FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Baggar og Birki Skráning

by Dagur Bragason

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Baggar og Birki Skráning

This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Dagur Bragason Dagur Bragason 16 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 28.08.2008 at 17:34 #202840
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant

    Vinnudagur Umhverfisnefndar – Baggar og Birki
    Laugardaginn 6. september erum við að fara í vinnudag upp í Þjórsárdal.
    Hekluskógar, í Þjórsárdal, báðu okkur um að koma og keyra rúlluböggum og tína birkifræ.
    Starfið felst í því að keyra rúllubagga, um ógróna sanda, sem verða settir á og teknir af kerrum með vél, síðan eru þeir settir í dreifara og hann úðar heyinu út um allt. Okkur vantar sem sagt bíla með kerrur. Sláttur er að hefjast og eru þetta því nýjar heirúllur, en hver vegur um 4-500 kg. Samtímis verður farið í birkifrætínslu og mun hann Hreinn frá Skógræktinni leiðbeina hvernig á að standa að.
    Fólk getur því valið hvort það fer í frætínslu og eða keyra rúllur um sandana.
    Frætínendur þurfa að hafa hanska, og einhverja tösku, eða poka sem þeir hafa um hálsinn svo báðar hendur séu fríar.

    Þetta er eina tækifærið til að stunda löglegan utanvegaakstur, en einnig kjörið tækifæri fyrir ungliðanefnd og aðra nýja félaga til að læra af okkur þessum gömlu og kynnast starfinu.

    Í lok vinnudags munu Hekluskógar bjóða okkur eitthvað góðgæti.

    Lagt verður af stað frá Select á Vesturlandsveginum kl 08.30 (hálf níu) stundvíslega, á laugardagsmorgun.

    Skráning verður á vefnum og þarf að tiltaka hvort kerra sé meðferðis, fjölda þátttakenda, einnig hvort menn hafi hug á Setursvinnu

    Síðan fyrir orkubolta og áhugasama er stefnan tekin upp í Setur í vinnuferð skálanefndar, en Þjórsárdalurinn er í leiðinni í Setur, þar sem þeim veitir ekki af allri þeirri hjálp sem þeir geta fengið, því áætlað er að setja niður sökkla fyrir nýju viðbygginguna þessa helgi, ásamt mörgu öðru.

    Kv. Umhvefisnefnd.

  • Creator
    Topic
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)
  • Author
    Replies
  • 28.08.2008 at 17:37 #628424
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Skrá mig hér.
    1 fullorðin + 2 unglingar + kerra

    kveðja Dagur





    29.08.2008 at 11:41 #628426
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Ég og viðhengin mín ætlum að mæta, ég ætla reyna að redda kerru.

    Ég + spússan + 3 viðhengi

    Kv. Magnús G.





    30.08.2008 at 14:26 #628428
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir félagar í suðurlandsdeild.
    Ég sá á vefsvæði ykkar að þið áætlið að koma í Þjórsárdalinn 06.09. og halda áfram því góða starfi sem við byrjuðum á í vor. Eru menn ekki áhugasamir, fullir atorku og ákafir í löglegann utanvega akstur. Hvað eru margir búnir að skrá sig og eruð þið með kerrur.

    Kv. Magnús G





    30.08.2008 at 14:48 #628430
    Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss
    Hjörleifur Helgi Stefánss
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 665

    Vil gjarnan leggja mína kerru á vogaskálarnar.

    Kv. Hjörleifur.





    31.08.2008 at 02:37 #628432
    Profile photo of Sigurgeir Haraldsson
    Sigurgeir Haraldsson
    Member
    • Umræður: 0
    • Svör: 2

    Ég kem
    Ég + spúsan + 2 únglíngar hef einnig áhuga á setursvinnu





    01.09.2008 at 12:06 #628434
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sæll Hjörleifur. Ég þakka boðið. Mér er spurn varðandi kerruna þína. Hvar er kerran? Hefur þú bara ekki hug á að koma sjálfur í þennann vinnudag með okkur?

    Kv. Magnús G.





    01.09.2008 at 21:08 #628436
    Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss
    Hjörleifur Helgi Stefánss
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 665

    Visulega er kerran ári góð en ég er samt hræddur um að hún geri lítið nema aftan í bíl. Hafði semsagt hugsað mér að draga hana, orðaði þetta bara aulalega. Verð sennilega við annan mann.

    H





    01.09.2008 at 23:37 #628438
    Profile photo of Árni Bergsson
    Árni Bergsson
    Participant
    • Umræður: 9
    • Svör: 308

    Skreppa aðeins með strákunum,
    Með kerruna góðu í eftirdragi.
    Tæma smá úr baukunum
    svo allir vel sér hagi.

    Árni Bergs. kerruklár.





    02.09.2008 at 15:27 #628440
    Profile photo of is
    is
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 994

    ég + konan + barn, er EKKI með kerru
    kv: Kalli





    03.09.2008 at 12:51 #628442
    Profile photo of Gunnar Hróðmarsson
    Gunnar Hróðmarsson
    Participant
    • Umræður: 1
    • Svör: 12

    Við feðgarnir mætum 3. Höfum aðgang að kerru.

    Kveðja
    Gunnar





    04.09.2008 at 09:00 #628444
    Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss
    Hjörleifur Helgi Stefánss
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 665

    Sæl öll.

    Kemst mjög sennilega ekki í ferðina góðu, bíð klár eftir öðru færi á að gera gagn.

    Hjölli.





    04.09.2008 at 22:48 #628446
    Profile photo of Hjalti Eggertsson
    Hjalti Eggertsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 14

    Hæ. Það virðist vera að Suðurlandsdeildin ætli að beiða upp í þessu máli og erum við því aðeins tveir stjórnarlimir sem mætum.

    Ólafur Hauksson + kerra
    Hjalti Eggertsson + kerra

    Kveðja. Hjalti Formaður Suðurlandsdeildar.





    05.09.2008 at 20:01 #628448
    Profile photo of is
    is
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 994

    Lagt verður af stað frá Select á Vesturlandsveginum kl 08.30 (hálf níu) stundvíslega, á laugardagsmorgun.





    05.09.2008 at 22:36 #628450
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Þá eru um 17 skráðir í ferðina sem hefst eins og ís segir kl 0830 frá Select á höfða Vesturlandsvegi.
    Við fáum hið besta veður og verður þetta áreiðanlega mjög skemmtilegt.
    Skrítið fannst mér þó að kraftakallarnir á ofurtrukkunum sjá ekki tækifæri á að spreyta sig við rúllurnar á sandinum.
    Sjáumst í fyrramálið.
    kveðja Dagur





    07.09.2008 at 17:35 #628452
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Komnar eru myndir úr ferðinni og er þær að finna í [url=http://f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/6251:1p5cv30q][b:1p5cv30q]myndasafni[/b:1p5cv30q][/url:1p5cv30q] mínu.
    Komu 4 bílar úr Reykjavík og 2 úr suðurlandsdeild.
    Hreinn frá Hekluskógum stýrði vinnunni og stjórnaði dráttarvél sem bæði hlóð á kerrur og vagn sem vélin dró.
    Eftir notarlegan ketilkaffitíma skiptist liðið í að tína fræ og keyra heyrúllur.
    Um 90 rúllur fóru á sandinn og tínd óteljadi fræ.
    Þakka ég öllum fyrir skemtilega Baggaferð.

    kveðja Dagur umhverfisnefnd.





  • Author
    Replies
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.