Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Aukarafkerfi… gerðu það sjálfur….
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 15 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.09.2009 at 10:41 #206336
Hafa menn ekki eitthvað verið að smíða aukarafkerfi sjálfir??? Ég er búinn að vera að skoða þetta svolítið, aðallega á netinu, og er búinn að vera að spá hvar menn hafa verið að kaupa íhlutina. Það sem ég hef séð hérna hefur mér ekki litist nógu vel á, vill fá öryggjabox sem er með skinnu, þ.e. sameiginlegu porti fyrir straum frá geymi. Er búinn að finna eitt nokkuð gott frá Blue Sea Systems, Fuse Block. Fynnst það reyndar nokkuð dýrt.
Var einnig að spá hvaða strauma menn hafa verið að taka inná rafkerfið. Eins og ég er búinn að teikna það upp er ég með svissstraum, parkljós. háuljós, bakkljós og svo beint frá geymi.Léttar pælingar bara
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.09.2009 at 11:47 #656530
Ég er svona gott sem búinn að smíða eitt kerfi í Hiluxinn hjá mér.
Vírarnir eru keyptir af rafvirkjafyrirtæki, skór á víranna eru keyptir í heildsölu (hver borgar 15kr fyrir stykkið af þessu í n1?), relay og öryggjabox eru keypt í n1, takkar eru keyptir í íhlutum.
Ég er með 16q vír frá geymi sem er lóðaður inná öryggjabox sem er með 10 útgöngum. Þetta svona þjónar sirka sama tilgangi og þetta fuse block sem þú bendir á nema ódýrara og sennilega örlítið sterkara.
Skil ekki alveg spurninguna um hvaða strauma menn hafa verið að taka inná rafkerfið. Kerfið sjálft er keyrt áfram bara beint af geyminum. Stýrisstraumanna geturðu svo tekið úr hinu og þessu, t.d. að taka stýrisstraum inná kastaranna úr háu ljósunum.
08.09.2009 at 12:03 #656532
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvar getur maður keypt tilbúin aukarafkerfi…?
Ég skoðaði inni í Aukaraf um daginn og það var mjög flott en of lítið til þess að það hentaði mér.
kv
Steini
08.09.2009 at 14:55 #656534[url=http://www.vehicle-wiring-products.eu/VWP-onlinestore/home/homepage.php:2r25f9no]Hérna[/url:2r25f9no] er síða með ýmsu dóti í bílarafkerfi.
Síðan er [url=http://www.speedcalibrator.com/joomla/index.php?option=com_content&task=view&id=21&Itemid=35:2r25f9no]Samrás[/url:2r25f9no] með nett kerfi sem kostaði um 60þ kall í vor
kv
Ingi
08.09.2009 at 22:30 #656536Þetta kerfi frá Samrás er svakalega flott. Það sem ég var að spá með því að fá þessa strauma inná rafkerfið er að þá getur maður ráðið virkni kerfisins. Virðist vera sama pæling hjá samrás með því að hafa dip rofa til að velja stýristraum. Þá ertu alltaf með stýristraumana sem relayin vinna á inná aukarafkerfinu og getur lagt einn kapal að takkaborði í stað þess að víra hvern straum frá rafkerfi bílsins að takkaborði og svo í aukarafkerfið. Pælingin hjá mér er t.d. að vera með kastara aftan á bílnum sem ég get látið kveikna á þegar ég set í bakk.
Þetta virðast vera mjög fínar vörur hjá VWP, hefur þú pantað hjá þeim Ingi?
09.09.2009 at 01:08 #656538Ég hef nú sett svona sett í bílana hjá mér. Boxið er keypt í Reykjarfelli (hægt að fá þau í nokkrum stærðum). Relysætin, höfuðöryggið og dreifiskinnurnar keypti ég í N1. Tek 16q beint frá geymi.
[img:6u2cutod]http://i619.photobucket.com/albums/tt271/hannesb/Ymislegt/P9030025.jpg?t=1252458533[/img:6u2cutod]Hefur alltaf komið vel út en eini mínusinn að þessu fylgir smá víraflækja.
