This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 21 years ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Ég var að lesa inná mbl.is soldið skemmtilega frétt um GPS:
Eftirlitsstöðvar sem auka nákvæmni og stöðugleika GPS-kerfisins vígðar á Íslandi
Tvær eftirlitsstöðvar Evrópsku geimferðastofnuninnar (ESA) verða vígðar á Íslandi á morgun en þær tengjast tæplega þrjátíu milljarða verkefni stofnunarinnar á svið gervihnattaleiðsögukerfa.
Kerfið er kallað EGNOS sem stendur fyrir European Geostationary Navigation Overlay Service og mun auka áræðanleika og nákvæmni gervihnattaleiðsögukerfa eins og GPS.Flugmálastjórn er framkvæmdaaðili kerfisins á Íslandi og mun Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra vígja kerfið í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli síðdegis á morgun, föstudag.
Þetta hlýtur að vera flott fyrir okkur sem þurfum nú oft að nota GPS til að keyra eftir.
Kv.
Dóri Sveins
R-2608
You must be logged in to reply to this topic.