This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórður Ingi Bjarnason 17 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Góðann daginn félagar.
Þannig er málið, að móðir mín á Freelander árg. 2003, og það fór í honum heddpakningin í 47000km.
Við það þá fara skilst mér stimplarnir í blokkina svo að vélin er ónýt. Ég veit að þetta var galli í bílnum árg. 98 og 99, en hélt að það hefði verið lagað.
Umboðið vill alls ekki viðurkenna að um galla sé að ræða, en hefur samt boðist til að taka á sig 150.000 ásamt framleiðanda, af um 600,000kr, þetta finnst mér nú bara viðurkenning á því að um galla sé að ræða,
Það er búið að taka endalausar hringingar og þras að fá þetta fram en umboðið hefur ekkert viljað gera. Móðir mín getur ekki án bíls verið vegna aðstæðna, en samt var ekki hægt að fá lánaðan bíl hjá umboðinu í nokkra daga á meðan leitað væri að öðrum bíl, Þetta bara kom þeim ekki við, ekki þeirra vandamál.
Nú langar mig til að vita hvort þetta sé bara standard ending á landrover vélum, og hvort að umboðið ætti þá ekki að auglýsa svona sirka 50.000km hámarks akstur á þessa bíla.
En annars, þá finnst mér ástæða til að vara menn við því að versla þessa bíla, ef endingin er svona, og svo þjónustan í samræmi við það.Veit einhver til þess að vélarnar í yngri bílum en árg 2000 hafi verið að gefa sig?
Kv. Trausti Bergland
You must be logged in to reply to this topic.