Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Aukarafgeymir í Patrol
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Gíslason 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.03.2003 at 14:49 #192355
Ég er með ´99 Patrol sem er aðeins með 1 rafgeymi. Svosem ekkert stórmál en hvers vegna ætli þetta sé? Fyrri árgerðir eru með 2 geyma, svo og þær seinni. Hvar get ég komið rafgeymi 2 fyrir, hafa menn verið að bæta honum við? gaman væri að heyra reynslusögur ykkar.
Kveðja,
Lalli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.03.2003 at 17:13 #470806
Sæll
Ég er með samskonar bíl og þú og er nýbúinn að bæta við auka rafgeymi. Það var gert með því að færa vacum kút fyrir bremsur fram fyrir vatnskassa og setja rafgeymirinn ofaná innra brettið vinstra meginn.
kv.
Eiríkur
14.03.2003 at 18:58 #470808
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég var að velta fyrir mér að bæta við geymi og minntist á það við vinnufélaga minn hvort það þyrfti að gera ráðstafanir út af hleðslu. Hann vildi meina það að það þarf að nota 2 nákvæmlega eins geyma, jafn gamla sama framleiðanda og sömu stærð. Ef það er munur á geymunum þá er innra viðnám geymanna misjafnt og veldur því að straumurinn sem annar geymirinn biður um skilar sér á hinn. Ef rafgeymar ofhlaðast þá er talað um að það sjóði á þeim og þá sullast sýra upp úr geyminum og sellurnar inní geyninum leysast upp og verða að botnfalli.
Hinsvegar eru haugur af jeppum í umferð með 2 geyma hliðtengda og ég spyr þá, ,,kannast einhver við þetta sem ég var að telja upp". Ég veit að þetta er reyndin en hvort þetta sé verulegt til að hafa áhyggjur af eða svo lítið að maður tekur ekki eftir því veit ég ekki.
Kv Isan
14.03.2003 at 22:11 #470810Setti annan rafgeymi í ?99 Patrolinn minn tók vakum kútinn og setti innan við númeraplötuna . Setti eins rafgeymi og var fyrir á brettið vinstramegin, athugið að festingin verður að vera rétt smíðuð svo brettið brotni ekki.
Kv.
Arnar
14.03.2003 at 22:39 #470812Í raun þá skiptir engu máli þó innra viðnám rafgeyma sé aðeins mismunandi, og alls ekki gagnvart hleðslu í 12 volta kerfi. Tengdu saman þá geyma sem þú villt, stærð, aldur, og litur skiptir ekki máli. Vitaskuld bætir það ekki ástandið í 12 volta kerfi að bæta við geymi sem er handónýtur, eða kortslúttaður. Geymar sem teljast í lagi funkera fínt hliðtengdir í öllum tilfellum. 24V kerfi er svo annað mál og efni í annan póst.
Kv
Óli
14.03.2003 at 23:21 #470814Spurning til Óla eða einhverja sem vita..
Ég er með Land Cruiser með 24V starti og neyslu. Ég gafst upp á því að stela 12v útaf öðrum rafgeyminum. Ég var farinn að skipta um geymi eins og nærbuxur. Þá fékk ég mér einhvern helvítis hleðslujafnara sem átti að jafna hleðsluna inná geymana. Þetta tæki fór í ruslið eftir 6 mánuði. Þá fékk ég mér bara þriðja geyminn og annan altanator og það er í lagi ennþá. En það væri nátturulega betra ef neyslan í bílnum væri 12v og ég gæti slept því að vera með 3 rafgeyma og 2 altanatora.(Nóg er helvítis draslið í húddinu fyrir!)
En er hægt að leysa þetta mál á einhvern annan hátt heldur enn svona? eða eru menn að kaupa stóra straumbreyta? Þarf ekki helvíti stóran strumbreyti til að halda öllu þessu 12v drasli sem maður er búinn að klístra í bílinn? vhf,cb,nmt,magnari,bassabox ofl.ofl.
kv,
heijo
14.03.2003 at 23:49 #470816Sælir.
Það er ekki rétt að það sé í lagi að hliðtengja 2 geyma misstóra. þeir mishlaðast við það og það getur skapað alls konar vandamál eins og hita og stutta endingu. Hleðsludeilirinn er uppbyggður af 2. díóðum sem hætta að hleypa straum í gegnum sig við ákveðna spennu. þetta er eingöngu til að nota ef hlaða á 2 geyma með sömu spennu.
