niður á flækjurnar, þetta er svona báðumegin hjá okkur. Með svona útbúnað eru orðnar mjög litlar líkur á það frjósi í blöndungnum.
[img:478aroug]http://www.icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/Skuri_nytt/normal_Scan10085.JPG[/img:478aroug]
21.03.2013 at 10:37 #764783Þá má geta þess að á nýrri bílum leggja framleiðendur töluvert upp úr því að ná inn sem köldustu lofti inn í lofthreinsarann, sem og að taka það inn þar sem loftþrýstingurinn er sem mestur þegar bíllinn er á ferð.
Kalt loft er jú orkumeira en heitt loft, og ekki verra að geta látið hraðann á bílnum ýta loftinu í gegnum hreinsarann.
Í svona veðrum verður þetta hinsvegar að galla, sem og að staðsetningin á orginal inntökunum er oft á slæmum stað upp á vatn að gera.
Lada sport og Suzuki Fox gerðu ráð fyrir svona og voru með barka frá hitahlífinni á pústgreininni að lofthreinsaranum sem hægt var að skipta loftflæðinu inn á í miklum kuldum. Snilldarbúnaður.
21.03.2013 at 11:05 #764785Annað atriði sem ber að hafa í huga er að í orginal stálmilliheddi eru pústgöng undir blöndunginn sem heldur "hita" á blöndungnum og hindrar að það frjósi í þetta er oft fjalægt með nýjum álmilliheddum sem eru reiknuð fyrir götunotkun. Þetta hefur áhrif á hitastig og uppgufun blöndunnar á leið sinni inn í brunahólfið. Ég valdi á sínum tíma að hafa pottmillihedd á 440 vélinni vegna þessa og fann aldrei fyrir gangtruflunum í frosti og kulda en hann var einnig með lokaðann lofthreynsara með kN síu innaní svipað og Kristján sýnir á mynd af sömu ástæðu enda var jeppinn hjá mér hugsaður til fjallanotkunar en ekki götubrúks eða spyrnukeppni. Mér finnst margir einblína um of á einhvern spyrnubúnað á jeppamótora með blöndungum en það hentar oftast ekki vel þegar veður eru slæm og druslan má ekki klikka. Þetaa er góður búnaður hjá Kristjáni Kolbeins og ekki flókið að útbúa.
kv Gísli
21.03.2013 at 12:00 #764787Sælir,
Minn bíll var þarna í þessari ferð og við komum niður um hálf tvö leitið, Jeep Gengið.
Wrangler 1990 41"
Ég er með 4.7 v8 nýmóðins mótor með háspennukeflum á hvert kerti o.s.frv. ég er með original loftsíubox úr grand cherokee og það er staðsett fremst í vélarhúddinu en það er þó engin bein leið inn að því frá grillinu og því ekki um scona COLD air intake í gangi.
Vélin hjá mér gekk eins og smurð allan daginn og reyndar allar okkar beinu innspýtingarvélar í hópnum okkar, en allir blöndungsbílar urðu eftir á jöklinum.
Ég er með kúplingsviftu á vélinni og því sífellt heitt loft að streyma um vélarsalinn hjá mér og ekki 1 snjókorn að finna í vélarsalnum eftir þetta BRJÁLÆÐIS VEÐUR. aðrir í hópnum voru með rafmagnsviftur sem voru til smá vandræða því þær söfnuðu inn á sig snjó á milli og allt varð brjálað þegar þær síðan fóru í gang. Þau húdd voru með snjó inn í sér en það gerði ekki neinn skaða þó svo að ég telji að kúplingsvifta sé betri kostur. Það var enginn snjór inn í lofthreinsaraboxinu mínu.
Vökvastýrið hjá mér hætti að virka en ég nennti nú ekki að fara kíkja neitt á það í miðju veðrinu og lét það eiga sig að keyra með vöðvastýri í 6 klst…. Vandamálið var að ég var með frárennslislögnina úr stýrisvélinni lausa , þ.e.a.s. hún var ekki tjóðruð við grindina. Á hana hlóðst 3 kg ísklumpur og sveiflaðist hún til hliðanna á því og losaði rónna efst á stýrisvélinni og það var ástæðan fyrir vöðvastýrinu, en veður leyfði ekki að fara laga það á jöklinum. Reddað í höfn á 15 mín.
Ég var ekki með rakavarða vírana hjá mér umfram það sem er gert original í verksmðjunum úti en allar tengingar á þessum nýmóðins vélum eru þó allar smurðar og með gúmmíþéttingum.
Miðstöðin hjá mér stíflaðist 70% útaf veðrinu og gerðar verða betrumbætur svo maður geti nú sogið loft innan úr bílnum … aðeins of gamall hjá mér til að það sé hægt original 1990.
Mesta vandamálið var að sjá út um gluggan því sífellt skóf fyrir gluggan og hlóðst á hann ís.
Endilega spurjið ef ykkur vantar svör við einhverju
kv
Gunnar
21.03.2013 at 13:58 #764789Af því að Gunnar Ingi minntist á framrúðuna þá er hægt að minnast á eitt vandamál sem ég hef lent í og það er að vera með loftristar á húddinu sem snú að framrúðunni.
