Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ballanstöng
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Gísli Ólafsson 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.04.2005 at 11:51 #195836
Sæll Gísli, sá þarna nokkrar myndir frá þér þar sem þú ert að setja loftpúða undir. Mér leikur forvitni á hvort þette sé yfir höfuð að virka hjá þér, ertu búin að láta bílinn misfjaðra? er stöngin ekki að vinda upp á sig frekar mikið, notaðir þú ekki skástífuna, og af hverju þarftu ballansstöng?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.04.2005 at 12:03 #521150
Hér er gott dæmi um hversu misheppnuður þessi vefur er, þrátt fyrri leitarvél, kann ég enga leið til að finna þessar myndir sem Beggi er að tala um. Á gamla vefnum, jafn takmarkaður og hann nú var, var þó hægt að leita eftir notendanöfnum. Kann eitthver þeirra sem dásama þetta sköpunarverk, eitthverja leið sem dugar í svona málum.
-Einar
14.04.2005 at 12:21 #521152Nú veit ég ekki hvernig þú hefðir farið að þessu á gamla vefnum með þessar upplýsingar einar og sér, þ.e. að Beggi sé að spyrja einhvern Gísla út í myndir af breytingum. Með heppni hefði að vísu verið hægt að finna hann með því að leita í öllum notendanöfnum sem hafa tengingu við nafnið Gísla og það verður hægt hérna innan tíðar. En annars er þetta líklega þessi notandi hér:
https://old.f4x4.is/new/profile/?file=3958. Fann hann efst á myndasíðunni.Kv – Skúli
14.04.2005 at 14:02 #521154Mér þætti gott að vita hvernig þú ferð að því að ferðast án þess að villast.
Þetta gat ekki verið auðveldara fyrir þig, prufaðu að fara léttu leiðina að þessu og farðu í myndaalbúmið þar sérðu mynd af toy undirvagni og ef vel er skoðað þá sérðu hvað ég er að fara.
Fleiri vísbendingar seinna.
14.04.2005 at 14:06 #521156Það er líka til annað orð yfir ballansstöng?
Smá í viðbót, það er er ekki hægt að setja tölustafi í titil ( skrítið? )
14.04.2005 at 14:56 #521158Eitthvernvegin komst inn sú meinloka hjá mér að það væri verið fjalla um breytingar á Isuzu, hvers vegna veit ég ekki, en í þessu róti tókst mér að finna myndirnar mínar, nokkuð vel af sér vikið því þær voru vel faldar.
Annars held ég geti svarað því hversvegna Gísli setti balansstöng að framan, bíll sem er á loftpúðum allan hringinn, þó þeir séu settir utarlega eins og þarna, verður afskaplega svagur í innanbæjar keyrslu, því loftpúðarnir fjaðra svo vel. Minn lagðirst á samsláttar púðana í hverri beygju þegar ég reyndi að nota hann án jafnvægisstangar, og er hann þó með frekar stífa gorma að framan.-Einar
14.04.2005 at 15:10 #521160Ætli þessar þrjár myndir sem eru efst séu nýjustu myndirnar í albúminu? Það kemur hvergi fram hvenær þær voru settar inn, bara hvenær albúmið var stofnað.
Myndadálkurinn sem er vinstra meginn virðist raðast eftir því hvenær albúm voru stofnuð, ekki eftir því hvenar þeim var síðast breytt. Þetta, eins og flest annað á þessari síðu er alveg ótrúlega lélegt, og mér er það alveg óskiljanlegt hvernig nokkrum gat dottið í hug að taka síðuna í notkun í ástandi sem hún er.
-Einar
14.04.2005 at 22:33 #521162Sæl öll.
Hvað varð um textann sem fylgdi myndunum í gamla albúminu, get ég endurheimt hann á einhvern hátt eða er hann glataður?
Kveðja, Hjölli.
15.04.2005 at 12:27 #521164Þessi einhver Gísli er trúlega fundinn eða kannski má segja að þessi Gísli (ég sjálfur) hafi fundið ykkur.
Nú hefur mér loksins tekist að setja inn þær uppl. sem glötuðust við breytinguna á síðunni.
Berþór: Þínar spurningar varðandi varðandi loftpúðana. (Mér leikur forvitni á hvort þetta sé yfir höfuð að virka hjá þér)
Þetta virkar ágætlega því máttu trúa bæði þessi aðgerð að setja jafnvægisstöng undir hjá að framan og líka loftpúðarnir ef þú hefur kannski verið að meina þeir.