Það sem heijo er að lenda í er allt annað mál en reyndar tengt. þar er verið að taka mismikinn straum af geymunum sem eru hlaðnir með sama alternator. (Geymarnir eru raðtengdir) Þegar alltaf er verið að taka meiri straum af öðrum geyminum ákveður alternatorinn að hlaða báða þegar aðeins vantar á annan.
Þetta er hægt að leysa með því að taka jafnt af báðum geymunum. það er algengasta aðferðin. Ef maður veit nokkurn vegin hvað tækin taka mikinn straum (það má mæla með ampertöng eða mæli) er hægt að deila því jafnt á báða geymana.
Þetta er stöðugt vandamál í bílum með 24v. spennu. Flestir virðast leysa málið með sér geymi og alternator fyrir 12v. þvi eins og heijo bendir á þarf ansi góðan spennubreyti fyrir allt þetta dót.
Passið þið bara í þessu eins og öðru rafmagnsveseni að nota nógu svera víra. Það er allt of algengt að menn noti of granna víra sem valda hita og spennufalli sem veldur erfiðleikum í tækjum eins og talstöðvum.
kv.
Emil Borg
15.03.2003 at 03:16 #470818Venjulegur alternator heldur uppi ákveðinni spennu og af henni hlaðast geymarnir. Typical er 13,8 V sem alternatorinn heldur yfir kerfið, við þessa spennu hlaðast geymar ( já venjulegur 12V geymar) upp. Allt hjal um að mismunandi geymar passi ekki saman og að annar hitni og hinn "roðni" er órökstutt og passar ekki við þann reynsluheim sem við flestir búum við. Vissulega er ekki tryggt að álag sé það sama á báða geyma ef þeir eru mismunandi að stærð, aldri eða uppruna. Aðalatriðið er að 12V geymir er bara það… já 12V geymir.. tengdu tvo hlið við hlið og þú færð út einn sem er jafn stór og samanlögð stærð hinna tveggja. Þetta er einföld rás og alþekkt!
Hafi menn lent í vanda með að tengja samana tvo geyma í 12V kerfi þá skora ég á þá að skýra frá því á rökrænann hátt.
15.03.2003 at 03:29 #470820Í 24 Volta kerfi eru geymarnir raðtengdir og hlaðið yfir þá með "24V" alternator þá er uppi ný hlið á teningnum. Sú orka sem fæst út úr kerfinu er algerlega háð afköstum LAKARI geymisins. því að þeir eru raðtengdir. Ef annar er lítill og slappur takmarkar hann strauminn í rásinni og ræður því aflinu sem kerfið, samanlagðir geymar í 24 voltum gefa út
.. Það að "stela" 12v af öðrum geyminum er ekki gott þvi að þeir eru hlaðnir báðir í einu af 24V alternator ( sem heldur c.a 28V yfir báða). Sami straumur fer því í gegnum báða geymana. Ef annar er lestaður sér..t.d með 12v notanda þá getur kerfið ekki hlaðið hann sérstaklega, því að hinn geymirinn er fullhlaðinn og hleypir því ekki straum í gegnum sig –> engin straumur fer í gegnum geymana til að hlaða þann sem á vantar upp á og hann verður tómur með tímanum, laskast við það og eyðileggst fyrir aldur framm..
Lausnin er að taka 12V út af þeim báðum með spennubreyti… Gallinn er sá að spennubreytar eru bilanagjarnir og henta illa þar sem álag er mikið. þú hefur því hitt á ""góða"" lausn helijo með því að bæta við auka 12V kerfi.
Ég mæli ekki með því að þú farir yfir í spennubreyti ef þú ert með mikla 12 volta notkun
15.03.2003 at 09:47 #470822Óli hefur rétt fyrir sér en Emil ekki, það er ekkert sem mælir gegn því að hliðtengja tvo misstóra geyma, ef báðir eru í lagi. Þeir hlaðast og afhlaðast saman.
Það er svo önnur saga, en ein ástæða til að vera með tvo geyma er að hafa einn til vara ef annar afhleðst, t.d. að vera með start á einum geymi og tölvur, útvarp, miðstöð og þess háttar á öðrum. Þá gengur ekki að hliðtengja geymana beint. Ég held að það sé hægt að fá[i:xpf43oiv]reley[/i:xpf43oiv] til að nota í svona, önnur aðferð er að vera með tvo alternatora. Ég hef líka velt því fyrir mér að nota einn alternator en að vera með tvö sett af afriðla díóðum. Þannig er tryggt að maður hafi rafmagn til að starta bílnum þó maður gleymi tölvu eða útvarpi í gangi. Eins væri hægt að tengja geymana handvirkt saman (t.d. með startkapli) þegar þarf að starta dísel vél í kulda eða startgeymirinn verður straumlaus af einhverjum ástæðum.
