Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Bara smá pæling um námskeið.
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G. Guðmundsson 11 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.12.2012 at 01:43 #225170
Góða kveldið.
Ég er í þeim sporum að vera nokkuð hagur á járn og töluverðan áhuga á að smíða mér öflugan fjallabíl sjálfur fljótlega, það sem háir mér helst í þessum draumum mínum er að ég hef enga reynslu af jeppabreytingum, einhverja þekkingu þó lítil sé og mikið upp á með mörg praktísk atriði sem flestir jeppagrúskarar vita og þekkja.
Þess vegna fór ég að velta því fyrir mér hvort það væri margir í svipaðri stöðu og væri því hægt að skipuleggja einhvers konar kynningu eða námskeið á vegum f4x4 sem myndi kosta bara eitthvað x á mann, og færi yfir helstu þætti , svo sem eins og frágang á loftpúðafjöðrun, forlink , úrhleypibúnað og svo fjöldamarg annað sem þarf að vita.
Nú ef allir aðrir en ég vita þetta bara allt saman upp á 10 þá verð ég bara að lesa mér til og leyta ráða hjá góðum mönnum þegar ég fer af stað.bara smá pæling
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.12.2012 at 09:39 #761625
Ég myndi líklega skrá mig!
16.12.2012 at 01:51 #761627Það vakna ýmsar vangaveltur varðandi þessar pælingar.
Að mínu mati er það eingöngu á færi fagmanna og reynslubolta að breita verksmiðjuframleiddum fjórhjóladrifnum bíl í öflugra farartæki sem uppfyllir allar öryggiskröfur. Það er ekki eingöngu tilsögn í breitingum heldur lærdómur, þekking og reynsla í öllu þessu ferli. Ég þekki það í mínu verklega fagi að menn ganga ekki inn full menntaðir.
Byrjunin er að sjálfsögðu þessi "pæling" og löngun til að nema, bjarga sér og koma sér áfram. Ýmis námskeið varðandi þetta fag verður til að viðhalda þekkingu til að breita farartækjum. Það viðheldur líka ferðafrelsi okkar íslendinga. Það kemur líka í veg fyrir að þekkingin falli í gleimsku og svo fr.v. og svo fr.v.
Kv. SBS.
16.12.2012 at 09:42 #761629Ég velti stundum fyrir mér hvað sé fagmaður í þessum geira.
Nú þekki ég marga sem legið hafa í þessu af miklum áhuga undanfarin ár og áratugi og prófað sig áfram með allan fjandann, og vita orðið helling um hvað gengur og hvað er betra en annað. Kallast þeir fagmenn?Ég leyfi mér líka að halda því fram að ég hafi töluvert meiri þekkingu á þessu heldur en meðal bifvélavirkinn.
kallast þeir fagmenn í þessu. Þá á ég við þann þátt sem kemur að efnis gæðum, og málmsmíði allri.Ég sæi fyrir mér að nokkrir gamlir hundar í bransanum myndu bera saman bækur sínar og setja saman efni sem kynnt yrði fyrir minna þjálfuðum mönnum í þessu. Það væri hægt að kalla þetta fræðslufund frekar en námskeið ef það hljómar eitthvað betur. Gæti verið meira að segja frekar lítið undirbúið, umræðufundur þar sem menn skiptust á skoðunum og spyrðu spurninga
hvert sem formið yrði þá teldi ég þetta skemmtilega tilraun,
Ég er næsta viss um að til að viðhalda skemmtilegri jeppamenningu hér á landi þurfa fleiri að koma að þessu heldur en þeir sem geta með vissu kallað sig fagmenn í þessu.Svo er hægt að gera þetta eins og alltaf hefur verið gert, maður byrjar bara og svo þegar maður strandar þá notar maður það úrræði að hringja í vin
kv Ólafur
16.12.2012 at 12:12 #761631Varðandi það hver telst boðlegur í breytingavinnu þá hefur bifvélavirkjun ekki allt með það að gera. Fyrir mína parta er eiginlega hægt að flokka í þrennt þá þekkingu sem þarf og gagnast við jeppabreytingar.
-Kunnátta í stálsmíði
-Þekking á breytingavinnu, fjöðrunarkerfum, stýrisgöngum, átta sig á þeim átökum sem eru til staðar og hvernig þau breytast við það að stækkadekkin og breyta bílnum.
