Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Barn í bíl??
This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 16 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.11.2008 at 18:05 #203147
Sælir félagar.
Ég á hilux ex-cab og mig langar að taka 7 mánaðar gamalt barnið með í smá túr. Er í lagi að vera með barnabílstól í farþegasætinu framí eða er það bannað?
Það væri gaman að heyra í þeim sem vita eitthvað meira en ég um þetta mál. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.11.2008 at 18:17 #632062
nei það er bannað. Verður að vera aftur í.
Haffi.
02.11.2008 at 18:20 #632064Ætti að vera klárlega merkt ef það er t.d. loftpúði fyrir farþega þá er merking í hurðarfalsi sem bannar barnastóla.
02.11.2008 at 18:21 #632066Ef stóllinn(eða burðarrúmið) er gerður til að vera í framsæti og líknarbelgir ekki til staðar ætti þetta að vera í besta lagi.
Góðar stundir
02.11.2008 at 18:22 #632068Ef það eru loftpúðar í bílnum þá er bannað að hafa barnið í framsætinu, annars ekki held ég
kv Lella
02.11.2008 at 19:24 #632070Ef þetta er ’91 hilux, þá skiptir það engu ef bílstóllinn er gerður fyrir að vera frammí, þeas snúa öfugt.
Það eru engir loftpúðar í svona gömlum druslum, sem betur fer!
kkv, Úlfr, hjálparsveit.
E-1851
02.11.2008 at 19:40 #632072Mun betra að hafa barnið í framsætinu í Hilux heldur en í aftursætinu á Yarisum og álika litlum bílum. Allavega mín skoðun eftir að hafa keyrt aftan á á mínum F 350 pickup og sja hvaða tjón varð til.
03.11.2008 at 13:43 #632074Sé ekki að 7mánaða gamalt barn hafi eitthvað gott/né gaman af því að vera tuktast í einhverri jeppaferð en jæjæ. Þú verður bara að spá í hvað gæti gerst , t.d ef þú veltur þá leggst toppurinn niður frá framhorni og í aftasta hornið á húsinu eða verr og þá t.d. gæti framsætið kramist yfir bílstólinn ef hann er afturí. Í öllum öðrum aðstæðum skiptir það annars ekki máli nema sé airbag einsog komið hefur fram í fyrri þráðum. Setja þetta á svið í huganum. allavegana myndi ég frekar taka meðvitaða ákvörðun sjálfur með þetta heldur en að fylgja einhverjum reglum sem henta kannski ekki.
03.11.2008 at 15:07 #632076Ég hefði haldið að aðalvandamálið væri hristingurinn þar sem 7 mánaða barn gerir ekki mikið meyra en að halda haus þannig að það þyrfti að hafa góðan háls kraga eða eithvað álíka
03.11.2008 at 15:31 #6320787 mánaða gamalt barn á ekkert erindi í jeppaferð. höfuð á svo ungubarni er það viðkvæmt að það getur orðið skaðlegt ef það er í miklum hristingi.
03.11.2008 at 15:53 #632080Guð minn almáttugur, hvaða væl er þetta í ykkur. Allavega voru mín börn farin að skríða og sitja og eitt var farið að labba með 7 mánaða.
Ef barnið er þannig í bíl og foreldrarnir treysta sér til að fara með það, þá er ekkert að því að fara með það í jeppatúr, ég reikna ekki með að verið sé að tala um vikuferð. Ég held líka að barninu sé mun meiri hætta búin í umferðinni en að eitthvað komi fyrir á fjöllum.
Kveðja Lella
03.11.2008 at 15:54 #632082það er aðalega hritingurinn sem getur verið slæmur fyrir ungbörn. Það er allt annað að keyra með barn í bíl á malbiki eða á íllfærum og mjög grófum slóðum.
03.11.2008 at 23:53 #632084Það er ekki neitt mál að ferðast með ungabörn í vetrarferðum. Dóttir mín fór sína fyrstu löngu vetrar og jöklaferð 3 mánaða og hefur ekki slegið slöku við síðan. Ef fólk er meðvitað um hvað það er að gera er þetta ekki neitt mál.
Góðar stundir
04.11.2008 at 15:25 #632086Lýkt og Hlynur þá hef ég ferðast með strákinn minn um fjöll og fyrnindi frá 1 mánaða aldri.
Þegar gaurinn varð 3ggja mánaða hafði hann farið 3svar í Landmannalaugar og markt fleira.Þú verður bara að muna að láta króann standa upp og hreyfa sig reglulega. Ef þú lætur hann borða á sömu tímum og hann gerir venjulega þá ertu kominn með svipaða reglu og hann er með heima hjá sér og góðann takt í ferðalagið fyrir alla.
Þetta virkar jafnvel fyrir langar gönguferðir sem jeppaferðir.
Kveðja Fastur.
04.11.2008 at 17:20 #632088Jæja, nú skrifa ég á notendanafni mannsins míns núna þar sem ég er ekki með notendanafn ennþá sjálf. En heiti annars Karen.
En mér finnst fyndið hvað margir karlmenn eru búnir að tjá sig um þetta málefni.
Og allir á móti því að hann fari með barnið.
