This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Vilhjálmur Freyr Jónsson 20 years ago.
-
CreatorTopic
-
01.10.2005 at 01:13 #196364
Ég var að skoða myndirnar sem Óli Hall setti in af nyja skálanum sem austurlandsdeild var að koma fyrir út á urðum, líst mér bara vel á skálann og hlakka til að koma þarna í vetur. En skálinn er endurbyggður eftir gömlu húsi sem stoð þarna frá því að símalína var lögð frá Grímsstöðum og til Seyðisfjarðar. Ég hélt að sá skáli hafði verið kallaður austara sæluhús en óli kallar nýja skálan Urða skála. Er verið að búa til nýtt nafn á skálann eða var sá gamli með tvö nöfn. fínt að fá það á hreint hvert er eiginlegt nafn skálans er svo menn fari ekki að nota vitlaust nafn á kotið.
kv.Hilmar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.10.2005 at 08:33 #528314
Við erum að lenda í alskonar rugli. góður skáli heitir Nornabæli eða Skessuskjól eða Silgjufell. Fjall sem allir hafa þekkt sem Kerlingar heita allt í einu Systur eða Mæðgur, einhver vildi kalla fjallið Frænkurnar. það verður að hætta þessu rugli og reyna að halda upphaflegum nöfnum eins lengi og hægt er. Ari Fróði sagði að það skildi hafa sem sannara reynist
01.10.2005 at 09:00 #528316að finna út hvað er réttast hveju sinni, ég hef oft notað þá aðferð að nota nafn heimamanna eða eiganda skálanna, en þó er það ekki á vísan að róa í öllum tilfellum. T.d
Rústaskáli-Rústakofi-Klasar-Orravatnsrústir.
Skálarnir í Ásgarði eða Árskarði
Eða Kisa eða Kísá eða jafnvel Kjálkaversá
01.10.2005 at 09:39 #528318Í þeim pappírum sem ég hef séð ma. frá Minjavernd er talað um austara símahús á Urðum. Hef heyrt talað um símahúsið í Austaribrekkunni, þar er áttvið Haugsbrekkuna, það fær alls ekki staðist því húsið stendur nokkrum kílómetrum austan við Haugsbrekkuna. Gæti komið til vegna þess að Vestara símahúsið stendur í miðri Vestari Haugsbrekunni.
Kv Óli Hall.
01.10.2005 at 12:31 #528320kallar húsin austara og vestara símahús, ég hef séð á gömlu korti að þau eru kölluð austara og vestara sæluhús. væri gaman að skoða gömul gögn til að fá þetta á hreint.
kv.Hilmar
01.10.2005 at 14:51 #528322Eins og Freyr bendir á sagði Ari fróði ‘hafa skal það sem sannara reynist’ en einhver snéri útúr fyrir karlinum og sagði ‘hafa skal það sem betur hljómar’. Þannig er nú sjálfsagt tilkomið nafnið Jöklasystur á Kerlingunum. En að því slepptu, ‘austara sæluhús’ hljómar eiginlega ekki sem nafn heldur lýsing á staðsetningu, er nokkuð fjarri að álykta sem svo að þessi hús séu nafnlaus og úr því þurfi að bæta? Þetta verður að heita einhverju almennilegu nafni. Rétt eins og ‘nafnlausi fossinn’ í Markarfljóti á bak við Laufafell sem gjarnan er kallaður ‘Rúdolf’ og má það gjarnan festast við hann, enda með fallegri fossum.
Kv – Skúli
01.10.2005 at 15:04 #528324Hann heitir Nafnlausi fossinn. En þessi austfirðingar eru stór furðulegir, eða kannski gleyma þeir alltaf hvar skálarnir eru. Því nota þeir eftirfarandi
Austurheiðarkofi= á Austurheiðinni
Vesturheiðarkofi= á vesturheiðinni
Miðfjarðarkofi= í miðfirðinum
Dragakofi= já já í drögunum
Vatnsendi= já við vatnsendan og svona koll af kolli.
En hvurn fjandan meina mennirnir með Eggjahús og tvö freka en eitt. Skyldi þó aldrei hafa verið gamlir hænsna kofar. Ég held að þeir verði að útskíra þetta fyrir okkur Flatlendingunum.
