Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › B og L
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórður Ingi Bjarnason 17 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.08.2007 at 17:48 #200688
Góðann daginn félagar.
Þannig er málið, að móðir mín á Freelander árg. 2003, og það fór í honum heddpakningin í 47000km.
Við það þá fara skilst mér stimplarnir í blokkina svo að vélin er ónýt. Ég veit að þetta var galli í bílnum árg. 98 og 99, en hélt að það hefði verið lagað.
Umboðið vill alls ekki viðurkenna að um galla sé að ræða, en hefur samt boðist til að taka á sig 150.000 ásamt framleiðanda, af um 600,000kr, þetta finnst mér nú bara viðurkenning á því að um galla sé að ræða,
Það er búið að taka endalausar hringingar og þras að fá þetta fram en umboðið hefur ekkert viljað gera. Móðir mín getur ekki án bíls verið vegna aðstæðna, en samt var ekki hægt að fá lánaðan bíl hjá umboðinu í nokkra daga á meðan leitað væri að öðrum bíl, Þetta bara kom þeim ekki við, ekki þeirra vandamál.
Nú langar mig til að vita hvort þetta sé bara standard ending á landrover vélum, og hvort að umboðið ætti þá ekki að auglýsa svona sirka 50.000km hámarks akstur á þessa bíla.
En annars, þá finnst mér ástæða til að vara menn við því að versla þessa bíla, ef endingin er svona, og svo þjónustan í samræmi við það.Veit einhver til þess að vélarnar í yngri bílum en árg 2000 hafi verið að gefa sig?
Kv. Trausti Bergland -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.08.2007 at 17:56 #595346
Þetta er nú bara lýsandi dæmi um þetta umboð, því fólk sem ég þekki átti H1 bíl og fór í honum millikassinn eftir ca:70.000 km akstur, þau bjuggu úti á landi þannig að þeim var bent á að versla við ákveðið verkstæði þar með þjónustu og svoleiðis, sem og þau gerðu. Bíllinn fór líka í viðgerð þangað og skipt var um millikassa, en þau þurftu að borga. Þetta kostaði um 300.000kr að mig minnir. Samt er vitað að umboðið hafi bætt samskonar atvik. Viti menn kassinn hrundi aftur eftir 3000 km, og enn vildi enginn bæta neitt og ekki neitt, ÞVÍLÍK ÞJÓNUSTA ÖMURLEGT.
Kv Bjarki sem ekki vill versla við bull og lígi
24.08.2007 at 22:31 #595348Ef það var settur nýr millikassi í H1 bílinn á viðurkenndu verkstæði þá á að vera að ég held 1-2 ára ábyrgð á þeirri viðgerð, er það ekki?
-haffi
24.08.2007 at 23:06 #595350Já en það var bara ekki svoleiðis.
Kv Bjarki
24.08.2007 at 23:48 #595352Ég er búinn að eiga marga bíla frá b og l og hef alltaf fengið mjög góða þjónustu. Þegar ég keypti bíll fyrir ári hjá þeim var ég að spá í landrover en bíla salinnn sagði mér þar sem ég væri úti á landi þá væri landróver ekki góður þar sem han væri með mikla bilanna tíðni.
Þau skipti sem ég hef þurft að leita til umboðsins hefur þjonustan alltaf verið til fyrirmyndar.
25.08.2007 at 08:00 #595354Nokkuð merkilegar umræður sem hérna eiga sér stað. Hérna er B og L borið þungum sökum. Sama átti sér einnig stað fyrir nokkrum dögum þegar olíufélöginn voru borinn enn þyngir sökum. Þ.a.s á þau voru borinn bein lögbrot. Nú veltir maður því auðvita fyrir sér hvort svona umræða sé af hinu góða eður ey. Og hvort hún eigi heima á f4x4.is, því það eru margir félagsmenn sem ekki vilja sjá gagnrýni á fyrirtæki á f4x4.is. Ástæða fyrir því er margvísleg og meðal annars eru þessi sömu fyrirtæki oft styrktaraðilar ferðaklúbbsins 4×4 eða starfsmenn þess félagsmenn í klúbbnum. Ég er allavega einn af þeim sem hef verið því fylgjandi að á f4x4.is sé í það minnsta jafn mikið ritfrelsi og á hinum almenn blaðamarkaði. Og jafnvel viðmiði sé svipað og á þeim spjallvefum þar sem menn skrifa undir fullu nafni.
