Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Beinskipt eða sjálfskipt.
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Magnússon 20 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.04.2004 at 13:07 #194189
AnonymousHvað segja jeppakallar (og konur að sjálfsögðu) um skiptingar í breyttum jeppum.
Gaman væri að lesa um álit og reynslu hjá þeim sem hafa hana.
Kveðja,
Axim. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.04.2004 at 13:09 #498434
Ég hef heyrt að þetta er mjög persónubundið en flestir sem ég hef talað við vilja frekar sjálfskipta bíla á fjöllum.
Ég myndi kaupa mér sjálfskiptan jeppa ef ég væri að fara á fjöll..
13.04.2004 at 13:10 #498438
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef nú ekki reynsluna en hvernig er það, er eitthvað hægt að vera á sjálfskiptum í snjó t.d. Hlýtur að vera frekar leiðinlegt að ?jugga? honum til. Eða hvað…
13.04.2004 at 13:13 #498442
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það er bara mismunandi eftir skiptingum, sumar halda alltaf við en sumar leyfa bílnum að fríhjóla…
Mig langar í sjálfskiptingu..
Kv,
Jón þór
13.04.2004 at 14:45 #498446Ég held að sjálfskiptingar eigi helst heima í átta gata jeppum, annars koma þær of mikið niður á afli og eyðslu.
En þetta er auðvitað smekksatriði.
13.04.2004 at 14:46 #498450Það er ekkert mál að hjakka í snjó á sjálfskiptum, þær gefa flestar eftir afturábak, maður þarf bara að læra á það eins og maður lærir að hjakka á kúplingunni.
13.04.2004 at 15:03 #498454Sælir
Ég hef verið á bæði sjálfskiptum og beinskiptum bílum í snjó – núna er ég á sjálfskiptum bíl og ég gæti ekki með nokkru móti hugsað mér að fara aftur á beinskiptan bíl.
Það er allt þægilegra við það að vera á sjálfskiptum bíl og þetta með að hjakka er ekkert mál – það þarf bara að læra það eins og annað.
Varðandi afl og eyðslu þá er það vissulega rétt að sjálfskiptingin tekur svolítið til sín en það kemur á móti að það er nokkur niðurgírun í skiptingunni sjálfri sem kemur sér mjög vel í þungu færi – það vel að í mínum bíl er ekki nauðsynlegt að lækka hlutföll þrátt fyrir að vera kominn á 38" – ég veit hins vegar að menn á beinskiptum 2,8 pajero langar flesta í lægri hlutföll.
En sjálfskiptingin hefur fleiri kosti eins og t.d. mýktina í skiptingunni – hversu oft hefur maður ekki séð beinskipta bíla missa ferð það mikið að þeir stoppa í þungu færi þegar skipt er um gír ?
Og að maður tali nú ekki um þægindin af sjálfskiptingunni í innanbæjarakstri – maður er því miður ekki í snjóakstri á fjöllum nema örfá daga á ári og verður því að geta notað þetta dót á þægilegan hátt í bænum.
Allavega mæli ég hiklaust með sjálfskiptingu – jafnvel þó bíllinn sé grútmáttlaus lýsisbrennari
Benni
13.04.2004 at 16:38 #498457Maður hefði haldið að maður hefði meiri tilfinningu fyrir beinskiptu en sjálfskiptu!!!
Ég myndi huxa mikið áður en ég fengi mér sjálfskiptan jeppa!! Bæði vegna hita og líka tilfinningunni á tengipunkti kúplingarinnar.
Mínir þrír jeppar allir beinskiptirKv Benni.
13.04.2004 at 17:31 #498461Það aðallega spurning um smekk, hvort menn vilja hafa sjálfskiptingu eða beinskiptann kassa. Ég átti sjálfur sjálskiptan átta gata kagga í nokkur ár, og ég hef keyrt marga skjálfskipta bílaleigubíla. Mig langar ekki til að eiga svoleiðis.
Mínir ferðafélagar eru nokkrir á sjálfskiptum bílum, þó eru fleiri beinskiptir. Mér hefur sýnst að það menn séu mun lengur að læra að keyra skjálfskipta bíla í snjó. Það hefur oft verið áberandi að það oftar þurft að setja spotta í sjálfskiptu bílana, en þá beinskiptu. Þó getur sjálfskiptingin komið sér vel við vissar aðstæður t.d. í löngum brekkum.
Það er ekki síður mikilvægt að vera með drifhlutföll í samræmi við dekkjastærð á sjálfskiptum bílum, sjálfskiptingin vinnur best t.d. innanbæjar, þegar bíllin er þeim hraða sem stjórnbúnaður skiptingarinnar heldur að hann sé á. Sjálfskiptingum hættir til að hitna í þungu færi, maður hefur upplifað það að félagarnir á sjálfskiptu bílnum hafa þurft að hæga á sér vegna hitavandamála.
-Einar
13.04.2004 at 19:02 #498465
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er máli ekki bara sjálfskipting, hef séð að sjálfskiptir bílar séu að skilja beinskipta sambærilega bíla eftir, og hitinn ætti ekki að vera vandamál ef að auka kælir er settur, svo ekki sé nú talað um viftu, sem að blæs bara yfir allt kæladraslið á nefinu á bílnum 😀
13.04.2004 at 19:42 #498469
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eldheitt umræðuefni og menn varla byrjaðir að svara.
Sjálfskipt eða beinskipt??
