Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bara fyrir BÞV
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 20 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.01.2004 at 06:15 #193395
Í tilefni af Dakar Rallinu hefur verið sett upp Mitsubishi bílasýning í Smáralind. Sýningin mun standa yfir meðan á ralli stendur og e.t.v nokkrum dögum lengur.
Sýndir verða fjórir bílar í einu og áhersla lögð á Pajero, Outlander og Lancer. Auk þess var komið fyrir DAKAR jeppa, framleiddum af starfsmönnum HEKLU á fyrstu dögum þess árs.
Söludeild MMC verður með starfsfólk, alla daga þegar mest traffík er um húsið. Samstarfsaðilar í þessu verkefni er m.a. Opin Kerfi.
Þess má geta að rallið gengur vel og eftir sérleið dagsins, nr. 5 af 18. á Mitsubishi 8 af 20 efstu bílum í flokki jeppa, og þar af bæði fyrsta og annað sæti.
Staða 9 efstu eftir sérleið númer 5 sem lauk um hádegi í dag.
1 203 PETERHANSEL / COTTRET MITSUBISHI 4h 26′ 31″ 00′ 00″
2 201 MASUOKA / PICARD MITSUBISHI 4h 32′ 43″ 06′ 12″
3 212 DE MEVIUS / GUEHENNEC BMW 4h 42′ 04″ 15′ 33″
4 207 ALPHAND / MAGNE BMW 4h 42′ 28″ 15′ 57″
5 208 DE VILLIERS / JORDAAN NISSAN 4h 42′ 36″ 16′ 05″
6 202 MC RAE / THORNER NISSAN 4h 42′ 43″ 16′ 12″
7 200 SCHLESSER / LURQUIN SCHLES-FORD 4h 44′ 30″ 17′ 59″
8 206 BIASION / SIVIERO MITSUBISHI 4h 45′ 00″ 18′ 29″
9 259 AL ATTIYAN / BARTHOLOME MITSUBISHI 4h 51′ 20″ 24′ 49″ -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.01.2004 at 09:47 #483400
Sæll ólsarinn og gleðilegt ár!
Takk fyrir að halda út þessum þræði, bara fyrir mig!!!
Augljóst hverjir eru flottastir, enda m.a. með þróuðustu fjöðrunina 😉
Annars er MMC búinn að rúlla svo yfir aðra í þessari keppni á undanförnum árum að það fer varla að verða fréttnæmt úr þessu.
Ferðakveðja,
BÞV
06.01.2004 at 10:29 #483402
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Afsakið að maður ryðjist inn á þennan einka þráð, en hvaða keppni er þetta sem um er rætt, er þetta einhver Jeppa-keppni ?
ÓE
06.01.2004 at 13:43 #483404Þetta er París – Dakar rallýið margfræga en eins og nafnið gefur til kynna þá er það á milli París og borgarinnar Dakar í Afríku…..
kv
AB
07.01.2004 at 10:27 #483406Það eru reyndar mörg ár síðan leiðin lá frá Paris til Dakar. Byrjar þó yfirleitt í París og svo er keyrt að Gibraltar, þaðan á skipi yfir til Afríku, og svo eru keyrðir ca 13 dagar um Sahara og norður Afríku. Hvar og hvert fer eftir hvar stjórnmálaástandið er tryggast….!
Dagleiðirnar eru langar og geta sérleiðirnar náð um og yfir 700 km hver. Er einhver mesta challenge sem rallý getur orðið, sérstaklega fyrir mótorhjólakappana.
Kveðja
Rúnar.
07.01.2004 at 12:41 #483408Mér fannst nú mjög spaugilegt skotið frá keppninni sem var sýnt í fréttunum í síðustu viku. Fullt af bílum á fleygiferð og svo kom Patrol á lullinu fastur aftan í spotta Það er greinilega ekki bara hér á landi sem Patrollunum finnst spottinn góður…
Kv.
Bjarni G.