-Bifvélavirkjun (eða mikil þekking/reynsla af bílaviðgerðum).Nú er ég bifvélavirki og hef breytt nokkrum jeppum og tel að í sjálfum breytingunum á undirvagni, svo sem stífuturnum o.fl þá skiptir bifvélavirkjunin sáralitlu máli. Mun meira máli skiptir að kunna til verka í stálsmíði og þekkja til breytingavinnu (liður 1 og 2). Ef ég væri að fara að breyta jeppa og ætti að velja mann með mér tæki ég stálsmið alltaf frammyfir bifvélavirkja.
Kveðja Freyr
16.12.2012 at 15:20 #761633Góðan daginn Freyr,
þú segir :
"Ef ég væri að fara að breyta jeppa og ætti að velja mann með mér tæki ég stálsmið alltaf frammyfir bifvélavirkja"Ég myndi segja að þessi [url=http://idan.is/storf?id=456:stalsmieur&catid=60:storf:2qq3g8tv][color=#FF0000:2qq3g8tv]Stálsmiður[/color:2qq3g8tv][/url:2qq3g8tv] sem þú nefnir sé :
[url=http://idan.is/storf?id=415:bifreieasmieur&catid=60:storf:2qq3g8tv][color=#FF0000:2qq3g8tv]Bifreiðasmiður[/color:2qq3g8tv][/url:2qq3g8tv] !!!
Kveðja [url=http://www.jakinn.is/skrar/Jakinn_Hjortur_fullsize.jpg:2qq3g8tv][color=#0000FF:2qq3g8tv]Hjörtur og JAKINN[/color:2qq3g8tv][/url:2qq3g8tv].is
16.12.2012 at 16:19 #761635Mér sýnist þetta vera blanda af því að vera þokkalegur járnsmiður, vandvirkur og svo hafa þekkingu á hvernig best sé að gera þetta.
F4x4 gæti lagað síðasta atriðið
kv Ólafur
16.12.2012 at 23:52 #761637Sæll Hjörtur
Áhugaverð athugasemd. Nú þekki ég ekki til starfsemi réttingaverkstæða þar sem bifreiðasmiðir rétta m.a. grindur og laga hvers kyns boddýskemmdir en er það svo að hefðbundinn bifreiðasmiður er vanur að eiga við nýsmíði úr 3-5 mm stáli og að smíða hvers kyns íhluti úr því? Ég í fáfræði minni taldi að bifreiðasmiðir fengjust fyrst og fremst við næfurþunnt boddýblikk en væru ekki mikið í þykkara efni. Af þessum sökum nefndi ég stálsmið frekar en bifreiðasmið.
Athugaðu að þetta er ekki illa meint eða sett fram til að móðga neinn, ég veit bara ekki betur…
Kveðja, Freyr
17.12.2012 at 08:00 #761639Góðan daginn Freyr og aðrir,
Það var mikið meira um það hér áður fyrr að byggt var yfir rútur. Margar á ári oft og einhver önnur tæki t.d. kerrur ýmiskonar. Má þar nefna Guðmund Tyrfingsson, Teit Jónsson, Vestfjarðaleið, Guðmundur Jónasson, Bílasmiðjan seinna [url=http://nybil.is/index.php?option=com_content&view=article&id=61&Itemid=79:fzy82haz][color=#FF0000:fzy82haz]Nýja Bílasmiðjan[/color:fzy82haz][/url:fzy82haz] og einnig voru þeir sterkir í Borgarfirðinum. Ég hef ekki spáð ítarlega í það en það eru örugglega einhver sem ég ekki nefni og biðst ég afsökunar á því.
Annars á hefðbundinn bifreiðasmiður að vera búinn að fá einhverja vitneskju um 3-5 mm stál og eiginleika margra málma í gegnum námið þó ekki hafi hann þurft á því að halda eftir að hann fór á eitthvað verkstæðið.
Ég tók þessu ekkert illa, datt það ekki á hug.
