Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Aukarafmagn
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 11 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.10.2012 at 16:16 #224689
Á einhver teikningu af aukarafmagni?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.10.2012 at 19:43 #759441
Hér er smá auka-rafmagn.
[img:ai1p3mnx]http://blogs.dickinson.edu/mindmeetsmatter/files/2010/11/circuit.gif[/img:ai1p3mnx]
18.10.2012 at 19:46 #759443Annars svona í fullri alvöru.
Áttu við aukarafkerfi í bíl? Ef svo er, þá er eiginlega engin leið að finna ákveðna teikningu af því. Þetta er eitthvað sem maður verður að setjast niður og pæla í hvern bíl fyrir sig.
18.10.2012 at 23:37 #759445Fínt að hafa grunnteikningu til að vinna útfrá.
02.12.2012 at 20:35 #759447Fann þessa teikingu inná Jeppaspjall.is
Persónulega þá finst mér að það eigi alltaf að taka mínusin beint á rafgeimi ekki í gegnum boddíið.[attachment=0:zto2ao41]Kastaratenging.jpg[/attachment:zto2ao41]
03.12.2012 at 18:02 #759449Ég á mjög góða teinknigu sem ég teiknaði fyrir nokkrum árum, þar er líka úrhleypibúnaður og loftpúðastýring og öll ljós sem hægt er að hugsa sér, hef notað þessa á nokkra bíla sem ég hef smíðað rafkerfi í.
Ég er bara með þetta á pappír þar sem ég á ekki skanna en get tekið fyrir þig ljósrit ef þú villt.
P.S það þarf að varast að setja jarðteingingu beint á geymir vegna þess að ef jarðteinging frá geymir í body eða vél fer getur farið gríðarlegur straumur gegnum það sem er jarðteingt á geymir, það þarf þá að vera öryggi á jörðinni líka.
Kveðja Þórmar
03.12.2012 at 18:38 #759451[quote="Þórmar":2fr31yhe]Ég á mjög góða teinknigu sem ég teiknaði fyrir nokkrum árum, þar er líka úrhleypibúnaður og loftpúðastýring og öll ljós sem hægt er að hugsa sér, hef notað þessa á nokkra bíla sem ég hef smíðað rafkerfi í.
Ég er bara með þetta á pappír þar sem ég á ekki skanna en get tekið fyrir þig ljósrit ef þú villt.
P.S það þarf að varast að setja jarðteingingu beint á geymir vegna þess að ef jarðteinging frá geymir í body eða vél fer getur farið gríðarlegur straumur gegnum það sem er jarðteingt á geymir, það þarf þá að vera öryggi á jörðinni líka.
Kveðja Þórmar[/quote:2fr31yhe]P.S það þarf að varast að setja jarðteingingu beint á geymir vegna þess að ef jarðteinging frá geymir í body eða vél fer getur farið gríðarlegur straumur gegnum það sem er jarðteingt á geymir, það þarf þá að vera öryggi á jörðinni líka.
sælir, þetta er ekki alveg rétt ef þú tengir báða pólana á geimir er kerfið fljótandi og kemur engu öðru við í bílnum nema að það verði útleiðsla í kerfinu. þá reikna ég með að öll ljós og búnaður sé 2 póla.
ég hef mikla reinslu af fljótandi kerfum í skipum og þar er þetta ekkert mál. ég hef sett allt aukarafmagn í minn bíl fljótandi og ég úleiðslumæli kerfið reglulega og hef aldrei lent í veseni með þetta, það er með þetta eins og allt annað það eina sem þarf eru vönduð vinnubrögð hvaða leið sem er valin.P,S ég er svo líka viss að það er ekkert rétt eða rángt í þessu ef menn vanda sig, Það væri gaman að fá afrit af teikningunni hjá þér með vinsemd og virðingu
Kveðja. Stjáni
03.12.2012 at 23:07 #759453Ég skal taka ljósrit af þessum teikningum fyrir þig þú þarft þá að nálgast þetta til mín.
P.S. við erum greinilega ekki sammála um þessa jarðtengingu en þannig er það að ef þú ert til dæmis með talstöð sem er teng með plús og mínus beint á geimir, talstöðin er svo fest´i bílinn og nær jörð í festingunni, hún fær líka jörð gegnum skermingu svo fer í sundur aðaljarðtengingin á vélina og þú startar þá dregur þú jörð í gegnum talstöðina og skemmir hana þess vegna koma kaplarnir sem fylgja talstöðvum með öryggi bæði á plús og mínus. þetta getur verið öðruvísi í bátum þar sem þú ert með tveggja póla kerfi og enga jörð í stelli.
Kveðja Þórmar
03.12.2012 at 23:45 #759455Væri bíllinn smíðaður með tilliti til þess að allt sé fljótandi (sem þeir eru ekki, enda mjög hentugt að nýta stellið sem jarðbindingu) væri þetta sjálfsagt í lagi. T.d. að einangra útvarpstæki, eða talstöðvar, enda eru stellin á þeim jarðtengd. Það sér hver maður að þetta hljómar ekki mjög rökrétt, er það? fyrir utan rétt tæplega tvöföldun á víralengdum o.s.f.v.
T.d, Vél jarðtengist með stelli, stellið er jarðtengt boddíi, talstöð er fljótandi og bara með öryggi á plús en mínus er beint á geymi, en hvað með loftnetið?
Þess fyrir utan er mjög mikivægt að allar jarðtengingar milli boddís, grindar og vélar séu í lagi.