08.01.2004 at 00:25 #483410Akkuru sér maður ekki svar frá Hlyni??? Er síminn kannski búinn að taka internettenginguna hans úr sambandi? Þeir voru víst að setja upp nýja síu hjá símanum sem torveldar að bull og veruleikafirring séu settar á netið – veit ekki hvort rotturnar eiga þar einhverja sök / eða þökk… Allavega þurfa Patrolkallar að hafa þetta í huga á næstunni þegar tengingin dettur út hjá þeim…
Það er svoleiðis hraunað yfir Dasoon hér á þræðinum og þabara heyrist ekki múkk. Haldiði að kallinn sé ekki örugglega að draga andann ennþá…
Hlynur minn, það sjá allir ljósið að lokum… meira að segja ýktur kominn á rúnkara og líkar vel… eins og öllum.
Þetta vekur annars upp fullyrðingu sem ég heyrði hjá Hallgrími Helgasyni rithöf. á dögunum, þar sem hann sagði í umræðu um þjóðfélagsumræðu að það væri "auðvitað svo stutt síðan að Íslendingar fóru almennt að stunda sjálfsfróun" en nú kannast allir við það…
Já, það eru allir Pajero "runkara" aðdáendur inni við beinið…
Ferðakveðja,
BÞV
08.01.2004 at 09:07 #483412Patrolmenn eru líklega að reyna að þegja þetta í hel, þeir vita upp á sig skömmina 😉
Kv.
Bjarni G.
08.01.2004 at 10:28 #483414
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki ætla ég að svara fyrir Datsúnmenn en það er óhætt að segja að BÞV hafi aldeilis séð ljósið. Þessi fyrrum gegnheili Toyotamaður boðar nú fagnaðarerindi rúnkara af sama eldmóð og Gunnar í Krossinum boðar sitt fagnaðarerindi.
Ég var að skoða einn nýjan bláan Pajero á 38" hjá Heklu og því er ekki að neita að þetta er fallegt kvikindi. Og þokkalega hátt undir kviðinn sem mér fannst ekki vera á þeim fyrstu þegar ég kíkti undir þá. Hrifning mín er hins vegar alfarið háð því hvað þetta gerir á fjöllum í alvöru færi, sjópyttum og krapa og hvernig er hægt að beita þessu án þess að eiga stórtjón á hættu. Viðbrögð manna við þeim prófunum sem ég hef heyrt af verður kannski best lýst með orðunum "fagnaðarlætin ætluðu aldrei að byrja", en kannski voru það bara byrjunarerfiðleikar og ég svosem ekki heyrt margar sögur. En trúboðið þarf að byggja á aksjón, helst fremja kraftaverk eins og almennt tíðkast í trúboði. Bjössi, hvernig er hann að virka, núna þegar hægt er að finna nægan snjó og þú farinn að venjast kvikindinu? Er þetta í alvöru boðlegt á fjöllum?
Kv – Skúli
08.01.2004 at 12:04 #483416
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki verður það af Birni Þorra tekið að hann kann að verja hæpin málstað af miklum eldmóð, en er ekki tími til kominn að Rally-klúbbur Arons hætti nú að tala og fari að gera.
Ég hef engar áhyggjur af honum Bjarna þó ég átti mig ekki á Rúnkara kaupunum, maðurinn farinn að hrúga niður börnum, en hann fer víst ekki út fyrir strætó-kerfið á honum. Maður færi fyrst að hafa áhyggjur ef hann færi að smíða ýkt þróaða fjöðrun undir trukkinn
ÓE
08.01.2004 at 13:37 #483418Hó
Eru ekki þeir bræður Óskar Óla og Jói að keyra túrtestum á þessum bílum út í eitt ? Já og meira að segja löglega með 6 farþega. Svo var Óskar á ferðinni á Hveravöllum um daginn með nokkrum 44 tommu bílum í þungu færi og dreif bara fínt. Gott ef ekki bara mest af öllum!
