This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 18 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Nú er það við líði að hægt að fá aukafélagsskýrteini hjá klúbbnum, þetta er sennilega hugsað sem svona maka aðild. Þó ég viti ekki hver hugsunin var í upphafi. En gott og vel, ég get skilið viðhorfið. Þ.a.s svona fjölskildu aðild. Og get ég séð fyrir mér að aukafélagi geti með slíku skýrteini notið afslátta 4×4, ódýrari skálagjalda, afslátta almennt í 4×4 og sömu réttinda og maki á f4x4.is. En þar finnst mér líka við ættum u.þ.b að draga mörkin.
En af hverju að draga mörkin einhverstaðar. Jú rökin fyrir því tel ég vera þau að fullgildir félagsmann eigi að njóta forréttinda t,d eiga þeir einir sem eru fullgildir meðlimir að hafa kosningarétt á aðalfundi. Samanber þeir einir sem hafa greitt félagsgjöld eiga rétt á setu á aðalfundi og eiga þeir að sýna félagsskírteini við komu á aðalfund.
Það sem gerir það að ég velti þessu upp núna er það að mér finnst það eigi að vera krafa um það að nefndar menn og sérílagi stjórnarmenn sjá sóma sinn í því að vera fullgildir félagsmenn. Og þætti mér það hálf hjákátlegt ef t.d formaður eða varaformaður ferðaklúbbsins 4×4 væri ekki fullgildur félagsmaður. Eða þá að maður væri bara 50% meðlimur og greiddi félagsgjöld í samræmi við það, eða kannski með 17% aðild
Í ljósi þessa þætti mér eðlilegt að þetta væri tekið fyrir á aðalfundi og bornar upp tillögur um hve víðtæk aukafélagsaðild ætti að vera, en í mínum hug táknar það ekki kosningarrétt.
Svona til fróðleiks þá er þetta meðhöndlað hjá Útivist þannig að maki fær
skálagjöld og ferðir á innanfélagsverði, en hefur ekki atkvæðarétt eða á
aðalfundi eða kjörgengi nema með því að borga hálft félagsgjald. Aukafélagið
getur því fengið full réttindi með hálfu félagsgjaldi. Það eru ekki margir sem
notfæra sér þetta en samt einhverjir, aðallega þegar bæði hjónin eru virk í
nefndum og slíku.Það væri gaman ef þið létuð álit ykkar í ljós og svo hvort þið þekkið hvernig þessu er háttað í öðrum félögum.
You must be logged in to reply to this topic.