Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Barn í bíl??
This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 16 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.11.2008 at 18:05 #203147
Sælir félagar.
Ég á hilux ex-cab og mig langar að taka 7 mánaðar gamalt barnið með í smá túr. Er í lagi að vera með barnabílstól í farþegasætinu framí eða er það bannað?
Það væri gaman að heyra í þeim sem vita eitthvað meira en ég um þetta mál. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.11.2008 at 10:45 #632102
Þórður…
Það er allur munur á því að hristast um hálendið á óbreyttum bílum á vondum vegum að sumarlagi eða að aka um á bílum á stórum hjólum, að maður tali ekki um í snjó.
Ég á tvo jeppa, nýlegann óbreyttan Landcrusier 120 VX – sem er af mörgum talin fjaðra frábærlega – Þessi bíll er samt eins og argasta hestakerra í samanburði við hinn bílinn sem er Ford F350 á 49" dekjum og með loftpúðafjöðrun.
Enda það þannig að ég myndi tæplega bjóða mínu fólki upp á að keyra kjöl að sumarlagi á Toy dósinni – börn eða ekki….
Á bíl á 38" eða stærri hjólum og með sæmilega fjöðrun og í 10- pundum á malarvegi finna farþegar ekki mikið fyrir ósléttum vegum.
Þessi umræða hefur oft komið upp hér áður. þ.e. hvort óhætt sé að ferðast með börn á fjöllum. Og nánast alltaf er það sama sagan að þeir sem hafa hæst um að vera á móti því virðast annað hvort ekki eiga börn, ekki eiga breyttan jeppa eða hafa afar takmarkaða reynslu af vetrarferðum á breyttum jeppum.
En varðandi upphaflegu spurninguna um staðsetningu á bílstól þá er það almennt talið að börn séu öruggari í bílstól sem snýr baki í akstursstefnu. Það er líka fullkomlega löglegt og talið öruggt að bílstóllinn sé framí ef að ekki eru loftpúðar, eða að hægt er að slökkva á þeim.
Benni
05.11.2008 at 11:20 #632104Það eru alltof margir kallar sem líta bara á þetta sem karlasport og að kellingarnar og börnin eigi að vera heima. Þekki of marga svoleiðis.
En bara svo ég miði við mín börn, þá sofa þau sjaldan jafnvel í bíl og í fjallaferðum á veturna.
Börnin hafa meira gaman af þessu en maður heldur.Bara passa að leyfa þeim að rétta úr sér öðru hvoru og vera með þau í góðum stólum!!
Kv. Karen
05.11.2008 at 12:06 #632106Í framhaldi af þessum umræðum, hvernig væri ef klúbburinn stæði fyrir vetrarfjölskylduferð? Taka góða helgi með snjóhúsagerð og sleðabrekkum. Nú er fjölskylduhátíð að sumri, paraferð, kvennaferð!
Sigurjón
05.11.2008 at 12:28 #632108það hefur verið rætt að hafa fjölskylduferð og er mjög góð hugmynd. Ég myndi vilja sjá allar ferðir á vegum klúbbsins sem fjölskylduferðir, þorrablótið líka og að það væru konur og börn í meirihluta í öllum ferðum. í mörgum deildum td Vesturlandsdeild eru að ég held allar ferðir fjölskylduvænar og fullt af börnum með og í Suðurlandsdeild líka. Fólk getur farið í fyllerísferðir á eiginvegum þe ekki í ferðum sem farnar eru í nafni klúbbsins. En það er mín skoðun og þarf ekki að endurspegla skoðun fjöldans.
Kveðja Lella
05.11.2008 at 19:08 #632110Þetta er kona þess sem byrjaði umræðuna.
Ég vil benda á að barnið var byrjað að halda höfði um 3 mánaðar gamall. Hann er einnig byrjaður að ganga með.
Þó að ég hafi sjálf ekki farið mikið í jeppatúra sé ég ekkert að því að barnið mitt fari í túra með föður sínum (þó myndi ég eflaust læða mér með ef svo færi) þó að hann sé ekki nema 7 mánaðar gamall.
Ég verð að segja það að ég skil ekki þetta nöldur um að ekki megi fara með ungabörn í jeppatúra, þau skaðast ekki mikið á því. Í gamla daga var fjöðurinn á bílum ekki eins góð og hun er í dag, og jafnvel ef þið hugsið lengra aftur í tímann, þegar hestvagnarnir voru enn.. þá voru ungabörn alltaf með í ferðum, jafnvel þó ferðin væri löng. Ekki skaddaðist mannkynið á því.Kv. Iðunn.