Það er því ekki þannig að menn hafi ekki verið að nota þessar skvísur, þótt BÞV sé hér á spjallinu og æsi menn upp hægri vinstri. Honum leiddist svo heima í gær, frúin úti og ekkert að hafa heima… Aldrei heyrist í þeim bræðrum á þessu spjalli, þeir eru bara úti að aka og BÞV fúll að hafa ekki tíma til þess að fara með…
Það þarf því að fara í einn stóran Pajeró túr og stand´ann ógurlega… ,svo BÞV fari af spjallinu…
KV
Palli
08.01.2004 at 15:38 #483420PHH, sendu mér mail á thorkellg@hotmail.com um hvað það gæti kostað að breyta honum Grána mínum miðað við það sem þú þekkir.
kv.
08.01.2004 at 18:43 #483422
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll PalliHall, það þarf ábyggilega ekki að gráta lengi í Hlyn ef ykkur vantar einhvern til að gera hjólför fyrir ykkur …ef verður af Pajeró túrnum
Það er nú einhvern vegin þannig með hann nafna að hann hefði ábyggilega drifið best þó hann hefði verið á Lancer.
ÓE
08.01.2004 at 19:26 #483424Þessir Pæjukallar hljóta að fara segja sig úr þjóðkirkjuni og stofna sértrúarhóp. Ég er nú farinn að halda að Pæjukallarnir séu búnir að gleyma jökultúrnum sem þeir fóru í fyrra og drifu ekki neitt, og keyrðu bara í förum eftir fisksalabíl. Óskar gékk víst ágætlega um seinustu helgi, þegar hann var í förum eftir Patrol en annars var hann bara fastur og í bandi. Ég sé það að maður þarf að fara með þessum sértrúarhóp til fjalla og refsa þeim duglega…
újjjjééééé
Hlynur
09.01.2004 at 16:46 #483426Það hefur nú fleirum þótt notarlegt að rúlla í förunum eftir gráa fiskikarið, allavega svona í svipuðu færi og var í jökultúrnum góða…
Reyndar rámar mig í að hafa séð vel röraðan dadda með hrúgu af læsingum, milligírum, ástralíutannhjólum og guð má vita hvað, einhverstaðar í öðru horninu á baksýnisspeglinum á fiskikarinu í túrnum góða. Ekki dreif hann nú neitt mikið betur en Þorrinn á hálfbreyttri dömunni. Minnir nú reyndar líka að Jóinn hafi nú bara drifið ágætlega þessa helgina, enda ekki jafn vel vopnaður snjóakkerum eins og Þorrinn.
Svo er ég reyndar líka búinn að fá staðfestinu frá flestum heittrúuðustu stofnendum Datsúnkirkjunar að færi eins og var í túrnum góða, er nú bara doltið þungt, líka fyrir Datsún
Kveðja
Rúnar.
10.01.2004 at 00:00 #483428Sælir snillingar!
Maður er bara algerlega að missa af lest…rinum, bara næstum búinn að tapa þræðinum.
Já Skúli, ég get ekki sagt annað en að þetta sé bara að virka mjög vel. A.m.k. er ég hæstánægður og það skrítna er, að byrjunarörðugleikar hafa nánast engir verið! Auðvitað átti maður von á því að reka sig á fullt af hornum við það að breyta bíl sem hvorki er á sjálfstæðri grind og auk þess rörlaus. Tilfinningarnar voru einnig blendnar í upphafi í ljósi þess að ýmsir menn hafa í 2-3 ár (frá því að þetta boddý kom) haldið því fram að þetta væri ekki hægt og a.m.k. yrði þetta þá svo dýrt að enginn grundvöllur væri fyrir því.
Sjálfur var ég, m.a. í ljósi jákvæðrar reynslu minnar af sjálfstæðu fjöðruninni í LC 90 bílunum mínum og einnig vegna þess að 3,2 l. vélin í Pajero er talsvert kraftmeiri en 3,0 l. vélin í LC, búinn að hverja hugumstóra menn til að taka slaginn og breyta svona bíl í nokkurn tíma áður en ég datt sjálfur í þann gír. Svo reyndist þetta bara að flestu leyti einfaldara og miklu ódýrara en að breyta t.d. LC 120 (munar ca. hálfri milljón).