14.09.2009 at 01:26 #656540[quote="Árni":w83o130q]Þetta virðast vera mjög fínar vörur hjá VWP, hefur þú pantað hjá þeim Ingi?[/quote:w83o130q]
Nei ég ekki pantað hjá þeim, allavega ekki enn, er samt að spá í því.
14.09.2009 at 08:58 #656542Ég tók rafkerfið sem var í Cruisernum sem ég keyfti mér og henti því úr honum enda voru 6 víra tengi og svoleiðis búnaður sem er ekki gáfulegt í bíla.
Ég fór og sankaði að mér dóti og síðan teiknaði ég upp mynd af því sem ég þurfti að gera og ég held að það sé mikilvægt þegar menn eru að byrja á þessum pælingum. Relay/öryggjabox fékk ég hjá Halla G. í K2M á Akureyri. Það er með 6 portum þannig að ég notaði það fyrir allt nema aukaljósin framan á. Rofaborðið smíðaði ég sjálfur eins og sést vonandi á myndinni hlutir sem allir kannast við.
Höfuðöryggi 3 stykki fram við rafgeymi Loftdæla50amp/Inverter40amp/aukaraf30amp. Séraukaraf smíðaði ég síðan fyrir kastarana 3 framan á enda taka þeir mikið rafmagn.Síðan má bæta við einum stýristraum það er pressustat vs loftlás, sem gerir það að það er nóg loft til staðar til að hægt sé að setja lásinn á á.
Mæli með því að menn smíði þetta sjálfir enda lærir maður mikið um bílinn og veit þá um allt í honum og rafkerfinu.
Mikilvægt að ná sér í töflu fyrir víra og flutningsgetu þeirra (qudröt) fékk mína í Ískraft.[url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=236908:3tlo30ij]Hérna[/url:3tlo30ij] í myndaalbúminu mínu er hægt að sjá hvernig ég gekk frá þessu dóti og boxið frá halla.
14.09.2009 at 10:02 #656544Hvað eru menn að borga fyrir svona Relay/öryggjabox.
Líst vel á þettakv Samson
23.10.2009 at 20:28 #656546Jæja, fór í bíltúr í dag og skoðaði efni í rafkerfið… endaði á að kaupa efni í það sem og kastara :)… aðeins dýrari bíltúr en upphaflega planið var
Fór fyrst í N1 og leit á úrvalið, ekki uppá marga fiska það… rúllaði svo í Bílasmiðinn og átti þar gott spjall og keypti relaybox sem er bara alveg ótrúlega flott, það er með 6 rásum með öryggjum og relayum. Er úr járni og virðist mjög vandað, ákvað að skella mér á það þar sem efniskostnaður við að smíða þetta sjálfur fer langt uppí þetta box, enda kostaði það ekki nema 14.900kr. Keypti svo lítið öryggjabox í N1 fyrir þær greinar sem þurfa ekki að vera á relayi.
Finn ekki mynd af boxinu en það er með einum inngangi fyrir straum frá geymi, sex inngöngum frá rofum og sex útgöngum frá relayum. Einnig eru led ljós sem sýna hvaða relay eru dregin. Það er ca. L12xB10xH5.
23.10.2009 at 20:56 #656548Ég er búinn að vera að dunda mér við að smíða aukarafkerfi í bílinn hjá mér, en að vísu ekki kominn mjög langt.
Ég fór hinsvegar í Íhluti í Skipholti og keypti relay, box ofl þar. Ég mæli eindregið með því að menn kíki þangað, það munaði hátt í 1000kr á hverju relay-i á móti N1, og í heildina þá held ég að ég hafi sparað mér einhverjar 18þúsund á þessum pakka sem ég keypti.
23.10.2009 at 21:42 #656550Ég notaði original box úr gömlum saab, þar er sökkull fyrir 10 öryggi og 6 relay, lítið, nett, hægt að slíta það í sundur og púsla því saman eins og maður vill (sem ég gerði) og virkar frábærlega
Svo inní bíl er ég bara með einfalda og flotta rofa sem ég asnaðist til að kaupa í bílanaust einusinni á offjár, skil ekki ennþá afhverju ég hugsaði ekki lengra og fór til Eyþórs í Íhlutum, miklu meira úrval af nettum stýrisstraumsrofum þar.