Í tengslum við þessar vangaveltur er ekki út vegi að benda á skoðunarkönnunina sem er í gangi á síðunni. En þar er allur megin þorri þeirra sem kjósa, á því að neytendamál sé eitt mikilvægasta málefni klúbbsins. Því er eðlilegt að líta svo á að félagsmenn líti fyrst og fremst á klúbbinn sem hagsmunaklúbb einsog lög klúbbsins segja jú til um.
Ef ég fjalla aftur sérstaklega um skrifin á vefnum og gagnrýni á einstök fyrirtæki. Þá verð ég að vera sammála því að svona skrif séu á f4x4.is, einfaldlega vegna þess að Ferðaklúbburinn 4×4 verður að gæta hagsmuna félagsmanna fram yfir einhverja aðra hagsmuni, og er þetta ein leið til þess.
25.08.2007 at 10:34 #595356Ykkur tekst alltaf að snúa málinu við. Móðir mín lenti einnig í því að vélin í freelander hennar dó ( [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/2211:3g4mmrrt][b:3g4mmrrt]Sjá hér[/b:3g4mmrrt][/url:3g4mmrrt] )eftir 70Þ. km akstur. Þjónustustjóri (e-ð svoleiðis) B og L sagði það vera eðlilegt, þannig að þar hefurðu það. Standard ending véla í þessum bílum er um 50-70Þ, allt annað er bónus.
Mæli með að þú athugir málið hjá Íslandsróver, einhver umræða var um þetta þar.
25.08.2007 at 10:52 #595358ég skil nú ekki alveg síðast póst, þ.a.s hver var að snúa hverju við ?
25.08.2007 at 10:57 #595360Maðurinn var að tala um endingu á freelander sem mæður eiga og í 7 póstum kom ekkert fram um það.
25.08.2007 at 14:24 #595362Ég hef ekki sjálfur reynslu af Freelander en heyrði í gær haft eftir manni sem þekkir vel til Landrover bíla að þessi bíll séu hrein mistök, mikil bilanatíðni og orðstýr Landrover setji niður við það að þessi bíll skuli bera nafnið. Hef ekki sjálfur reynslu af því, bara eitthvað sem ég heyrði.
Ofsi spyr hvort umræða um þjónustu fyrirtækja eigi heima hérna. Ég hef áður sagt að slíkt er vandmeðfarið og slík umræða getur oft þróast út í að verða ósanngjörn. Hún getur hins vegar alveg átt rétt á sér ef hún byggir á staðreyndum en ekki sleggjudómum. Mér sýnist upphafspistillinn hér standast þá kröfu mjög vel, einfaldlega greint frá málsatvikum. Sé ekkert athugavert við það. Það er hinsvegar annað mál þegar haldið er fram að fyrirtæki stundi svik og pretti, enda á að gera út um slíkt fyrir dómstólum.
Kv – Skúli
25.08.2007 at 16:05 #595364Ég ætla nú aðeins að taka þá í vörn.
Það að þeir skuli taka á sig 150.000kr af 600.000kr viðgerð er bara hrein og klár greiðastarfsemi.
Þeir þurftu ekki að slá neitt af, enda bíllinn ekki lengur í ábyrgð.
25% afsláttur þykir hreint ekki svo slæmt þegar um svona leiðindaratvik er að ræða.
Þú segir að þetta eigi að vera galli og skuli viðurkennast sem slíkur.
En hvenær á ábyrgðin að enda? Einhverstaðar verða mörkin að lyggja. Ef ég á bíl sem ég nota nánast ekki neitt, á hann að vera í ábyrgð í 5 ár. eða 10, kannski 15 sé rétt. Eða hvað?
Ábyrgðin er 3 ár, allt sem þeir gera fyrir þig á sinn kostnað umfram það, ER GÓÐ ÞJÓNUSTA.B&L ásamt P.samúelssyni er áberandi bestu umboðin. Þau standa alveg 2 skrefum faramar í gæðum þjónustu umfram önnur verkstæði.
