FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Aukin eyðsla

by Hafþór Atli Hallmundsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Aukin eyðsla

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sigurþór Þórsson Sigurþór Þórsson 15 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 11.01.2010 at 16:23 #209776
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant

    Er með Pajero Sport V6 3ja lítra sem mér fannst eyða fullmikið og var mér bent á af verkstæðismanni að skifta um kertin til að ná eyðslunni niður. Gerði ég það með tilheyrandi veseni við að ná soggreyninni af og aftegnja fullt af tengjum sem lyggja þarna þvers og kruss yfir. En eftir þetta hefur eyðslan aukist til nokkurs muna. Hef aðallega ekið honum innanbæjar síðan þetta var gert en það litla sem ég hef ekið honum utanbæjar þá hefur hún verið nokkuð há líka. Einhver sem er með haldbæra skýringu á því hvernig standi á þessu?
    Bíllinn er 2003 árg, sjálfskiftur og var ekinn um 102000 klm þegar ég skifti um kertin og nú er hann að nálgast 103000 klm. Eyðslan hefur innanbæjar hefur aukist úr 20 lítrum á 100 klm í rúma 23 á 100 klm.
    Með von um góð svör frá allavega einhverjum af þessum aragrúa jeppa og félagsmanna þarna úti.
    Kv. Haffi

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 11.01.2010 at 20:42 #676022
    Profile photo of Stefán Grímur Rafnsson
    Stefán Grímur Rafnsson
    Member
    • Umræður: 15
    • Svör: 280

    Það er eitt sem er gott að athuga eg þú hefur ekki gert það. Og það er að þegar maður kaupir ný kerti þarf maður oftast að stilla bilið sjálfur, en það ætti nú þó ekki að valda aukinni eyðslu um 3 L, en annrs er nú fullt af þessu rafmagndrasli sem getur bilað, td súrefnisskynjari í pústi eða eithvað þessháttar.
    Annars þekki ég þessa bíla ekki neitt, hef bara glýmt við svona leiðindi í öðrum bílum, þá reyndist það vera vacum slanga sem var rangt tengd
    Kv: Stefán





    11.01.2010 at 22:47 #676024
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Þú segist hafa þurft að aftengja fullt af tengjum til að komast að kertunum. Ertu þá alveg 100% viss um að þau hafi öll farið rétt og pottþétt saman aftur ? Þekki þessa bíla ekki neitt, en datt þetta svona í hug.

    Ágúst





    11.01.2010 at 23:53 #676026
    Profile photo of Hrolfur Árni Borgarsson
    Hrolfur Árni Borgarsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 878

    Ég myndi veðja á 3 möguleika falskt loft(vacumslanga eða soggreinapakkning) ,eitthvað ekki tengt eða rangt tengt,eða ekki nóg vatn á kvikindinu.Svo eru ýmsir aðrir möguleikar að sjálfsögðu kertabil,skynjari eða þessháttar.Er samt ekki alltaf lausnin í dag að láta lesann í tölvu. :)





    12.01.2010 at 08:35 #676028
    Profile photo of Sigurþór Þórsson
    Sigurþór Þórsson
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 557

    Þessir bílar hafa svo sem ekkert verið þekktir fyrir að vera neinir sparibaukar en það er samt skrýtið að eyðslan rjúki upp með nýjum kertum. Spurning hvort þú hafir fengið rétt kerti í hann? Hvernig gekkstu svo frá soggreininni eftir að hafa tekið hana af? Með nýrri pakkningu eða silicon? Er hann mögulega að draga falskt loft þar? Þú gætir prófað að spreya ether yfir samskeytin og ef vélin bætir við sig þá þarf að þétta betur á milli.
    En með þessa eyðslu skal ég ekki segja, er sjálfur með einn stuttann Pajero V6 beinskiptann og hann er að fara með ca.18/100 í blönduðum akstri, slatti af Reykjanesbraut inni í því. Þannig að þyngri bíll með sjálfskiptingu og í innanbæjarakstri fer sjálfsagt treglega niður fyrir 20 lítrana…

    Kv. Sigurþór





    12.01.2010 at 10:25 #676030
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 236

    Á ég virkilega að trúa því að þegar keypt eru ný kerti í dag að það þurfi að stilla millibilið.