(ertu búin að láta bílinn misfjaðra?)
Ég hef ekki farið með bílinn á ramp eða neitt þess háttar en veit það hins vegar að hann getur misfjaðrað nægjanlega er t.d. búinn að ferðast nokkur þúsund kílómetra á hálendinu í vetur með þennan búnað sem myndirnar eru af og ekki lent í vandræðum ennþá með misfjöðrun hvorki of eða van.
(er stöngin ekki að vinda upp á sig frekar mikið)
Þessi stöng vindur ekki meira upp á sig heldur en aðrar jafnvægisstengur jafnvel minna vegna þess að ég setti hana á stífurnar bæði aftan og framan.
(notaðir þú ekki skástífuna)
Sorry, ég skil ekki hvað skástífan kemur þessu við.
(af hverju þarftu ballansstöng)
Eik svaraði þessar spurningu ágætlega hérna ofar í þræðinum og þess vegna er ég líka með stöng að aftan.Kveðja Gísli Ólafsson
Akureyri
15.04.2005 at 13:48 #521166Sæll Gísli
Mér sýnist að þeir textar sem voru undir mynum hjá þér hafi horfið, nú stendur "Úr sumarferðum" undir öllum myndurm og þær upplýsingar sem þó voru, eru ekki sýnilegar. Forsvarsmenn vefsíðugerðarinnar hefa ekki tjáð sig um þetta mál. Að mínu viti er ekki hægt að líða það að gögn notenda týnist með þeim hætti sem er að gerast varðandi myndatextana. Þetta atriði eitt sér er nægileg ástæða til að bakka yfir í eldra kerfi ef lausn fynnst ekki tafarlaust.
Annars, af því þú ert á Akureyri, þá gætir þú prófað að kíkja í Tölvulistann á Akureyri, vefsmíðadeild Castor miðlunar mun vinna þar, ásamt fullu námi við Háskólann á Akureyri, og gegnir nafninu Helgi Hrafn Halldórsson. Hann getur líklega betur en aðrir upplýst þig um það hvort, og þá hvenær, það stendur til að laga þetta.
-Einar
15.04.2005 at 15:33 #521168Hvurning smíðar maður svona ballansstöng ?
þ.e.a.s. hvaða efni og þykkleika notar maður?
Einhver sérstök suðutækni sem þarf að nota á efnið?Kv
Einn forvitinn.
15.04.2005 at 16:13 #521170Efnið heitir "Krómstál" en það er oftast notað í þetta, þykktin fer eftir notkun þ.e. þyngd bílsins, lengd stangar ofl. Hjá Gísla þarf hún að vera nokkuð sver þar sem hafið er langt þ.e. ef stífleikinn á að vera góður, en grennri stöng þýðir minni stífleiki. Það er líka hægt að hafa grennri stöng og minna haf þannig að sveigjan á stönginni verði meiri þ.e. stöngin tekur upp meiri tregðu ef sveigjan er mikil.
Vona að einhver skilji þetta
kv. vals.
15.04.2005 at 23:19 #521172runar:
Þínum spurningum var ágætlega svarað af (vals) þó get ég kannski bætt örlítiða við.
Efnið sem ég notaði er 20mm krómstálsöxull, ég tel það nokkuð passlegt fyrir minn bíl en hefði sennilega haft hana sverari ef ég væri með lúxusbíl sem mætti aldrei halla neitt.
Þetta er gert þannig að stöngin er hituð á hefðbundinn hátt og svo beygð, gott er að vera búinn að útbúa sér til eitthvað skapalón eða mót áður maður byrjar. Þegar maður er búinn að beygja stöngina vefur maður henni inn í steinull svo hún kólni ekki of hratt.
Það er óhætt að sjóða í stöngina en þó myndi ég ekki sjóða nálægt beygjunum.
Einar: Ég er sammála þér um að við síðuna svona verður ekki unað til lengdar til dæmis er ég að skrifa þennan texta í annað sinn vegna þess að aðgangurrinn minn að síðunni var runninn út þegar ég ætlaði að nota hnappinn (í lagi) og tapaði því textanum nú passa ég mig á að copy paste inn í word skjal áður en ég reyni að koma þessu inn á spjallið og þetta með að textar undir myndunum skuli glatast er svolítið þreitandi. Ég er nú sennilega ekki alveg eins pirraður á þessu eins og þú því ég tel að þetta hljóti að verða allt lagað innan tíðar.Kveðja
Gísli Ólafsson
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.