04.12.2012 at 01:30 #759457Sælir strákar
ég er alveg sammála ykkur. við erum að tala um auka rafmagn ekki hluti sem eru fjöldaframleiddir og eru og verða eins og þeir eru smíðaðir ég hef ekki breitt einum einasta hlut í mínum bíl ég er eingöngu að tala um aukabúnað eins og ljós og fl. það er alltaf gott að fá smá rökræður um hlutina það skerpir á og er bara stundum full þörf á því
jú við erum með 2 póla kerfi í skipunum og það virkar fínt, ég er sennilega að mikla þetta svolítið fyrir mér með mínusin og viðurkenni það.Takk kærlega,
Ég verð í sambandi við þig Þórmar þegar ég kem í land mikið að gera á sjónum og alltaf vitlaus veðurKveðja Stjáni
04.12.2012 at 01:43 #759459[quote="Stjani39":2ta4frun]Sælir strákar
ég er alveg sammála ykkur. við erum að tala um auka rafmagn ekki hluti sem eru fjöldaframleiddir og eru og verða eins og þeir eru smíðaðir ég hef ekki breitt einum einasta hlut í mínum bíl ég er eingöngu að tala um aukabúnað eins og ljós og fl. það er alltaf gott að fá smá rökræður um hlutina það skerpir á og er bara stundum full þörf á því
jú við erum með 2 póla kerfi í skipunum og það virkar fínt, ég er sennilega að mikla þetta svolítið fyrir mér með mínusin og viðurkenni það.Takk kærlega,
Ég verð í sambandi við þig Þórmar þegar ég kem í land mikið að gera á sjónum og alltaf vitlaus veðurKveðja Stjáni[/quote:2ta4frun]
Sammála með að oft er gott að ræða hlutina.
Það sem ég á við með hætturnar við jarðtengingar beint á geymi er t.d. í dæminu hér að ofan þar sem ég kastaði spurningu fram varðandi jarðtenginu, er að maður verður að passa sig að ef kerfið á að vera einangra, getur það oft orðið mjög erfitt að halda því algjörlega einangruðu. T.d. með talstöðvar þar sem það verður að jarðtengja loftnet.
Það er gert af tveimur ástæðum, á loftnetinu sjálfu byggist upp statík og flest loftnet á bílum gera ráð fyrir að nota þakið eða annan málmhluta bílsins sem mótvægi (e. groundplane).Sumir kastara eru einnig jarðtengdir beint útí festinguna, þó að ég held að nýlegir kastarar séu almennt ekki þannig gerðir.
Sjálfur er ég með IP65 kassa frá Ískraft sem ég setti tvær din skinnur í, aðra fyrir tengingar inn/út og aðra fyrir relay og öryggi. Öryggja höldurnar fékk ég frá S. Guðjónsson að mig minnir. Einhverstaðar á ég að eiga myndir af þessu og reyni að henda þeim inn annað kvöld. Þetta hefur reynst ágætlega í tæp 5 ár.
14.02.2013 at 20:30 #759461Jæja félagar,
ef þið eruð búnir að skanna teikningarnar væri gaman að fá afrit.Kveðja, Gunnar
14.02.2013 at 20:51 #759463[quote="Þórmar":1r95xw0v]Ég á mjög góða teinknigu sem ég teiknaði fyrir nokkrum árum, þar er líka úrhleypibúnaður og loftpúðastýring og öll ljós sem hægt er að hugsa sér, hef notað þessa á nokkra bíla sem ég hef smíðað rafkerfi í.
Ég er bara með þetta á pappír þar sem ég á ekki skanna en get tekið fyrir þig ljósrit ef þú villt.
P.S það þarf að varast að setja jarðteingingu beint á geymir vegna þess að ef jarðteinging frá geymir í body eða vél fer getur farið gríðarlegur straumur gegnum það sem er jarðteingt á geymir, það þarf þá að vera öryggi á jörðinni líka.
Kveðja Þórmar[/quote:1r95xw0v]Sælir væri til að skoða þessar teikningar, langar að sjá hvernig þú leysir þetta með úrhleypibúnaðinn, hitt er ég nú með nokkurnveginn, en alltaf gaman sjá hvernig menn hugsa þetta.
Ekkert mál að borga undir blaðið ef það er sennt með póstiKv Bjarki R-2405
15.02.2013 at 01:07 #759465Veit ekki hvort þetta hjálpar eitthvað, en c.a. svona er kerfið sem er í bílnum hjá mér… (reyndar orðið meira complex en þetta er grunnurinn)
24.02.2013 at 12:05 #759467Eru menn almennt að tengja kastara bara gegnum park í jeppum?
Hvað gera menn þá fyrir skoðun? eru skoðunarmenn kannski ekkert alltaf að prófa kastara?
24.02.2013 at 14:54 #759469Ég tengi torfæruljósuin mín í gegnum það, enda nota ég þá mjög sjaldan á þjóðvegi nema undir einhverjum sérstökum kringumstæðum.
Þetta eru tveggja geisla IPF, annar geislinn er lágr og notaður eins og þokuljós (þokuljós má tengja gegnum stöðuljósin).[quote:2rk8bgdi]
07.203
Breytt bifreið.
(1)
Hæð aðalljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1350 mm.
(2)
Hæð bakkljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1650 mm.
(3)
Breytt
torfærubifreið má vera búin tveimur ljóskösturum sem mega vera tengdir stöðuljóskerum um
eigin rofa og samtengdir gaumljósi í mælaborði.
[/quote:2rk8bgdi]
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.