Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Aukatankar
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Gunnarsson 17 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.08.2007 at 00:54 #200608
Hvaða efni hafa menn notað í aukatanka undir bensín, ál eða ryðfrítt og hversu þykkt?
Svo var ég að spögulera, hvar best væri að finna hentuga krana til að skipta milli tanka. Eru það ekki bara Landvélar og Barki?
kv. Kiddi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.08.2007 at 13:21 #594336
Blessaður notaðu bara 0,8 eða 1.0 svart efni. Til hvers að fara í hitt?
Þú bara málar yfir með 2 ja þátta epoxy og svo riðverja með einhverri drullu og málið steindautt ekkert helv….vesen. Bara að passa að það sé alltaf smá leki á tankinum þá riðgar hann ekki að innan.
02.08.2007 at 13:44 #594338Ég var með aukatanka úr blikki, bara vesen. Það má ekkert koma við þá til að þeir fari að leka. Fékk klakastykki upp undir annan þeirra og hann fór alveg í döðlur. Auk þess sem þeir ryðga að innan nema það sé alltaf slatti af bensíni á þeim (og hvenær er það á 8 cyl. bíl). Þetta er í lagi fyrir díselolíu, hún ryðver, en ekki bensín. Núna er ég með tanka úr 2mm ryðfríu efni, það er þá allavega einu áhyggjuefninu færra þegar druslan dettur í gegnum ís.
–
Bjarni G.
02.08.2007 at 16:57 #594340ég er með tank úr óryðfríu og virkar ágætlega (standard smá leki) þó ætla ég að skipta í rústfrítt þegar að því kemur en svo eru til allskonar dælur en ég er með úr Landvélum rafmagnsdælu tengda á takka með ljósi og sviss en ég tel það mikin mun að tengja þannig að þú drepir á dælunni þegar svissað er af því ég veit til þess að dælur hafa verið að ganga heilu og hálfu tímana að dæla engu bara vegna þess að eigandi skaust út og gleymdi að slökkva.
Kv Davíð K
02.08.2007 at 18:18 #594342Nei venjulegt blikk kemur ekki til greina…það er alveg á hreinu! Eins og Bjarni segir þá eru þeir ekki oft fullir þó ég sé nú bara með 6 sílindra…
En hefur enginn neina skoðun á áli? Eða er maður kannski ekkert að græða neitt á því að nota það frekar en ryðfrítt 2mm?
03.08.2007 at 12:52 #594344Ég smíðaði Ryðfrían tank úr 1.5mm og límdi álplötu undir hann.
Til að skipta á milli tanka var bara bensínslangan tekin uppúr gólfinu við bílstjórasætið og þar voru 2 venjulegir lokar (vatnslokar held ég) Þetta hefur allavega ekki gefið sig ennþá, en sennilega eru þessir lokar nú ekki gefnir upp fyrir að þola eldsneyti…
maggi og wranglerinn sem verður til sölu eftir helgi.
03.08.2007 at 13:36 #594346Maggi dastu á hausinn eða??? kannski bara búinn að fá ógeð af FORD? hehehe
en já pælingin er að nota einhvers konar loka á þetta, ætla að skoða hvað þeir eiga í Landvélum
límdirðu bara álplötuna beint á tankinn til þess að verja hann gegn höggum? svona fyrir forvitnis sakir, hvað notaðirðu þykka plötu… og var ekkert vesen með að 1.5mm ryðfrítt stál væri að bogna þegar þú sauðst það?kv. Kiddi og Wranglerinn sem verður aldrei til sölu
03.08.2007 at 20:17 #594348ég myndi mæla með riðfrítt 0.8-1mm,,smiða þetta bara með pínu styrkingum,eða beygja brot,svo myndi ég tengja lögn yfir í aðaltank ,og tengja loftslöngu("sennilega flestir með loftkerfi í bílunum sínum og er þá ekki bara fínt að nota það ef það er til staðar") í aukatankinn með þrýstiminkara,,
03.08.2007 at 22:58 #594350Ég myndi nú bara tala við Kidda hjá K.E og láta hann smíða tankinn. Hann er einstaklega sanngjarn og ekki hægt annað en að mæla með honum. Hann smíðar þetta fyrir þig úr hverju sem þú villt
kv. Einar
04.08.2007 at 00:56 #594352ég fer nú ekki að láta smíða fyrir mig.. þá get ég allt eins lagt þessu hobbýi og farið að spila golf eða eitthvað álíka viðurstyggilegt!
Annars þá er þetta orðið nokkuð fullmótað í kollinum á mér, eina sem ég á eftir að ákveða í raun er hvort ég nota 1.5mm eða 2mm ryðfrítt… en ég hallast nú svolítið að 2mmkv. Kiddi
04.08.2007 at 13:04 #594354Minn tankur er nú bara úr þaki af gömlum saab! Ég skar þakið af í heilu lagi, beygði það í ferhyrnt rör eða prófíl lúkk og lokaði endonum svo með húddinu af sama saab
Svo skipti ég bara slöngunni á milli tanka.
Virkar fínt fyrir hráolíu
05.08.2007 at 13:04 #594356…hvar fást þessir bátaáfyllingarstútar sem henta svona vel í brettakanta?
07.08.2007 at 14:30 #594358Ég myndi setja svona tankadæmi upp þannig að einn tankurinn væri aðal og svo væri dælt úr hinum (með lofti eða rafmagnsdælu) yfir í hann. Aðaltankurinn þyrfti helst að vera hár og mjór eða með góðri skál í botninum þannig að hægt væri að ná af honum eldsneyti hvernig sem bílinn hallar. Hann þyrfti líka að vera betur hólfaður en hinir tankarnir til að ná af honum eldsneyti þegar ekið er í loftköstum
Ekkert leiðinlegra en að bíllinn hiksti þegar tekið er á því. Auðvitað væri hægt að útbúa alla tankana svona en þá þarf að leggja eldsneytislagnir þannig að skiptilokar séu aðgengilegir innan úr bíl og svo þarf að láta "retur" lögnina frá innspýtingu fara í réttan tank.
–
Bátalok færðu í bátasjoppunum, ég man engin nöfn en ég keyrði bara út á granda og leitaði að líklegri sjoppu og fann í einni þeirra þessi fínu læstu lok.
–
K.E. Málsmíði smíðaði tankana fyrir mig og ég get hiklaust mælt með þeim.
–
Bjarni G.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.