23.10.2009 at 22:31 #656552Þetta er boxið frá bílasmiðnum, ætlað fyrir aukaljós í neyðarbíla. Virkar vonandi fínt í jeppana líka.
[img:30f6no0c]http://haztec.biz/images/large/8-60620%20relay%20box.jpg[/img:30f6no0c]
23.10.2009 at 23:28 #656554ég var að tengja svona box frá Bílasmiðnum í bílin hjá mér, það kemur er mjög nett og fer lítið fyrir því
23.10.2009 at 23:32 #656556[quote="biggifix":313saoa7]Ég fór hinsvegar í Íhluti í Skipholti og keypti relay, box ofl þar. Ég mæli eindregið með því að menn kíki þangað, það munaði hátt í 1000kr á hverju relay-i á móti N1, og í heildina þá held ég að ég hafi sparað mér einhverjar 18þúsund á þessum pakka sem ég keypti.[/quote:313saoa7]
Ekki það að ég sé neitt að verja okrið í N1 en það er ólíkt meiri gæðamunur að kaupa Hella relay og þessi relay sem eru til sölu í Íhlutum (sem útskýrir verðmuninn, tékkaðu bara á því hvað Hella relay kostar í útlandinu).
Íhlutir eru samt klárlega með besta úrvalið af tökkum.
24.10.2009 at 13:41 #656558Ekki það að ég sé neitt að mæra N1. En munurinn á Hella segulrofa og þeim sem fást hjá íhlutum þá er verðmunurinn ekki til þess að fá mig til að kaupa þessa "ofurtraustu" hella segulrofa sem duga svo vel… eða þannig. Er búinn að vera með segulrofa frá slaufumanninum í mörg ár og aldrei klikkað. Þar sem ég þykist vinna í kringum þetta dót allan daginn þá veit ég fyrir víst að munurinn á bilanatíðni í hella spólrofum og svo þeim sem fást hjá íhlutum, og jafnvel IPF segulrofarnir, er að bilanatíðnin hjá okkur tengist því beint hve mikið er notað af hverri tegund. Ég held samt að IPF eigi metið í að bila. Eins góðir og kastararnir þeirra eru nú.
Hinsvegar er það staðreynd að fólk er ALLTOF GJARNT Á AÐ SETJA SEGULROFANA Í SKÍTINN OG DRULLUNA. Þessir rofar eru engang veginn nógu rakaþéttir til að standa frammí húddi of lengi. Þennan búnað á að setja í rakaþétt box eða inní bíl í hlýjuna. Vissulega hafa sumir rofar verið frammí húddi í mörg ár og aldrei klikkað, en það er ekki áreiðanlegt þó það virki oft. Svona svipað og 10A rofarnir hafa dugað ágætlega í mörg mörg ár þó engin segulrofi sé á milli. =)Það sem gengur oftast frá þeim (fyrir ykkur sem hafa ekki rifið svona hlut í sundur eftir að hann bilar) er að snerturnar í þessu safna spansgrænu og hætta að leiða eða festast saman. Ég hef séð þær brenna líka en það er mun sjaldgæfara og yfirleitt eftir eitthvað yfirálagsskot frekar en annað.
ATHUGIÐ að málstraumurinn er 30A á öllum þessum segulrofum og má ekki fara yfir það nema í undantekningartilfellum. Toppsstraumur má vera 40A. Yfir það fara snerturnar að brenna saman og sundur. Betra er að kaupa 70A spólrofa fyrir eitthvað sem á að nota 30-40A stöðugt. Þess má geta að þau fást líka hjá Eyþóri Slaufumann og kosta töluvert minna en sambærileg hjá N1. (Fyrir utan að sölumenn N1 virðast ekki alveg getað skilið muninn á Relay, og svo segulrofa, sem er enginn. Segulrofar yfir 70A eru ekki "ekki lengur relay, heldur segulrofar svokallaðir". Þetta eru allt relay eða segulrofar)
kkv, Samúel Úlfr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.