Kveðja [url=http://www.jakinn.is/?album=g-sjalfur-&mynd=030.JPG:fzy82haz][color=#0000FF:fzy82haz]Hjörtur[/color:fzy82haz][/url:fzy82haz] og [url=http://www.jakinn.is/skrar/01JAKINN_Stor.jpg:fzy82haz][color=#0000FF:fzy82haz]JAKINN[/color:fzy82haz][/url:fzy82haz].is
18.12.2012 at 14:08 #761641Það væri kannski hægt að hafa annan vinkil á þessu heldur en námskeið.
Hvernig væri að tækninefndin safnaðist saman ásamt öðrum fagmönnum frá t.d. Bílgreinasambandinu og breytingafyrirtækjum (Arctictrucks, SS Gíslason) og mynduðu "panel" sem hægt væri að spyrja á opnum fundi.
Best væri ef spjallið væri notað áður til að varpa fram algengum spurningum og vafaatriðum, t.d.
-Hvað þarf að hafa í huga til að breytingar verði löglegar og öruggar
-Hvernig er ferlið við sérskoðun
-Hverjir mega breyta hverju
-Hvernig og hvar fer röntgenmyndataka fram
o.s.frv.
18.12.2012 at 22:09 #761643ágæt framsetning hjá Jóni G,
Hér á vefnum gæti þess vegna verið sér liður, þar sem menn legðu fram spurningar í einhverjar vikur og svo yrði því safnað samn og fróðari menn reyndu að gera mat úr þessu sem og öðru sem þeim dytti í hug og boðuðu til fundar.
gæti verið þokkaleg fjáröflun, ég er í það minnsta til í að leggja í púkkið,
kveðja Ólafur
30.03.2013 at 10:43 #761645Ég ákvað að vekja þennan þráð upp aftur, m.a. af því að það er stutt í aðalfund og svo er líka afmælisár.
Þessi upptalning er ansi víðtæk hjá mér, en mér finnsta að klúbburinn ætti að nota tækifærið á tímamótum að safna þessu saman á einn stað, og nota vefinn til að miðla bæði spurningum og svörum.Íslenskir jeppamenn breyta bókstaflega [b:2qynmmo6]ÖLLU[/b:2qynmmo6] í jeppunum sínum þannig að það þarf að flokka svona breytingar niður og Taka fyrir allan jeppann.
[b:2qynmmo6]Dekk[/b:2qynmmo6]
Hvað mea fara stór dekk undir jeppa? (það fer víst eftir hjólabili) og hvernig má skera mynstur í dekk?
[b:2qynmmo6]Felgur[/b:2qynmmo6]
Hvernig á og má breyta felgum? Hvað þarf að hafa í huga?
[b:2qynmmo6]Hásingar/klafar o.þ.h.[/b:2qynmmo6]
Hverju má breyta þarna og hvað þarf að hafa í huga (þyngdarþol, skráning á því o.fl.)
[b:2qynmmo6]Fjöðrun[/b:2qynmmo6]
Hér er maður að opna heila ormagryfju, en hvað má hækka mikið og breyta miklu?
[b:2qynmmo6]Drifsköft[/b:2qynmmo6]
Hvernig breytir maður drifsköftum og hvað þarf að hafa bak við eyrað?
[b:2qynmmo6]Grind[/b:2qynmmo6]
Hverjir mega sjóða í grindur og hvernig má breyta grindum?
[b:2qynmmo6]Tankar[/b:2qynmmo6]
Hvernig smíðar maður aukatanka eða breytir tönkum?
Hvar má setja þá?
Hvernig er best að ganga frá lögnum?
[b:2qynmmo6]Bremsur[/b:2qynmmo6]
Hvaða breytingar eru leyfilegar og hvernig gerir maður þær?
[b:2qynmmo6]Mótorar[/b:2qynmmo6]
Hér virðist svo til allt vera leyfilegt, en hvernig er best að losna við vandamál vegna mengunarreglugerða?
[b:2qynmmo6]Yfirbygging[/b:2qynmmo6]
Hverju má breyta og hvað ber að varast?
[b:2qynmmo6]Púst[/b:2qynmmo6]
Hvað má og hvað ekki?
[b:2qynmmo6]Rafkerfi[/b:2qynmmo6]
Hvað má og hvað ber að varast? (ljós og kastarar meðtaldir)
31.03.2013 at 03:09 #761647Sæll Jón G,
hjá mér er enginn valmöguleiki sem heitir "SKOÐA hnapp" svo ég geri mér ekki grein fyrir nákvæmlega hvað það er sem þú ert að tala um.