05.11.2008 at 19:38 #632112Í guðanna bænum skelltu þér á fjöll með ungabarnið svo að hægt sé að slútta þessum þræði.
05.11.2008 at 20:05 #632114Hér á árum áður voru heldur ekki bílbelti í mörgum bílum,börnin óspennt,vegir ömulegir og tók lengri tíma að aka þá,,en ekki var fólk að víla það fyrir sér að aka með börnin frá vestfjörðum eða austfjörðum til reykjavíkur og öfugt.
Bílar í dag eru margfallt betur útbúnir og auðvitað er búnaður sem fólk hefur í bílum á öðrum toga en var hér á síðustu öldAð lenda í mikilli ókyrrð í flugvél gæti ég trúað að sé margfallt verra fyrir barn en að sitja í bíl á hálendi Ísland,hvort sem sé um vetrar eða sumarferð að ræða.
Kv Jóhannes.
05.11.2008 at 21:07 #632116Einu sinni var hollt að reykja, asbest og geislavirkni átti að leysa öll heimsins vandamál. En í dag er öldin önnur.
Vil bara biðjast afsökunar fyrir hönd þeirra félagsmanna old.f4x4.is sem voguðu sér að vera umhugað um heilsa ungabarna.
Ef fólk er vel útbúið þá sé ég ekkert að því að ferðast með ungabörn á hálendinu, en sé bara ekki tilgang með því vegna skammtímaminnis sem þessi umræddu ungabörn virðast flest þjást af. Sumir félagsmenn sem hafa kommentað hér eru margir hverjir þaulvanir ferðamenn og eiga allan hugsanlegan búnað því tengdu. Persónulega miðað við spurninguna þá sýnist mér þið ekki eiga heima í þeim flokki.
Svo skil ég ekki fólk sem spyr spurninga og fær síðan ekki þau svör sem þeim líkar og virðast þá alltaf vita betur.
05.11.2008 at 22:55 #632118er þetta þraðurinn þinn eg bara spyr þvi þu segir:
..farðu bara með barnið a fjöll svo við getum sluttað
þræðinum.
Lest þu bara aðra þræði goði minn fyrst þetta pirrar
þig svona, og þið hin eg styð ykkur i að hafa börnin
með .
ferðakveðja Helgi
06.11.2008 at 00:51 #632120Ég persónulega sé ekkert að því að fara á fjöll með börn. Svo lengi sem þau eru í góðum bílstólum. Ég þykist nokkuð viss um að stóllinn sem ég var lengst framan af þegar ég var yngri var alls ekki eins góður og þeir stólar sem til eru í dag, þó broncoinn hafi nú verið mjúkur. 😉 Ég virðist amk hafa sloppið "nokkuð" heill frá þessu, kannske hafði þetta einhver áhrif á heilann og ég hefði getað verið gáfaðari en ég er, en það geta víst ekki allir orðið hagfræðingar er það? 😉
.
En svona grínlaust, ég held að flestir sem hafa ferðast um hálendið sem ungabörn eigi einhverjar góðar minningar, þó það þurfi að leggja smá á sig til að rifja þær upp, mér finnst amk gaman að leggjast yfir albúmin með ferðamyndum og rifja upp hinar og þessar minningarnar, langt aftur í ungdóm.
.
Svo er það náttúrulega makalaust þegar fólk spyr einfaldar spurningar og fær svör við öðrum spurningum nánast ótengdum upphaflegri umræðunni, en svona er þetta nú bara. Oft kemur þó skemmtileg vitneskja uppúr því samt sem áður.
Reynum nú að vera vinir og ekki alltaf þessi leiðindi. =)
.
góðar stundir, Úlfr.
E-1851
06.11.2008 at 02:46 #632122Nei Brjótur , það var ekki ætlunin að eigna mér neinn þráð. Á bara einn þráð og hann á það til að vera full stuttur.
Eftir að hafa horft uppá óléttar konur reykja og drekka á meðgöngu. Kasólétta konu djöflast á vélsleða þá finnst mér stundum nóg komið. Allt veit þetta fólk hvað er best fyrir börnin sín. Og allt hef ég séð þetta á þessari öld, ég hef engar áhyggjur af þessu shaken baby syndrome. Enda á það bara við um harkalegan ítrekaða hristing.