Í stuttu máli er tvennt sem lagfæra hefur þurft þá 23.000 km. sem ég er búinn að aka; annars vegar kjöguðust álklossar sem notaðir voru við upphækkun að framan eftir "sveran dag" í mjög þungu færi á Langjökli en sú ferð var farinn í þeim tilgangi að taka duglega á græjunni og sjá hvort og þá hvað myndi undan láta. Eftir að hafa ekið með "pedal í metal" nánast allan daginn í mjög ósléttu, brotið nýja símaloftnetið af í látunum… þá áttaði ég mig á því í Húsafelli að Daman var svolítið útskeif/gleið að neðan á framhjólum. Eftir miklar mælingar og skoðanir sáu menn með engu móti að neitt hefði skemmst eða bognað og að lokum varð niðurstaðan sú að los hefði komið á álklossana og þeir náð að kjagast með þessum afleiðingum. Þessu var reddað með því að smíða síkkanirnar úr stáli og renna auk þess stýringar í þær.
Hins vegar þurfti að skipta um efri demparagúmí að aftan, þar sem ekki höfðu verið sett gúmí með kraga inní gatið þegar nýjar demparafestingar voru smíðaðar. Tók 5 mínútur og kostaði 280 kall. Annað hefur nú ekki þurft að lagfæra né endurhanna og þakka ég það alfarið Aroni í jeppaþjónustunni sem ásamt tæknimönnum Heklu útfærði breytinguna.
Auðvitað vildi maður ferðast meira, en maður er þó alltaf eitthvað að skreppa annað slagið. Það er rétt Hlynur, að mér gekk ekki sem best í jómfrúartúrnum í AFSPYRNU ÞUNGU færi á Vatnajökli, en reyndar var bíllinn nú ekki nema hálfbreyttur þá eins og Rúnar segir, hlutfallalaus, uppsettur í lægstu stöðu og "jólahreingerningin" undir honum hafði alls ekki farið fram. Hún fólst í því að taka undan talsvert af járnadóti sem skagaði niður úr græjunni. Nú svo var ég sjálfur algerlega "óbreyttur" í þessari ferð, hafði aldrei prófað bílinn áður, né nokkru sinni ekið sjálfskiptum jeppa. Svo ég grobbi mig nú samt aðeins, þá var ég nú samt á undan kraftmiklum amerískum ofurbensín jeppa upp á Grímsfjall þennan annars eftirminnilega dag…
Hlynur, þetta er ekki sértrúarsöfnuður, heldur rétttrúarsöfnuður, já og vertu velkominn bróðir! Úúúújeeeah!
Ferðakveðjur,
BÞV
10.01.2004 at 01:09 #483430
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er mjög feginn að menn skuli hafa ráðist í breytingarnar á nýja Pajeornum enda miklu fallegri breyttur en óbreyttur. Og Aron á heiður skilinn fyrir sitt frumkvöðlastarf við 44" breytinguna. Það er eitthvað sem enginn hefur prófað enn með 90 bílinn. Í því tilfelli er það nú mín skoðun að ástæða þess sé sú að hann hafi ekkert við hana að gera. Pajero er þyngri en held samt að 44" sé meira en þörf sé fyrir. Hvað um það, gert er gert og nú mun reynslan leiða í ljós hvernig gangi. Og það hefði verið fróðlegt að til væri a.m.k. einn 44" 90 bíll.
Hitt er annað mál að af þessari einu mynd sem ég hef séð af honum (í albúmi Björns) að dæma finnst mér hann nú ekki fallegur, eiginlega eins og bíllinn hans Andrésar Önd, dekkin hrikalega stór miðað við stærð bílsins. Hálfgert blöðrukýli. Ég held að bíllinn hans Arons muni skera endanlega úr um veikleika/styrkleika byggingarlags Pajero. ég ætla ekki að dæma um fyrirfram um það. Hef samt meiri trú á henni nú, fyrst Aron treysti sér í breytinguna.
