Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › aukatankar
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Eiður Jónsson 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.01.2006 at 05:33 #197181
Sælir ég er með 4runner og er með 100 litra aukatank og hann virðist leka annaðhvort á tankinum (þ,a,s auka) eða slöngu milli tanka en nú veit ég ekkert hvern ég get fengið til að láta gera við þetta svo allar uppástungur vel þegnar…
einnig langar mig að forvitnast svona aukalega hversu vel drífa VHF stöðvarnar svona almennt?? þ,a,s í lengd
Kveðja Davíð R-2856
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.01.2006 at 14:50 #540532
´Kiddi heitir einn sem er að smíða aukatanka og er hann í þessu nr 696.3522
Kv
Snorri Freyr
28.01.2006 at 16:51 #540534Ef að aukatankurinn er ur áli, talaðu þa við þá
í Prófilstál.
Þeir gerðu við aukatankin hja mer!Kv
Daði
28.01.2006 at 16:54 #540536Ég var út á Geldinganesi og heyrði vel í þeim sem
voru þar á ferð undir Mosfelli sem er cirka 18 km
í loftlínu í slæmu veðri og var með 5 w handstöð
svo að 25 w stöð ætti að draga 25 til 30 km í
slæmum sklyrðum og jafnvel lengra
28.01.2006 at 19:41 #540538ég var staddur uppá botnsheiði í borgarfirði í námu þar og heyrði vel í vinnufélögum útá reykjanestá
og gat spjallað við þákv Heiðar U119
28.01.2006 at 19:45 #540540Hlustun kemur sendistyrk ekkert við. Þú getur kallað ótrúlega langt með góðri 25w stöð og góðu loftneti á bíl og þó að 5w stöð heyri í þér þá getur hún ekki kallað til baka ef að of langt er á milli.
28.01.2006 at 20:00 #540542Menn drífa mislangt með því að vera á beinni rás eða endurvarpa, reyndar er gott að vera með kort í bílnum sem sýnir staðsetningu endurvarpanna og hvaða rás tilheyrir hverjum þeirra: hægt að prenta þetta út á heimasíðu sigga harðar. Svo getur staðsetning loftnetsins á bílnum breitt miklu, hvort það er á brettinu framaná bíl, eða þá ofaná toppi,- sem er miklu betra.
KV. Haffi litli
28.01.2006 at 20:21 #540544
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Menn hafa verið að ná með 5w handstöðvum á beinni rás milli Langjökuls og Hvannadalshnjúks. Það var við bestu skilyrði og gerist varla betra.
Í þröngum giljum skiptir sendistyrkur og loftnet litlu máli þar sem sendingin næst lítið útfyrir. Þá hefur handstöðin kosti umfram bílastöðina þar sem möguleiki er á að hlaupa með hana upp og ná sambandi. AMK handhægara heldur en að rífa bílastöðina, loftnet og rafgeyminn úr bílnum.Handstöð með stóru loftneti (bíla) er í flestum tilfellum að gera allveg það sama og stór stöð.
kv
Maggi
28.01.2006 at 20:34 #540546"Handstöð með stóru loftneti (bíla) er í flestum tilfellum að gera allveg það sama og stór stöð."
Hvað ertu eiginlega að meina með þessu? Ertu að segja að menn séu að smella bílaloftnetum á handstöðvar?
Allavegana er eitt víst að loftnetið má EKKI vanta á VHF stöð þar sem hún eiðileggst annars þegar lyklað er. Sama hvort um er að ræða bíla- eða handstöð.Haffi litli.
28.01.2006 at 21:47 #540548Þannig að það er alveg jafn gott að kaupa bara 5w handstöð á jafnmikin ef ekki meiri pening en 25w bílstöð af því að með auka loftneti á litlu stöðina þá verður hún jafn góð og stöð sem er 20w sterkari.
Ég skil ekki alveg hvað þú ert að meina með þessu Maggi.
28.01.2006 at 22:28 #540550Drífur ca loftlínu, hafa menn sagt.
Hef talað frá brekkunum fyrir ofan Húsafell til Seltjarnarness, í gegnum enduvarpa á Tröllakirkju (sem er vestan við Holtavörðuheiði).
Drífur samt ekki yfir í næsta dal
kv
Rúnar.
29.01.2006 at 01:58 #540552
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Haffi og Stebbi, það er hægt að fá tengi/millistykki þannig að bílaloftnet passi á handstöð. Ég hef notað slíkt bæði í bílum og í skálum.
Við bestu skilyrði finnurðu lítinn sem engann mun. Sérstaklega ekki þar sem ekki er um langar vegalengdir að ræða og endurvarpar út um allar trissur.
Það sem ég á kannski helst við með þessu er að í mörgum tilfellum gæti handstöð nýst betur þar sem hún bíður upp á þann möguleika að skokka þangað sem bíll kemst ekki, í betra samband.
Bílastöðvar bjóða hinsvegar margar upp á marga þægilegri fídusa sem skemmtilegra er að búa við í bílnum OG þær eru öflugri, sem getur skipt máli… stundum.
kv
Maggi
29.01.2006 at 07:38 #540554takk fyrir góð svör ég held að hann sé úr áli en mig er farið að gruna að slangan milli tanka geti verið valdurinn að lekanum og ég veit ekki baun um aukatankasmíði og ég reikna með að það sé dæla inní þessu öllu saman og ég jahh að fitla eitthvað með bensíntankana er ekki eitthvað sem ég er mjög hrifinn af svo ég vill láta fagmann gera þetta þannig að ég spyr útfrá þessum svörum þessi kiddi eða prófílstál redda þeir líka ef þetta eru slönguvandræði???? en annars takk fyrir svörin með vhf stöðvarnar eru menn með kveikt á þeim innanbæjar eða er einhver hlustun ef einhver kallar og er í vandræðum?? og þá er einhver spes rás sem er notuð til að hlusta hérna í höfuðborginni???
Kv Davíð R-2856
kominn á jeppa eftir 2 ára pásu og með mjög stórt bros
29.01.2006 at 15:14 #540556Mér finnst það bara góður ávani að hafa kveikt á stöðini innanbæjar og með hana á scan. Svona endurvarpakerfi er alveg gagnslaust ef enginn er að hlusta og hugsa ég að það séu mjög margir sem hafa þennan háttinn á.
En það er rétt hjá þér Maggi að handstöðvar eru mjög þægilegar en þær ættu að vera nr.2 á innkaupalistanum útaf því að þær hafa ekki sama drægi og bílstöðvarnar sama hvort þú ert með bílaloftnet eða ekki.
29.01.2006 at 17:30 #540558var einu sinni staddur á langjökli og talaði við menn á drangajökli bara á beinni rás. en rosa gott veður og sgyggni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