Hvað varðar að fá bíl lánaðan þá hreynlega trúi ég ekki að það sé þannig að þú getir ekki fengið hann.
Þeir reka sína eigin bílaleigu og ætti að vera auðsótt mál að fá bíl lánaðan. EN að sjálfsögðu kostar það.Svo verðuru líka að sjá hinn handlegginn á þessu.
Hvernig vita starfsmenn B&L að það hafi ekki komið gat á vatskassann og þú skemmt þetta út frá vatsleysi. Látið svo laga kassann og komið brjálagður niðrí b&l og viljað nýja vél???Já ég hef unnið hjá B&L um tíma, en ekki lengur og hef þar að leiðandi enga hagsmuni þar að gæta lengur.
Ég mun samt standa við þau orð mín að þetta ER eitt af bestu umboðum landsins!
Og ég hef líka reynslu af 2 öðrum sem ég treysti mér ekki til að hæla eins mikið.Endapunkturinn er, vertu ánægður með að þeir hafi GEFIÐ þér 150.000kr í vasann!
Kv. Ívar
25.08.2007 at 16:09 #595366Það er 1-2 ára varhlutaábyrgð.
Þú eða umboðsverkstæðið hlýtur að eiga eftir eitthvað ósagt.
t.d. er það raunin að þú hafir þurft að borga 2x millikassa? og var olía á honum, ekkert óeðlilegt við viðgerðin?
Væri gaman að vita hvort þetta hafi virkilega farið svona hjá þér á endanum.
25.08.2007 at 19:22 #595368Þetta er einhver undarlegasta umræða sem ég hef séð. Hér kemur fram góð og gild gagnrýni á þjónustu og ábyrgð bifreiðaumboðs. Gagnrýnin virðist eiga fullann rétt á sér og ef málavextir eru sem segir þá er ég fullkomlega sammála eiganda bílsins.
En þá koma allt í einu einhverjar varnar raddir um að ekki megi setja út á eitthvað fyrirtæki. Bíddu nú við, geta umboðin keypt sé þögn? Ég veit ekki betur en að IH hafi fengið sinn skammt og ríflega það af gagnrýni um dagana á þessum vef. Ég skil ekki þetta. B&L eru alveg nákvæmlega sömu drulluhalarnir og síst skárri. Ef það er stefna klúbbsins að menn megi ekki tjá sig hér á þessum vef, ja til hvers þá að vera að flækjast í þessum klúbb. Ég tek mér það bessaleyfi að gagnrýna hvert það fyrirtæki sem mér þykir hafa gert eitthvað á minn eða annarra hlut. Algerlega án þess að hugsa um það hvort viðkomandi fyrirtæki styrkir klúbbinn eða ekki.
Sjálfur þurfti ég að eiga viðskipti við IH sem fá hæstu einkunn í þjónustu frá mér. Þar fékk ég bíl lánaðan án endurgjalds meðan bílinn var á verkstæði.Kveðja:
Erlingur Harðar
25.08.2007 at 19:44 #595370Nei ég eyddi út pistlinum enda nenni ég ekki að svar svona bulli
25.08.2007 at 19:46 #595372Ef að vél hrinur í 47 þús km.. og er ekki eldri en nokkura ára, þá er þetta gölluð vél ef að viðhald hefur verið viðunandi.
Að nokkuð umboð skuli segja að það sé eðlilegt að heddpakkning fari í undir 50 þús km er nátturulega bara viðurkenning á því að vörurnar þeirra eru gallaðar eða svo lélegar að ekki megi bjóða neytendum upp á þetta, hvað svo sem þær heita.
Þetta mál þarf að fara með í neytendasamtökin eða tala við FÍB. Þá fást oft betri viðbrögð við svona málum.
kv
Gunnar
25.08.2007 at 19:52 #595374Hver er 10 stafur í stellnúmeri bílsins?
Ef hann er 3 þá er þetta 2003 árgerð ég vann við freelander bíla erlendis í nokkur ár og þeir voru bara til vandræða ég flutti svo heim 2002 og þá voru þeir að batna en voru alls ekki vandræðalausir.
kv GÞÞ
25.08.2007 at 20:10 #595376Þegar IH var að selja Patrol með gölluðum vélum (eins og Freelander) var tekið aðeins á því vandamáli. Vélar voru settar í ábyrgði í 150 þús km eða 5 ár.