Ég er/var með svona ristar á húddinu hjá mér en þær gera bara illt verra í svona aðstæðum eða bara í flestum aðstæðum þegar menn keyra í snjókomu/bil því því snjórinn vill nefnilega frekar festast í rúðuþurkkunum ef heit loft streymir frá ristunum uppá framrúðuna.Bara svona smá pæling 😉
21.03.2013 at 14:47 #764791Ég hef sömu sögu að segja og Gunnar, mín 4.0 lítra línu sexa ´95 gekk án truflana allan tíman. Það eina sem gerðist hjá mér var að síðustu tvo klukkutímana varð gangurinn pínulítið grófur, veit ekki hvort það var út af frosnum mótorpúðum eða einhvers konar klakamyndun en það lagaðist um leið og hann komst niður úr veðrinu. Er bara með orginal loftsíubox með pappasíu en loftið er tekið inn rétt innan við viftuspaða fyrir aftan grill, engar sérstakar rakavarnir eða slíkt. Ég opnaði aldrei húddið í kófinu.
Það fór lega í stýrisdælunni hjá mér í ferðinni en vökvastýrið virkaði þó allan tímann. Doldið fyndið að ég lenti í nákvæmlega því sama og Gunnar, það festist klakkabúnt í sleflögnina frá dælunni en olli þó engum skemmdum
Miðstöðin virkaði fínt allan tímann en ég lét hana reyndar blása köldu síðustu tvo klukkutímana til að losan við að þurfa að fara alltaf út að berja af rúðunni. Þegar framrúðan er köld þá safnar hún ekki lengur á sig klakka og snjó og hrindir bara öllu frá sér. Snilldartrikk en þýðir samt að maður þarf að vera í dúnúlpu með húfu og vettlinga inn í bíl og þarf að skafa rúðuna einstaka sinnum að innanverðu 😉
22.03.2013 at 12:25 #764793Ég held að það sé orðið mjög erfitt að nota blöndunga í fjallajeppum það gekk fyrri 20 árum síðan því þeir gengu yfirleitt jafn lengi og hinir og menn hættu bara að keyra þegar vélar voru hættar að ganga. Eftir að fæði-dælur fóru í tanka flestra bíla og rafstýrðar innspýtingar og kveikjuloklausar kveikjur urðu regla frekar en undantekning þá stoppa bílar miklu seinna við þessar aðstæður (hvort sem þeir eru dísil eða bensín) og vandamálin tengjast frekar því að lofthreinsarar séu að stíflast og reimar að snuða.
Ég hef að minnsta kost tvisvar lent í þannig aðstæðum að lofhreinsara með stálvír ofnum saman við síuefnið virtust stíflast en ekki hinir. Ef loftið er tekið inni í vélarsalnum þá virðist það oftast dug til þess að loftsíur stíflist ekki en það hlýtur að byggjast að einhverju leiti á því að það sé ekki mjög opið inn á vélina. Ég tel líka mikilvægt að loka stærstu opunum undir vélinni svo að snjórinn vaði ekki alveg viðstöðulaust inn á reimarnar. Ég hef notað 1 eða 2mm plastplötu sem ég hengi undir “grindina” með litlum boltum og brettaskinnum til að minka opnunina niður.
22.03.2013 at 14:51 #764795[quote="AgnarBen":2bwdhgxy]Ég hef sömu sögu að segja og Gunnar, mín 4.0 lítra línu sexa ´95 gekk án truflana allan tíman. Það eina sem gerðist hjá mér var að síðustu tvo klukkutímana varð gangurinn pínulítið grófur, veit ekki hvort það var út af frosnum mótorpúðum eða einhvers konar klakamyndun en það lagaðist um leið og hann komst niður úr veðrinu. Er bara með orginal loftsíubox með pappasíu en loftið er tekið inn rétt innan við viftuspaða fyrir aftan grill, engar sérstakar rakavarnir eða slíkt. Ég opnaði aldrei húddið í kófinu.
Það fór lega í stýrisdælunni hjá mér í ferðinni en vökvastýrið virkaði þó allan tímann. Doldið fyndið að ég lenti í nákvæmlega því sama og Gunnar, það festist klakkabúnt í sleflögnina frá dælunni en olli þó engum skemmdum
Miðstöðin virkaði fínt allan tímann en ég lét hana reyndar blása köldu síðustu tvo klukkutímana til að losan við að þurfa að fara alltaf út að berja af rúðunni. Þegar framrúðan er köld þá safnar hún ekki lengur á sig klakka og snjó og hrindir bara öllu frá sér. Snilldartrikk en þýðir samt að maður þarf að vera í dúnúlpu með húfu og vettlinga inn í bíl og þarf að skafa rúðuna einstaka sinnum að innanverðu ;-)[/quote:2bwdhgxy]
ég lenti líka í því að gangurinn í mínum bíl varð svona grófur, hristist allur og skalf bíllinn, reyndar dísil bíll en sama, ég tengdi það bara við að mótorpúðar væru orðnir harðir og íspakkaðir , annars gekk minn bíll bara eins og í sögu fyrir utan örlítið hraðan gang þegar inngjafarbarkinn var að safna utan á sig klaka , loftinntak og allt hjá mér er orginal bara
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.