Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Basecamp er komið!!
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Ingi Óskarsson 15 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.04.2009 at 16:11 #204264
Garmin BaseCamp er komið út, sjá hér:
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.04.2009 at 17:31 #646012
Mátt segja mér aðeins frá þessu hvað er betra við þetta og svona fræddu okkur 😀
18.04.2009 at 18:50 #646014ég veit ekkert hvernig þetta virkar !! en mér sýnist á öllu að þetta eigi að vera "mapsource" fyrir utanvega-aðila (hannað fyrir göngufólk). mér finnst þetta vera voðalega shaky og hægvirkt, þetta blikkar allt voða mikið og er skrýtið. vantar líka öll þægilegu tólin úr mapsource-inu
ég sé engann tilgang með þessari græju ennþá en endilega, sá sem fiktar sig fram úr þessu mætti gjarnan útskýra hvað þetta á að gera umfram Mapsource-ið
18.04.2009 at 19:32 #646016Það sem ég sé nú að þessu í fljótu bragði er sama vesenið og með nýjustu útgáfuna af MapSource, kortið allt teygt og togað en kannski það sé í lagi ef maður er með nýustu uppfærslu af íslandskortinu. Ætla annars ekki að tjá mig mikið um þetta þangað til maður er búinn að prófa þetta betur.
19.04.2009 at 13:09 #646018ég er með 3.5 og kortið er mjög teigt er þetta ekki bara einhver stilling?
og plús núna get ég hætt að nota windows á macanum.
19.04.2009 at 14:54 #646020Ég náði mér í Base Camp, en þegar ég reyni að setja það upp fæ ég þessi skilaboð: "BaseCamp_204.exe is not a valid Win32 apllication." Samt er ég með Windows XP og Service Pack 2 eins og talað er um að þurfi til að setja upp forritið.
Ég held ég reyni bara að setja upp eldri útgáfu af Map Source þar sem Ísland er ekki teygt og togað.Kv. Sigurbjörn.
19.04.2009 at 16:13 #646022Sæll Sigurbjörn, þessi villa kemur upp ef skráin er skemmd eða ekki fyrir þessa útgáfu af Windows, t.d. ef þú hefur óvart hlaðið niður Mac útgáfunni. Reyndu bara að sækja skránna aftur og prófaðu svo að setja þetta upp aftur. Því miður Andri þá er þetta eftir því sem ég veit best ekki stillingaratriði, veit ekki hvort nýjustu kortin eru að virka betur er ekki búinn að prófa það.
Kv. BIO H1995
19.04.2009 at 16:59 #646024Sæll Björn Ingi.
Ég henti út BaseCamp forritinu, sem ég var búinn að sækja og hlóð því niður öðru sinni. Þá virkaði uppsetningin, en því miður sé ég ekki notagildi þessa forrits. T.d. er ég ekki búinn að finna út hvernig flytja á gögn milli tölvu og GPS tækis.
Ég henti líka út nýjustu MapSource útgáfunni og setti upp útgáfu 6.13.5, sem ég átti í fórum mínum.
Þar er Íslandskortið eðlilegt og ekkert mál að flytja gögn fram og til baka milli tölvu og tækis.
Ég held ég haldi mig bara við MapSource, það virkar ágætlega.Kv. Sigurbjörn.
19.04.2009 at 18:02 #646026Ég er sammála þér Sigurbjörn að ég sé ekki alveg að hvaða leiti BaseCamp á að vera betra en ég er nú ekki búinn að skoða það mjög mikið því þessi bjögun á kortinu fer í pirrurnar á mér og þá nenni ég ekkert að vera að pæla í þessu. Væri gaman að vita hvort þeir sem komnir eru með nýjustu útgáfuna af Íslandskortinu væru lausir við þessa aflögun á kortunum.
BIO
19.04.2009 at 20:12 #646028Ég er með nýjustu uppfærslu af Íslandskortinu og ég sé ekki betur en að það sé jafn teygt og togað í Base Camp eins og það var í nýjustu útgáfu af Map Source. Fyrir mitt leyti er ég því búinn að afskrifa Base Camp a.m.k þar til einhver getur sannfært mig um kosti þess fram yfir önnur forrit.
Kv. Sigurbjörn.
19.04.2009 at 20:38 #646030Hvar fær maður mapsource eldri útgáfu (óteygð) og hvað kostar það? Þarf maður endilega að borga fyrir það? 😉
Getur maður tengt það við nuvi vegatæki til að fá staðsetninguna í tölvuna?
Eru ekki líka til einhverskonar USB tengd tæki sem eingöngu eru til að mata tölvuna á því hvar maður er?
19.04.2009 at 21:58 #646032Þú finnur t.d. Mapsource 6.13.7 á kortadisknum frá R. Sigmundssyni útgáfu 3,5. MapSource er ekki hægt að nota til að keyra eftir til þess er notað nRoute sem er einnig á sama diski. Jú það er til USB tengdur móttakari til að nota við tölvu og eru þá kortin á tölvunni og móttakarinn sér vélinni fyrir staðsetningargögnum. Þetta virkar svona sæmilega oftastnær en getur þó dottið út þegar verst stendur á, það er að segja í kolvitlausu veðri. Móttakarinn er viðkvæmur fyrir því að eitthvað skyggi á hann t.d. ef hann er ekki alveg fram í rúðu þar sem best er að hafa hann og ég hef séð hann hætta að virka ef bíllinn er farinn að halla það mikið fram að toppurinn er farinn að skyggja á hann. Sem sagt ekki skotheld græja en nokkuð ódýr lausn fyrir þá sem eiga tölvu og vilja nota þetta svona.
BIO
19.04.2009 at 23:40 #646034Á diski 3.5 sem ég á er bara uppfærsla fyrir mapsource
20.04.2009 at 08:50 #646036Ég hef nú alltaf sett þetta upp þannig að ég set upp kortin og þá kemur MapSource með og svo þarf maður bara að opna kortin með lyklinum sem fylgir disknum. Þetta hefur alltaf virkað svona á þeim 3.5 útgáfum sem ég hef komist í færi við. Ég held að ef þú ætlar bara að setja upp MapSource stakt (ekki kortin) þá segi uppsetningin að þetta sé uppfærsla.
Ef þú verður í einhverjum meiri vandræðum hafðu þá samband og ég get aðstoðað þig, er búinn að setja þetta upp fyrir nokkra og vesenast dálítið í þessu þannig að það ætti ekki að vera neitt mál.kv. BIO 8688774
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.