This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 16 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Vinnudagur Umhverfisnefndar – Baggar og Birki
Laugardaginn 6. september erum við að fara í vinnudag upp í Þjórsárdal.
Hekluskógar, í Þjórsárdal, báðu okkur um að koma og keyra rúlluböggum og tína birkifræ.
Starfið felst í því að keyra rúllubagga, um ógróna sanda, sem verða settir á og teknir af kerrum með vél, síðan eru þeir settir í dreifara og hann úðar heyinu út um allt. Okkur vantar sem sagt bíla með kerrur. Sláttur er að hefjast og eru þetta því nýjar heirúllur, en hver vegur um 4-500 kg. Samtímis verður farið í birkifrætínslu og mun hann Hreinn frá Skógræktinni leiðbeina hvernig á að standa að.
Fólk getur því valið hvort það fer í frætínslu og eða keyra rúllur um sandana.
Frætínendur þurfa að hafa hanska, og einhverja tösku, eða poka sem þeir hafa um hálsinn svo báðar hendur séu fríar.Þetta er eina tækifærið til að stunda löglegan utanvegaakstur, en einnig kjörið tækifæri fyrir ungliðanefnd og aðra nýja félaga til að læra af okkur þessum gömlu og kynnast starfinu.
Í lok vinnudags munu Hekluskógar bjóða okkur eitthvað góðgæti.
Lagt verður af stað frá Select á Vesturlandsveginum kl 08.30 (hálf níu) stundvíslega, á laugardagsmorgun.
Skráning verður á vefnum og þarf að tiltaka hvort kerra sé meðferðis, fjölda þátttakenda, einnig hvort menn hafi hug á Setursvinnu
Síðan fyrir orkubolta og áhugasama er stefnan tekin upp í Setur í vinnuferð skálanefndar, en Þjórsárdalurinn er í leiðinni í Setur, þar sem þeim veitir ekki af allri þeirri hjálp sem þeir geta fengið, því áætlað er að setja niður sökkla fyrir nýju viðbygginguna þessa helgi, ásamt mörgu öðru.
Kv. Umhvefisnefnd.
You must be logged in to reply to this topic.