Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Balance stangir og aftenging þeirra
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 21 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
24.11.2003 at 18:51 #193223
Sælir félagar.
Ég var að lesa spjallþráðin hér fyrir nokkru og þá voru menn eitthvað að ræða um aftengingar á balance stöngum í bílum, og ég er svona að velta því fyrir mér hvort að það skili einhverju og hvort að það sé æskilegt að gera það t.d. bæði að framan og aftan á bíl eða hvað??
Ég hef töluvert keyrt bíl sem er mikið breyttur og hann hefur gormafjöðrun að framan og aftan en ekki neinar stangir, sá bíll virkar fínt en hann leggst mikið í beygjum, get ég gert þetta á mínum bíl (33″ 4Runner) og komist upp með það??
Væari gaman að fá einhver svör eða vangaveltur um málið!!
Kv
Austmann -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.11.2003 at 21:53 #481326
ég hef svosum ekki mikla reynslu af þessu, en ballancestöngin að framan hjá mér er búin að vera laus í nokkrar vikur og bíllinn er miklu þægilegri í keyrslu, held sammt ég myndi ekki vilja losa stöngina að aftan líka, þá yrði bíllinn eins og þú segir, lengi að rétta sig við eftir beygjur og svoleiðis.
Hægt er að fá hot- swaybar Disconnects á netinu, þ.e. tengingar við ballance-stangir sem virka þannig að maður kippir bara splitti úr þeim og þá er tengingin milli stangana farin. Margir segja að það sé ómögulegt að keyra bíla án ballance-stanga í bænum, en þetta ætti að bæta eiginleika bílsins í torfærum, þar sem þyngdardreifing ætti að geta orðið betri.Mér þætti gaman að vita hvort einhverjir séu með svona disconnect, og hvaða reynslu menn hafa af þessu ?
er sjálfur á wrangler á 33"
kv
reynir
25.11.2003 at 00:22 #481328Nýi Patrolinn er með svona sístem sem er stjórnað inni í bíl. Annars eykur þetta teygju fjöðrunarinnar (suspension travel) og tekur af þá þvingun sem balancestöngin setur á hana.
25.11.2003 at 08:30 #481330
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Þegar mínum Patta var breytt, þá lét ég færa gormana á aftan, undir grindina(semsagt utar) og demparana út fyrir grind. Balansstangirnar voru hafðar í, en síðan þegar farið var að prufa bílinn, þá var hann alveg þvílíkt stífur allur. Þá tók ég balansstöngina undan á framan og ég keyri alltaf með stöngina á aftan ótengda. Ég hef hana á þegar ég er í einhverri langkeyrslu og með fullan bíl.
Það að segja að bílar verði alveg ókeyrandi innanbæjar án balancestanga er allgjört bull!Ég er ennþá með orginal gorma og dempara og ég hef nú keyrt marga Pattana, gamla og nýja, bæði 44" og 38" bíla, þar sem hefur bara verið settur klossi undir gormana og þeir hafa haft stangirnar í. Maður hefur næstum því lent í því að velta þeim þegar maður hefur farið í gegnum hringtorg.
Kv
Steini
25.11.2003 at 10:27 #481332
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Austmann Ballanstöng er eins og vindufjöðrun.
Hún heldur á móti beygjum og hjálpar til við að rétta bílinn af.
En auðvitað hefur hún áhrif á slaglengd fjöðrunar með dempurum, ég hef ballanstengur í mínum bíl tengdar og ég hef ekki orðið var við að það hái mér í untanvega akstri.
Það kom fram í einum pistli að bílar væru valtari með stangir. Það er nátúrulega þvæla bílinn er stöðugri í beygjum með ballanstöngum.
Með kveðju Ásgeir Gunnarsson
25.11.2003 at 23:14 #481334Sælir félagar.
Ég er sammála síðasta ræðumanni, ég hef alltaf skilið það þannig að bíll með ballansstöngum væri stöðugri (minna svagur í beygjum) en bíll án slíkra stanga. Á hinn bóginn kemur þetta í veg fyrir fulla fjöðrunarlengd eins og þarf t.d. í mikilli misfjöðrun.
Nú er verið að stúdera aðferð til að aftengja þetta í Dömulegustu bílum landsins á þann hátt að auðvelt sé að setja af/á, enda eru þetta sportkerrur á malbikinu :<)
Hafa menn einhverjar flottar hugmyndir um þetta, helst myndu menn vilja vera lausir við að "Patrolla" þessa eðalvagna á nokkurn hátt, þannig að aðrar lausnir væru vel þegnar.
Eitt af því sem menn hafa nefnt, er að útbúa hólk/huslu á miðja stöngina sem hægt væri að slá til hliðar til að taka úr sambandi…
Allar uppástungur vel þegnar.
Ferðakveðja,
BÞV
26.11.2003 at 09:23 #481336LandRover Discovery og Lexux GX 470 (120 crúser) eru komnir með þennan búnað í dag, og miklu meira. Þeir nota glussatjakka á svakalega stífa jafnvægisstöng til að draga úr virkni hennar! Í bæjarakstri og svoleiðis eru tjakkarnir nánast fastir, sem lætur bílinn liggja alveg flatann, en mýkjast þegar þess er þörf, og aftengjast alveg í lága drifinu. Pretty cool.
Gæti kannski verið hægt að nota svona glussatjakka hugmynd á einn eða annan hátt til að útfæra svona manual system?
kv.
Rúnar.