01.10.2005 at 15:27 #528326Ja, ef þetta er ekki gamall hæsnakofi, þá dettur mér nú í hug safaríkari skýring. Það er náttúrulega alþekkt að rómantíkin blómstrar oft í góðum fjallaskálum. Sú rómantík getur stundum leitt til jafnvel ótímabærra afleiðinga sem rekja má til eggja og frjógunar þeirra. Kannski langsótt, en hljómar vel og ‘hafa skal það sem betur hljómar’.
Hvar er þessi ágæti skáli, bara svo maður geti forðast hann?
Kv – Skúli
01.10.2005 at 15:32 #528328Karlar þurfa nú ekki að hafa áhyggjur af svo fjarlægum áfangastöðum. En austfirðingarnir svara þér kannski þegar þeir eru búnir að byggja álverið og þétta misgengið við Kárahnjúka.
01.10.2005 at 15:41 #528330he he he.
Þessi var svo djúpur að það tók mig nokkra stund að fatta. Ég geri þá ráð fyrir að Eggjahúsin séu staðsett þannig að óslétt slóð liggi að þeim þannig að Land Rover effektinn njóti sín til fulls.
01.10.2005 at 16:23 #528332Austara símahús hljómar ágætlega í mín eyru og segir sögu af staðnum um leið.
Gaman væri að heyra í austfirðingum og minjaverði austurlands í sambandi við þetta örnefni.
Ef nafnið á Kerlingum skal hljóma vel, legg ég til að við köllum þær " Skvísurnar"
01.10.2005 at 16:29 #528334Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér í dag var gjarnan talað um í daglegutali austara og vestara símahús og þá af þeim er voru að byggja símalínuna (1906) og þeim er sáu um viðgerðir á línunni síðar. Vopnfirðingar munu hinsvegar á stundum hafa kallað húsið norðarahúsið. Vestara símahúsið stóð í Vestarihaugsbrekkunni en austarasímahúsið stóð á Urðum. Þannig að skálinn á Urðum eða Urðaskáli er alveg jafn rétt og austarasímahús.
Óli Hall
01.10.2005 at 17:58 #528336Hafi ég atkvæðarétt greiði ég atkvæði með Urðaskála og Skvísunum. Til dæmis mikið flottara að koma heim úr ferð og segjast hafa farið upp á Skvísurnar heldur en Kerlingarnar.
Og auðvitað Rúdolf sem löngu er komin hefð á.
Kv – Skúli
01.10.2005 at 18:23 #528338greinilega hlaupin í formannin og þarf með þessu áframhaldi að fara að setja rautt viðvörunarmerki efst í hægra hornið hjá honum er hann ætlar að halda svona áfram
01.10.2005 at 19:10 #528340Ég sé fyrir mér formanninn lenda í vandræðum hjá Skvísunum og við sendum björgunarsveitina á Kaffi Reykjavík honum til bjargar.
Nei Kerlingar,Nafnlausi fossinn, og austara símahús og HANANÚ.
02.10.2005 at 12:36 #528342óli skrifar
Vestara símahúsið stóð í Vestarihaugsbrekkunni en austarasímahúsið stóð á Urðum. Þannig að skálinn á Urðum eða Urðaskáli er alveg jafn rétt og austarasímahús.
Óli Hall
ég er ekki að spá hvað er jafn rétt að kalla skálan heldur hvert er upphaflegt nafn á honum svo við getum viðhaldið því.
kv. Hilmar
02.10.2005 at 14:56 #528344Skilst á þeim sem hafa haft samband við mig að húsin hafi akkúrat ekki heitið neitt. Hinsvegar voru þetta símahús og kölluð austara og vestara hús til aðgreiningar hvot frá öðru.
Óli Hall
02.10.2005 at 15:29 #528346Það er nú ekki mikið mark takandi á Austanmönnum þegar þeir tala um áttir; þar fara menn norður aðra leiðina yfir fljótið en austur þegar þeir fara til baka.
kv.
ÞÞ
02.10.2005 at 15:43 #528348Ég verð að viðurkenna að ekki þekki ég nógu mikið sögu staðarins til að dæma um hvort það eigi að vera Urðarskáli eða Austara símahús en ég held að austanmenn ættu að skoða málið út frá heimildum og taka ákvörðun um nafngiftir út frá því. Oft hafa góð og gömul örnefni týnst útaf lítilli ástæðu eins og hættan er á með Nornabæli, sem er miklu skemtilegra og sögulegra nafn en Sylgjufell.
Áttaviltastir allra eru sunnlendingar og Skaftfellingar sem fara suður til reykjavíkur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