En að öðru fyrir forvitni sakir: Björn Þorri, þú talar um meiri kraft í Pajerovélinni en LC vélinni (geri ráð fyrir að þú miðir við nýju vélarnar). Munar miklu þar?
Kv,
bv
10.01.2004 at 17:51 #483432
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er gott að allt gengur vel í ?rétttrúnaðarkirkjunni?, þetta er náttúrulega enn ein sönnun á snilli Arons. Reyndar eftir að hafa skoðað undir þennan bláa inn í Heklu (hver á hann?) gæti ég alveg trúað því að það að hafa klafa að aftan sé ekki verra en rörið. Að aftan bæði reynir minna á (öll óvænt högg koma fyrst og fremst að framan) og vel hátt undir hann þar. Þannig séð ekkert í forsendunum síðra en LC90. Og þessi jólahreingerning undir kviðnum hefur örugglega verið þjóðþrifamál.
Ég get tekið undir flest það sem Bolli segir nema hvað mér finnst bíllinn sem ber númerið 313 og er í eigu hr. Andar hreint ekki ljótur og að sama skapi ekki heldur 44? bíllinn hans Arons, allavega ekki af myndinni að dæma. En ég er náttúrulega með undarlegan smekk sem sést best á því að ég ek um á bresku landbúnaðartæki. Spurning hvort Andrés hafi prófað að hleypa úr þessum blöðrum.
Kv – Skúli
12.01.2004 at 12:22 #483434Sælir kappar.
Ég held nú bara Bolli að ef eitthvað er, þá sé Pajero léttari en 120 bíllinn, þ.a. það ætti ekki að vera neitt minni þörf á "44 hjólum þar. Auðvitað er oftast hægt að komast um á "38 hjólum, en við allra erfiðustu aðstæður er nú samt gott að hafa "44 bíl með í för.
Ég tek nú líka undir með Skúla, að mér finnst þessi "44 breyting hjá Aroni bara koma vel út og reyndar merkilegt að bíllinn "gleypir" þessi stóru dekk ótrúlega vel. Kantarnir eru jafn breiðir og hjá okkur á "38 hjólunum en reyndar er hann á talsvert innvíðari felgum.
Annars er skrítið Bolli, að enn skuli enginn LC 120 vera kominn á "44 hjól, sérstaklega í ljósi þess að Benni vinur okkar á Akureyri er búinn að vera að vinna í því máli í meira en ár eftir því sem ég best veit. Reyndar skrítið með Benna að það eina sema maður sér af honum á síðunni núna snýst um ferðamennsku á gömlum Datsun og Blazer…
Ertu búinn að losa þig við Toyið Benni?Ferðakveðja,
BÞV
12.01.2004 at 12:48 #483436Eftir því sem ég best veit er Benni enn með LC bílinn. Ég sat nú í honum á leiðinni heim af síðasta fundi, og það var
6. jan síðast liðinn.Haukur
12.01.2004 at 16:12 #483438
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki veit ég betur en að Benni eigi bílinn. En hann er nú samt til sölu enda er hann bílasali af guðs náð og hefur gaman að. Eina sem stoppar hann í að setja bílinn sinn á 44" eru kantarnir held ég. Annars er nánast hægt að skrúfa bara 44" beint undir. Held ég fari rétt með.
Mesta furða er að enginn skuli vera búinn að setja lc 90/120 bílanna á 44". Gaman væri að hafa nokkra slíka. Þó að 38" sé reyndar nóg og væri kannski bara óþarfa eyðsla að henda svona bílum á 44". Enda eru þeir að virka flott á 38" túttunum.
Einnig þykir mér skrítið að Toyota og ArticTrucks séu ekki búinir að breyta einum svona bíl fyrir 44" fyrir sjálfa sig. Kynning fyrir þá og myndi hann sennilega seljast eins og heit lumma.
Jónas
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.