Ég var með einfalda útfærslu af þessu sem fólst í því að tengja GPS við lítinn geymi sem var hlaðinn gegnum díóðu frá rafkerfi bílsins. Þetta virkaði mjög vel og kom í veg fyrir að GPS tækið truflaðist vegna spennufalls þegar startað var.
15.03.2003 at 12:40 #470824Það eru til díóðubox til miðla hleðslu frá alternator og yfir á tvo annars aðskilda geyma. Þau eru algeng í smábátum þar sem gerð er krafa um tvö aðskilin kerfi. Slíkt box kostaði að mig minnir c.a 10Þús fyrir 4 árum eða svo, græja af stærðargráðu sem hentar í jeppa t.d ..stimpluð 60A ef ég man rétt.
Trúlega er það þessi tenging sem er eitthvað að rugla menn, þessi box eru bara til að aðskilja kerfin þannig að annar geymir tæmist/hleðst óháð hinum. Þetta er ekki til að jafna eða regla hleðsluna á neinn annan hátt.
Fjallakveðja
Óli
15.03.2003 at 19:08 #470826
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Rafmagnsfræði 101….
Batterí eru með innraviðnám, reglan með tvö hliðtengd viðnám er að sama spenna er yfir bæði viðnám, en straumur í hlutfalli við stærð viðnáms.
Batterí sem er tómt hefur lægra viðnám en batterí sem er fullt.
þegar tvö batterí eru tengd saman, og þau eru ekki með sama viðnám dregur það batterí sem er með lægra innraviðnám (lélegra batterí) straum í gegnum sig frá hinu batteríinu og þau reyna að jafna sig.
Svo er allt dótið hlaðið og við það myndast álag á bæði batteríin (hiti) Bæði hlaðast, svo hættir hleðslan og hitt fer aftur að draga hitt niður…o.s.frv.
Þannig að það er stanslaust álag á öðru batteríinu (betra) þangatil þau verða jöfn. og þá finst oft hleðslutækinu (altenatrnum) að best sé að fara að hlaða smá…
kv
benni
15.03.2003 at 19:18 #470828
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Á þessu spjalli virðast allir hafa meira og minna rétt fyrir sér. Það er tvennt ólíkt að tengja saman lélegt og gott batterí eða mis stór batterí. ef að lélegt og gott batterí eru tengd saman gerist eins og vitnað er í í rafmagnsfræði 101, ef að aftur á móti eru tengd saman misstór batterí, þas. í amperum, svínvirkar allt draslið eins og Óli bendir á.
15.03.2003 at 20:35 #470830
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég er bara nýbyrjaður hér..
svo ég biðst afsökunar, en Óli bað um að einhver kæmi með einhver svör á rökræanann hátt…
Þó svo þetta sé raffræði, þá mætti ef til vill setja þetta á annan hátt..
Skellum tveimum vélum, tengjum þær saman, önnur er 200Hestöfl og skilar mestu torki á 4000snm, hin er 100hö og skilar á mestu á 2000snm.
Það er pottþétt þegar álag kemur að önnur vélin dragi hina niður, vissulega bæta þær við heildaraflið, en önnur dregur. Það vissulega bætir við álagið á stærri vélina og hún slitnar meira og hugsanlega önnur vandamál.Jæja.. þetta er beside the point.
Þetta jú svínvirkar..og ég er alveg viss um að það er betra að hafa tvo mismunandi geyma en einn lítinn, En spurningin (málefnin eins og er oft títt rætt um í pólítík) er ending og hugsanlega "best practices".
En já.. meira um þetta, ég spurði föður minn, sem veit ekkert um bíla en hefur verið að hanna varaalfskerfi (hernum) sem yfirleitt gengu á sýrugeymum, og reynslan er að mjög erftitt er að blanda saman mismundandi tegnundum á geymum, þ.e. í capacity (Amperstundir). En það er nefnilega svo misjafnt hvernig þeir taka hlesðlu og afhlaðast. Tveir nýjir mismunandi geymar afhlaðast misjanft, þ.e. minnigeymirinn afleðst hraðar og fer að draga hinn niður með sér.. En efitr allt, þá kemur þetta niður á endingu. Fínt power, bara engingu.
Við erm jú í þessu sporti mikið til að gera við og eyða peningum.. þannig þetta ætti ekki að vera stóra málið!..ég bætti mér bara í umræðuna til að koma með pínu rök… Þetta er mikill reynsluheimur og einnig mikið um trúarbrögð, þannig þetta er mjög fín lína "rökræða" 😉
kv
benni
15.03.2003 at 22:00 #470832Innra viðnám rafgeymis er því minna sem geymirinn er stærri og í betra ástandi. Mort snýr þessu öfugt, því eru niðurstöður hans ekki réttar.