En hjá mér er gnægð öll af möguleikum fyrir þessa aðgerð hjá þér sem þú kallar SKOÐA tel ég, en sem betur fer er ég ekki góður í ensku máli og þess vegna myndi ég telja að þú hefðir möguleika á að leiðrétta þitt mál, bara svo það sé skyljanlegra. Vonandi ekki á flókinn hátt.
Nóg raus í bili,
kveðja Hjörtur og JAKINN.is
31.03.2013 at 15:47 #761649[quote="jakinn":1yfsenbn]Sæll Jón G,
hjá mér er enginn valmöguleiki sem heitir "SKOÐA hnapp" svo ég geri mér ekki grein fyrir nákvæmlega hvað það er sem þú ert að tala um.
[/quote:1yfsenbn]Ég var að skammast í þessum "skoða" hnappi sem er fyrir neðan gluggan sem maður skrifar í, þegar maður er að skrifa eitthvað inn á síðuna. Það koma þrír hnappar; Vista, skoða og senda
Ég ætlaði að hafa þetta voða flott með feitletruðum millifyrirsögnum en ef maður ýtir á skoða hnappinn þá fer það allt í steik.
31.03.2013 at 16:02 #761651Ég ákvað að svara fyrsta lið sjálfur;
[b:1vd25bz8]Dekk[/b:1vd25bz8]
Hvað mega fara stór dekk undir jeppa? (það fer víst eftir hjólabili)[quote:1vd25bz8]Heimilt er að hafa það stóra hjólbarða að þvermál þeirra nái allt að 44% af hjólhafi. Stærri hjólbarðar en viðurkenndir eru við almenna skráningu skulu því aðeins heimilaðir að unnt sé að aka bifreiðinni á öruggan hátt, sbr. 5. gr., hemlar nái að stöðva bifreiðina á virkan hátt, sbr. 6. gr., og fylgt sé reglum um skermun hjóla, sbr. 17. gr. [/quote:1vd25bz8]
Þannig að Land Rover defender 110 sem er með 110 tommur milli öxla má hafa allt að 48 tommu dekk…og hvernig má skera mynstur í dekk?
[quote:1vd25bz8](4) Óheimilt er að skera nýtt mynstur sem gengur lengra inn í hjólbarða en raufar upphaflega mynstursins gerðu, nema steypt sé í hjólbarðann merking sem gefur til kynna að framleiðandi leyfi það. Óheimilt er að skera nýtt mynstur í hjólbarða á bifreiðum sem eru 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.[/quote:1vd25bz8]
Þannig að það má skera nýtt mynstur í dekk undir stærstu trukkunum (F350 RAM o.fl.) en hér þarf að fá á hreint hvort skera megi í upprunalega mynstrið til að breyta því.
Annars þyrfti tækninefndin að taka það upp við yfirvöld hvernig nánari útfærsla á þessu er og endilega koma í gegn að leyft verði að breyta mynstri á t.d. Ground Hawk dekkjum undir léttari jeppum.
31.03.2013 at 18:50 #761653Veit einhver hvernig tryggingafélögin taka á þessu? Þ.e. ef bíll með endurbætt munstur lendir í óhappi.
Ps.
Ég var að prufa "skoða" hnappin. Hann virðist ekki virka rétt ef maður notar hann oftar en einu sinni eða gerir breytingar. Þannig að ef maður vill [b:fn8nh75y]stílfæra[/b:fn8nh75y] póstinn má hvorki [u:fn8nh75y]skoða[/u:fn8nh75y] né laga [i:fn8nh75y]eftirá[/i:fn8nh75y].
01.04.2013 at 10:23 #761655[quote="Gormur":3f7gf3dd]Veit einhver hvernig tryggingafélögin taka á þessu? Þ.e. ef bíll með endurbætt munstur lendir í óhappi.
Ps.