Það er rosalega misjafnt eftir mönnum. Sumir vilja bara annað hvort og þverneita að prófa það gagnstæða.Þetta er rosalega persónubundið. Það tekur langan tíma að læra á sjálfskiptingu, bara í keyrslu, snjó, hjakki og framvegis. Ef þú hefur verið á beinskiptum jeppa er þetta að læra upp á nýtt. Allt sem þú kunnir verður þú að læra upp á nýtt á annan máta.
Ég var alltaf þessi beinskipti tappi. Vildi ekkert annað. En viti menn, búinn að eiga nokkra sjálfskipta undarfarið og er búinn að sjá það að ég vill ekkert annað. Loksins þegar ég drulaðist að læra á sjálfskiptinguna þá vil ég ekkert annað. Það verður ekki beinskiptur bíll í bráð.
Ég er reyndar bara búinn að eiga skemmtilega bíla me sjálfskiptingu, öflugar dísel og bensínvélar. Vel frekar sjálsfkipt ef vélaranar bjóða ekki uppá annað.
Ef þú ferð að skoða bílamarkaðinn, nýja og nýlega bíla (jeppa) að þá sérðu að langflestir eru þeir sjálfskiptir. Einn og einn sem er manual, það segir manni ýmislegt. Langflestir eru komnir í sjálfskiptingu.
Að hjakka með sjálfskiptingu er sáraeinfalt þegar menn komast upp á lag með það. Tekur tíma en þetta hefst allt á endanum. Svo þegar færi gefst, hvort sem er upp brekkur eða bara á jafnsléttu eða eitthvað annð, þá er ekkert eins þægilegt að geta bara staðið kaggan og látið skiftinguna um þetta allt saman.
Og ég vil menn um að vera ekki að staðhæfa neitt. Þetta er svo persónubundið. Alltí lagi að koma með ábendingar en ekki vera segja neitt sem getur verið misjafnt eftir mönnum.
Jónas
13.04.2004 at 20:04 #498473
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæl öll sömul.
Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunnar að fjallabíll ætti að vera beinskiptur enda hef ég keyrt nokkuð marga fullbreytta bíla og allir hafa þeir verið beinskiptir, en núna um páskana upp á miðjum Mýrdalsjökli fékk ég að taka í Pjeroinn hjá Benna sem hér skrifar að ofan og þetta breytti mínum hugsanagangi töluvert, það er hægt að taka alveg rosalega mjúkt á sjálfskiptingunni á meðan maður væri að snuða á kúplingunni, ég svo sem prófaði ekki að hjakka en ég get ýmindað mér að það sé eitthvað sem lærist með tíma og reynslu.Þó að prufu rúnturinn hafi ekki verið langur eða mikill þá fann ég vel mýktina í öllum átökum með sjálfskiptingunni, allavegana þá mun ég spá í þetta næst þegar ég skipti um bíl því að þægindin í bæjarsnatti eru slík og þvílík á sjálfskiptum bíl.Kveðja Gunnar Már
13.04.2004 at 21:27 #498477Hvort betra er.En ég komst allavega að því að vera með beinskipt upp Mýrdalsjökull er ekkert annað en mikil handavinna,ég gerði ekkert annað en að skipta um gír alla leið upp og ekki var það betra á leið niður.
Þannig að ef til þess kæmi að ég fengi annan bíl,myndi ég sennilega prófa sjálfskiptan og sjá til hvernig það myndi henta mér.kv JÞJ
14.04.2004 at 21:14 #498481Ef þið eigið maka sem vill ekki láta segja sér til um gírskiptingar eða er óþarflega duglegur að segja öðrum til þá er sjálfskipting góður kostur.
Allir bílar í minni fjölskyldu eru nú sjálfskiptir og ekkert kvabbað um gírskiptingar lengur.Wolf
14.04.2004 at 21:53 #498486
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sjálfskipt og vil ekki sjá að fara í handavinnuna aftur !
Varðandi hitavandamál þá eru þeir sem þau upplifa eflaust ekki með nein hlutföll í bílunum hjá sér sem gefur aftur augaleið að þegar er aukið álag á vökvakerfi þá eykst hitinn að sama skapi. Þetta er einfalt mál að laga með því að minnka álagið með réttum hlutföllum og ef til vill að setja stærri kæli við skiptinguna .Ég er sjálfur með sjálfskiptan amerískan bíl og nota 42" dekk í snjókeyrslu og ekki upplifað nein vandamál með sjálfskiptingar, annað en með kassana þar eru alltaf sömu vandamálin s,s, steikt kúpling , ónýtar legur, ofl, ofl .
Bara persónulegt álit .
Alli.
14.04.2004 at 21:54 #498491Sæl öllsömul!
Ég er nú á sjálfskiptum bíl og líkar fínt, enda hefur hann ágætis afl (sem er frumskilyrði fyrir sjálfskiptan bíl).
Mér finnst að í þeim tilvikum þar sem bílinn skortir afl á lágum snúningi (hvort heldur sem er vegna afls eða hlutfalla) þá henti sjálfskipting betur.
En ef að hlutföll eru lág og/eða lágsnúningsvélarafl (úff langt orð) til staðar þá er beinskiptingin betri (ekki þægilegri) á fjöllum. Það er hægt að fara svo ótrúlega varlega í allt sé þess þörf, þótt það gæti gengið nærri kúplingsdisk í erfiðum færum.
Best að taka það fram í lokinn að þetta er mín skoðun, bara svona til að móðga engan 😉
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.