This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurþór Þórsson 15 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Er með Pajero Sport V6 3ja lítra sem mér fannst eyða fullmikið og var mér bent á af verkstæðismanni að skifta um kertin til að ná eyðslunni niður. Gerði ég það með tilheyrandi veseni við að ná soggreyninni af og aftegnja fullt af tengjum sem lyggja þarna þvers og kruss yfir. En eftir þetta hefur eyðslan aukist til nokkurs muna. Hef aðallega ekið honum innanbæjar síðan þetta var gert en það litla sem ég hef ekið honum utanbæjar þá hefur hún verið nokkuð há líka. Einhver sem er með haldbæra skýringu á því hvernig standi á þessu?
Bíllinn er 2003 árg, sjálfskiftur og var ekinn um 102000 klm þegar ég skifti um kertin og nú er hann að nálgast 103000 klm. Eyðslan hefur innanbæjar hefur aukist úr 20 lítrum á 100 klm í rúma 23 á 100 klm.
Með von um góð svör frá allavega einhverjum af þessum aragrúa jeppa og félagsmanna þarna úti.
Kv. Haffi
You must be logged in to reply to this topic.