    Minnir (að vísu fyrir nokkru) þegar ég keypti kerti hjá Stillingu þá hefði mér verið sagt að þau þau væru með stillt millibil. Kannski er hægt að velja kerti með og án þess að millibilið sé stillt. Finnst samt fáránlegt ef það er rétt að stilla þurfi millibilið. Það þarf þá að fá nákvæmar upplýsingar um það útfrá viðkomandi bifreið. Er ekki 1 til 1,1 mm bil algengast?

    Kv. SHM





    12.01.2010 at 10:56 #676032
    Profile photo of Sigurþór Þórsson
    Sigurþór Þórsson
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 557

    Ég held að það sé algjör undantekning að stilla þurfi millibilið á nýjum kertum sem eru uppgefin í viðkomandi bíl!





    12.01.2010 at 11:19 #676034
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 810

    Nei ekki stilti ég neitt millibil á kertunum og hef reyndar aldrei heyrt að það sé gert. [quote="lilli":1du5vglc]Spurning hvort þú hafir fengið rétt kerti í hann? Hvernig gekkstu svo frá soggreininni eftir að hafa tekið hana af? Með nýrri pakkningu eða silicon? Er hann mögulega að draga falskt loft þar? Þú gætir prófað að spreya ether yfir samskeytin og ef vélin bætir við sig þá þarf að þétta betur á milli.
    En með þessa eyðslu skal ég ekki segja, er sjálfur með einn stuttann Pajero V6 beinskiptann og hann er að fara með ca.18/100 í blönduðum akstri, slatti af Reykjanesbraut inni í því. Þannig að þyngri bíll með sjálfskiptingu og í innanbæjarakstri fer sjálfsagt treglega niður fyrir 20 lítrana…

    Kv. Sigurþór[/quote:1du5vglc]
    Ég fékk þessi kerti í N1 hérna á Skaganum. Þessi sem ég tók frá Bosch en umboðið með rándýr kerti sem ég man ekki hvað heita. Gæti náttúrlega verið mikið til í að skifta hefði um soggreinapakkninguna, þá sem kemur á milli soggreinar og millihedds, en ég smellti bara greininni ofaná- athugaði hvort pakkningin væri ekki rétt stillt undir og fór að herða bolta og ganga frá og tengja allt saman aftur. En ef hann er að draga falst loft ætti þá gangurinn ekki að breytast eða koma einhver melding þess efnis? Mér var reyndar bent á það eftir á að þegar maður herðir saman hluta úr áli þá eigi maður að nota átaksmæli til að forðast skemmdir. Og þar sem bæði milliheddið og soggreinin eru úr áli þá hefði ég náttúrulega átt að standa þannig að málum, en ég á ekki átaksmæli og veit náttúrulega ekki hver herslan hefði átt að vera.
    Haffi





    12.01.2010 at 14:23 #676036
    Profile photo of Sigurþór Þórsson
    Sigurþór Þórsson
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 557

    Það er nú engin nauðsyn að mæla á þessu hersluna ef þú ert sæmilega bílskúrsfær, aðallega að þetta sé hert jafnt og sitji vel. Það ætti að vera í lagi að nota gömlu pakkninguna áfram ef hún er heilleg. Það er samt gott að setja smá filmu af pakkningarsiliconi sitthvorumegin við hana og fituhreinsa báða fleti áður en límt er.

    Það er alls ekkert víst að þú verðir nokkuð var við það ef vélin er að draga smá falskt loft. Og í raun ekki fyrr en blandan er komin út fyrir þau mörk sem skynjararnir ráða við að leiðrétta með tölvunni og kveikja þar með "Check engine" ljósið. En þú gætir samt sem áður verið með lélegan bruna því vélin er þá að fá meira súrefni en loftflæðimælirinn gefur tölvunni til kynna. Súrefnisskynjarinn í pústinu á svo að taka á of háu súrefnisgildi í afgasinu með því að gera blönduna sterkari.

    Eru þessar eyðslutölur hjá þér örugglega miðað við samskonar akstur? Ath. útihitastig hefur talsvert að segja með eyðslu, sérstaklega í innanbæjarakstri þar sem eknar eru stuttar vegalengdir og vélin kannski enn að hitna þegar drepið er á. Kalt í veðri = meiri eyðsla…

    Kv. Sigurþór





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.