15.03.2003 at 23:56 #470834
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ah, góður punktur.. og alveg rétt, (smá orðalag) en skipir ekki máli 😉 ég sagði batterí sem er tómt… virkar sem mjög lágt viðnám á móti spennugjafa (lægra viðnám, lág spenna .. mikill straumur).
OG já.. til að leirétta mig ennfrekar, stór risageymir hefur mjög lágt innraviðnám, reglan er að mesta afl sem hægt er að taka úr geymi er þegar loadið er með sama viðnámi og innraviðnám spennugjafans.það er reyndar ekki hægt að hugsa þetta eins og ég setti fram, þar sem jú.. innraviðnámið er breytileg stærð eftir stöðu og ástandi geymissins, EN þetta eru tvö viðnám undir álagi flæðir meiri straumur í gegnum "lægra" viðnámið (stærri geymirinn) og hann fer fljótar niður. Gallinn er sá að minni geymirinn afhleðst einnig (hraðar?) og þegar hann getur ekki gefið nægt afl miðað við spennu verður spennufall yfir innraviðnámið hence..einhverstaðar dregur hann straum.
16.03.2003 at 04:10 #470836Einn af þeim þáttum sem hefur áhrif á spennu rafgeymis er hversu mikið geymirinn er hlaðinn. Þetta sér til þess að tveir hliðtengdir geymar fylgjast nokkurn veginn að í hlutfalli við stærð geymanna, bæði í hleðslu og afhleðslu.
Innra viðnám bílgeyma er það lágt að hleðslu ástandið hefur meiri áhrif en straumurinn á spennuna, nema rétt á meðan verið er að starta.Ég hef oft notað rafgeyma til að knýja mælitæki. Þegar geymarnir eru hlaðnir þá er það gert með því að hliðtengja alla rafgeyma og hleðslutæki, þá skiptir ekki máli þó geymarnir og hleðslutækin sé misstór (meðan allt er 12V).
16.03.2003 at 15:10 #470838Sælir
Þið sem efuðust um mínar röksemdir hafið að hárrétt fyrir ykkur. Að hliðtengja 2 12v. geyma er auðvitað allt í fínasta lagi. Þeir deila hleðslunni á milli sín sjálfir og hjálparlaust. Þetta er orginal í fjölmörgum bílum og þar á meðal mínum.
Ég var með hugann við 2f. kerfi, þar sem annar geymirinn er eingöngu fyrir startið, en hinn fyrir allt annað. Þá þarf hleðsludeili.
En í einu er ég ekki sammála Eik. Það er að hleðsla geymis ráði spennunni á honum. Það er ekki fyrr en geymir er orðinn allt að því tómur að spennan lækkar. Fram að því er hún mjög svipuð. Sama og gerist í alcaline rafhlöðu.
Kv.
Emil.
16.03.2003 at 19:16 #470840Það er rétt hjá emil að hleðsla geymisins hefur mest áhrif á spennuna þegar geymirnn er næstum tómur eða fullur. Ef maður mælir spennu á fullhlöðnum rafgeymi, þá mælast oft um eða yfir 13 volt. Ef geymirinn er afhlaðinn með jöfnum straum fellur spennan fljótt í c.a. 12.6 volt, síðan fellur hún hægt niður i um það bil 12 volt en síðan fellur hún hratt.
22.03.2003 at 14:55 #470842Vissulega er í góðu lagi að hliðtengja geyma, svo lengi sem þeir eru eins. Ef að geymarnir eru ekki 100% nákvæmlega eins þá fara þeir að afhlaða hvorn annan þegar þeir standa. En þar sem að litlar líkur eru á því að framleiðslunákvæmnin sé svona mikil, þá mæli ég eindregið með því að menn hafi 2 höfuðrofa (einn fyrir hvern geymi) þar sem eru 2 geymar, ef að bíllinn stendur oft til lengri tíma. Með því móti eru geymarnir aftengdir þegar þeir eru ekki notaðir til lengri tíma og ná því ekki að afhlaða hvorn annan. Þetta er mjög góð útfærsla fyrir menn sem nota fjallajeppana ekkert á milli þess sem þeir fara í ferðalög (og bíllinn stendur þá vikur eða mánuði í einu) en skiptir ekki eins miklu máli á bíl sem er keyrður (og hlaðinn) daglega.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.