Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › ballansstöng
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
26.12.2007 at 13:52 #201447
getur einhver sagt mér hvort það þurfi að síkka ballansstöng niður á klafabílum þegar þeir eru skrúfaðir upp?
kv haukur p -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.12.2007 at 14:39 #607788
Ef klafarnir eru ekki síkkaðir, þá er ástæðulaust að breyta jafnvægisstöngum. Oft má að skaðlausu fjarlægja þær, en það er hætt við því að þá rekist hjólin frekar í.
-Einar
26.12.2007 at 16:57 #607790Bíllinn getur orðið leiðinlegur að framan á klafabíl ef jafnvægisstangir vantar, gerði þetta við 2 rönnera sem ég hef átt og annar þeirra varð hundleiðinlegur en á hinum fann ég engan mun. Hef aldrei getað gert mér grein fyrir afhverju það munaði…
En að aftan skiptir þetta engu máli og er bara til bóta að rífa þetta undan.
kkv, Úlfr.
26.12.2007 at 17:20 #607792ég tók hana undan að framan hjá mér um daginn og hún er ekkert á leiðinni undir aftur strax. Miklu metra að keyra hann svona á ójöfnum vegum og það munar ekkert svo mikið hérna innanbæjar.
26.12.2007 at 23:05 #607794Ég tók stöngina undan mínum Toy X-tra cab og prófaði hann svoleiðis, eftir nokkra daga fór stöngin í ruslið
26.12.2007 at 23:44 #607796ég þarf að prufa að taka stöngina undan og athuga hvort hann hætti ekki þessu flakki.
27.12.2007 at 00:06 #607798Mismunur á veltustífleika á milli framenda og afturenda getur víst haft áhrif á undirstýringu, yfirstýringu. Sagt er að ef bíll er of stífur að aftan miðað við að framan getur bíllinn orðið yfirstýrður, þ.e.a.s. frekari líkur á að afturendinn skjóti sér út í beygjum.
Þetta er væntanlega mjög misjafnt eftir bílum og bara gott að prófa. Ég gafst allavega upp á mínum fjaðra hilux að sleppa jafnvægisstönginni að framan. Hann varð alveg ferlegum á t.d. römpum (lyfti hjólum að aftan…), enda var ‘ann á ca 10 cm þykkum talibanafjöðrum að aftanEftir gormavæðingu er þó engin stöng í bílnum og sakna ég þeirra bara ekkert svo mikið.
kv
Rúnar.
27.12.2007 at 01:21 #607800Ég er á hásingarvæddum 91 xc sem var original með klafa, hvaða reynslu hafa menn að sleppa ballansstöng að framan? Minn er ferlega stífur í fjórhjóladrifinu í hálku (geri mér grein fyrir því að það er náttúrulega ekkert mismunadrif í millikassanum) og hann vill leita útúr beyjum. Hvaða reynslu hafa menn af því að taka ballanstöng að framan úr svoleiðins bílum?
Minn er á original fjöðrum að aftan og 70 krúser systeminu að framan (2 stífur og gormar)
27.12.2007 at 04:31 #607802Ég hef fjarlægt ballansstangir undan nokkrum bílum sem ég hef átt. Engin hefur farið undir aftur.
4runnerinn varð svolítið undarlegur þegar stöngin var farin að framan, en ennþá undir að aftan. Þegar aftur-stöngin fór líka í ruslið, þá varð allt miklu þægilegra.
Besta dæmi sem ég man eftir var þegar ég sannfærði félaga minn á Lada-Sport (33") um gildi jafnvægisstanga. Við tókum hana undan, skildum hana eftir á verkstæðisgólfinu og fórum í bíltúr á djöfullegum malarvegi.
Þegar við komum aftur inn á gólf tók hann stöngina og færði hana snyrtilega í ruslafötuna.
HINS VEGAR eiga jafnvægisstangir alveg rétt á sér í bílum með stutt á milli gorma og mikla yfirþyngd, bara til að halda draslinu nokkurn veginn lóðréttu á því sem næst sléttum vegi. Þess vegna er gott að muna hvernig fyrsti alvöru gormavæddi jeppinn (Range Rover) var byggður, alveg án jafnvæisstanga; langt á milli gorma og demparar utarlega. Það er uppsetning sem hefur hentað ansi vel í gegn um tíðina þrátt fyrir að flestir aðrir bílaframleiðendur hafi valið að troða grindinni á milli hjóls og gorms að aftan.
Ég er ansi hræddur um að RR útfærslan verði seint toppuð, þó svo að hún sé komin til ára sinna. Það væri allavega mjög gaman að hitta teymið sem hannaði þetta system, það er alveg víst.kv
Grímur
27.12.2007 at 11:33 #607804Efast um að þú finnir neinn mun að ráði hvort sem þú tekur stöngina eður ei, sérstaklega ekki hvað varðar hálkuakstur.
Annars bara að prófa. Gerist ekkert stórfenglegt….!
kv
Rúnar.
27.12.2007 at 12:54 #607806Þegar ég reif stöngina úr Pajero hjá mér þá fann ég svosem engan stórmun innanbæjar nema hvað að þegar maður var að taka aðreinarnar frá miklubraut á sæbraut þá lagðist hann aðeins í restina, ekkert stórmál. En það var annað sem ég lennti í og fékk mig til að setja hana aftur í með nýjum gúmmíum. Þegar ég fór að keyra holótta malarvegi þá djöflaðist framfjöðrunin alveg eins og ég veit ekki hvað og það glamraði einhvernvegin allt undir bílnum og gerði hann mjög druslulegan að keyra. Um leið og stöngin fór í með nýjum gúmmíum hætti þetta og hann planaði malarvegina eins og ekkert væri.
Tek það fram að bíllinn er nánast ekkert uppskrúfaður. Eina sem hægt er að gera til að fá botn í svona er að rífa þetta úr og prufa en þá þarf líka að prufa allar aðstæður ekki bara malbikið í RVK. Eina sem liggur ljóst fyrir er að hann drífur meira í brölti með enga stöng en það gæti komið niður á manni þegar á að fara að keyra í hörðu og ósléttu snjólagi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.