Það er greinilegt að sum umboð gera betur en önnur í þessum málum.
Góðar stundir
25.08.2007 at 20:14 #595378Skrítið að menn séu að upphefja eitthvað fyrirbæri eins og Land Rover, sama hvaða undirtegund það er. Defender bílarnir eru t.d rómaðir fyrir óþægindi og lélega einangrun o.s.frv. Svo kemur hér einhver með kvartanir varðandi slakan bíl og lélegt umboð í þokkabót. Ég bara spyr þá af hverju mönnum dettur í hug að velja sér svona bíla þegar þessar niðurstöður lyggja fyrir. Ég hef heyrt að B&L sé ansi gott umboð og standi sig vel hvað varðar þjónusu og framkomu starfsmanna. En það er einmitt mergurinn málsins, því að alltaf eru til starfsmenn hér og þar sem vita ekki hvað þeir eru að gera og eru bifreiðaumboðin ekki undanskilin því. Kannski þú hafir bara lent á lélegum starfsmanni. Mér skillst að dísel vélin í þessum Freelander bílum sé frá BMW. Hvað varðar að gírkassi hrynji eftir nokkra kílómetra er náttúrulega bara léleg smíði eða illa ísettur gírkassi og slugs vinna við ísetningu.
PS. Ekki má gleyma Bílabúð Benna, en það umboð er eitt af því besta hér á landi. En það fær enga ummfjöllum því það er ekkert að klaga uppá þá.Kv Haffi H-1811
25.08.2007 at 21:52 #595380Heyr, heyr, Ég er svo sammála Ella, ef ekki er hægt að nota þennan þráð til að vara félagana við illri meðferð og lélegri þjónustu þá er þessi þráður ekki mikils virði og verð ég að segja að 5oþús. km, á vél er nú "bara" galli og það hlýtur að vera hægt með góðu eða illu að fá það bætt.!!!!!!!
kv:Kalli sammála
25.08.2007 at 22:29 #595382Ég ætla mér nú ekki að taka virkan þá í þessari umræðu enda er ég ekki málsaðili.
Hinsvegar finnst mér þetta með að fá hluti bætta svo miskilið að það hálfa væri nóg.Ef amma mín notar bílinn sinn nánast ekki neitt og á t.d. freelander. Hún keyrir milli 2-5 þúsund á ári sem þýðir það að þegar að gallanum kemur í 50.000km er bíllinn í besta falli 10 ára gamall.
Þetta er náttúrulega skömm af umboðinu að hafa selt grey konunni svona gallaðan grip, og 10-15 árum seinna, er nú vissara að láta konuna hafa nýja vél umorða laust.
NEI! – þetta var orðin eldgamall bíll og gæti hafa brætt úr sér útaf oxun í cylendrum þessvegna.Auðvita er ekki eðlilegt að bera saman 4 ára bíl og svo aftur 15 ára bíl. Það er alveg rétt. En einhverstaðar verða menn að draga línuna.
Ef ég veit rétt þá eru flestir bílar bara í 2 ára ábyrgð. Það er síðan viðkomandi umboð sem tekur á sig þetta 3 ár. Þannig að þar draga flest umboð línuna. Hvort sem bíllinn er ekinn 10.000km eða 300.000km. Auðvita reyna þau að koma til móts við óeðlileg tilfelli, samanber mótorhrun í 50.000km, en eru að gera það að vissu leiti með því að taka á sig 25% af kostnaðnum.Það má því alveg líta á þetta dæmi þannig að viðkomandi bíll sem um er rætt sé kominn 100% framm úr ábyrgð framleiðanda byggt á tíma (bíll 4 ára og ábyrgð 2 ár.)
Segi s.s. ekki mikið meira í bili nema góð rök komi fram.
Kv. Ívar
25.08.2007 at 23:22 #595384Það eru fordæmi fyrir því að önnur umboð taki á svona göllum. B&L er ekki að gera það, og það setur B&L niður um eina skör.
Góðar stundir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.