26.11.2003 at 10:15 #481338Eldri gerðir af Jeep XJ (cherokee, wagoner) og Jeep YJ (wrangler) voru með vakúm stýrðan búnað til að aftengja hægri framöxulinn. Þetta var notað í stað framdrifsloka. Það hlýtur að vera til slatti af svona dana 30 hásingum sem eru afgangs, hugsanlega mætti nýta þennan búnað til að taka sundur jafnvægisstöng með þeim hætti sem Björn Þorri nefnir hér að ofan.
-Einar
26.11.2003 at 10:37 #481340Einhverjar Toyotur (með IFS) voru (eru) einnig með svona sjálvikra aftenginu á "lokunum".
Ætti að vera hægt að saga svona stöng í sundur í miðjunni og ríla endana og setja færanlega hulsu á milli enda. Þyrfti væntanlega að hafa þá miðjuna á stönginni inni í einhverju röri til að halda öllu á sínum stað, og skít og drullu úti.
kv
Rúnar.
26.11.2003 at 12:24 #481342Ég veit um einn í Ástralíu sem hannaði og bjó til svona búnað í Pajero. Hann notaði venjulegan lofttjakk til að draga út splittið sem læsti stönginni saman. Að hans sögn þá skítvirkar þetta.
26.11.2003 at 12:55 #481344
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Blessaðir félagar,
Ég átti nú einu sinni 4Runner með IFS fjöðrun að framan og var frekar ósáttur hvað runnerinn stóð oft bara í þrjú hjól í ófærum. Það sem manni datt fyrst í hug til að laga þenna galla að einhverju leiti var að aftengja (fjarlægja) Balance-stöngina enda frekar einföld aðgerð. En þá kemur á móti að hún er að gera gagn í akstri á vegakerfinu og ég var byrjaður að viða að mér efni í ?aftengjanlega stöng? sem tengir Balance-stöngina við yfirbygginguna en kláraði þetta aldrei, seldi bílinn áður og fékk mér Jeppa :). Þessa aftengjanlegu stöng verður að setja báðu megin ef þetta á að virka, ég prófaði þetta aldrei svo ég veit ekki hvernig þessi manual búnaður kemur út.
[img:ele39ch9]http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=image&imageid=7144&albumid=64&collectionid=1148&offset=0[/img:ele39ch9]
Svona einhvern vegin átti þetta að vera.ÓE
26.11.2003 at 12:57 #481346
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Myndin er í myndaalbúminu mínu undir Ýmislegt.
ÓE
26.11.2003 at 16:24 #481348Bílar verða valtari undir summum kringumstæðum með ballanstöng
Ástæðan er sú að ballansstöngin minkar veltidempun sem gerir það að verkum að bíllin veltur frekar ef honun er kastað til á vegi þe (elgsprófið).
Þó að það sé óþægilegt að sitja í bíl sem hallar í begjum
þíðir það samt ekki endilega að hann sé valtur.
Þegar jeppi er hækkaður minkar veltidempunin þannig
að ekki er ósenileg að hann géti batnað við að taka
ballanstöngina úr sambandi.
Auk þessa eru bílar alment nánast altaf fljótari í
tímabrautum balanstangarlausir sem segir sína sögu um
gagnsemi ballansstanga????
26.11.2003 at 17:56 #481350Hvaðan kemur þessi speki?
Ekki alveg viss um að ég sé tilbúinn til þess að kaupa hana alveg svona.
Samkvæmt mínum kokkabókum þá ætti ballansstöngin að auka elgsprófshæfileikann.
Rúnar
26.11.2003 at 17:59 #481352Eins og þeir gera þetta "down under" þá er renndir 2 hólkar utan um stöngina, annar með staut út úr sér í svipuðum sverleika og stöngin og hinn með gat fyrir stautinn. Stöngin er svo söguð í sundur og tekið úr henni ca 1 tomma eða nóg til að geta sett hólkana uppá. Svo virkar þetta þannig að það er splitti sem læsir saman þessum hólkum og tengir balancestöngina og þegar splittið er tekið úr þá getur stöngin snúist eins og hún vill án þess að eitt dekkið hafi áhrif á hitt.
[img:1d37710h]http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/images/61-1149-7145.jpg[/img:1d37710h]
27.11.2003 at 11:36 #481354Þetta getur alveg staðist hjá Guðmundi að bílar geti orðið valtari með stífum jafnvægisstöngum. Mér finnst t.d. líklegt að það yrði erfiðara að velta mínum bíl ef jafnvægisstöngin sem er að framan, væri fjarlægð en í staðinn sett mýkri stöng að aftan. Ég hef lent í því, í beyju á malbiki og á frekar lítilli ferð, að annað framjólið fór á loft. Ég held að þetta hefði ekki gerst ef jafnvægisstöngin hefði verið að aftan.
-Einar
27.11.2003 at 13:55 #481356Stífari fjöður kallar á stífari dempara.
Ballansstöng er bara fjöður sem eykur veltistífni en ekki
veltidempun.
Ef bíll er undirdempaður dúar hann upp og niður eftir ójöfnur
Ef bíll er undirdempaður á velting vaggar hann.
það er balansstöngin flegir yfirbygginguni til baka inn í seinni beigjuna (elgsprófið).
þegar talað er umm ballansstangir þarf að gera greinarmun á
veltistífni og veltidempun
ballanstöng er fín ef bíllinn verður ekki undirdempaður á
velting með henni.
Auðvelt er að sjá hvort bíll undidempaður á velting
topnummer einfaldlega ýt nokkra centimetra til
hægri eða vinstri og síðan slept ef boddíð vaggar
ofan á hásingunum er bíllinn undirdempaður á velting.
27.11.2003 at 14:08 #481358Þetta meikar algjörlega sens.
kveðja
Rúnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.