Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Belti undir bílinn???
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorvaldur Sigurðsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
15.02.2007 at 19:59 #199691
Sá slóð og video klippu þar sem búið var að setja undir ameríska pickup bíla fjögur belti man ekki hver linkur er. Hvernig ætli það gæti komið út virðist vera vandað og mikið flot í þessum búnaði. trölli_1
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.02.2007 at 20:07 #580578
komdu með slóðina
p,s hvað kostaði ástralíugírinn í hiluxinn ???
Davíð K
15.02.2007 at 20:16 #580580Finn ekki slóðina. Ástralíugírinn sem ég var með var venjulegur toyota milligír síðan fékk ég hlutföll í hann. Í dag fást hlutföll í hann hjá Halla í Kliptrom á Akureyri verð cirka 80 til 90.000 4.70:1
15.02.2007 at 20:22 #580582Ég á einhversstaðar gamalt bílablað með myndum af Scout á beltum. Voða flott.
15.02.2007 at 20:28 #580584maður þarf væntanlega að vera með allt harðlæst svo þetta virki er það ekki?? þetta drífur nú varla mikið með mismunadrif í gangi þ,a,s ekki með drif á öllum 4 í einu???
DKD
15.02.2007 at 20:32 #580586Slóðin er http://www.mattracks.com kveðja Ps engin 49" hægt að nota bílinn er maður kemur heim þar sem ekki þarf að breita bílnum og mikið minna viðhald.
15.02.2007 at 20:47 #580588en hámarkshraði var ekki meiri en 50km og svo var töluvert viðhald á þessum búnaði hér áður fyrr var mér sagt en það getur verið að það sé annað í dag
kv HSB U-119
15.02.2007 at 20:59 #580590Skoðaði video klippur á heimasíðunni hjá þeim. Komin er ný útfærsla úr áli og vönduðu gúmíi. Ekki þarf læsingar frekar en menn vilja hægt er að sjá töflu um flot á þessum beltum miðað við þyngd bíla. Hámarkshraði er um 40 mílur. Notast jafnt í snjó drullu grjóti og að aka upp td.steinvegg allt að 50cm háan og trjáboli. Mér sýnist þettað henta vel í þann drullu akstur og bleytu sem nú er að jafnaði á hálendinu ásamt vöðlum og gúmíbát.
15.02.2007 at 23:00 #580592Einkvað í líkingu við þennan
[img:3o4wtwth]http://www.offroaders.com/sandbox/vehicles/images/v-253.jpg[/img:3o4wtwth]
kv,,, MHN
21.02.2007 at 15:23 #580594Hér er scout sem faðir minn átti.
[img:29vb0ou0]http://babu.is/gallery2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=220&g2_serialNumber=2[/img:29vb0ou0]
21.02.2007 at 15:37 #580596Ég man að björgunarsveitinn í Vík átti svona sett fyrir einhverjum áratugum. Jeepsterinn sem varð seinna minn fyrsti jeppi var stundum á þessu á veturnar áður en ég eignaðist hann en hann var algjörlega ólæstur þannig að það virtist ekki vera fyrirstaða. Ég veit ekki hvort Víkverjar eiga þennan búnað ennþá en ég held að það hafi verið til fleiri sett á landinu á þessum tíma (milli 1970 og 1980).
21.02.2007 at 16:01 #580598[img:141to8tl]http://babu.is/gallery2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=205&g2_serialNumber=2[/img:141to8tl]
Þetta komst að ég held uppí ca 70km/klst
21.02.2007 at 16:03 #580600[img:3ui3v5de]http://babu.is/gallery2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=211&g2_serialNumber=2[/img:3ui3v5de]
Pabbi vill meina að þetta sé nú hálf vonaus búnaður, en hann myndast allavega vel.
21.02.2007 at 16:05 #580602[img:1myglh1u]http://babu.is/gallery2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=215&g2_serialNumber=2[/img:1myglh1u]
Hérna er ég u.þ.b. 5 ára hangandi út um gluggann þannig að þetta hefur verið ca ’86.
21.02.2007 at 17:21 #58060421.02.2007 at 17:29 #580606En hefur enginn reynt að komast að því hvað svona myndi kosta? Ef þetta gæti komið í veg fyrir að menn þyrftu að breyta bílunum sínum þangað til þeir verða ónothæfir til alls venjulegs brúks þá má þetta kosta marga hundraðþúsundkalla.
21.02.2007 at 18:57 #580608Samkvæmt [url=http://www.mattracks.com/html/company_information.htm:k32i9o50][b:k32i9o50]þessu[/b:k32i9o50][/url:k32i9o50] korti á heimasíðunni þeirra hafa þeir selt þetta á Íslandi. Og þetta er væntanlega annað fyrirtæki heldur en þessi gömlu belti komu frá vegna þess að samkvæmt síðunni settu þeir þetta ekki á markað fyrr en 1994.
21.02.2007 at 20:37 #580610Sælir félagar veit einhver hvar þessi belti eru í dag. Væri gaman að prufa þettað undir löngum bíl með skriðgír og læsingum.
22.02.2007 at 00:08 #580612Ég heyrði það eitt sinn fyrir löngu frá manni sem þekkti til svona útbúnaðar að þetta reyndi mjög mikið á hjólalegur og stýri. Ég veit ekki hvort ég myndi nenna að druslast með þetta á kerru og skrúfa þetta undir þegar maður kæmi í snjóinn, svo í þokka bót yrði maður bundinn af því að enda túrinn sem maður byrjaði hann því varla tekur maður dekkin með sér á fjöll og ekki færi maður að aka hundruði kílómetra á þessu á malbikinu.
Kristjón
22.02.2007 at 07:14 #580614Ég sendi þessu fyrirtæki fyrirspurn um verð á beltum undir 6 hjól sem ég er með og kostuðu þau rúmlega 600.000.- fyrir utan sendingarkostnað toll og vsk.
22.02.2007 at 13:49 #580616Samkvæmt framleiðanda á ekki að vera neitt mál að aka á malbiki en sá hámarkshraði sem þeir mæla með er 40 mílur sem er u.þ.b. 65km/klst. Þetta virðist vera dýr búnaður, þau verð sem verið er að tala um virðast hlaupa á einhverjum milljónum. Á spjallrásum á netinu er verið að tala um verð milli 20.000-40.000$ fyrir settið (í USA) eftir útfærslu. Á móti kemur að ekki þarf að hækka bílinn. Svo er bara spurninginn hvort að þetta dót virkar eitthvað yfirhöfuð í snjó?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.