Ég á sjálf 2 börn og byrjaði snemma að ferðast með þau. Það eldra einmitt í samskonar bíl og þessi ágæti herramaður sem startar þessarri umræðu. Var með hana frammí í bílstól, þar sem það er ekkert svaka pláss afturí og líka auðveldara að sinna þeim ef maður er einn með þau. Fínu lagi með hana í dag. Engir líkamlegir kvillar eða neitt. Þrátt fyrir að hafa vellst um afturí Willys (í bílstól) ýmsar ófærur.
Sá yngri byrjaði mikið fyrr að fara í ferðir, held hann hafi verið um 3-4 mánaða þegar við fórum smá rúnt uppá Langjökul. Hann er hraustur tæplega 2 ára jeppadellukall núna. Varð ekkert meint af þessum flæking foreldranna um fjöll og fyrnindi með hann.Og 7 mánaða börn geta alveg haft gaman af umhverfinu og öðru.
Ef hún er í góðum stól sé ég enga ástæðu til þess að sleppa því að hafa hana með. Þau verða að venjast því að ferðast, því fyrr sem byrjað er að venja þau á að fara með í ferðir þeim mun auðveldara verður þetta. Og ef þetta er það gamall bíll að engir loftpúðar eru í honum sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hafa hana frammí.
Vonandi skemmtið þið ykkur bara vel!!
Kv. Karen
04.11.2008 at 19:02 #632090Afhverju er það eitthvað fyndið að karlmenn tjái sig um svona málefni. Er þá ekki jafn fyndið að konur tjái sig um jeppa, mér er spurn.
Annars ef að bíllinn er í lagi og ökumaðurinn líka þá er ekkert að því að rúlla með króan í bíltúr á fjöllum. Sérstaklega ef það er umhyggjusamur karlmaður með í för.
04.11.2008 at 23:14 #632092Það semmér fannst fyndið var það að þeir voru allir nema tveir á móti því að hann færi með barnið með sér.
Er ekki að gefa í skyn að karlmenn viti ekkert um þetta.Líka það að ég hef alveg kynnst fullt af karlmönnum sem vilja hvorki hafa konurnar né börnin með í ferðir. Þá karlar semfinnst bara að jeppamennska sé karlasport!
Það var það sem mér fannst afskaplega skondið!Kv. Karen.
04.11.2008 at 23:38 #632094Hef farið með minn á fjöll frá því að hann var 4 mánaða, og hefur hann bara verulega gaman af þessu öllu saman. Maður verður náttúrulega að gera sér grein fyrir hvað maður er með í höndunum og aka eftir því (og leyfa barninu að hreyfa sig reglulega).
Hvað hristing varðar þá er nú hopp og skopp á öxlinni á pabba mikið verra en vagg og velta í úrhleyptum bíl. Hefði nú meir áhyggjur af hristing á venjulegum íslenskum malarvegi en jökli.
ps, svo er alveg lykilatriði að vera með góðan bílstól, stól sem barnið svitnar ekki í. Ég er með tvo Recaro stóla, hvor öðrum betri.
[url=http://www.dontshake.org:xztdkh4r]Hérna er smávegis um Shaken Baby Syndrome:[/url:xztdkh4r]
Shaken baby syndrome, which may result in severe brain trauma, is caused when a child is violently shaken such that the head is subjected to back and forth motion in one or more directions resulting in rapid repeated severe acceleration and deceleration of the head. The medical literature and ongoing research around the world have characterized shaken baby syndrome as well as other forms of accidental and non-accidental injury. Activities involving an infant or a child such as tossing in the air, bouncing on the knee, placing a child in an infant swing or jogging with them in a back pack, do not cause the brain, bone, and eye injuries characteristic of shaken baby syndrome.
kv
Rúnar.
05.11.2008 at 08:40 #632096Ég skil aldrei þetta tuð um að hafa börnin ekki með á fjöll.
Það eina sem heldur mér frá því að taka börnin með er þegar farið er í skála eins og Setrið eða aðra þar sem von er á öðrum hópum. Því tilitsleysið við þá sem eru með börnin með er alveg stórmerkilegt – fyllerý og hávaði fram á nætur, sem er akki alveg það sem að ég vil ala börnin mín upp við.
En ég er þrátt fyrir þetta búinn að ferðast með mínar dætur frá nokkurra mánaða aldri og aldrei lent í neinu veseni með þær og sé ekkert að því að ferðast með ung börn, svo framarlega sem að notaðir eru almennilegir bílstólar og passað upp á að leyfa þeim að hreyfa sig reglulega.
Benni
05.11.2008 at 09:30 #632098Ég hef alla tíð ferðast mikið með mín börn og koma þau í allar ferðir og hafa gert frá þvi að þau voru lítil. En mér ditti aldrei í hug að taka þau með nokkra mánaða í jeppatúr upp á fjöll. Það er allt annað að ferðast um landið á sæmilegum vegum en að hoppa og skoppa á fjöllum.
05.11.2008 at 09:41 #632100þessi þráður er að verða alveg magnaður. Ég veit ekki á hvernig bílum þú hefur ferðast á fjöllum Þórður, en ég verð fyrir mun meiri hristingi og hoppi og skoppi í innanbæjarakstri, það eru endalausar holur og hraðahindrannir heldur en á fjöllum í snjó. Hvað þá ef maður ferðast í Amerískum draumum þá er þetta eins og að sitja í leðursófasetti heima.
En ansi margir karla vilja hvorki hafa konur eða börn með sér á fjöll.
Kveðja Lella
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.