Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Belti á bíla
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 23 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.07.2002 at 12:37 #191623
Hvað haldið þið um það að útbúa létt belti sem hægt væri að hafa undir sílsunum á jeppum. Þessi belti gæti maður svo drifið áfram með glussamótorum og væru þau notuð þar sem mikill púðursnjór er. Þetta væri þá að gera svipað gagn og reimin á vélsleða. Er þetta framkvæmanlegt eða haldið þið að þetta geri ekkert gagn??
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.07.2002 at 14:17 #462524
Ertu stax farinn að hafa áhyggjur af því að drífa ekki neitt með nýju vélina 😉
Að öllu gríni slepptu huxa ég að svona búnaður sé það þungur að þú þyrftir alltaf að vera með hann í gangi til að fljóta eitthvað. Þetta væri eins og að ‘teipa’ snjótroðara undir bílinn hjá sér.
Svo eru nokkrir aðrir möguleikar í stöðunni, t.d. þessi:
http://www.worldoffroad.com/vehicles/cuthbertson.asp
og svo þessi:
http://www.landroverclub.net/Club/HTML/centaur.htmKv.
Bjarni G.
26.07.2002 at 14:50 #462526Strákar.
Er ekki málið að byrja að smíða.
Ég keyrði fram á malbikunarvél sem má örugglega fá "lánaða".
Mæting í skúrnum kl. 20:00 í kvöld.Emil.
26.07.2002 at 15:10 #462528þetta þarf ekki að vera svo þungt, hægt væri að nota færiband með álgrind og plast skóflureim.
26.07.2002 at 17:46 #462530Ég hef nú minnstar áhyggjur af þyngdinni á færibandinu, það er glussadæmið sem er klettþungt.
Hvað með að hanna færibönd sem færu utanum dekkin og væru tekin niður fyrir sílsa… þá fyrst væri maður kominn á skriðdreka

Bjarni G.
26.07.2002 at 21:00 #462532
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir strákar
Af hverju fáið þið ykkur ekki bara kerru og snóbíl????kv.Elvar
27.07.2002 at 01:41 #462534
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
mé hefur dottið það sama í hug sem sannar það að ef einverjum dettur eitthvað í hug þá finnst sú hugmynd í hausthum á eihverjum öðrum á svipuðum tíma annars staðar
með skriðdeka kveðjum Gunnar frændi
27.07.2002 at 01:44 #462536
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
snjóbílar geta líka orðið fastir
27.07.2002 at 04:55 #462538Sælir allir! Mig minnir að uppfinningin sé þegar til og hefur verið framkvæmd. Það var Scout sem var með belti á felgum í nokkurskonar þríhyrning á hverju nái. Einnig var á götunni lengdur Willis á þremur hásingum og mig minnir að sett hafi verið belti undir hann á aftan. Ekki veit ég hvernig þetta virkaði en gaman væri að fá vitneskju um það.
Það er kominn tími til að sporna við öllu þessu okri á jeppahlutum.
Kveðja
Magnum nr. R-2136
27.07.2002 at 09:42 #462540Hugmyndin er ekki sú að setja belti í stað hjólanna. Það sem ég er að spá er að vera með reimar undir sílsunum á bílnum og dekkin eru bara áfram á sínum stað. Þessar reimar væri síðan hægt að láta síga niður og snúast þegar bíllinn væri komin í djúpan snjó.
27.07.2002 at 13:34 #462542
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég þarf að leiðrétta R2136 það var Guðmundur Jónasson ferðaskrifsofu eigandi sem keypti fyrsta settið undir Ford Bronko 66 eða 67 held að þau hafi ekki reinst vel en hann dreif samt mun meira en aðrir jeppar á þeim tíma en það var ekki búið að finna upp stór dekk á þessum árum mér vitandi er þessi búnaður enn til hjá Gunnari Guðmundssyni syni hans sem tók við ferðaskrifstofunni
meðkveðju Gunnar frændi
27.07.2002 at 17:11 #462544
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Björgunarsveitin í Vík átti svona belti sem voru sett í staðin fyrir hjólin. Þetta var notað þónokkuð og reyndist ágætlega nema hvað þetta olli miklu álagi á hjólalegur.
Kv. Óli
29.07.2002 at 08:31 #462546
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hélt að sílsinn væri alltaf beint undir farinu eftir framdekkið, þannig að belti þar gerði ekkert gagn, nema það héngi langt niður.
30.07.2002 at 20:28 #462548
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hér er áhugaverð síða fyrir þá sem eru í belta-hugleiðingum fyrir jeppann, http://www.mattracks.com -þetta á víst að svínvirka. Kveðja Óskar
31.07.2002 at 08:41 #462550
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eg athugadi einhverntiman hvað mattracks kostaði. Það var ágætis lýsing á þessum beltum sem kom til mín í tölvupósti frá þeim. En verðið er minnstakosti 4 38" gangar auk þess sem það er ekki hægt að keira á þjóðvegi á þessum beltum svo gott sé. Álag á allan drif og gírbúnað verður örugglega töluvert meiri en á dekkjunum. Beltin geta líka gert þér lífið leit þegar færið er gott og félagarnir eru að keira jökulinn á stóru ferðinni, tví beltinn meiga alls ekki fara yfir 50-60km/klst. Mér hefur alltaf þótt helsti kostur Íslensk breytra jeppa vera hvað það er skemmtilegt að ferðast á þeim t.a.s geta ekkið um götur og fjöll án þess að standa í veseni nema mestalagi pumpa í dekkin (sem reyndar er orðið sjálvirkt hjá sumum). Snjóbílar eru til og þeir eru mesta vesen, allaveganna getur tekið töluverðan tíma að koma teim í útkall auk þess sem þeir bila töluvert meir en jeppi með skósólum.
Gæti ekki orðið meiri framför í því að koma með 40-42" Radíal dekk með góðu minnstri?
Reyndar langar mig að teikna belti sem gæti komið undan brettakontunum, með tjakk og lift jeppanum upp úr festu og jafnvel snúist á lágum snúning t.d. á milligírshraða og þannig hjálpað til í mjög erviðu færi; lítill rafmaggnsmótor, belti og glussatjakkur er uppskriftin og allir íhlutir úr títaníum eða ofurplasti (sem er notað í nýjustu beltatækin í dag) t.a.s létt og meðfærilegt.
Kvedja mumminn alltaf dálítið klikk.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