En slysin gera ekki boð á undan sér og þá á fólk oftast bara nóg með að bjarga sjálfum sér. Hef horft uppá jeppa velta í á og sem betur fer hafði fólkið ákveðið að skilja eftir 2 ungabörn. Og að fara á hálendi með ungabarn þegar allra veðra er von finnst mér ekki viðeigandi, nema þá að vera í það vel búnum bíl að hægt sé að sofa í góðu yfirlæti.Sammála Ulfr að þræðir hérna eiga það til að leysast uppí tóma þvælu. Úr barnabílstól í fjöðrunarkerfi yfir í karlrembu og skoðanahöft á barnlaust fólk og NÖLDUR. Mín reynsla af þessari síðu hefur verið að fólk reynir að svara eftir bestu getu, hvort sem það talar af reynslu eða skoðunum og finnst því óþarfi að saka það um tuð, væl og nöldur.
Hef því ákveðið að fara á barnaland að ræða bremsubreytingar.
06.11.2008 at 08:35 #632124okey kallinn no hard feelings
en eg held nu að obbinn af jeppamönnum keyri
allt öðruvisi þegar börnin eru með, allavega geri
eg það þegar minir drengir eru með mer
ferðakveðja Helgi
06.11.2008 at 13:20 #632126Stólinn okkar var algjör snilld:)
Allavega á þeim tíma, spurning með hvað fólk segði ef við værum með hann í notkun enn í dag. En það hafa nú verið ófáar ferðirnar sem við höfum farið í systkinin og þá alltaf eitthvað af börnum með og í bílstólum, og öll eru þau heil í dag svo þau skaddast nú ekkert af þessum hristing og hossi. Og mín reynsla er sú að fólk keyrir öðru vísi þegar það er með börn með heldur en það er barnlaust. Þekki það af eigin reynslu.Kv.Karen
06.11.2008 at 23:42 #632128Vegna þess sem Rúnar segir langar mig að segja að samkvæmt grein sem ég las annað hvort í FÍB blaðinu eða Neytendablaðinu fengu Recaro stólar aðeins tvær stjörnur að fimm fyrir öryggi. Þetta voru viss vonbrygði fyrir mann þegar maður var nýbúinn að kaupa rándýrann Recarostól sjálfur. Ég ætla ekki að fullyrða að allir Recaro barnabílstólar séu eins og sá sem fékk þessa dóma en hann var eins og sá sem ég hafði keyft. Hann fékk miklu lélegri dóma en aðrir sem voru ódýrari. Afhverju hann er svona mikið lakari er ekki augljóst en kannski er það vegna þess að hann er miklu þyngri en aðrir stólar sem ég hef kynnst og gæti kannski þess vegna skaðað barnið í hörðum árekstri.
07.11.2008 at 08:51 #632130Recaro Start hefur fengið eitthvað lítið af stjörnum í óháðum prófunum (kröfurnar ornar miklu meiri en þegar hann kom upphaflega á markaðin fyrir verulega mörgum árum síðan). Er líklega vegna þess að hann er ekki með 5 punkta belti eins og aðrir stólar, heldur notar bara orginal beltin í bílnum. Hann er hinsvegar byggður upp eins og venjulegur stóll (með gormum og dóti) og andar því vel, meðan flestir aðrir stólar eru bara plastskel ,með ÖRÞUNNU áklæði ofaná sem barnið svitnar og svitnar í.
Recaro er svo með aðra stóla sem eru svipaðir að uppbyggingu og aðrir, plastskel með 5-punkta belti og slíku. Þeir eru mun betur fóðraðir en aðrir slíkir stólar sem ég hef séð. Annar stóllinn minn er slíkur (Young Expert minnir mig) og hafa langferðir í honum ekki valdið neinum óþægindum hjá pollanum mínum.
Ungbarnastóllinn sem við notuðum fyrst var hinsvegar hræðilegur, barnið bókstaflega soðnaði í honum ef maður passaði sig ekki að stoppa MJÖG reglulega og rífa barnið úr honum.Á [url=http://www.recaro.com:2zyt2jgk]www.recaro.com[/url:2zyt2jgk] má sjá að Recaro Start er í dag eingöngu vottaður fyrir 15-36 kg, og unbarnakittið sem var fáanlegt fyrir þá er ekki lengur í boði.
Rúnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.