Ég var að prufa "skoða" hnappin. Hann virðist ekki virka rétt ef maður notar hann oftar en einu sinni eða gerir breytingar. Þannig að ef maður vill <strong>stílfæra</strong> póstinn má hvorki [u:3f7gf3dd]skoða[/u:3f7gf3dd] né laga <em>eftirá</em>.[/quote:3f7gf3dd]Það er spurningin, þess vegna er um að gera að fá þetta [b:3f7gf3dd]ALVEG[/b:3f7gf3dd] á hreint
( og það er rétt sem þú segir um "SKOÐA" hnappinn ég var að breyta innsláttarvillum núna síðast og auðvitað fór allt í steik)
02.04.2013 at 08:50 #761657Það bætist alltaf í upplýsingabankann, nú var að koma þráður á spjallinu sem fjallar um drifsköft og hvernig eigintíðni og lengd skaftsins geta farið illa saman.
Formúlan fyrir það kemur vonandi síðar.
06.04.2013 at 13:51 #761659Jæja, þá er kominn tími á næsta lið;
[b:14k73p3f]Hvernig á og má breyta felgum? Hvað þarf að hafa í huga?[/b:14k73p3f]Það er ekki allra að breyta felgum og til þess þarf nákvæm tæki eins og klukkumæli og rennibekk sem getur tekið annað eins flykki og jeppafelgu sem er kannski 16×19-tommur (þvermál x breidd).
Efnið sem er notað í breikkunina þarf ekki að vera neitt sérstaklega þykkt, algengt er að nota 1,5mm þykkt plötustál, en það þarf að vanda skurðin á því og svo þegar það er beygt í "tunnubreikkunina".
Mikilvægt er að suðurnar séu vandaðar, enda verður alltsaman að vera algerlega loftþétt.Hafa þarf í huga að bíllinn má ekki fara yfir ákveðna heildarbreidd, og dekkjamynstrið má ekki ná útfyrir brettakannta.
Einnig þarf að athuga svokallað "backspace" sem er bilið frá innri felgubrún inn að plattanum sem leggst upp að bremsuskál/nafi.
Mikið "backspace" er sagt minnka álag á hjólalegur en það sem takmarkar það er t.d. stýrisbúnaður og innribretti og svo getur það líka minnkað beygjuradíus.Mjög skiptar skoðanir eru hvað breiðar felgur á að nota við hvaða dekk. Einnig eru menn ekki sammála hvað á að gera til að fá dekkið til að tolla á felgunni.
10.04.2013 at 13:49 #761661[b:103cbtd7]Viðbót varðandi felgur[/b:103cbtd7]
[quote:103cbtd7]Reglugerð um gerð og búnað ökutækja 16. greinHJÓL OG BÚNAÐUR HJÓLA
(3) Burðarþol hjóla skal svara til a.m.k. mesta leyfðs ásþunga ökutækis.
(4) Ökutæki má ekki hafa hjól sem hafa slæm áhrif á aksturseiginleika þess.
(5) Á hjólum ökutækis má ekki vera umtalsvert hæðar- eða hliðarkast.16.03 Felgur.
(1) Á ökutæki skulu vera felgur af þeirri stærð, úr því efni og af þeirri gerð sem framleiðandi þess viðurkennir eða aðrar felgur ekki lakari.[/quote:103cbtd7]
Hérna virðist reglugerðin gefa þó nokkuð svigrúm…
20.04.2013 at 17:59 #761663Best að halda áfram…
[b:38di2xqw]Hásingar/klafar o.þ.h.
Hverju má breyta þarna og hvað þarf að hafa í huga (þyngdarþol, skráning á því o.fl.)[/b:38di2xqw]Hér virðast menn mega hækka upp, breikka og mjókka að vild svo lengi sem bíllinn verður ekki breiðari en 2,55 metrar
Nýjasta dæmið sem ég veit um eru sérsmíðaðir klafar undir Toyotu Hilux.
Hafa þarf í huga að búnaðurinn sem fer undir þarf að þola jeppann fullestaðann.
Það eru til margar myndir í albúmunum á síðu klúbbsins sem sýna jeppa með brotnar hásingar, brotin liðhús og stundum báðum megin.Í reglugerð um gerð og búnað ökutækja er ekki sérstaklega fjallað um hvað megi gera ef skipt er um hásingar undir bílum nema hvað varðar burðargetu:
[quote:38di2xqw]15.01 Ásar.
(1) Ásar skulu hafa burðarþol sem svarar a.m.k. til mestu leyfðrar ásþyngdar ökutækis.[/quote:38di2xqw]
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.